Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 11 FRÉTTIR Fjölmenni á ráðstefnu Landverndar um hálendi fslands Þörf á auk- inni þekk- ingu um hálendið FJÖLMENNT var á ráðstefnu Landverndar um þekkingu, vernd og nýtingu hálendis Islands um helgina. Meðal gesta voru Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, og Jóhann Már Maríusson aðstoðarforsljóri. LANDVERND hélt ráðstefnu um þekkingu, vernd og nýtingu hálend- is íslands sl. laugardag í Ráðhúsi Reykjavíkur. Tilgangur hennar var að miðla faglegri þekkingu um há- lendið og mismunandi viðhorfum til verndar og nýtingar þess, sem og að skapa grundvöll fyrir frekari fag- lega rökstudda umræðu til að sam- eina sjónarmið og ná víðtækri sátt um vernd og nýtingu þess. Ráð- stefnan var fjölsótt og mátti þar sjá fjölmarga alþingismenn, leiðsögu- menn, bændur, menn úr orkugeir- anum og aðra áhugamenn um mál- efni hálendisins. Ekki fleiri mistök vegna vanþekkingar Það kom skýrt fram í erindum framsögumanna, ávarpi forsætis- ráðherra og spurningum ráð- stefnugesta að mönnum er annt um framtíð hálendisins. Menn hafa mismunandi hagsmuna að gæta og hafa þar af leiðandi ólíkar óskir um nýtingu þess. Þótt farið hafi verið um víðan völl á ráðstefnunni má segja að ein helsta ályktunin sem draga megi af henni sé sú að nán- SVERRIR Hermannsson, formað- ur Frjálslynda flokksins, segir að miðstjórn flokksins muni fljótlega hefjast handa við að stofna kjör- dæmisfélög flokksins og í framhaldi af því verði raðað á framboðslista fyrir alþingiskosningarnar, en ljóst sé að margir öflugir frambjóðendur verði á listum flokksins um land allt. Svemr segist vera mjög ánægður með þing ílokksins sem haldið var um síðustu helgi og mætingin á það hafí verið glæsileg. I stjórnmálayfirlýsingu Frjáls- lynda flokksins sem samþykkt var á flokksþinginu segir m.a. að það sé eindregin stefna flokksins að ger- bylta núverandi fiskveiðistjórnar- kerfi. Telur flokkurinn það brýn- asta verkefni fslenskra stjórnmála og aðal kosningaefni komandi al- þingiskosninga. í yfirlýsingunni segir m.a. að markmið flokksins séu jafn frumburðarréttur allra þegna til fiskveiða og hámörkun afrakst- urs af auðlindunum í hafinu í þágu allrar þjóðarinnar. I niðurstöðum málstofu lands- þingsins um sjávarútvegsmál kem- ur fram að alger einhugur hafi verið á fundinum um að núgildandi fisk- veiðistjórnunarkerfi óbreytt sé slík óhæfa að bjarga verði þjóðinni und- an því og þegar í stað verði allt framsal veiðiheimilda til leigu eða sölu afnumið. Þá hafi þorri fundar- manna verið þeirrar skoðunar að eina Ieiðin til að eyða ágöllum gild- andi fiskveiðistjómunar sé að bjóða veiðiheimildir reglulega út til leigu ari upplýsinga um hálendið sé þörf, svo um,t verði að gera sér betur grein fyrir náttúru þess, mikilvægi og möguleikum. Frummælendur voru fjórir og töluðu í forsvari fyrir starfshópa sem tekið höfðu til umfjöllunar af- mörkuð svið er lúta að málefnum hálendisins. Framsögumenn voru vel undirbúnir og lögðu fram niður- stöður umræðu starfshópanna, en undirbúningur ráðstefnunnar hafði staðið frá því sl. haust. Jón Helgason, formaður Land- verndar, varaði við skammsýni og stundarhagsmunum í setningar- ræðu sinni: „Það er margt sem gert var á árum áður vegna skammsýni og vanþekkingar, og viljum við allra síst að slíkt gerist aftur,“ sagði Jón Helgason, formaður Landverndar, í upphafi ráðstefnunnar. Freysteinn Sigurðsson, varafor- maður Landverndar, benti á mis- munandi óskir um nýtingu hálendis- ins. Sagði hann að það yrði öllum til framdráttar og það hlyti að vera markmið allra að lágmarka skaða og spjöll, en hámarka vernd. A með- an ekki væri ljóst hvað við værum á vegum rfldsins í frjálsri sam- keppni allra þeirra sem ætla sér að veiða eða verka fisk. Óbyggðirnar sameign þjóðarinnar I heilbrigðis- og tryggingamálum leggur flokkurinn m.a. áherslu á að gerð verði alhliða heilbrigðisáætlun til minnst 5 ára, að bætur almanna- trygginga fylgi þróun launa og að allur lífeyrir verði án tengingar við tekjur maka. I félagsmálum vill flokkurinn m.a. beita sér fyrir stærri, öflugri og sjálfstæðai'i sveit- arfélögum og að verkefnatrygging- ar komi í stað atvinnuleysistrygg- inga. Þá eggjar flokkurinn hið opin- bera lögeggjan að neyta allra ráða og bragða í baráttu við eiturlyf. í stjórnmálayfirlýsingunni segir að óbyggðir íslands, þar með talið miðhálendið, séu sameign íslensku þjóðarinnar og virðing fyrir þeirri eign sé grundvöllur umhverfis- stefnu flokksins. Framkvæmdum á hálendinu eigi að halda í lágmarki og þjóðin sjálf skuli hafa forræði þeirrar auðlindar sem ósnortin náttúra landsins er. Frjálslyndi flokkurinn vill beita ströngu aðhaldi í ríkisfjármálum og að bann við afgreiðslu íjárlaga með halla verði leitt í lög. Leggur flokk- urinn áherslu á að dregið verði úr skattheimtu, en markmiðið eigi að vera að grundvalla skattheimtu á neyslu í stað tekna og eigna. I fram- haldi af því beri að afnema tekju- skatt á einstaklinga og eignaskatta. með í höndunum væri nauðsynlegt að við öfluðum okkur nægi’ar þekk- ingar og þróuðum samhliða því ákjósanlega aðferð við að nýta það sem hægt væri. Davíð Oddsson forsætisráðherra benti hins vegar á í ávarpi sínu, að náttúruvernd þyrfti ekki einungis að ganga út á að „hrófla hvergi við náttúrunni". Tók hann Danmörku sem dæmi og benti á að Danir hefðu nýtt nánast allt sitt land, en stæðu samt sem áður mjög framarlega í umhverflsmálum. Sagði hann jafn- framt að hálendið myndi ekki valda þjóðfélagsdeilum í framtíðinni, hinn stjórnsýslulegi rammi væri of skýr til þess að það gæti gerst. Sagði hann að með stjórnsýslulegum Flokkurinn telur að finna verði strax ráð til að búa kennarastéttinni viðunandi kjör þannig að starfið verði eftirsóknarvert fyrir hæfi- leikafólk. Þá vill flokkurinn að létt verði lamandi miðstýringar- og haftakerfi af landbúnaði. Leggur flokkurinn til að landið verði gert að einu kjördæmi og þingmönnum fækkað í 51. ákvörðunum væri búið að skapa málefnum hálendisins fai-veg en sanngjarnar lausnir á þeim yrði að finna. Grunnuppiýsingar um náttúru hálendisins ekki til Dr. Þóra Ellen Þórhallsdóttir, prófessor fjallaði um umhverfis- og náttúruvernd í forsvari fyrir sam- nefndan starfshóp. Sagði hún niður- stöðu umræðna hópsins meðal ann- ars þá að grunnupplýsingar um ýmsa þætti vantaði og heildaryfírlit um náttúru hálendisins væri ekki til. Þar af leiðandi vantaði forsendur til að taka ákvarðanir um stórar og óafturkallanlegar framkvæmdir á hálendi Islands. Brýndi hún nauð- syn þess að kortleggja og flokka ís- lensk víðerni og forgangsraða þeim varðandi friðun. Sveinbjörn Bjömsson lagði til fyrir hönd starfshóps um orkufram- leiðslu og hagnýtingu orkunnar að íslensk stjórnvöld færu að fordæmi Norðmanna og undirbyggju flokkun á vatnsfalli sem mögulegt væri að virkja í framtíðinni, sem hugsanlega mætti athuga með að virkja í fram- tíðinni og sem aldrei kæmi til með að vera virkjað af náttúruverndará- stæðum. Sagði hann nauðsynlegt að láta náttúruna njóta efans á meðan að ekki lægju fyrir nægilegar upp- lýsingar um hana. Ónógar upplýsingar um hegðun ferðamanna Fyrir hönd starfshóps um ferða- þjónustu og útivist talaði Haukur Jóhannesson, jarðfræðingur og formaður Ferðafélags Islands. Sagði hann niðurstöður starfshóps- ins einkum vera þá að upplýsingar um dreifingu og ferðavenjur ferða- manna á nálendinu væru ekki nægilegar. T.a.m. lægju ekki fyrir upplýsingar um það hve margir færu inn á hálendið á ári hverju, þar sem gistinætur teldu einungis þá sem greiddu fyrir þjónustu á hálendinu. Sagði hann að gera þyrfti heild- arkönnun á þörfum og óskum inn- lendra sem erlendra ferðamanna og meta í framhaldinu hvernig hátta skyldi framtíðarmarkaðs- setningu ferðaþjónustunnar. Kanna þyrfti einnig hvaða þjón- ustu ferðamenn vildu hafa á há- lendinu og hvaða þjónustu æskilegt væri að veita þar. Haukur benti á að umferð um sum svæði hálendisins væri í mikl- um ólestri. Til dæmis hefði enginn opinbera umsjón með ýmsum gönguleiðum og tók sem dæmi Laugaveginn, sem um 3.000 manns ganga árlega, en hins vegar kæmu fimm eða sex sveitarfélög að við- haldi gönguleiðarinnar. Sagði hann að mikil umferð valdi sliti, og nauð- synlegt væri að huga að viðhaldi leiðarinnar áður en hún yrði fyrir óbætanlegum skaða. Olafur R. Dýrmundsson, fonnað- ur starfshóps um beitar- og hlunn- indaafnot á hálendi íslands, fjallaði um hálendisbeit sauðfjár, hrossa og hreindýra og hugsanlega árekstra hennar við ferðaþjónustu, virkjana- framkvæmdir og gróðurvernd. Voru sumir ráðstefnugestir þeirrar skoðunar að friða bæri hálendið fyr- ir sauðfjárbeit, auk þess sem velt var vöngum yfir því hvernig hægt væri að framkvæma slíka friðun án þess að það skaðaði menningu sauð- fjárbænda. Fjölritaðu I og vertu snöggur að buí! Duplo fjölritunanélar hægt að tengja beint við tölvu (PC/Mac) eða skanna inn beint af frumriti. Hagkvæmar í rekstri Mikið úrval af pappírstæturum, plöstunarvélum, innbindivélum o.fl. Mjög fullkomnar og fljótvirkar vélar sem raða og hefta í horn en jafnframt einfaldar í notkun. Otto B. Arnar ehf. Ármúla 29 - Rvk. Sími 588 4699 Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, ánægður með flokksþingið •• Oflugir frambjóðendur verða um allt land
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.