Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthíás Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NÝSKÖPUN HRINT hefur verið af stað samkeppni um viðskipta- áætlanir undir kjörorðinu Nýsköpun ‘99 og standa að henni Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, Viðskiptaháskól- inn í Reykjavík, endurskoðunar- og ráðgjafarfyrirtækið KPMG og Morgunblaðið. Tilgangurinn er í sem skemmstu máli að hvetja einstaklinga sem átt hafa sér þann draum að stofna til eigin atvinnurekstrar, eða telja sig búa yfir hugmynd sem gæti orðið kveikjan að fyrirtækjarekstri, til að setja hana fram í formi viðskiptaáætlunar. Einhverjir kunna að hika andspænis orði á borð við við- skiptaáætlun en slíkt er ástæðulaust. Viðskiptaáætlun er fyrst og fremst almenn stefnuyfirlýsing um verkefnið, að vísu víðtækari en fjárhagsáætlun, því hún inniheldur skil- greiningu á viðfangsefninu, framtíðarmöguleikum, hvern- ig á að ná settu marki og hvenær. Markmiðin eru sett fram í tölum. Meðal bakhjarla samkeppninnar eru við- skiptaháskóli og stærsta endurskoðunar- og ráðgjafarfyr- irtæki landsins, sem ætla m.a. að bjóða upp á margvísleg námskeið og ráðgjöf, þátttakendum að kostnaðarlausu. Með þessari aðstoð opnast einstakt tækifæri fyrir fólk að koma hugmyndum sínum á framfæri, sníða þeim réttan búning svo unnt sé að greina þær og móta. Afraksturinn af þessu framtaki verður vonandi marg- vísleg nýsköpun í atvinnulífinu, ný fyrirtæki með nýjum störfum og aukinni fjölbreytni. Nýsköpun þarf ekki endi- lega að vera í því fólgin að hugkvæmast og ráðast í eitt- hvað sem ekki hefur verið gert áður, heldur getur hún allt eins falist í því að koma auga á ónýtt tækifæri í rótgrónum greinum atvinnulífsins. Þegar á allt er litið virðist ára vel til nýsköpunar og frum- kvöðlastarfs á Islandi um þessar mundir. Til marks um það er ekki aðeins framangreint verkefni; Nýsköpun ‘99, heldur einnig Nýsköpunai-verðlaun forseta Islands, sem veitt voru ungum og hugmyndaríkum námsmönnum í síðustu viku. Þá má einnig benda á góða útkomu íslenskra fyrirtækja í sam- starfsverkefninu 500 framsæknustu fyrirtæki Evrópu, þar sem hérlend fyrirtæki hafa vaxið umfram önnur á sama lista. Eitt þessara íslensku fyrirtækja er Össur hf. og það er ekki úr vegi að vitna í stofnanda og aðaleigenda þess, Össur Kristinsson, í hringborðsumræðum nokkurra frumkvöðla og aðstandenda Nýsköpunar ‘99 í Morgunblaðinu sl. sunnudag: „Eg held að Islendingar séu um margt svolítið sérstæð- ir og að hér sé afskaplega frjór jarðvegur fyrir frum- kvöðla og gerjun, sem þurfi að hlúa að.“ NÝ HUGSUN VIÐ GERÐ KJARASAMNINGA MIKLAR breytingar virðast vera að verða á starfsemi stéttarfélaganna og er þar farið að örla á nýrri hugsun vegna nýira viðhorfa félagsmanna þeirra, sérstaklega hinna yngri. Víst sýnist vera að í framtíðinni muni fyi-irtækja- samningar koma miklu meira til álita en verið hefur og get- ur það breytt til mikilla muna starfsemi stéttarfélaganna, sem munu í auknum mæli skipta sér af fyrirtækjasamning- um, einkum og sér í lagi vegna þeirrar nálægðar, sem oft er á milli vinnuveitenda og starfsfólks í fyrirtækjum. Um helgina efndi Verzlunarmannafélag Reykjavíkur til kjaraþings, þar sem stjórnendur félagsins lögðu fram ögrandi hugmyndir til að skapa viðbrögð og umræður fundarmanna um hin ýmsu mál er snerta kjarasamninga. Fram kom að aukin áherzla verður lögð á símenntun starfsfólks á næstu árum. Á VR-fundinum um helgina varð mikil umræða um samningsformið og sýndu menn mikinn áhuga á að stefnt yrði að því að gera kjarasamninga framtíðarinnar fjöl- skylduvænni, þ.e. að menn þyrftu ekki að vinna eins mikla yfirvinnu og hér hefur tíðkazt. Fyrirmynd VR að nýjum og bættum kjarasamningi er aðallega fengin frá Danmörku, þar sem felldir hafa verið niður launataxtar í almennum samningum, en þess í stað fá starfsmennirnir laun sem endurspegla vinnuframlag, hæfni, menntun, innihald starfs, ábyrgð og tengingu launa við frammistöðu á þeim sviðum, sem mestu máli skipta fyr- ir fyrirtækin. Hugmyndir eru t.d. uppi um að árið 2000 verði samið um ákveðna prósentuhækkun í upphafi samn- ings, en þegar kemur fram á árið 2001 verði ekki samið um ákveðna kauphækkun heldur um hlutdeild í framleiðni- aukningu með aukinni áherzlu á fyrirtækjasamninga. Þessi þróun í undirbúningi kjarasamninga er fagnaðarefni og jafnframt vekur það eftirtekt að frumkvæði að nýjungum kemur nú frá verkalýðshreyfíngunni, en á slíkt hefur skort. Rannsóknarhópur undir forystu dr. Karls Tryggvasonar styrktur Einn hæsti styrkur sem veittur er í heiminum Novo Nordisk sjóðurinn hefur veitt styrk sem nemur rúmlega einum milljarði króna til norræns rannsóknarhóps á sviði sykur- sýki. Þetta er einn hæsti rannsóknarstyrkur sem veittur hefur verið í heiminum til læknisfræðilegra rannsókna. Hópurinn er undir forystu dr. Karls Tryggvasonar. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við Karl um rannsóknirnar. MILLJÓNIR manna þurfa að sprauta sig með insúlíni daglega. AÐ gildir að vera fyrstur að taka upp símann og ná í besta fólkið,“ segir Karl Tryggvason, prófessor við Karólínska sjúkrahúsið í Stokk- hólmi, og lætur það hljóma eins og einfalt mál að koma saman rann- sóknarhópi, sem krækt hefur í stærsta vísindastyrk er veittur hefur verið á Norðurlöndum. í gær tók Karl við styrk upp á rúman milljarð íslenskra króna, hundrað milljónum danskra króna, úr hendi Margrétar Þórhildar Danadrottningar við hátíðlega at- höfn í Glyptótekinu í Kaupmanna- höfn. Styrkurinn er veittur til syk- ursýkisrannsókna af Novo Nordisk sjóðnum, en Novo Nordisk lyfjafyr- irtækið hefur um árabil verið einn helsti framleiðandi insúlíns og ann- arra lyfja, er sykursjúklingar nota. „Vísindamennirnir, sem eru í for- ystu fyrir rannsóknarhópnum eru allir í fremstu röð á sínu sviði,“ seg- ir Jan Lindsten, prófessor við Kar- ólínska sjúkrahúsið, og stjórnar- maður í Novo Nordisk sjóðnum í samtali við Morgunblaðið. Hann segir að samstarfíð verði vonandi til þess að í sameiningu áorki vísinda- mennirnir meiru en þeir gætu hver í sínu lagi. Valinn úr stórum hópi umsækjenda Varla var hægt að fmna umgjörð betur við hæfí um þá hátíðlegu at- höfn, sem afhendingin í gær var, því eins og Vagn Andersen, stjórnarfor- maður Novo Nordisk sjóðsins, minnti á í ræðu sinni þá er Glyptótekið byggt að frumkvæði bruggarans Carl Jacobsens og Ottiliu konu hans fyrir arðinn af ölframleiðslu Carlsberg. Novo Nordisk sjóðurinn er eignar- haldsaðili í Novo Nordisk lyfjafyrir- tækinu og framtak iiruggarans á sviði lista er því hliðstætt framtaki Novo Nordisk sjóðsins á sviði vísinda. Andi bruggarans sveif yfir viðstöddum, þar sem nafn hans og konu hans er rist í öndvegi salarins, sem er eftirlík- ing af forngrísku hofi. Novo Nordisk sjóðurinn hefur um árabil styrkt vísindarannsóknir og - stofnanir, en veitti nú í fyrsta skipti styrk upp á 100 milljónir danskra króna til eins hóps. Um er að ræða tíu milljónir á ári í tíu ár. Ulrik V. Lassen, framkvæmdastjóri sjóðsins, sagði að sú ákvörðun byggðist á þeim skilningi að rannsóknir væru undirstaða nútíma þjóðfélags. Með stuðningi til tíu ára vildi sjóðurinn einnig sýna skilning á að það tæki langan tíma að komast að mikilvæg- um niðurstöðum. Er sjóðurinn auglýsti eftir um- sóknum frá norrænum rannsóknar- hópum sóttu 60 hópar um styrkinn. Á endanum valdi hópur breskra og bandarískra sérfræðinga hópinn, sem Karl Tryggvason veitir foiystu, úr hópi fimm umsækjenda. „Við vitum ekki hvað eru góð og hvað slæm gen“ Þegar Jan Lindsten prófessor reifaði styrkveitinguna sagði hann að svo væri að sjá sem sykursýki hefði hrjáð manninn frá upphafi. Þegar í elstu rituðum heimildum væri að finna sjúkdómslýsingar sem bentu eindregið til sykursýki. Sjúk- dómurinn virtist koma upp í samspili umhverfis og erfða. Hann hefði þó ekki horfið í tímans rás og það benti til að einhverjir kostir fælust í að vera sjúkdómsberi. „Þó við vitum margt um erfðir vitum við enn ekki hvað eru góð og slæm gen. Sykur- sýki er gott dæmi um það.“ í samtaii við Morgunblaðið sagði Jan Lindsten að allir vísindamenn- irnir í hópi Karls og þar með talinn Kari sjálfur væru í fremstu röð. „Það hafði vissulega sitt að segja að í fyrra birti Karl Tryggvason grein, þar sem hann greinir genið, er veld- ur nýrnaskaða í sykursýkissjúkling- um. Við vonum að í samstarfi svo góðra vísindamanna takist þeim að áorka í sameiningu enn meiru en þeir gætu ella,“ sagði Lindsten. Hann undirstrikaði að það væri sjaldgæft í styrkveitingum að styrk- ir væru bundnir til svo langs tíma. „Þetta er mikið fé, sem bæði veitir vísindamönnunum frelsi til vísinda- starfa, sem þeir geta vonandi nýtt til AIls er talið að um 175 milljón- ir manna þjáist af sykursýki í heiminum. Á íslandi er áætlað að um 4.700 manns séu með sykur- sýki, en þá eru þeir sem eru með ógreinda sykursýki einnig taldir með. Þrátt fyrir miklar framfarir í meðferð sykursjúkra fá margir sjúklingar alvarlega fylgikvilla, eins og kransæðastíflu, heilablóð- fa.ll, nýrnabilun, blindu og æða- þrengsli sem leitt geta til aflimun- ar. Nær helmingur allra sykur- sjúkra sem þurfa að taka insúlín að taka áhættu, er þeir hefðu ella ekki treyst sér til, og veitir þeim fi-elsi frá að eyða tíma í styrkum- sóknir. En þetta er ekki svo mikið fé að þeir slappi um of af. En styrkur- inn leggur þeim einnig ábyrgð á herðar.“ Lindsten segir það einnig styrk hópsins að í honum komi saman menn úr mismunandi greinum og með ólíkan bakgrunn. ,AHs eru í hópnum um hundrað vísindamenn, svo tíu milljónir á ári á þennan hóp er í raun ekki svo há upphæð, ef út í það er farið.“ í samtali við Morgunblaðið segir Vagn Andersen að fulltrúar sjóðsins muni funda með rannsóknarhópnum einu sinni á ári til að heyra af ár- angri hans og vísindamenn muni meta árangurinn. „Við búumst auð- vitað við miklum árangri, en Novo Nordisk áskilur sér engan rétt að nýta niðurstöðurnar,“ segir Vagn Aadersen. „Ef uppgötvanir hópsins verða arðvænlegar getur Novo Nor- disk sótt um að nýta þær á sömu forsendum og önnur fyrirtæki. Stvrknum fylgja engin skilyrði um fjárhagslega nýtingu." Nýir starfshættir og góðar áætl- anir eru undirstaðan „Auglýsingin frá Novo Nordisk sjóðnum um styrkinn var hvatinn að því að hópurinn var myndaður," seg- ir Karl Tryggvason í samtali við Morgunblaðið og gantast með að það hafi aðeins verið spurning um að vera fyrstur að taka upp símann og ná í þá vísindamenn, sem bestir séu á þeim sviðum, sem þýðingu hafi í sykursýkisrannsóknum. Hópurinn, þarfnast á endanum meðferðar vegna fylgikvilla sjúkdómsins. Það er talið að skemmdir á nýrum og augum verði vegna bilana í smáæðakerfinu. Nákvæm orsök þess vanda er ráðgáta, sem rann- sóknarhópurinn hyggst leysa. Hérlendis hefur tekist að halda fylgikvillum í lágmarki og er t.d. blinda og nýrnabilun mun sjald- gæfari en gerist á Vesturlöndum, en þó er hér um vaxandi vanda að ræða. Á hverjum degi greinist einstaklingur með sykursýki hér á landi. sem Karl átti fnimkvæði um að kalla saman, hyggst einbeita sér að rann- sóknum á háræðakerfinu, en á því verða miklar breytingar í sykur- sýkissjúklingum. Karl segir að margir hafi viljað vera með, en á endanum hafi orðið úr að fimm rann- sóknarhópar hafi sameinað krafta sína á þessu sviði. „Eins og oft vill verða í vísindum er aðeins einn sig- urvegari að þessu sinni og sigurveg- arinn hreppir allt góssið. Hér vorum það við, sem vorum þeir heppnu," segir Karl. Karl segist álíta að það hafi verið góður hópur með góðar áætlanir, sem gerði það að verkum að hans hópur hreppti stóra styrkinn. „Það er auk þess styrkur okkur að við bindum hópana vel saman. Við send- um fólk á milli þeirra og breytum vinnuháttum okkar til að samstarfíð nýtist sem best. Það er ekki nóg að hafa bara góða menn, heldur þarf einnig góðar áætlanir, sem mynda sterka heild.“ I kynningu á hópi Karls sagði Lindsten að mikilvægt væri að rækta næstu kynslóð vís- indamanna. Karl sagði að í hópnum væri margt ungt fólk, sem í gegnum væntanlegt samstarf ætti eftir að kynnast vel og gagnkvæm kynni væru einmitt mjög mikilvægur hluti samstarfsins. „Styrkurinn þvingar okkur til að vinna saman,“ bætir hann við. En styrkur til tíu ára leggur einnig þær kvaðir á herðar hópsins að hann haldi uppi góðu starfi í tíu ár. „Við verðum að reikna með að í hópnum séu vísindamenn, sem hafa góða reynslu, kunni að vinna og nota nýjustu aðferðir. Við erum ekki aðeins að prófa eina tilgátu, sem síðan gæti sýnt sig eftir ár að vera röng, heldur stefnum við á breiðar grunnrannsóknir, því það er aðeins í grunnrannsóknum, sem uppgötvanir eru gerðar," sagði Karl. En þótt Karl notaði í gær orð eins og „frábært" um styrkveiting- una, því þarna sé um stærsta nor- ræna styrkinn að ræða á sviði læknavísinda, segir hann að styrk- urinn muni á næstu tíu árum aðeins nema um tuttugu prósentum af kostnaði við rannsóknina. Og ef nokkurn veginn það sama gildir um hina hópana er ljóst að rannsóknir af þessu tagi eru fjárfrekar. „Það þarf mjög mikið fé til svona rann- sókna,“ segir Karl. „Á Islandi hafa verið miklar umræður um vísinda- rannsóknir og Islenska erfðagrein- ingu. Þetta er bara eitt dæmi um að það þarf mikla peninga til að gera stóra hluti í rannsóknum.“ + 175 milljónir þjást af sykursýki ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 31 Bandarískur prófessor í skurðlækningum um meðferð brjóstakrabbameins Hætta á brj óstakrabba- meini vex með aldri Carol Scott-Conner er þekktur skurðlæknir í Bandaríkjunum. Hún er prófessor og yfír- maður skurðdeildar Iowa háskóla þar í landi og hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir störf sín auk þess sem hún er höfundur ásamt öðrum að fjölda vís- indagreina um læknis- fræðileg efni. Hún var einn gesta á árlegu fræðsluþingi lækna í síðustu viku og var einnig gestur hand- lækningadeildar Landspítalans. Morgunblaðið/Árni Sæberg CAROL Scott-Conner, prófessor og yfirmaður skurðdeildar Iowa háskóla í Bandaríkjunum á einum fyrirlestra sinna á fræðsluþingi lækna. s FYRIRLESTRUM á árlegu fræðsluþingi lækna fjallaði Carol Scott-Conner, prófessor og yfirmaður skurðdeildar Iowa háskóla meðal annars um skurðaðgerðir vegna brjóstakrabba- meins, hvei'nig meðferð þess er háttað í Bandaríkjunum og hver ár- angurinn hafi verið. Hún segist síðastliðin 5 til 10 ár hafa starfað í nefnd skurðlækna um krabbamein á vegum Bandaríska krabbameinsfélagsins og sú nefnd haldi saman gagnabanka á þessu sviði. Nú séu yfir 300 þúsund konur með brjóstakrabbamein í þessum gagnagrunni og yfir 3.000 karlmenn. Margvíslegar rannsóknir hafi verið gerðar í þessu sambandi, hvaða meðferðir séu algengastar í Banda- ríkjunum og hvaða áhrif þær hafi á lífslíkur. Þannig hafi hún í erindi sínu meðal annars fjallað um kosti þess að taka einungis hluta brjósts- ins og fylgja skurðaðgerðinni eftir með geislun. Hún hafi fjallað um eft- irmeðferð kvenna sem fengið hafi brjóstakrabbamein og einnig með- ferð karla með sama sjúkdóm, auk þess að fjalla um meðferð kvenna sem fengju brjóstakrabbamein á meðgöngu. Meðferðarmunstur með svipuðum hætti Scott-Conner sagði athyglisvert í þessu sambandi og það hefði komið í ljós í umræðum eftir fyrirlestur hennar um þetta efni að meðferðar- munstur hér á landi og í Bandaríkj- unum væru með mjög svipuðum hætti. Raunar hefðu Bandaríkja- menn lært mjög margt af meðferð og rannsóknum í þessum efnum í Skandin- avíu og á Islandi. Svo dæmi væri tekið væri ís- lensk rannsókn á brjóstakrabbameini í körlum mjög þekkt og víða vitnað til hennar. Rannsóknin sýndi að karl- menn með sérstaka tegund brjóstakrabbameins væru með ákveðið gen og vitnað væri til þess- arar rannsóknar út um allan heim. „Þetta er lítill heimur og við skipt- umst mikið á upplýsingum,“ sagði Scott-Conner. Aðspurð hvað skipti mestu máli varðandi lækningu brjóstakrabba- meins sagði Scott-Conner að höfuð- atriðið í því sambandi væri að konur væru meðvitaðar um hættuna í þessum efnum og færu reglubundið í brjóstaskoðanir. Það þýði að æxlin uppgötvist fyiT en ella og því sé hægt að beita meðferð sem sé ekki eins róttæk og hún yrði ef krabba- meinið uppgötvaðist síðar. Þegar brjóstakrabbamein sé langt komið sé ekki um annað að ræða en beita mjög umfangsmikilli meðferð, lyfja- gjöf, geislun og stundum mjög rót- tækum skurðaðgerðum. „Ef kona kemur snemma til meðferðar og meinið er lítið er hægt að gera miklu minni skurðaðgerð og konunni líður betur,“ sagði Scott-Conner. Aðspurð segir hún að konum í Bandaríkjunum sem orðnar séu fjörutíu ára og eldri sé ráðlagt að koma árlega í brjóstaskoðanir. Hætta á brjóstakrabbameini vaxi með aldri og því sé lögð á það áhersla að miðaldra konur og eldri láti fylgjast reglubundið með brjóst- um sínum. Hins vegar sé sú raunin í Bandai-íkjunum oft á tíðum að ung- ar konur hafi miklar áhyggjur af brjóstakrabbameini, en eldri konur, einkum þær sem komnar séu yfir sextugt, hafi það ekki og telji sig orðnar of gamlar til þess að þurfa að hafa áhyggjur af því. Það sé ekki rétt þar sem hættan á brjóstakrabbameini aukist með aldri. Því skipti miklu máli að upp- lýsa þær um áhættuna og leggja áherslu á það við þær að þær láti fylgjast reglubundið með sér. Ekki góö hugmynd Aðspurð um nýlegar athuganir breskra vísindamanna varðandi það að nema burt brjóst kvenna í áhættuhópum vegna brjóstakrabba- meins og auka þannig lífslíkur þeirra, sagði hún að þau hefðu einmitt rætt þetta á málstofunni og enginn þeirra sem setið hefðu fyrir svörum hefði verið þeirrar skoðunar að um góða hugmynd væri að ræða. Taka þyi'fti brjóst svo margra kvenna sem ekki þyrftu þess í raun og veru að þessi aðferð virtist ekki réttlætanleg. „Ef hægt væri að benda á konu sem væri í mikilli áhættu vegna þess að hún væri með ákveðið gen eða fjölskyldusagan væri með þeim hætti og segja við hana að áhætta hennar á að fá krabbamein einhvern tíma á lífsleið- „Göt á örygg isnetinu“ í bandaríska kerfinu inni væri 80% þá gæti verið vit í þessu, en við erum ekki alveg komin á það stig ennþá,“ sagði hún. Hún sagði að þessi rannsókn, sem mikið væri vísað til, yi’ði borin sam- an við aðrar rannsóknir í þessum efnum. Einnig væri vert að skoða málið frá ólíkum hliðum. Ein væri sú að benda á að með því að gera nokk- ur hundruð skurðaðgerðir og nema burt brjóst kvennanna hefði verið hægt að koma í veg fyrir svo og svo mörg tilfelli brjóstakrabbameins. Hins vegar mætti einnig benda á að flestar þessara kvenna hefðu ekki fengið brjóstakrabbamein og hefðu þar af leiðandi ekki þurft á þessari aðgerð að halda, sem sé mjög mikil og róttæk. Aðspurð segir Scott-Conner að brjóstaki-abbamein hafi verið eitt al- gengasta krabbamein sem konur gátu fengið í Bandaríkjunum, en nú væri lungnakrabbamein orðið al- gengara. Þar mætti sjá afleiðingar þess að reykingar kvenna hefðu stórlega vaxið fyrir nokkrum ára- tugum síðan. Scott-Conner segir að meðan á stuttri dvöl sinni hér á landi hafi staðið hafi hún fengið tækifæri til þess að fylgjast með skurðaðgerðum á Landspítalanum og kynnast ís- lenskum skurðlæknum. Að öðru leyti þekki hún ekki íslenska heil- brigðiskerfið, en mögulegt sé að hún komi aftur í nokkra vikna heimsókn í sumar og þá fái hún betri tækifæri til að kynna sér það. Sér sýnist hins vegar að kerfið hér tryggi öllum að- gang, en vandinn við heilbrigðis- kerfið í Bandaríkjunum sé einmitt sá að þar séu „göt á ör- _________ yggisnetinu". Þar sé fólk sem sé ekki sjúkratryggt og það hafi ekki alltaf efni á góðri heilbrigðisþjón- ustu. Margir í Bandaríkj- unum og þar á meðal hún séu þeirrar skoðunar að þar sé þörf á heilbrigðiskerfi sem líkist því sem gildi hér. Vandamálið sé hins vegar risavaxið. Gengur vaktir á slysadeild á nóttunni í öðrum fyrirlestri á Læknaþing- inu ræddi Scott-Conner um afleið- ingar slysa. Aðspurð segist hún stunda almennar skurðlækningar, en sem yfirmaður skurðdeildar há- skólans í Iowa sé hún að mörgu leyti Endurþjálfun skurðlækna sí- fellt nauðsyn- legri í einstakri aðstöðu. Hún hafi komið þar til starfa fyrir þremur árum síð- an og þá hafi verið ljóst að þörf væri á að þróa slysadeild, sem hefði ekki verið fyrir hendi þar með skipulögð- um hætti. Hún hefði eytt miklum tíma í það fyrstu tvö árin að koma slíkri deild á laggirnar og hluti þess hefði verið að ganga þar vaktir sem hún gerði ennþá. „Ég held að stund- um þurfir þú að leiðbeina fólki með því að setja fordæmi. Ég geri að- gerðir vegna slysa á nóttinni þegar ég er á vakt og geri aðgerðir á brjóstum og smásjárskurðaðgerðir á daginn á stofunni minni,“ segir hún. Aðspurð hvort mikilvægi skurð- lækninga fari minnkandi í ljósi þess að stöðugt finnist til dæmis ný lyf til að glíma við sjúkdóma segir hún að skurðlækningar séu enn mikilvæg- ar. Allir vonist til þess að í framtíð- inni geti blóðrannsókn sýnt hvort hætta sé á brjóstakrabbameini eða ekki og að fyrir hendi sé lyf sem geti komið í veg fyrir það. Það sé hins vegar langur vegur frá því að ástandið verði þannig. „Þegar ég var læknastúdent og var að hugsa um að sérhæfa mig í skurðlækning- um talaði ég við gamlan kennara minn og sagði við hann að mig lang- aði virkilega til að stunda almennar skurðlækningar en hefði áhyggjur af því að það yrðu ekki nóg verkefni fyrir skurðlækna á minni tíð þar sem sífellt væri talað um nýjar lækningaaðferðir. Hann svaraði: „Hafðu ekki áhyggjur; þeir voru að tala um þetta líka þegar ég var læknastúdent“.“ ________ Hún sagði að þróunin virtist vera sú að þegar nýjar aðferðir kæmu fram í læknavísindum sem auð- velduðu meðferð og minnkuðu þörfina fyrir stórar skurðaðgerðir þá kæmu fram ný og annars konar þörf fyrir skurðaðgerðir. í Bandaríkjun- um væri alltaf þannig að verða ljós- ari þörfin fyrir að endurþjálfun skurðlækna í ljósi tækniþróunarinn- ar. „Við gerum nú ráð fyrir að af öllu sem þú lærir í læknaskóla verði ekk- ert fyllilega rétt eftir tíu ár. Hlutim- h' breytast svo hratt,“ sagði hún. Hún bætti því við að þess vegna væni læknaráðstefnur eins og sú sem haldin var hér á landi jafn mik- ilvægar og raun bæri vitni. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.