Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 34
MORGUNBLAÐIÐ «t 34 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 L S Utgefandi 1 vörn „Ég vildi að Halldór væri jafnmikið ólíkindatól í bókaútgáfu sinni og í þessari grein. “ H Eftir Þröst Helgason alldór Guðmunds- son, útgáfustjóri Máls og menning- ar, skrifaði grein hér í Morgunblaðið síðastliðinn sunnudag sem hét „Til varnar bókamarkaði". Þar fjallar hann um skrif undirritaðs í viðhorfsdálk 19. ágúst á síðasta ári, sem nefndist „Um bók- menntir og markað“ og einnig minnist hann í upphafi greinar á skrif mín í sama dálk um bók- menntaverðlaun, sem birtist 5. janúar síðastliðinn, í seinni greininni var framkvæmd Is- lensku bókmenntaverðlaunanna gagnrýnd en að þeim standa ís- lenskir bókaútgefendur. Halldóri er mikið niðri fyrir í gi-eininni VIÐHORF tomfíís.d sem þetta skrifar sé hinn mesti aftur- haldsseggur sem haldi því fram að íslenskar bókmenntir séu rústir einar vegna þess að hér á landi lúti rithöfundar lögmálum markaðarins í einu og öllu. Tii þess að lesa þetta út úr fyrr- nefndri grein um bókmenntir og markað hefur Halldór hins vegar þurft að horfa fram hjá nokkrum mikilvægum atriðum. Halldór hefur til dæmis þurft að horfa fram hjá því að í grein- inni er hvergi minnst á íslenskar bókmenntir eða íslenskan bóka- markað. Þar er hins vegar fjallað á almennan hátt um áhrif mark- aðarins á bókmenntasköpun í til- efni af tveimur fréttum utan úr heimi og fer meginhluti hennar í að segja frá þeim. Annars vegar er þar sagt frá fréttum um mjög umtalaðan lista Random House bókaútgáfunnar í Bandaríkjun- um yfír hundrað bestu skáldsög- ur aldarinnar ritaðar á ensku. Forstjóri útgáfunnar hafði upp- lýst að tilgangurinn með listan- um hefði verið að koma skriði á bóksöluna og komið hafði í ljós að það voru ekki dómnefndar- mennirnir sem röðuðu bókunum á listann eftir gæðum heldur ráðamenn hjá Random House. Hins vegar var sagt frá viðtali í Morgunblaðinu við rússneska rithöfundinn Vyacheslav Ku- priwanov, sem lýsti bágri stöðu rithöfunda í Rússlandi eftir markaðsvæðingu þar sem spurn- ingin væri ekki lengur „Um hvað má ég skrifa?“ heldur „Hvað get ég fengið útgefíð?" Talað var um ritskoðun markaðarins í þessu samhengi. Einnig var talað um að fagurfræði markaðarins bæði um söluvænlega ásjónu frekar en listræn og hugmyndaleg átök og vitnað í orð Matthíasar Viðars Sæmundssonar, bókmennta- fræðings, um það efni. (Benda má Halldóri á að lesa tilvitnaða grein MVS, „Markaður, ríki og bókmenntir", Myndir á sandi 1991, því þar er sett fram mun ítarlegri og harðari gagnrýni á markaðssjónarmið í bókmennta- útgáfu en í grein undirritaðs. Sú grein ætti að geta orðið Halldóri tilefni til að skrifa margar grein- ar til varnar markaðssjónarmið- um.) Síðan var lagt út af hug- mynd um bókmenntaorðræðuna sem markaðstorg þar sem textar eru samsettir úr tilvitnunum úr eldri textum þannig að útkoman verður alltaf „hið sama“. Að end- ingu var svo talað um að það væri eins og rithöfundar skrif- uðu í kappi við dauðann. Það er sem bók verði að koma annað hvert ár, annars veslist menn upp, deyi og gleymist. Hér hafði ég reyndar nokkra íslenska höf- unda í huga en ör útgáfutíðni þekkist vissulega annarsstaðar í heiminum. Greinin er sem sagt fyrst og fremst viðbrögð við áðurnefnd- um fréttum utan úr heimi og lýsir - reyndar með nokkuð glannalegu orðalagi eins og Halldór hefur komið auga á - ástandi sem ríkir vissulega í sumum bókmenntasamfélögum þar sem rithöfundar eru ofur- seldir lögmálum markaðarins. Eins og Halldór veit manna best njóta íslenskir rithöfundar sem betur fer verulegra styrkja frá ríkinu og eru því ekki seldir undir duttlunga markaðarins í einu og öllu. Undirritaður gerir sér grein fyrir þessu - þótt Hall- dór hafí greinilega enga trú á því - og telur að þessir styrkir séu gnmnforsenda fyrir blóm- legu bókmenntalífi á jafnlitlum markaði og hér. En þar með er ekki hægt að segja að markað- urinn hafi engin áhrif á það hvað fæst útgefíð hér og þar með hvað er skrifað. Halldór er þeirrar skoðunar að markaður- inn hafi lítil sem engin slík áhrif hér á landi, ef grein hans er rétt skilin, þau áhrif séu að minnsta kosti ekki neikvæð. Eg er hon- um ósammála og tel að mark- aðshugsun í bókaútgáfu geti meðal annars orðið til þess að útgefendur forðist að taka áhættu, til dæmis með útgáfu nýstárlegra eða á einhvern hátt ósöluvænlegra verka. I því sam- hengi má minna á að því hefur verið haldið fram af mér og fleirum á undanförnum árum að það skorti á hugmyndaleg og listræn átök í íslenskum bók- menntum. A nýliðinni bókaver- tíð var reyndar óvenjumikil gróska en það er kannski dæmi- gert að þær bækur sem þóttu hvað nýstárlegastar voru allar gefnar út af litlu og framsæknu forlagi sem nefnist Bjartur, stóru forlögin voru á hefðbundn- ari nótum. Grein Halldórs er, að minnsta kosti að hluta til, ágætis málsvörn fyrir þá sem vilja leggja áherslu á að bókaútgáfa lúti lögmálum markaðarins. Að mínu mati þarf að vinna gegn áhrifum markaðarins á bók- menntasköpun, það væri að minnsta kosti háskalegt að loka augunum fyrir þeim. Um þetta hafa menn verið sammála lengi hér á landi, eins og Halldór bendir góðfúslega á í grein sinni. Við ritun greinar sinnar hefur Halldór kosið að horfa fram hjá flestu því sem ég hef skrifað um íslenskar bókmenntir á undan- fömum árum - en mest af því hefur verið afar jákvætt - og gefa sér þá forsendu að ég telji íslenska rithöfunda upp til hópa skrifa vondar bókmenntir. Hann kýs að taka vangaveltur mínar frá síðastliðnu sumri um tengsl markaðs og bókmenntasköpunar úr samhengi og gagnrýna á til- búnum forsendum en horfir fram hjá einu gagnrýninni sem ég hef sett fram á íslenska bókaútgef- endur upp á síðkastið og kom_ fram í áðurnefndri grein um ís: lensku bókmenntaverðlaunin. Ég vildi að Halldór væri jafnmikið ólíkindatól í bókaútgáfu sinni og í þessari grein. UMRÆÐAN/PROFKJOR Hugsjónaeldur eða sérhagsmunahyggj a SÖGULEG tímamót eru í aðsigi. Flokka- kerfi sem á sér rætur í stéttastj órnmálum fyrstu áratuga þessar- ar aldar er tekið að riðlast. Við blasir að þau tvö stjómmálaöfl sem lengst hafa barist fyrir velferð alþýðu þessa lands, en sjaldn- ast borið gæfu til þess að snúa bökum saman, eru á góðri leið með að sameinast til átaka á nýrri öld. Það boðar gæfu og betri tíð. Með því að losna úr gömlum viðjum vantrausts og tortryggni leysast úr læðingi öflugir kraftar nýrra kynslóða, sem sam- eiginlega munu halda á loft sígild- um hugsjónum um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Margir draga reyndar í efa að stjórnmálin snúist um hugsjónir. Sérstaklega þegar það blasir við hvernig sérhagsmunahyggja verður að ráðandi valdi. Þá víkja almanna- hagsmunir og þjóðin bíður tjón af. Sitjandi ríkisstjórn stendur vörð um sérhagsmuni. Gjafakvótinn, virðing- arleysi fyrir náttúru landsins og nýtingu auðlindanna, svo ekki sé talað um sjálft velferðarkerfið, færa okkur heim sanninn um að stjórn- mál eru stundum víðs fjarri hugsjónum. Nema sérhagsmunirnir séu klæddir í búning hugsjóna. Sá búningur er oftar en ekki auvirðileg blekking um að lífshamingjan sé sköpuð af og fólgin í öllu sem telst til efna- legra gæða. A því altari er gjarnan fórnað grundvallarmanngild- um og mannlegri reisn. Efnahagslegar fram- farir og bætt afkoma er ekki markmið 1 sjálfu sér heldur tæki til betra mannlífs. Bætt mannlíf verður ekki mælt í krónum og aurum heldur til hvers þær krón- ur og aurar eru notuð. Þá reynir á þroskaðar hugsjónir sem eiga sér rætur í aldagamalli visku og siðferði um félagslegt réttlæti og virðingu fyrir öllum mönnum. Sem formaður þingflokks jafnað- armanna hef ég tekið virkan þátt í því sameiningarferli sem staðið hef- ur undanfarin misseri í nánu sam- starfi við forystu Alþýðubandalags og Kvennalista. Sú vinna hefur átt sameiginlegar hugsjónir að leiðar- ljósi. Sé ekki frá þeim hvikað mun ekkert stöðva okkur. Við stökkvum ekki yfir ána í tveim stökkum. Við Bætt mannlíf verður ekki mælt í krónum og aurum, segir Rannveig Guðmundsdóttir, held- ur til hvers þær krónur og aurar eru notuð. þurfum því að þekkja bakkana svo þeir láti ekki undan þegai' á reynir. Þess vegna vil ég bjóða mig fram til forystu fyrir Samfylkinguna í Reykjanesi. Ég hef átt ánægjulegt samstarf við Alþýðubandalagsmenn og Kvennalistakonur ekki síður en eigin flokkssystkin, sem unnið hafa að undirbúningi sameiginlegs fram- boðs. Frá mörgum þeirra hef ég fengið dýrmæta hvatningu, sem ég viljsakka fyrir. I væntanlegu prófkjöri taka þátt nítján baráttuglaðir einstaklingar sem hafa hugsjónir og hafna sér- hyggju. Reyknesingar eiga því góðra kosta völ þegar þeir velja fólk á lista Samfylkingarinnar 5. og 6. febrúar næstkomandi. Ég hvet sem allra flesta til að taka þátt í próf- kjörinu og þeirri mótun sem nú er hafin. Höfundur er formaður þingflökks jafnaðarmanna. Rannveig Guðmundsdóttir Dómur kjós- enda eftir EINS og alþjóð veit þá hefur Hæstiréttur Islands fellt dóm yfir núverandi kvótakerfi. Eftir að hafa lesið dóm- inn þá virðast flestir meta hann á þann veg að núverandi fiskveiði- stjórnarlög stangist á við stjómarskrá lýð- veldisins og nægir þar að nefna nýlega skoð- anakönnun í DV, þar sem mikill meirihluti aðspurðra er óánægður með viðbrögð ríkis- stjórnarinnar við dómnum. Hver eru viðbrögð ríkisvaldsins? Margir hafa eflaust orðið hissa þegar forystumenn stjórnarflokk- anna túlkuðu dóminn í fjölmiðlum stuttu eftir að hann kom fram. For- sætisráðherra hafði allt á hornum sér og reyndi að gera lítið úr dómn- um og gaf tóninn fyrir það sem koma skyldi. Dómurinn var óskýr að hans mati, hugtakaruglingur hjá Hæstarétti og síðast en ekki síst reyndi hann að draga úr vægi dómsins þar sem einungis fimm dómarar hefðu komist að þessari niðurstöðu en þeir hefðu örugglega átt að vera sjö ef málið hefði verið talið mikil- vægt. Um þverbak keyrði þó þegar for- maður Framsóknar- flokksins tjáði sig um tíðindin. Hann lýsti þeirri skoðun sinni að til greina kæmi að gera breytingar á stjórnar- skrá til þess að tryggja núverandi kerfi í sessi. Það er í raun ótrúlegt að þessi ummæli for- mannsins skuli ekki hafa vakið harðari við- brögð en raunin varð á, því slíkar breytingar á stjórnarskrá hljóta að fela í sér mismunun þegnanna. Sumir lögspekingar halda því fram að dómurinn snúist einungis Kjósendur, segír Jón Gunnarsson, eiga næsta leik í málinu. um 5. gr. laganna um stjórn fisk- veiða og allir virðast sammála um að dómurinn sé skýr hvað varðar úthlutun veiðileyfa. Að úthlutun sem byggi á því hverjir hafí átt skip á viðmiðunarárum kvótakerfisins, samrýmist ekki stjórnarskránni. Með öðrum orðum þá megi ekki ein- Jón Gunnarsson ungis úthluta veiðileyfum til þessa ákveðna hóps heldur þui'fí jafnræði að ríkja milli allra landsmanna. Þegar síðan kemur að veiðiheimild- unum sjálfum, þá byrja fylgismenn kvótakeifísins að hártoga dóminn og segja að ekkert í honum taki til úthlutunar veiðiheimilda. Úthlutun veiðiheimilda byggir á sama grunni og úthlutun veiðileyfa gerði. Um veiðileyfin og veiðiheimildirnar hljóta því að gilda sömu lögmál og ég hef enn ekki fengið á því viðhlít- andi skýi'ingar hvernig annað geti verið í lagi en hitt samrýmist ekki stjórnarski'ánni okkar. Hvað meina kjósendur? Kjósendur gera þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir séu sam- kvæmir sjálfum sér, en segi ekki eitt og framkvæmi síðan eitthvað annað. Þessi krafa er eðlileg og sjálfsögð en eftir að hafa lesið með skömmu millibili að mikill meiri- hluti kjósenda sé óánægður með viðbrögð ríkisstjórnarinnar við dómi Hæstaréttar og um leið að mikill meirihluti þeirra styðji þá sömu ríkisstjórn þá hljóta að vakna upp áleitnar spurningar. Þetta væri skiljanlegt ef óánægja kjósenda með háttarlag ríkisstjórnarinnar snerist um eitthvað minniháttar mál, en svo er ekki hér. Kjósendur eiga næsta leik í málinu, ætla þeir að festa núverandi kvótakerfi í sessi með því að styðja stjórnarflokkana? Eftir að sú staðreynd liggur fyrir, að núverandi stjórnarflokkar ætla að gera allt sem í þeirra valdi stend- ur til að verja gildandi kerfi þá get- ur ekki kjósandi sem greiðir þeim atkvæði sitt í næstu kosningum kvartað yfír keifínu, því ásetningur ríkisstjórnarflokkanna í fiskveiði- málum, hefur aldrei legið eins skýrt fyrir og nú. Sem betur fer er öllum íslending- um 18 ára og eldri tryggður réttur til að kjósa um það, hverjir fara með stjórn mála á Islandi hverju sinni. Atkvæði hvers og eins skiptir máli og á sama hátt og við gerum þá kröfú til stjórnmálamanna að orð og athafnir fari saman þá hlýtur að vera eðlilegt að við kjósendur ger- um sömu kröfu til okkar sjálfra og kjósum ekki þá stjórnmálaflokka sem framkvæma hluti sem við erum mjög ósátt við. Höfundur er frnmkvæmdnstjóri og stefnir á 2. sæti i prófkjöri Samfylkingar i Reykjaneskjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.