Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 13 FRÉTTIR Arnbjörg Sveinsdóttir sigurvegari 1 prófkjöri sjálfstæðismanna á Austurlandi „Ég reiknaði með því að mjórra yrði á mununum“ ARNBJÖRG Sveinsdóttir alþingis- maður frá Seyðisfirði varð hlut- skörpust í prófkjöri sjálfstæðis- manna á Austurlandi og er hún fyrsta konan sem skipar fyrsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í alþingis- kosningum. I öðru sæti í prófkjörinu varð Albert Eymundsson, skólastjóri á Hornafirði, og í þriðja sæti Ólafur Aki Ragnarsson, sveitarstjóri á Djúpavogi, en auk Ai'nbjargar buðu þeir sig fram í fyrsta sætið í próf- kjörinu. Alls tóku 2.005 þátt í prófkjörinu og hlaut Arnbjörg 936 atkvæði í fyrsta sætið, eða 47,9% gildra at- kvæða. Albert hlaut 680 atkvæði í fyrsta sætið, eða 34,8%, og Ólafur AM 293 atkvæði, eða 15%. Arnbjörg sagði í samtali við Morgunblaðið að úrslitin í prófkjör- inu hefðu verið mjög ánægjuleg og gott að niður- staðan hefði verið jafn afgerandi og hún var. Sagðist hún vera ánægð með listann í heild. „Ég reiknaði frekar með því að það yrði mjórra á mununum, en það var mjög ánægjulegt að þetta skyldi vera í þessum dúr. Varðandi niður- stöðuna hafa menn verið að mynda sér skoðanir á misjafnan hátt og skoðanirnar eru jafn margar og mennirnir eru margh-. Sumir hafa kvennasjónarmiðin uppi, aðrir bú- setusjónarmiðin og vonandi ein- hverjir hvað ég hef verið að gera og kynni sín af mér, en allt hjálpast þetta að,“ sagði Ambjörg. Albert Eymundsson sagði útkom- una í prófkjörinu ekki hafa komið á óvart. jF Niðurstöður prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Austurlandskjördæmi 1999 Atkvæði greiddu 2.005 Auðir seðlar og ógildir voru 52 1. sæti 1.-2. sæti 1.-3. sæti 1.-4. sæti 1.- 5. sæti SAM- TALS Hlutfall 1. Arnbjörg Sveinsdóttir 936 1.608 82,3% 2. Albert Eymundsson 680 931 1.432 73,3% 3. Ólafur Áki Ragnarsson 293 644 968 1.466 75,1% 4. Aðalsteinn Ingi Jónsson 21 525 883 1.148 1.439 73,7% 5. Jens Garðar Helgason 2 180 486 994 1.438 1.438 73,6% 6. Hilmar Gunnlaugsson 16 354 744 1.025 1.345 1.345 68,9% 7. Kári Ólason 5 96 287 694 1.037 1.037 53,1% Samfylkingin á Norðurlandi vestra Fjórir stefna á fyrsta sæti ÁTTA frambjóðendur bjóða sig fram í prófkjöri Samfylkingar á Norðurlandi vestra sem fram fer 13. febrúar nk. Fjórir stefna á fyrsta sætið, en það em Anna Kristín Gunnarsdótt- ir, kennari á Sauðárkróki, Signý Jóhannesdóttir, formaður verka- lýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, Jón Bjarnason, skólastjóri á Hólum í Hjaltadal, og Kristján Möller, fyrr- verandi forseti bæjarstjórnar á Siglufirði. Jón Sæmundur Sigurjónsson, fyrrverandi alþingismaður frá Siglufirði, stefnir á annað sætið. Björgvin Þór Þórhallsson, kennari á Blönduósi, stefnir á 2.-3. sæti. Pétur Vilhjálmsson Hvammstanga stefnir á 3. sætið og Steindór Har- aldsson, hótelstjóri á Skagaströnd, stefnir á 3.-4. sæti. Arnbjörg Sveinsdóttir Albert Eymundsson „Ég er mjög sáttur við þennan lista og þetta fólk, og ég held að það hafi komið í ljós í þessari kosningabaráttu og eins og staðið var að henni, að við erum búin að vinna mjög góða heima- vinnu til undirbúnings fyrir alþingis- kosningamar. Það hefur verið mjög jákvæð umræða um allan hópinn í heild og við höfum kynnt okkur betur en áður þekkist hér. Þess vegna er meðal annai’s þessi mikli áhugi á prófkjörinu. Ég er sannfærður um að það á eftir að skila sér í betri árangri ef ekkert kemui' upp á hjá okkur eða Ólafur Áki Ragnarsson öðrum. Mér finnst einnig já- kvætt við niður- stöðuna að ég held að það þurfi enginn að fara sár út úr þessu og hver og einn get- ur verið sæmdur af sinni stöðu,“ sagði Albert. Olafur Áki sagði að það hefði verið Ijóst að hann var að keppa við stórt svæði; Arnbjörgu sem sitjandi þingmann og Albert sem kæmi frá svæði þar sem þingmaður var fyrir og snemma hefði komið í ljós að menn ætluðu að halda honum. „Þetta var mjög skemmtileg bar- átta og ekkert annað en gaman að taka þátt í henni. Ég stefndi á fyrsta sætið en gerði mér fulla grein fyifir Jiví hvemig þetta gæti farið og raunveru- lega að ég gæti farið mun neðar. En ég skynjaði þessa strauma á Homar- fjai-ðarsvæðinu nokkuð snemma, þannig að ég er tiltölulega sáttm- við minn hlut,“ sagði Ólafur Aki. Ný íslensk útvarpsstöð títsendingar títvarps Islands hefjast í febrúar ÚTVARP ísland er heiti nýrrar íslenskrar útvarpsstöðvar, sem hefja mun útsendingar fyrri hluta næsta rhánaðar. Það er ís- lenska fjölmiðlafélagið ehf., sem stendur að baki stöðinni, sem leika mun eingöngu íslenska tón- list allan sólarhringinn. Mun stöðin flytja efni jafnt frá Hauki Morthens til Bubba frænda hans og frá Ellý Vilhjálms til Bjögga Halldórs, að því er segir í frétta- tilkynningu Islenska fjölmiðlafé- lagsins ehf. Útvarp ísland mun heyrast á Faxaflóasvæðinu og er verið að vinna að uppsetningu útsending- artækja um þessar mundir og mun Fjarskiptastofnun úthluta stöðinni FM-senditíðni í kjölfar þess. Útvarpsstjóri er Jón Axel Ólafsson og dagskrárstjóri er Ágúst Héðjnsson. Útvarp ísland hyggst eiga gott samstarf við íslenska tónlistar- menn og hagsmunasamtök þeirra, en stöðin mun standa fyrir fjöl- breyttum uppákomum og við- burðum tengdum íslensku tónlist- arlífi og stefnir á að sinna grósku- miklu menningar- og upplýsinga- hlutverki í framtiðinni. HAC. Þessi eiiítið grófi búgarðastíll er upprunninn í rómönsku Am« þessum stíl eru eftirmyndir gamalla húsgagna, sem framleidt að þau fá mjög persónulegt yfirbragð. Þetta Ijær hverjum hlu iiðinna tíma. Engir tveir hlutir eru eins! HACIENDA hilluskápur úr gegnheilli, fornfáðri furu, B102 x H196 x D41 sm, kr. 89.940,- jsgogp i >ann ratt idi andblæ HACIENDA borðstofuborð úr gegnheilli, fornfáðri furu, með innlögðum hand- gerðum flisum, B90 x L160 sm, kr. 55.970,- BERMUDA stóll kr. 8.880 HACIENDA skenkur úr gegnheilli, fornfáðri furu, B144 x H98 x D50 sm, kr. 79.960,- 89 HUSGAGNAHÖLUN MEXICO kommoða ur fornfáðri býflugna- vaxborinni, gegnheilli furu, B88 x H88 x D40 sm, kr. 49.310,- -þar sem urvalid er metra! Bíldshöfði 20 - 112 Reykjavík Simi 510 8000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.