Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ List til lækninga MYMILIST Lanilspftal in n MÁLVERK, MYNDIR OG LJÓÐ eftir 24 skáld og myndlistarmenn. Til 8. febrúar á Landspítalanum. Opið á opnunartima sjúkrahússins. Sýningarskrá ókeypis. EITT af eftirtektarverðustu af- rekum Hannesar Sigurðssonar og stefnu art.is, listfyrirtækis hans, er sátt sú sem hann hefur skapað - að minnsta kosti á yfírborðinu - milli ólíkra kynslóða listamanna. Um leið og þetta er sagt leiðir það hug- ann hjákátlega sérstaða íslenskrar listar; kynslóðabilið. Það er til marks um óþroskaðan skilning okkar á framvindu og margbreyti- ieik mannlífsins að við skulum endalaust þurfa að hólfa niður listasöguna okkar í svo skýrt af- markaða bása - eftir aldri; eftir tækni; eftir kyni - að enginn treystir sér til að líta út fyrir eigin klefa af ótta við að glata bókstafar- trúnni. Svo raunalega sem það kann að hljóma er afstaða okkar til lista merkilega blandin trúarofsa, líkt og einn einasta sannleik væri að fínna í öllu því margbrotna litrófí listrænnar framleiðslu sem yfir okkur hvolfíst. En þegar litið er um öxl má sjá að það er langur vegur frá listasögunni til Biblíunn- ar. Það er enginn Messías til í sögu listarinnar; einungis endalausar raðir af ólíkum, takmörkuðum spá- mönnum. Auðvitað töldu þeir sér margir trú um að þeir héldu á hin- um eina flekklausa sannleik og stæðu að minnsta kosti í sporum Jóhannesar skírara, ef ekki þuml- ungi hærra. En svo komu eftir- komendurnir og smám saman sýndi það sig að enginn er ómissandi; ekki einu sinni fránleit- ustu spámenn. En ef listamenn og listunnendur mega ekki halla sér að trúnni, hvert getur þá verið óbilandi leið- arljós þeirra? Sýningin „Lífæðar" reynir að svara því með því að benda á það sem ef til vill kemst næst því að vera sannleikanum samkvæmt: Listin er heilun í víð- tækustu merkingu. Það er ekki einasta listunnendur sem njóta lækningamáttar listarinnar heldur einnig listamennirnir, höfundar verkanna. Listin er eins konar spít- alalíf, og skýrir það nokkuð fíknina sem hún kveikir hjá þeim sem ekki telja sig geta án hennar verið. Þannig er hugmyndin, að kynna list fyrir sjúklingum á spítölum landsins, bráðsnjöll og þegar það er stafsett er það raunar furðulegt að spítalar skuli ekki vera miklu nær- tækari vettvangur fyrir listamenn. Þakklátari áhorfendur, áheyrendur og lesendur er varla hægt að finna en langlegusjúklinga. Olíkt öllum öðrum samlöndum sínum hafa þeir nægan tíma, nokkuð sem er óhjá- kvæmilegt ætli menn sér að njóta listar að einhverju gagni. „Lífæðar“ er farandssýning 12 myndlistarmanna og 12 skálda, og verða þeir ekki taldir upp hér því hvarvetna á Landspítalanum og hinum tíu sjúkrahúsunum, sem taka munu við sýningunni á leið hennar kringum landið liggur frammi vegleg sýningarskrá - ókeypis - með ríkulegum upplýs- ingum um sýnendurna tuttugu og fjóra, og tímabilið sem hvert "-ssaa—■ssiTHir— ni rinrr11 iTinn m a SÓLHVÖRF, eftir Ósk Vilhjálms- dóttur, frá 1998. Bleksprautu- prentuð ljósmynd, 150 x 100 cm. sjúkrahús fær notið framtaksins. Hver listamaður fær birta eina mynd eftir sig, og hvert skáld eitt ljóð, en það þarf vart að taka það fram að öll eru þessi prentuðu verk hluti af sýningunni. Ljóð skáldanna eni innrömmuð eins og myndverk og fylgja myndum listamannanna. Þannig er einum myndlistarmanni og einu skáldi fundinn staður á gangi eða í biðsal, en í K-byggingu Landspítalans - eins konar hátíð- arsal hússins - hanga fleiri verk, ljóð og málverk, saman. En hverjir skyldu vera, fljótt á litið, helstu annmarkar framtaks- ins? Við fyrstu sýn er vandinn sá að gangar og biðsalir Landspítal- ans gefa sig misvel sem sýningar- staðir. Stundum þurfa verkin að slást við óreiðuna í umhverfinu, og Síðustu sýningar Þjóðleikhúsið Tvær sýningar eru eftir á leikriti Ragnars Arnalds, Solveig, sem frumsýnt var á Stóra sviði Þjóðleik- hússins á liðnu hausti. Fyrri sýning- in verður miðvikudaginn 27. janúar og hin síðari sunnudaginn 7. febrú- ar. Vigdís Gunnarsdóttir leikur Sol- veigu. Aðrir leikendur eru Þröstur Leó Gunnarsson í hlutverki séra Odds, Pálmi Gestsson, Hjalti Rögn- valdsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Sigurður Skúlason. Lýsingu hannar Björn B. Guð- mundsson. Höfundur leikmyndar og búninga er Gretar Reynisson. Leikstjóri er Þórhallur Sigurðsson. BICMIiGA Fólínsýra FÓLÍN ■S 'i I Takist fyrir þungun og á meðgöngu. Fæst í næsta apóteki. jafnvel aðra myndlist, oftast þetta þriðja flokks neðanmálsnudd sem ratar svo undarlega auðveldlega inn á stofnanir og fyrirtæki að maður spyr sig hvort eina blinda starfsmanninum hafí verið falin umsjá innkaupanna. Þá er mér ekki örgrannt um að rýmið undir sýninguna sé helsti tætt og dreift. Hefði ekki verið betra að þétta sýninguna á afmark- aðri bletti? Finni gestir sig knúna til að skoða öll verkin þurfa þeir að leggja á sig töluvert Þeseifshopp um þetta mikla völundarhús. Fyrir fullfríska er það ef til vill í lagi, en það hljóta að vakna upp spurning- ar um möguleika sjúklinga til að njóta herlegheitanna. Sýningarskráin er mikið ágæti og að flestu leyti vel heppnuð. Það er rausnarlegt að dreifa henni um spít- alann endurgjaldslaust. En mikið óskaplega er erfitt að fá íslenska hönnuði ofan af pjattstiginu. Að menn skuli eyðileggja forsíðu skrár- innar með titlinum „Lífæðar“ og smekklausu auglýsingaskrumi „GlaxoAVellcome" sýnir hve billega menn temja sér að ganga til verka. um MYMILIST Gerðuberg MÁLVERK Verk eftir Alan Jaines. Opið alla daga. Sýningin stendur til 31. janúar. ALAN James er Englendingur sem hefur búið hér á landi frá árinu 1993 og útskrifaðist frá Myndlistar- skólanum á Akureyri árið 1997. Hann hefur áður sýnt í Eyjafjarðar- sveit og í Hveragerði, en þetta mun vera í fyrsta sinn sem Reykvíkingar fá að sjá sýningu eftir hann. í Gerðubergi sýnir Alan sextán ólíu- málverk og eru fímmtán þeirra unn- in árið 1997 en eitt á síðasta ári. Verkin bera þess merki að vera unnin á stuttum tíma og samhengið í sýningunni er gott, sama mynd- hugsun í öllum myndunum og úr- vinnslan samfelld. Stíllinn í þessum myndum er nokkuð „villtur" og minnir dálítið á þá hugsun sem einkenndi mikið af níunda áratugnum í málverki, en í verkunum má sjá að Alan hefur leitað víðar og er meðvitaður um listasöguna án þess að fylgja endi- lega einhverri tísku. Myndbygging- in er „út um allt“ eða „all over“ eins Andrew Pollock kallaði það þegar hann var að þróa þessa aðferð sjálf- ur á fimmta áratugnum. Málverkin sýna kaótískan heim þar sem litir Þá er ofnotkun hönnuðarins á ljós- bláni undirstrikun og blaðsíðuskipt- ingu vægast sagt ársskýrsluleg. Það er ekkert hallærislegi-a en sýningar- skrá sem h'tur út eins og skýi-sla. ís- lenskir hönnuðir og arkitektai- verða að læra þá lexíu að minna er meira - „less is more“. Besta umbrotið er þá lesandinn nýtur innihaldsins án þess að taka eftir umgjörðinni. Öll óþarfa auglýsingamennska í hönnun er sveitó og gamaldags. Að svo mæltu er vert að lofa framtakið, þótt ef til vill hefði mátt hugsa sér eina eða tvær högg- myndir til að brjóta upp alla tví- víddina. Það kemur bara næst þeg- ar þessari sýningu verður fylgt úr hlaði með þeirri næstu. Að leiða saman skáld og myndlistarmenn er ágæt hugmynd og þörf. I allri hólfuninni og einangraninni sem viðgengst á íslenska menningar- vængnum er aftur kominn tími til að prófa gegndreypið - symbíos- una hennar Júllu Kristevu - áður en listamennimir okkar daga uppi sem fullkomin fagidjót. Halldór Björn Runólfsson allt og form veltast hvað innan um ann- að út um allan myndflötinn og það virðist aðeins vera fyrir tilviljun að greina má fígúrur hér og þar inni í litaflæðinu. Þegar rýnt er í mynd- irnar birtist andlit hér, fiskur þar, og sé grannt skoðað má sjá að þess- ar hálfföldu fígúrur, ásamt litaþem- anu og flæðinu í myndfletinum, gefa hverju verki sinn sérstaka karakter eða viðfangsefni. Með einni undantekningu hefur hver mynd sinn afmarkaða litaskala þar sem teflt er saman skyldum litum á markvissan hátt. Þegar slíkt er gert er alltaf hætta á að málverk verði flöt eða einsleit, en Alan fer vel með þessa aðferð og í myndum hans er töluverð dýpt. Það mætti jafvel segja að það sé einmitt þessi dýpt sem sannfærir mann um að hér sé á ferðinni málari sem nokk- urs megi vænta af. Sýningin í Gerðubergi nýtur þess að listamaðurinn kann sér hóf, en óhóf af ýmsu tagi er oft lýti á sýn- ingum þeirra sem nýlokið hafa námi. Alan heldur sig við eitt þema og eina aðferð, einbeitir sér að því að vinna vandlega úr þemanu og tekst það ágætlega. Sýningin er hvorki beinlínis framúrstefnuleg eða frumleg, en á henni má greini- lega sjá að Alan hefur kunnáttu til að takast á við erfiðari verkefni á næstunni. 20. janúar-2. febrúar míhm? iímmiiv i mm f ffigskm ABCD sgi’Cr^ IKuikmyndir í allri sinni mynd! Myndir út Jón Proppé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.