Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 25 LISTIR Síðustu tónar Gleðileika í Iðnó Á ÆFINGU fyrir síðustu tónleika Poulenc-hátíðarinnar í Iðnó. FJÓRÐU og síðustu tónleikar Pou- lenc-hátíðarinnar í Iðnó verða í kvöld, þriðjudagskvöld, kl. 20.30. Tónleikarnir hefjast á Sónötu fyrir tvær klarínettur í flutningi Armanns Helgasonar og Helgu Bjargar Arn- ardóttur. Sónatan var eitt af fyrstu verkum Poulencs, samin 1918, en þá strax sýnir Poulenc ótrúlegan skiln- ing á klarínettunni og möguleikum hennar. Hljóðfærið hentaði Poulenc einstaklega vel bæði til að túlka ang- urværðina og galsann í verkum sín- um, enda notaði hann klarínettuna óspart. Annað verkið á tónleikunum er Sónata fyrir fiðlu og píanó í flutningi Sólveigar Önnu Jónsdóttur píanó- leikara og Hildigunnar Halldórsdótt- ur fíðluleikara. Sónötuna samdi Pou- lenc í París 1942-43 og er hún af allt öðrum toga en Sónatan fyrir tvær klain'nettur. Verkið er samið í minn- ingu Federico García Lorca sem var myrtur í spænska borgarastríðinu. Uppsprettan að Sónötunni var stríðið og allir þeir hræðilegu atburðh- sem því íylgdu. Mikill drungi lá yfir hinni áður líflegu Parísarborg sem Poulenc sótti innblástur til og einkennist Sónatan því af kulda og ómannúð. Fyrsti og þriðji þáttur bera stríði og ofbeldi vitni, svo mjög að fiðluleikar- inn þarf að þjarma að hljóðfæri sínu. Inn á mili óma þó fallegai’ ljúfsárar línur. Miðþátturinn, „Intermezzo", er þýður og fagur. Ógn og angist loka- þáttarins breytii- skyndilega um mynd og snýst upp í jarðarfararmars undir lok sónötunnar. Þá verður flutt Sónata fyrir klar- ínettu og píanó. Sónötuna samdi Pou- lene árið 1962, ári áður en hann lést, til minningar um félaga sinn, Arthur Honegger, sem einnig var meðlimur í „Les Six“. Þó að undir niðri kraumi söknuður og eftirsjá er sónatan full af glettni og Iífsorku. Flytjendur eru Armann Helgason klarínettuleikari og Miklós Dalmay píanóleikari. Loftur Erlingsson barítónsöngv- ari og Gerrit Schuil píanóleikari flytja næst lagaflokkinn Le Besti- aire, eða Dýrasögur frá árinu 1919. Verkið er litríkt og nýtist þar vel reynsla Lofts af óperusviðinu, en hann vinnur nú m.a. að æfingum á Leðurblökunni eftir Johann Strauss í íslensku óperunni, þar sem hann syngur hlutverk doktor Falkers. Boðið í dans Sónata íyrh- selló og píanó, lengsta og viðamesta Sónata Francis Pou- lencs, setur endapunktinn á Sónötu- röð kammertónlistarhátíðarinnar. Sónatan er mjög efnismikil og hefur yfir sér sinfónískt yfirbragð. Hún sver sig í ætt við önnur verk Poulencs hvað varðar glans og gleði, fjör og fegurð. Eftir gamansaman fyrsta þátt og syngjandi annan þátt er boðið upp í dans, er endar í ofsa fjöri svo nær fram úr hófi keyrir í lokakafla Sónöt- unnar. Sónatan fyrir selló og píanó er sjaldan flutt, þó að hún standist fylli- lega samanburð við bestu verk selló- bókmenntanna. Flytjendur eni Sig- urður Halldórsson sellóleikari og Daníel Þorsteinsson píanóleikari. „Mouvements Perpétuels" fyrir flautu, óbó, klarínett, fagott, horn, fiðlu, víólu, selló og kontrabassa er lokaverk tónleikanna og jafnframt endapunktur á hinum svokölluðu „Gleðileikum“. Verkið samdi Poulenc fyrir einleikspíanó árið 1918, en gerði síðar hina smellnu útsetningu fyrir nónett sem hér verður leikin. Lífskraftur, glens og gleði, fegurð og fágun einkenna hið þriggja þátta verk Poulencs; Mouvements Per- pétuels, og ætti þessi gleðiroka að duga til að fleyta gestum Poulenc- hátíðarinnar í gegnum það sem eftir er af svartasta skammdeginu, segir í fi-éttatilkynningu. Flytjendur eru Magnea Arnadóttir flautuleikai-i, Eydís Franzdóttir óbó- leikari, Armann Helgason klarínettu- leikari, Kristín Mjöll Jakobsdóttir fagottleikari, Anna Sigurbjörnsdóttir hornleikaii, Greta Guðnadóttir fiðlu- leikari, Herdís Jónsdóttir víóluleikai-i, Bryndís Björgvinsdóttir sellóleikari og Hávai’ður Tryggvason kontra- bassaleikari. í prófkjörinu 30. janúar veljum við þá sem duga best í kosninga- baráttunni í vor,- fólk með ferskar hugmyndir í anda sígildrar jafnaðarstefnu. <inrnTCTi;4i.iJi. EÉ2 Sjálfstæðisflokkurinn Hannes og Mörður á Sólon íslandus Mörður Árnason og Hannes Hólmsteinn Gissurarson eigast við á opnum kappræðufundi á Sólon íslandus í kvöld frá Id. 20.30 um höfúðöfiin í íslenskum stjórnmálum. Gestir fundarins leggja orð í belg. Fundarstjóri er Kristín Ólafsdóttir, félagsfræðingur og útvarpsmaður. Fjölmennum á Sólon í kvöld. Kjósum í prófkjörinu á laugardaginn! Mörður Z.-3. sæti Símar:551 1385 - 515 2555 • 698 1385 netfang: moerdur@mm.is Tónleikar til styrktar orgelsjóði Kristskirkju Barokk- og endur- reisnar- tónlist SIGURLAUG S. Knudsen syngur einsöng á tónleikum í Kristskirkju í Landakoti í kvöld. EINSÖNGS- og einleikstónleikar verða í kvöld í Kristskirkju i' Landakoti og rennur allur ágóði af tónleikunum í viðhaldssjóð org- els kirkjunnar, en það verður sent til umfangsmikillar viðgerðar í Danmörku síðar á árinu. Sigurlaug S. Knudsen syngur einsöng á tónleikunum og undir- leikari hennar og einleikari á orgel kirkjunnar verður Claudio Rizzi. Á efnisskránni er barokk- og endurreisnartónlist eftir J.S. Bach, Frescobaldi, Vivaldi o.fl. Sigurlaug S. Knudsen stundar nám við Söngskólann í Reykjavík og lýkur 8. stigs prófi í vor. Aðal- kennarar hennar hafa verið Ásrún Davíðsdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Auk námsins við Söngskólann hefur Sigurlaug sótt söngnámskeið hér á landi og er- lendis, m.a. Master-class námskeið hjá André Orlowitz. Hún hefur tekið þátt í tveimur sýningum ís- lensku óperunnar og sungið á fjöl- mörgum tónleikum. Claudio Rizzi er frá Conegliano á N-Ítalíu. Hann nam píanóleik í tónlistarskólanum Instituto Musicale a Benvenuti í Conegliano og stundaði síðan framhaldsnám í A. Steffani-tónlistarháskólanum í Casteifranco Veneto. Þaðan út- skrifaðist hann eftir að hafa lagt stund á organleik og orgeltón- smíðar ásamt píanó- og sembal- leik. Aðalkennari hans þar var Amadeo Aroma. Claudio Rizzi hef- ur sótt fjölda alþjóðlegra nám- skeiða í organ- og semballeik, m.a. hjá Daniel Roth, M. Radulescu, Harald Vogel og M. Chapuis. Þá hefur hann leikið með fjölda hljómsveita og kammersveita og starfað með stórum hópi söngvara víðsvegar um Evrópu, þeirra á meðal söngkonunni Katia Ricci- arelli. Hann er nú æfingastjóri Is- lensku óperunnar. Aðgönguiniðasala verður í safn- aðarheimili Kristskirkju að Há- vallagötu 16 frá kl. 19 í kvöld en tónleikarnir hefjast kl. 20. V Dagskráin þín er komin út 20. janúar-2. febrúar Hiimar Jensson gítarleikari kynnir hlustendum Rásar 1 framsækinn djass. Litið inn hjá Loga, llluga og Þóru í Gettu betur. Afleiðingar af hvarfi Michaels Jordans úr körfuboltanum. Kvikmyndayfirlit, gagnrýni og einkunnagjöf Sæbjörns Valdimarssonar. í Dagskrárblaðinu þínu. Htet L í allri sinni mynd!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.