Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 29 _______________UMRÆDAN Krafðist úrbóta en sökuð um vanrækslu í SÍÐUSTU viku birtust tvær fréttir í Morgunblaðinu varð- andi uppsögn mína sem umsjónarkennari 6. bekkjar í Austurbæjar- skóla og um þær að- stæður sem bekkurinn hefur þurft að búa við. í lok fyrri fréttarinnar eru höfð eftir mér ura- mæli varðandi bréf frá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur til skóla- stjóra Austurbæjar- skóla. Mér þykir ástæða til að fjalla ná > ar um þetta bréf og fleira er tengist upp- sögn minni. Einnig mun ég leitast við að leiðrétta nokkur atriði í seinni fréttinni. Viðbrögð Fræðsluráðs Reykja- víkur við kröfu um úrbætur I byrjun skal fjallað um bréf dags. 11. nóv. 1998 frá Fræðslumið- stöð Reykjavíkur tii skólastjóra Austurbæjarskóla, undimtað af Arthuri Morthens, forstöðumanni þjónustusviðs. Afrit var sent borg- arstjóra og formanni Fræðsluráðs Reykjavíkur. Bréfið er skrifað sem viðbrögð við bréfi kennara Austur- bæjarskóla dags. 15. okt. sem stílað var á fræðslustjóra Reykjavíkur. Athuga ber að bréfið frá Fræðslu- miðstöð Reykjavíkur (hér eftir skammstafað F.R.) er ekki stflað á kennara skólans, enda hefur skóla- stjóri ekki skýrt kennurum frá til- vist þess. Eg fékk þó afrit af bréfínu 22. jan. sl. eftir að hafa innt skóla- stjóra um svar F.R. við bréfí kennaranna. Fræðslu- stjóri hefur því í raun ekki enn svarað kenn- urunum. Bréfið frá kennurunum til fræðslustjórans í Reykjavík var skrifað í umboði allra kennara skólans þar sem farið var fram á að ég fái einhverju um það ráðið í hvaða formi aðstoð F.R. verði veitt við bekkinn og kennarann. Farið var fram á svar innan tveggja vikna (30. okt.). Haldið er fram að ekki hafí verið gerð til- raun til að ræða erfíðleika bekkjar- ins við fræðsluyfirvöld í Reykjavík með lausn í huga. Hið rétta er að ég skrifaði skólastjórn bréf 3. sept. þar sem fjallað er um agabrot tveggja nemenda þann sama dag og mál þeirra sl. skólaár. Báðir hafa verið gi-eindir með ofvirkni, athyglisbrest og hegðunarvandkvæói. Einnig er fjallað um afstöðu mína til rann- sóknarverkefnis í atferlismótun á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur undir stjóm sálfræðings F.R. Farið er fram á að annar nemand- inn verði færður úr bekknum. Taldi ég það eðlilega aðgerð þar sem illa fer á því að hafa tvo nemendur með jafn alvarleg vandamál saman í 28 manna bekk. Ég taldi því skyldu mína sem umsjónarkennari allra nemenda bekkjarins að leita lausna á vanda þeirra. í bréfí F.R. stendur: „Ekki er hægt að skilja kröfu Maggýjar á annan veg en þann að hún hafni því að gegna hlutverki sínu sem um- sjónarkennari viðkooandi nem- anda samkv. 24. gr. grunnskóla- laga.“ I bréfinu segir emnig: „Leiða má að því líkum samkvæmt bréfí kennaranna og Maggýjar að hún vilji losna við nemandann vegna þess umstangs sem fylgir verkefn- inu og þreytu í hans garð.“ Einnig stendur: „Með kröfu sinni að nem- andanum sé vísað úr b kknum ... er kennarinn að stefna í uppnám þeim árangri sem náðst hafði á sl. skóla- ári og ætlunin var að styrkja enn frekar á þessu skólaári. Ekki er hægt að sjá að með þessari kröfu sinni hann skyldu sir ni sem um- sjónarkennari nemandans sam- kvæmt 24. gr. grunnskólalaga ...“ Fræðslumiðstöð Reykjavíkur túlk- ar þannig tillögur mínar sem höfn- un á nemandanum en ekki sem til- lögu að lausn á vandamálinu sem hjálpað hefði umræddum tveimur nemendum og bekknum í heild sinni. Hér er um rangtúlkun að ræða því ég bar fyrst og fremst hag nemandans og bekk,arins fyrir brjósti. í bréfinu kemur fram að ég hafni aðstoð tveggja færustu sálfræðinga Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur í atferlismótun. Þar segir einnig: „Vegna þessa er rétt uð fram komi að Maggý hafði ekki nein slík orð uppi sl. vor þegar skóla lauk, ... Hér koma fram breytt viðhorf Maggýjar til málsins aðeins tveimur dögum eftir að skóli hefst.“ Hið rétta er að ekki kom til álita að ég héldi áfram þátttöku minni í rannsóknarverkefni sálfræðing- anna. Enginn hafði fyrir þvi að fara fram á áframhaldandi þátttöku Maggý Hrönn Hermannsdóttir Kennslumál Eg tel mig hafa sinnt skyldum mínum sem umsjónarkennari, segir Maggý Hrönn Her- mannsdóttir, og jafn- vel lagt mig fram um að gæta hagsmuna nemenda minna umfram það sem mér ber skylda til. mína, hvorki sl. vor né í haust. Síðastliðið vor gætti meira að segja mikilla efasemda minna um ágæti atferlismótunar sem lausn á hegð- unarvanda barna. Fjallað er um námsástundun, hegðun og einkunn- ir í bréfi F.R. og breytingar á þess- um þáttum. Sem betur fer tók nem- andinn miklum framfórum á öllum þessum sviðum á sl. skólaári. Höf- undur bréfs F.R. þakkar atferlis- mótunarverkefninu alfarið þær framfarir. Ég þakka framfarirnar hins vegar frekar öðrum þáttum í skólastarfinu en verkefninu. Fræðslumiðstöð Reykjavíkur túlkar bréf undirritað af fjórum kennurum skólans fyrir hönd allra kennara hans sem bréf eingöngu þeirra fjögurra. í niðurstöðu bréfs F.R. segir: „Fræðslumiðstöð Reykjavíkur harmar jafnframt að fjórir kennarar við skólann og trún- aðarmenn skuli taka undir órétt- mæta kröfu umsjónarkennara um að nemandinn verði tekinn úr bekknum, kröfu sem brýtur í bága við hagsmuni nemandans og á sér ekki sýnilega stoð í grunnskólalög- um eða reglugerðum." Hér er vegið að þeim fjórum kennurum sem undirrita bréfíð, þegar í raun allir kennarar skólans ættu að liggja undir ámæli. Það hlýtur að teljast óvenjulegt að allt kennaralið skól- ans skuli „brjóta af sér“ með þess- um hætti. Hér hlýtur því að vera um brýnt mál að ræða að mati kennaranna. Þörf umræða í frétt í Mbl. 23. jan. sl. er fjallað um þetta mál og kemur þar margt fram sem betur má fara í skólamál- um Reykjavíkur og Austurbæjar- skóla sérstaklega. Hér er um þarfa umfjöllun að ræða en því miður eru þar nokkur atriði sem snúa að mér sem ekki er farið rétt með eða ég er ósammála. Bekkurinn fékk stærri kennslustofu að frumkvæði mínu en ekki að tilstuðlan skólastjóra eða F.R. eins og lesa má út úr ummæl- um Guðmundar Sighvatssonar skólastjóra og Arthurs Morthens (sjá dagbók 14. des.). I lok fréttar- innar er haft eftir Ai’thuri Morthens hjá F.R. að bekkurinn hafí fengið mjög mikinn stuðning. I bekknum eru níu nemendur sem njóta þeirra 16 tíma sem hann get- ur um, nemendur með mörg mis- munandi vandamál, t.d. alvarlega leshömlun, sértæka námsörðug- leika, ásamt tilfínningalegum og fé- lagslegum vandamálum. Ég leyfí mér að fullyrða að hér sé ekki nærri nóg að gert þar sem erfíð- leikar nemendanna eru mjög marg- víslegir. Atvinnurógur Af ofangreindu tel ég að megi ráða að ég hafí sinnt skyldum mín- um sem umsjónarkennari og jafnvel lagt mig fram um að gæta hags- muna nemenda minna umfram það sem mér ber skylda til og tel að í bréfí Fræðslumiðstöðvar Reykja- víkur til skólastjóra Austurbæjar- skóla, dags. 11. nóv. 1998, sé um hreinan atvinnuróg að ræða þar sem undirrituð er sökuð um van- rækslu og jafnvel lögbrot. Höfundur er grunnskóla- kennnri við Austurbæjarskdla. FYRRVERANDI borgarfulltrúi Fram- sóknarflokksins, Krist- ján Benediktsson, sem ég þekki einungis að góðu, hefur óskað þess hér í blaðinu að ég finni stað því „orð- bragði“ mínu að heil- brigðisráðherra hafi svikið fyrirheit sín um að afnema í áföngum skerðingu bóta öryi-kja vegna tekna maka. Áð- ur en ég svara Krist- jáni er nauðsynlegt að taka fram að það er ekki rétt hjá honum að ég hafi sagt í sjónvarp- inu að ráðherra hafí lofað af af- nema skerðinguna „með öllu nú þegar“. Þá er það heldur ekki rétt að ráðherra hafi einungis sagst ætla að stíga „skref til að draga úr“ umræddri skerðingu. Hið rétta er að á síðastliðnu ári lýsti ráðherra því yfír við hvern sem heyra vildi að hún hygðist af- nema skerðingu þessa í áfóngum og taka fyrsta skrefið að afnáminu á því haustþingi sem nú er afstaðið. Hafí ráðherra hugsað sér að efna þetta í ráðherratíð sinni er einung- is um tvennt að velja, afnema skerðinguna eða búa svo um hnúta að fyrir liggi hvenær stíga eigi þau skref sem á vantar. Hafí ráðherra hins vegar ekki ætlað sér að axla ábyrgð með viðhlítandi afgreiðslu málsins er auðvitað um svik að ræða. Það vona ég að hver maður sjái í hendi sér. Vikurnar eftir að ráðherra gaf sín fyrirheit mátti heyra sam- flokksmenn hennar tala um það mikla óréttlæti sem nú ætti að afnema. En nú, þegar fyrir liggur að einungis átti að draga úr skerðingunni og binda hana fasta í lög, kveður við alveg nýjan tón. Nú vill eng- inn kannast við neitt og stuðningsmenn ráðherrans famir að vona að hinn illa inn- rætti vai'aformaður Öi-yrkjabandalagsins geti ekki fært sann- færandi rök fyrir máli sínu. Að óreyndu vil ég þó ekki trúa að Kri- stján Benediktsson gangi meðvitað slíkra erinda, held- ui' nafí honum verið fengnar vill- andi upplýsingar og hann treyst þeim. Til að svara Kristjáni vil ég fyrst nefna ræðu Ingibjargar Pálma- dóttur á ársfundi Tryggingastofn- unar 25. september sl. Þar sagði hún að sér væru málefni öryrkja ofarlega í huga, „einkum sú stað- reynd að tekjur maka skerða bæt- ur öryrkja". Þegai' hún hafði lýst andstöðu við þetta, sagt málið snú- ast um réttlæti og siðferði, sagði hún: „En ég ætla að leysa þetta mál þó í áfóngum verði, og fyrsti áfanginn verður tekinn á næsta þingi.“ I fréttaviðtali þennan sama dag kvaðst ráðherra ekki tilbúinn til að svara því hversu stórt skref yrði tekið þegar á því haustþingi sem framundan var. Sagðist hún fyrst vilja fá tækifæri til að kynna það forsvarsmönnum Öryrkjabanda- lagsins. Að loknu viðtalinu við ráð- herrann upplýsti fréttamaðurinn nákvæmlega það sama og við höfð- um heyrt ráðherrann segja fyrr um daginn: „Afnám tekjutenging- arinnar verður gert í áföngum og fyrsta skrefíð verður tekið á Al- þingi í haust.“ í blaðaviðtali 30. september er Ingibjörg Pálmadóttir enn spurð hvaða breytingar eigi að fara að gera á almannatryggingakerfinu. Þar endurtekur hún: „Stærsta Skerðing Það er lágmarkskrafa, segir Garðar Sverris- son, að heilbrigðisráð- herra biðji öryrkja op- inberlega afsökunar á þeim vanefndum sem hér eru raktar. breytingin er að tekjur maka skerði ekki bætur öryrkja.“ Þegar leið á haustið vaknaði grunui' um að ekki væri ætlunin að afnema umrædda skerðingu, held- ur einungis að draga aðeins úr henni og fá hana um leið lögfesta, nota lítilsháttar réttarbót til að lög- festa alvarlegt réttarbrot. Það var því ekki að undra að þingmenn vildu fá skýi- og afdráttarlaus svör við því hvenær fyrirhugað væri að afgreiða málið. A þingfundi 4. nóv- ember spurði Steingrímur J. Sig- fússon: „Hvenær er áætlað að af- nám skerðingar bóta til öryrkja vegna tekna maka, sbr. yfírlýsingu ráðherra á ársfundi Trygginga- stofnunar ríkisins, komi til fram- kvæmda?" Og þingmaðurinn spurði: „Koma þessar breytingar til framkvæmda fyrir kosningar eða á að vísa því inn í framtíðina?" Þótt ráðherrann segðist myndu standa við fyrri orð sín og verið væri að ljúka við útfærslu þessara breytinga, þóttu svörin alls ekki til þess fallin að slá á þann grun að ekki væri ætlunin að afgreiða málið að fullu, þ.e. með tímasetningu þeirra áfanga sem eftir yrðu þegar þeim fyrsta væri náð. Formaður heilbrigðis- og trygginganefndai', Össur Skarphéðinsson, þóttist greina að ekki væri ætlunin að af- gi'eiða málið fyrir kosningar. Hann sagði: „Yfírlýsing hæstvirts heil- brigðisráfherra fannst mér ekki vera neitt annað en ómerkilegt kosningabragð. Hæstvirtur ráð- herra hefur lýst því yfir gagnvart öryrkjum að þessu umdeilda ákv'æði verði breytt. En hvenær á að breyta því? Hún ætlar að breyta því eftir kosningar." I lok máls síns sagði hann um heilbrigðisráðherra: „Hún verður að segja okkur hvað þetta skref á að vera stórt og hvenær á að ljúka verkinu.“ I lokasvari sínu sagði ráðherra: „Þetta er áralangt óréttlæti sem við erum að takast á við og breyta og ég held að þingheimur ætti að halda ró sinni á meðan. En af því að háttvirtir þingmenn tala um að þetta sé eitthvað í langri framtíð og eftir kosningar þá sagði ég áðan í ræðu minni og endurtek að þetta málefni verður afgreitt í kringum áramót.“ Nú eru áramótin afstaðin og al- þjóð hefur fengið að sjá afgreiðslu ráðherrans. Þegar í ljós kom að enga tímasetningu var að fínna um þau skref sem á vantaði varð heil- brigðisráðherra að horfast í augu við og gera grein fyrir eigin van- efndum. Þá neyddist hún loks til að viðurkenna fyrir þingheimi: „Ég ætla ekki að binda hendur næstu ríkisstjómar lengur en næsta ár hvað þetta varðar.“ Svo mörg voru þau orð. En þeg- ar fyrir liggur að stjórnarand- stöðuflokkarnir vilja allir afnema skerðinguna er von að spurt sé: Hverra hendur vill Ingibjörg Pálmadóttir ekki binda og hverjum ætlar hún að standa við fyrirheit ráðheri'ans sem tilkynnti hátíðlega: „En ég ætla að leysa þetta mál“ og „stærsta breytingin er að tekjur maka skerði ekki bætur öryrkja"? Hverjum ætlar hún að afnema ólögin sem hún fékk samþykkt með hraði á síðasta næturfundi fyrir jól? Það er lágmarkskrafa að heil- brigðisráðherra biðji öi-yrkja opin- berlega afsökunar á þeim vanefnd- um sem hér hafa verið raktar, að ekki sé minnst á fyrirheitið um „fólk í fyrirrúmi“ og þau lífskjör sem hún og samflokksmenn henn- ar búa öryrkjum í einu í-íkasta landi veraldar. Höfundur cr varaformuður Öryrkja ban dalagsins. Yfir 1.200 notendur KERFISÞRÓUN HF. Fákaleni 11 • Sími 568 8055 www.islandia.is/kerfislhroun Varaformaður Öryrkja- bandalagsins svarar fyrir sig Garðar Sverrisson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.