Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ Nokkrir Akureyringar fengu síðbúinn jólapóst í gær Komu póstinum undan þegar starfið varð þeim ofviða TVEIR ungir menn, 18 ára gamlir sem réðu sig til starfa við útburð hjá Islandspósti fyrir síðustu jól hafa játað að hafa komið undan allt að 80 kílóum af pósti. Einhverjar kvartanir höfðu borist Islandspósti og vöknuðu grunsemdir um að ekki væri allt með felldu. Málið uppgötv- aðist þegar annar pilturinn fór með bíl sinn í viðgerð, en þá rak bifvéla- virkinn augun í nokkra fulla póst- poka í farangursgeymslu bflsins. Gerði hann fulltrúum Islandspósts viðvart sem aftur hafði samband við rannsóknarlögreglu á Akureyri. Skuldum fólki skýringar Málið er upplýst og voru starfs- menn íslandspósts að dreifa hinum síðbúna jólapósti til viðtakenda síð- degis í gær. Jón Ingi Cæsarsson hjá íslandspósti á Akureyri sagði að farið hefði verið í fyrirtæki og þau hús þar sem fólk var heima við í gærdag, en pósturinn var að mestu borinn út í gærkvöld. „Við látum póstinn beint í hendur við- takenda, málið er þess eðlis að því þurfa að fylgja skýringar, við skuldum fólki skýringar," sagði Jón Ingi. Hann átti von á að starfs- fólki tækist að ljúka útburði jóla- póstsins í dag, þriðjudag. Piltarnir báru út póst í nokkrar götur á Odd- eyri og í hverfi ofan miðbæjarins á Akureyri. Ekki gátu piltamir aðrar skýring- ar gefið á athæfi sínu en að starfið hafi orðið þeim ofviða, pósturinn sem þeir komu ekki út eftir daginn hafi farið að safnast upp og í lokin var svo komið að þeir höfðu iyllt einn í-uslapoka af bréfum og 6-7 póstpoka eða um 80 kflóum af pósti. Kastar rýrð á fyrirtækið „Við erum afskaplega óhressir með þetta,“ sagði Askell Jónsson framkvæmdastjóri framkvæmda- sviðs íslandspósts. „Þetta hefur mikil óþægindi í fór með sér og veldur okkur skaða, kastar rýrð á fyrirtækið, en við höfum kappkost- að að skapa okkur góða ímynd.“ Áskell sagði að jafnan væri ráðið til starfa fjölmargt aukafólk fyrir jólin, en þarna hefði orðið slys sem enginn gæti séð fyrir. „Við munum vissulega læra af þessu og gera allt sem í okkar valdi stendur til að þetta gerist ekki aftur.“ Athæfi piltanna er brot á póstlög- um og einnig brot á 137. grein al- mennra hegningalaga þar sem segir að ef opinber starfsmaður sem hef- ur póst- eða símamálefni á hendi ríf- ur heimildarlaust upp, ónýtir eða skýtur undan bréfum eða sending- um sem afhent eru til flutnings með pósti eða ónýtir, aflagar eða skýtur undan skeytum sem veitt hefur ver- ið viðtaka til fyrirgreiðslu varðar það varðhaldi eða fangelsi allt að þremur árum. Að sögn Daníels Snorrasonar lög- reglufulltrúa hjá rannsóknardeild Lögreglunnar á Akureyri hefur ekkert komið fram sem bendir til að um auðgunarbrot hafi verið að ræða. Vinabæj artengsl Akureyrar og Hafnarfjarðar FORMLEG vinabæjartengsl hafa verið tekin upp inilli Akureyrar og Hafnarfjarðar, en athöfn þar sem tengslin voru staðfest fór fram á báðum stöðum, í Ráðhús- inu á Akureyri og Hafnarborg í Hafnarfirði og sendar með skjá- mynd milli staða. Magnús Gunnarsson bæjarstjóri í Hafnarfirði sagði það ekki tilvilj- un að þessir tveir bæir tengdust vináttuböndum, enda ættu þeir margt sameiginlegt. Þeir stæðu báðir á gömlum merg og þrátt fyrir stórborgarbrag hefði tekist að varðveita smábæjarbraginn á þeim báðum. Þá settu hafnirnar mikinn svip á bæjarbraginn og á báðum stöðum væri öflugt listalíf. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri á Akureyri taldi að bæði sveitarfélög myndu hafa hag af samskiptunum, Akureyringar gætu margt af Hafnfirðingum lært og ekki efaðist hann um þeir síðarnefndu gætu heilmikið lært af Akureyringum. Steinn Armann Magnússon og Þráinn Karlsson leikarar fóru með gamanmál. Þá opnaði Sig- urður J. Sigurðsson forseti bæjar- stjórnar Akureyrar sýningu frá Byggðasafni Hafnarfjarðar í Ráð- húsinu á Akureyri og Þorsteinn Njálsson forseti bæjarstjórnar Ilafnaríjarðar opnaði sýningu frá Minjasafninu á Akureyri i Hafnar- borg. Tríó Björns Thoroddssen Iék fyrir gesti á Akureyri og „Rödd Norðurljósanna" söng fyrir Hafnfirðinga. Magnús Gunnarsson bæjar- stjóri í Hafnarfirði færði Sigurði J. Sigurðssyni forseta bæjar- stjórnar á Akureyri Gaflarann að gjöf, en hann koin einnig með mynd sem börn af leikskólanum Víðivöllum í Hafnarfirði höfðu málað fyrir hina nýju vini sína á Akureyri. Morgunblaðið/Kristján Fjárhagsáætlun Svalbarðsstrandarhrepps samþykkt Umfangsmiklar fram- frá kr. 1.990 Ný sending Klapparstíg 40, simi 552 7977. kvæmdir við gatnagerð MIKLAR gatnagerðarframkvæmdir eru fyrirhugaðar í Svalbarðsstrand- arhreppi en fyrir liggur að taka upp tvær götur í þéttbýlinu á Svalbarðs- eyri, Smái-atún og Laugatún. Aætlað er að kostnaður við þessar fram- kvæmdir verði um 40 milljónir króna en stefnt er að því að dreifa kostnaði við verkið á tvö ár. Árni Kr. Bjarnason sveitarstjóri sagði að endurnýja þyrfti allar lagn- ir, malbika göturnar og leggja gang- stéttir. Verkefnið er afar umfangs- mikið fyrir sveitarfélagið en hins vegar afar brýnt að ljúka því að sögn sveitarstjóra, það hafi árum saman vikið fyrir öðrum verkefnum. „Þetta er stór biti fyrir sveitaifélag af okk- ar stærðargráðu, en við höfum því miður þurft að láta það sitja á hakan- um. Síðustu ár hefur nær allt fram- kvæmdafé bæjarins farið í skóla- bygginguna, en nú sjáum við fyrir endann á því verki og getum þá snú- ið okkur að öðrum brýnum verkefn- um,“ sagði Árni. Gert er ráð fyrir að verkið verði boðið út í apríl og framkvæmdir eiga að hefjast í vor. Fyrstu húsin við Smáratún risu árið 1973 en fullnaðarfrágangi á götunni er enn ólokið, þannig að Árni sagði tíma til kominn að gera á því bragarbót. „íbúarnir láta ekki bjóða sér þetta ástand lengur, en menn hafa sýnt mikið langlundargeð og sýnt því skilning að skólabyggingin hafði forgang," sagði Árni, en benti einnig á að hreppurinn hefði orðið fyrir áföllum vegna gjaldþrota sem skert hefði getu hans til fram- kvæmda. Skatttekjur 63,4 milljónir Fjárhagsáætlun Svalbai'ðsstrand- arhrepps fyiir þetta ár var samþykkt á fundi sveitarstjómar nýlega. Áætl- að er að skatttekjur nemi 63,4 millj- ónum ki’óna og rekstrargjöld að frá- dregnum tekjum málaflokka verða 47.5 milljónir króna. Til ráðstöfunar verða 15,3 milljónir ki’óna. Gert er ráð fyrir að fjárfestingar á árinu kosti 20.6 milljónir króna en bróðui-partur- inn fer í gatnagerðarframkvæmdir. Árni sagði að ekki væri gert ráð fyrir að tekin yrðu lán til að brúa bilið, iagt hefði verið fyrir til að mæta kostnaði við fyrrnefndar framkvæmdir og þá yrði gengið á veltufé. Prófkjör Samfylking- arinnar á Norðurlandi eystra Pétur Bjarnason gefur kost á sér PÉTUR Bjarnason framkvæmda- stjóri Félags rækju- og hörpu- disksframleiðenda gefur kost á sér í prófkjöri Samfylkingarinnar á Norðurlandi eystra, en það verður haldið 13. febráar næstkomandi. I yfirlýsingu Péturs segir að hann hafi alloft verið að því spurð- ur síðustu mánuði hvort hann myndi gefa kost á sér, en hann æv- inlega vísað því á bug, enda verið að sinna tímafrekum verkefnum. Á þeim væng stjórnmálanna sem hann aðhyllist hafi markverðir at- burðir verið að gerast, sameining jafnaðarmanna sé að verða stað- reynd og hann hafi þá trá að póli- tískt landslag á Islandi muni breyt- ast mjög til batnaðar við það. Pétur segir í yfirlýsingu sinni að á undanfórnum dögum hafi margir komið að máli við sig og talið það myndi styrkja sameiginlegan lista jafnaðarmanna í kjördæminu yi’ði nafn hans þar að finna. I framhaldi af þeim áskorunum og með tilliti til áhuga síns á velgengni listans hafi hann því ákveðið að gefa kost á sér í prófkjörinu. Pétur gefur kost á sér í eitt af fjórum efstu sætum listans. Aðrir sem þegar hafa tilkynnt um þátt- töku í prófkjörinu eru Svanfríður Jónasdóttir, alþingismaður, Sig- bjöi’n Gunnarsson sveitarstjóri í Skútustaðahreppi, Finnur Birgis- son, arkitekt á Akureyri og Örlyg- ur Hnefill Jónsson lögfræðingur á Húsavík. Frestur til að tilkynna um þátttöku í prófkjörinu rann út á miðnætti í nótt. Kammer- kór Norð- urlands stofnaður KAMMERKÓR Norðurlands var stofnaður nýlega, en hann er skipaður um tuttugu söngv- urum hvaðanæva af Norður- Iandi. Á haustdögum árið 1998 var boðað til fundar um stofnun kórsins að frumkvæði Sigur- bjargar Kristínardóttur tón- menntakennara, sem er ný- flutt til Akureyrar. Hún hafði kynnst starfi slíkra kóra og ákvað að stofna kammerkór á Norðurlandi. Sigurbjörg hefur starfað mikið með söngmála- stjóra Þjóðkirkjunnar og kynnst mörgu söngfólki af landsbyggðinni á námskeiðum hans í Skálholti. Söngfólk Kammerkórs Norðurlands er af svæðinu frá Hrútafirði til Kópaskers. Kór- inn hefur komið tvisvar saman á Ongulsstöðum í Eyjafirði og æft frá föstudagskvöldi til há- degis á sunnudegi. Viðfangs- efni kórsins á fyrsta starfsári verða kirkjuleg verk, enda flest söngfólk tengt kirkjum í sínu héraði. Fyrirhugað er að halda tónleika á nokkrum stöðum á Norðurlandi í haust. Sigurbjörg er söngstjóri kórs- ins en formaður hans er Kristín Friðriksdóttir á Kópa- skeri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.