Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 MORGUNB LAÐIÐ Notar þitt fyrirtæki EDI / SMT í samskiptum við tollyfirvöld eða í verslun og vörudreifingu? Ný EDI-skeyti eru komin út. Kynningarfundur á Grand Hótel Reykjavík, fimmtudaginn 28. janúar kl. 15.00 ICEPRO, nefnd um rafræn viðskipti, EAN á íslandi og embætti ríkistollstjóra, boða til fundar um málefni ertengjast EDI-kerfum fyrirtækja og útgáfu nýrra EDI-skeyta vegna ársins 2000. Minnt er á að forsvarsmenn fyrirtækja er nota EDI í sínum rekstri þurfa að huga að þessum málum í tíma. DACSKRÁ 15.00 Fundur settur Karl Fr. Garðarsson, vararíkistollstjóri og formaður ICEPRO. 15.05 EDI-samskipti við tollyfirvöld Ragnar Gunnar Þórhallsson, embætti rikistollstjóra. 15.20 Ný útgáfa EDI viðskiptaskeyta Ingi Þór Plermannsson, formaður Verslunarhóps ICEPRO 15.35 Hvað með EDI-þýðandann? Valdimar Gunnarsson, Netverki hf. 16.50 Hvað þýðir þetta í raun fyrir fyrirtækin? Arnaldur Axfjörð, Áliti hf. 16.10 Umræður og fyrirspurnir. Allir velkomnir. Ókeypis aðgangur. EAN m Á I S l A N D I ICEPRO nefnd um rafræn víðskipti I i Fréttagetraun á Netinu ^mbl.is ALUTAf= errTHXSAUf A/ÝT7 VIÐSKIPTI Össur hf. með yfír milljarð í veltu árið 1998 I samstarf við þýska fyrirtækið MEDI VELTA hátæknifyrirtækisins Öss- urar hf. fór í fyrsta sinn yfír millj- arð króna á síðasta ári og var sölu- aukningin yfir 34% frá árinu 1997. Hefur heildarsalan rúmlega tvöfald- ast á tímabilinu 1995-1998. Að sögn Jóns Sigurðssonar, forstjóra Össur- ar, liggur fyrir að hagnaður fyrir- tækisins á síðastliðnu ári hafí verið vel viðunandi, en endanlegar hagn- aðartölur verða birtar á aðalfundi Össurar hf. 9. apríl nk. Össur er kominn í umfangsmikla samvinnu við þýska fyrirtækið MEDI um dreifingu á vörum Öss- urar í Þýskalandi, Hollandi, Belgiu, Portúgal og á Ítalíu. Vegna þessara breytinga hefur verið ákveðið að flytja núverandi starfsemi Össurar hf. í Lúxemborg til Islands í vor og verður hún sameinuð söludeild Öss- urar á íslandi. Mun söludeildin hafa með höndum sölu til allra landa nema Bandaríkjanna og Kanada en viðskipti Össurar ná til á fimmta tug landa. Dótturfyrirtæki Össurar hf. í Bandaríkjunum, sem flutt var frá vesturströndinni til Baltimore á austurströndinni rétt fyrir áramót, mun áfram sjá um sölustarfið þar vestra. Netið nýtt í samskiptum milli landa Jón segir að Össur hf. hafi leitað um nokkra hríð að heppilegum sam- starfsaðila sem gæti tekið að sér dreifingu á þessu mikilvæga svæði í Evrópu, en þjónustan við viðskipta- vini þar krefjist mikillar sérþekk- ingar. „Samstarfið felst í að þeir hjá MEDI fá einir rétt á því að dreifa vörum Össurar á þessa markaði, gegn því að þeir dreifi ekki vörum frá öðrum en okkur inn á stoðtækja- markaðinn. Þessi breyting þýðir að við munum hafa samband við færri aðila í Evrópu þó svo að markaðs- starf okkar muni aukast og verða markvissara. Við munum einnig fara i víðtækt samstarf við MEDI um að þróa vörur sem henta inn á þessa markaði. MEDI er þekkt fyr- irtæki í framleiðslu á heilsuvörum og rekur öflug dreifingarfyrirtæki sem dreifa inn á heilsuvörumarkað- inn í öllum þessum löndum,“ segir Jón. Að hans sögn hefur margt breyst hvað varðar samskipti á milli landa og það megi orða það sem svo að heimurinn hafi skroppið saman. „Það tekur álíka langan tíma að fljúga t.d. til Amsterdam frá íslandi og að keyi'a þangað frá Lúxemborg. Eins nýtum við Netið mjög mikið í okkar staifsemi og höldum fjar- fundi með aðstoð sjónvarps og síma. Því töldum við ekki lengur þörf á að reka sérstaka skrifstofu í Lúxem- borg og þá sér í lagi ekki eftir að við fói’um í samstarf við MEDI,“ segir Jón. Að sögn Jóns Sigurðssonar eru söluhorfur á árinu 1999 góðar hjá Össuri og allt útlit er fyi-ir áfram- haldandi aukningu í umsvifum og veltu. Islandsbanki býður nýja tegund húsnæðislána Vextir lánanna frá 6,2% í BYRJUN næstu viku mun íslands- banki hleypa af stokkunum nýrri tegund útlána sem nefnd hafa verið Húslán og eru fyrst og fremst ætluð til kaupa á húsnæði. Björn Björnsson framkvæmda- stjóri hjá bankanum segh- að bank- inn ætli sér einkum að keppa við aðra kosti á þessum markaði, á sviði þjónustu og þæginda fyrir viðskipta- vininn. Samkvæmt fréttatilkynningu frá bankanum verða lánin veitt gegn fasteignaveði og má veðhlutfallið fara allt upp í 65% af verðmæti hús- næðisins. Lánstíminn er allt að 25 ár. Lánin verða verðtryggð og með breytilegum vöxtum, sem eru kjör- vextir bankans með álagi sem tekur mið af veðsetningarhlutfalli eignai-- innar. Vextir lánanna verða frá 6,2%. Hámark lánsfjárhæðarinnar miðast við verðmæti þeirrar eignar sem lán- ið sé tryggt með og greiðslugetu lán- taka. Hægt er að flytja lánið milli eigna og eins að fá skuldbreytingu eða greiðslufrest ef eitthvað óvænt kemur upp á og greiðslugeta lántak- anda breytist tímabundið. Þá verður hægt að semja um að greiða aðeins vexti lánsins í ákveðinn tíma en fresta afborgunum. Skilvisir Valkortshafar og vildar- vinir fá 5% greiddra vaxta endur- greidda, segir í fréttatilkynningu. Vextir bankakerfisins ekki sam- keppnisfærir að fullu Björn Bjömsson fi’amkvæmda- stjóri hjá Islandsbanka segist eiga von á að lántakendur fagni þvi að samkeppni sé að aukast á þessum hluta mai’kaðarins. „Það er hinsvegar ljóst að vextir í bankakerfinu eru ekki samkeppnisfærii’ að fullu við húsnæð- islánakerfi hins opinbera. Við erum heldur ekki að keppa um það heldur um þjónustu sem við veitum umfram opinbera kerfið og þægindi og við telj- um að einhverjir vilji eiga viðskipti á þeim forsendum," sagði Bjöm. Vextir húsbréfalána hjá íbúða- lánasjóði eru nú 5,1% og sagði Björn að vextir Islandsbanka yrðu um einu prósenti hæmi, eða frá 6,2% og taki mið af veðsetningarhlutfalli. Hann sagði bankann vera að búa sig undir nýja tíma með þvi að hleypa þessari þjónustu af stað, þar sem þjónusta sem þessi er smátt og smátt að flytjast til bankakerfisins, að hans sögn. Þjónusta Landsbankans í undirbúningi Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu tilkynnti Landsbankinn fyrr í vetur að hann hygðist fara út á húsnæðislánamarkaðinn. Lands- bankinn er þó ekki enn farinn að bjóða þá þjónustu en samkvæmt upplýsingum frá bankanum er þjón- ustan í undirbúningi og verður kynnt mjög fljótlega. 13:00-13:30 Skráning 13:30-13:40 Setning ráðstefnu: EinarK. Guðfinnsson, alþingismaður 13:40-13:50 Ávarp: Halldór Blöndal, samgönguráðherra 13:50-14:10 Alþjóðleg samvinna í loftslagsmálum; Hvað er framundan? Við hverju er að búast?: Þórir Ibsen, auðlinda- og umhverfisskrifstofu utanríkisráðuneytisins 14:10-15:00 Græn reikningsskil og umhverfisstjórnun fyrirtækja í flutningum og samgöngum: Charlotte Pedersen og Susanne Villadsen, umhverfisdeild Deloitte & Touche, Kaupmannahöfn 15:00-15:20 Kaffi 15:20-16-00 Græn reikningsskil og umhverfisstjórnun, framhald: Charlotte Pedersen ogSusanne Villadsen 16:00-16:10 Umhverfisstefna samgönguráðuneytisins: Jón Birgir Jónsson, ráðuneytisstjóri 16:10-16:30 Fyrirspurnir 16:30 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri: EinarK. Guðfinnsson, alþingismaður Markmið: Fyrirtæki í sátt við umhverfið Mk / FYRIRTÆKI / FRAMKVÆMD ‘ Græri reikningsskil snúast um markmið, mælingar og árangur í umhverfismálum. Umhverfisstjórnun og græn reikningsskil leiða afsér markaðslegan ávinning fyrir fyrirtæki sem ná forskoti á þessu sviði. SKRÁNING í Síma 551 1730, þátttökugjaltí er 5000 kr. Deloitte & Touche SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ &
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.