Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR KARI TRYGGVASON + Kári Tryggva- son fæddist í Víðikeri í Bárðardal 23. júlí 1905. Hann lést á Landspítalan- um 16. janúar síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Tryggvi Guðnason bdndi í Víðikeri, f. 1876, d. 1937, og^ kona hans Sigrún Agústa Þor- valdsdóttir frá Syðri-Villingadal í Eyjafirði, f. 1878, d. 1959. Þau Tryggvi og Sigrún eignuð- ust tíu börn og komust sjö þeirra til fullorðinsára. Þau voru Helga, f. 1900, d. 1996, Höskuldur, f. 1902, d. 1986, Kári, sem hér er minnst, Hörð- ur, f. 1909, d. 1993, Egill, f. 1911, d. 1963, Kjartan, f. 1918, og Sverrir, f. 1920. Kári kvæntist 30. ágúst 1930 eftirlifandi eiginkonu sinni, Margréti Björnsdóttur frá Ref- stað í Vopnafirði, f. 14. janúar 1907. Foreldrar hennar voru Björn Pálsson gullsmiður, f. 1854, d. 1944, og Rannveig Nikulásdóttir, f. 1875, d. 1954. Kári og Margrét eignuðust fjór- ar dætur. Þær eru: 1) Hildur, f. 1933, gift Gísla Eyjólfssyni, f. 1929, og eignuðust þau fjögur börn. a) Eyjólfur, f. 1956, hans kona er Lísa Kristín Gunnars- dóttir. Börn þeirra eru Kolbrún og Gísli, barn Lísu er Gunnar Orn Helgason. b) Margrét, f. 1958, hennar maður er Karl Ómar Jónsson. Þeirra börn eru Gísli, Hildur Anna og Hjalti. Sonur Karls er Ottar. c) Kári, f. 1960, d. 1963. d) Gunnhildur, f. 1967, sambýlismaður hennar er Sigurður Karlsson. Börn Sig- urðar eru Jóhann og Lilja Guð- rún. 2) Sigrún, f. 1936, gift Finni Sveinssyni, f. 1937 og eiga þau tvær dætur. a) Annette, f. 1959, hennar maður er Niels H. Reiemann. Dóttir þeirra er Sól- Að lokinni samferð okkar Kára Tryggvasonar í þessu jarðlífi langar mig til að minnast míns kæra tengdaföður með örfáum kveðju- og þakkarorðum. Eg kynntist þeim mætu hjónum Kára og Margréti þegar ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast dóttur þeirra Áslaugu, sem varð mín eiginkona og ástvinur en hún lést fyrir tæpu ári eftir erflð veikindi. Missir yngstu dóttur var mikill og sár, foreldrum á tíræðisaldri, en þau tóku því sem að höndum bar af miklu æðruleysi og yfírvegun. Nú, einnig á miðjum vetri, kveður Kári okkur eftir stutta sjúkdómslegu á 94. aldursári. Kári var af léttasta skeiði þegar leiðir okkar lágu saman eða hátt á áttræðisaldri, bar aldurinn vel þá og ætíð síðan, hár og jnyndarlegur og glæsilegur á velli. Ég var kominn í j Skreytingar vii \ ölltakifieri Alvoru skreytinga- verkstteðti , HllÞU 5$7 9300 ÍCransar I Rauðibvammur Kistuskreytmgar | v/Suðurlandsveg, 110 Rvík, Brúðarvendir TÖflUmflMflflUflflMJflUffl flÖTíUOflC MÍTflUflANT • (fl« Upplýsingor í s: 551 1247 björk Áslaug. b) Marianna, f. 1961, dóttir hennar er Marie Pauline Pet- ersen. 3) Rannveig, f. 1938, gift Elíasi Þ. Magnússyni, f. 1939 (skildu). Þeirra son- ur er Kári, f. 1961, sambýliskona hans er Hulda Þrastar- dóttir. Börn Kára eru Sigurjón, Soffía Tinna og Davíð Kári. 4) Aslaug, f. 1941, d. 1998, var gift Erlendi Lárus- syni, f. 1934. Dóttir Aslaugar er Ulfhildur Dagsdóttir, f. 1968. Synir Erlends af fyrra hjóna- bandi eru Lárus, Stefán og Pálmi. Kári stundaði nám í Unglinga- skólanum á Breiðumýri 1923- 24, Gagnfræðaskóla Akureyrar 1924-25, Héraðsskólanum á Laugum (e.d.) 1925-26. Hann var bóndi í Víðikeri í Bárðardal 1928-54 og kennari í Bárðdæla- skólahéraði sama árabil. Hann var kennari og umsjónarmaður við barna- og miðskóla í Hvera- gerði 1954-70. Kári var formað- ur sjúkrasamlags Bárðdæla um skeið, í hreppsnefnd nokkur ár, formaður lestrarfélags o.fl. Kári skrifaði greinar í Náttúru- fræðinginn o.fl. tímarit. Hann skrifaði um 20 barnabækur og ljóðabækur á sínum rithöfund- arferli. Fyrsta bók hans var ljóðabók fyrir börn, Fuglinn fljúgandi, sem kom út árið 1943. Fyrsta barnabók hans, Dísa á Grænalæk, kom út árið 1951. Árið 1974 fékk Kári verð- laun frá Fræðsluráði Reykja- víkur fyrir barnabókina Ulla horfir á heiminn. Síðustu árin bjuggu þau hjón- in á Kópavogsbraut 1A. Utför Kára verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. innsta hring þessarar menningar- legu suður-þingeysku stórfjölskyldu úr Bárðardal með vænu kryddi úr Vopnafirði þaðan sem Margrét er ættuð, sjálfur ættaður af allt öðru landshorni, Skaftfellingur úr Mýr- dalnum. Menningarmiðstöðin var hjá Kára og Margréti og það voru margar góðar stundirnar á Eikju- vogi 1 í Reykjavík og síðar í Sunnu- hlíð í Kópavogi en þangað fluttu þau hjón fyrir um tíu árum. Það hafa verið mikil forréttindi að fá að njóta samvistar við þau hjón á þessum ár- um. Um margt var spjallað þegar komið var í heimsókn til þeirra og fátt okkur óviðkomandi. Minni Kára var óskeikult til hins síðasta um svo margt, hvort sem um var að ræða fortíð eða dægurmál og ekki var komið að tómum kofunum. Bók- menntir og aðrar listir voru ávallt ofarlega í huga og óhætt er að full- Crfisdrykkjur UtMagaMsM Sími 555 4477 ?DOCIXIIIl Erfisdrykkjur 4f P E R L A N Sími 562 0200 fiiiiiiiiiiiiiinfí yrða að aldrei leið sá dagur á því heimili, nema sérstaklega stæði á, að ekki væri tekin bók í hönd, eða hlustað á góða tónlist eða önnur list- iðkun stunduð. Kári var ákaflega ljúfur maður í allri umgengni, mikill spekingur um mannleg samskipti, fágaður í fram- komu og jafnaðargeð hans óviðjafn- anlegt. Hann hlustaði á aðra, virti skoðanir þeirra og tók öðrum eins og þeir eru og án prédikana. Aldrei varð ég var við að hann hallaði orði á nokkurn mann. Hann var þó óhræddur við að hafa skoðanir á mönnum og málefnum og því sem var á oddinum í samfélaginu á hverj- um tíma og að láta þær í ljós. Hann var í mínum huga víðsýnn og frjáls- lyndur heimsmaður í hugsun, allt að því óháður tíma og rúmi og hvers- dagslegu amstri. Mikil hlýja og mannleg nálægð einkenndi öll sam- skipti og ævinlega hafði maður feng- ið andans gjöf til að varðveita þegar horfið var aftur frá þeim hjónum út í lífsbaráttuna. Stjúpdóttir mín, Úlf- hildur, var svo gæfusöm að vera mikið hjá afa og ömmu í bernsku sinni og æsku og þar gat hún, og æ síðan, teygað af menningarbrunni heimilisins og notið ómetanlegs veganestis til lífsbrautar sinnar. Kári var gott skáld. Þekktastur er hann líklega fyrir barnabækur sínar sem notið hafa mikilla vinsælda en hann var ekki síður gott ljóðskáld og gaf út sex ljóðabækur. Bækur hans eru ófáanlegar nema á bókasöfnum en víst er að margir hefðu af bókum hans mikið yndi í dag. Hann var hæverskur í þessum málum og flík- aði lítt sínum kveðskap síðari ár, en mér er eigi grunlaust um að hann eigi í fórum sínum margt sem enn er óbirt, en seinasta Ijóðabók hans, Sjötíu ljóð, kom út 1975 þegar Kári var sjötugur. Lög hafa verið samin við nokkur Ijóð hans. Þau og önnur ljóð heyrast og birtast við og við en alltof sjaldan. Margrét syrgir eiginmann sinn eftir nærfellt 69 ára hjúskap. Svo langar samvistir hjóna eru óvenju- legar. Hún hefur staðið þétt við hlið manns síns öll þessi ár af mikilli trú- festu og elju. Þau hafa getað haldið myndarlegt heimili saman alla tíð. Að fá að halda slíkri reisn sem þau hjón til tíræðisaldurs er ómetanlegt og mikil gæfa í lífinu. Margréti votta ég innilega samúð mína, dætrum og fjölskyldu allri. Ölluhefég varpað frá mér - nema ástinni. Dauðinn veldur mér ekki ótta, því að mynd þín fylgir mér inn í þögnina. Einn get ég hvflt með svip þinn í hjartanu. (Kári Tryggvason) Erlendur Lárusson. Afar í sögum eru miklir visku- brunnar, sagnamenn og lærimeist- arar. Þannig var afi minn, sögumað- ur og sögupersóna í einu. Og líkt og aðrir afar skáldskaparins er hann nú dáinn. Ég varð þeirrar blessunar aðnjót- andi að halda mikið til hjá gömlu hjónunum, móðir mín var einstæð og því hlupu afi og amma í skarðið og léttu til með ungann. Þar lærði ég að lesa hjá kennaranum afa mín- um, en sú lestrarkennsla fólst ekki síður í því að læra að njóta góðra bóka, og kunna að meta þá ánægju sem tungumálið getur gefið. Bækur voru ekki bara lesnar á því heimili heldur voru þær ræddar fram og til baka, sögurnar endursagðar og sagðar áfram. Afi hafði alltaf sér- stakan áhuga á öllu því sem var fjar- lægt og furðanlegt og kenndi mér snemma að meta slíkt. Þannig lásum við ferðabækur um innstu myrkur, ævintýraferðir og ævmtýraheima. Hann var maður sem hafði lifandi áhuga á öllu sem var að gerast 1 kringum hann og lagði mikið uppúr því að fylgjast með og taka þátt í lífi og starfi barnabarna sinna og seinna barnabarnabarna. Fram á síðasta dag vorum við að ræða nýjustu jóla- bækurnar, sem þau hjónin lásu sam- an. Þegar minnið fór að gefa sig tók afi að skrifa dagbók til þess að ná með þeim hætti betra taki á tíman- um. Þar skráði hann gestakomur, veðurfar og helstu atburði. Þrátt fyrir að honum væri orðið erfitt um skriftir hélt hann þessu áfram allt til dauðadags. 17. febrúar fyrir ári varð hann að skrá andlát yngstu dóttur sinnar, móður minnar. Ég dáist alltaf að stillingu þessa 92 ára gamla manns þegar hann skrifar ótrúlega styrkri hendi: ,Áslaug mín dó í dag. Hún fékk hljóðlátt og fallegt and- lát." Tæpu ári síðar hlotnaðist hon- um einnig hljóðlátt og fallegt andlát. Ulfhildur Dagsdóttir. Kári Tryggvason, föðurbróðir minn, lést á Landspítalanum síðast- liðinn laugardag. Ekki dvaldi hann nema fáa daga á spítalanum að þessu sinni og andlegri reisn auðn- aðist honum að halda fram á síðustu daga. Okkur ættingjum hans og vin- um hafði þó verið ljóst upp á síðkastið að stutt mundi til enda- lokanna því líkamlegur þróttur þvarr enda þótt andinn væri ótrú- lega skýr til æviloka. Með Kára frænda er genginn til moldar merkur maður sem markaði djúp spor á lífsleiðinni, hvort sem litið er á hann sem kennara, rithöf- und, sjálfmenntaðan náttúrufræð- ing, heimilisföður og vin eða mann. Hugurinn leitar til baka til æsku- stöðvanna í Víðikeri í Bárðardal þar sem Kári fæddist inn í mikið menn- ingarheimili og dvaldi í nærfellt 50 ár. Á þeim sama bæ fæddist undir- ritaður fyrir meira en 60 árum svo kynnin við hann og fjölskyldu hans spanna í minningunni sex áratugi. I viðtali við Kára, sem birtist í ritinu Heima er bezt, lýsir hann bernsku- heimilinu efnislega á þessa leið: „Foreldrar mínir bjuggu stórbúi við mikla rausn, var reisn og höfð- ingsbragur í hvívetna, sameinað við alúð og glaðværð svo þangað þótti öllum gott að koma. Á heimilinu var alltaf nóg til af öllum nauðsynjum en við systkinin urðum að vinna. Faðir okkar var dálítið strangur og vinnu- harður en hann var glaðlyndur mað- ur og öllum þótti gott að vera hjá honum, enda var alltaf margt fólk á heimili foreldra minna, vinnuhjú og kaupafólk. Þar var því oft glatt á hjalla og fólki þótti gaman að vera þar þótt mikið væri að gera. Móðir mín var bókgefin og las mikið, eink- um á vetrum. Hún hafði góða söng- rödd og kunni margt af ljóðum og lögum, sem hún hafði einkum lært af Magnúsi organista Einarssyni á Akureyri. Röddinni hélt móðir mín nokkurn veginn óbreyttri til ævi- loka." Enda þótt Víðiker liggi fremst í Bárðardal og ætla mætti að staður- inn væri fjarri alfaraleiðum fór því fjarri að sú væri raunin. Á fyrri hluta aldarinnar lá straumur nátt- úruvísindamanna um Bárðardal til könnunar á gróðri, fuglalífi og nátt- úrufari í nágrenninu og voru innstu og efstu bæirnir ekki síður miðstöð könnunarferða um öræfi Islands, norðan Vatnajökuls, sérstaklega þó Ódáðahraun og perlu þess, Öskju í Dyngjufjöllum. Hér má nefna nöfn manna svo sem Finns Guðmunds- sonar fuglafræðings, Steindórs Steindórssonar, grasafræðings frá Hlöðum, og Guðmundar Kjartans- sonar, auk fjölmargra erlendra vís- indamanna. Tryggvi í Víðikeri var þekktur leiðsögumaður um Ódáða- hraun og synir hans síðar, einkum þó eftir að Tryggvi afi féll frá árið 1937. Þar var Kári fremstur í flokki, enda með þeim elstu, auk þess sem hann náði snemma góðum tökum á erlendum málum. En fyrir þeim Víðikersbræðrum var sú vinna og lítilsháttar aukatekjur sem leiðsögu- mannsstarfið og tilheyrandi hesta- leiga gaf ekki aðalatriðið. Kynnin við fremstu vísindamenn þjóðarinnar og erlenda starfsbræður þeirra svalaði fróðleiksþorsta þeirra. Þeir merktu fugla fyrir Finn Guðmundsson, söfn- uðu plöntum og þurrkuðu fyrir Steindór Steindórsson og Helga, grasafræðing á Gvendarstöðum. Þau kynni, ásamt lestri fræðibóka, gerðu það að verkum að þeir bræður þekktu ekki einungis alla fugla sem þeir sáu á ferðum sínum heldur og langflestar þær jurtir sem bar fyrir augu. Þar fór Kári fremstur í flokki en svipað mátti segja um fóður minn, ég minnist þess varla að stæði á svari er ég sem smástrákur spurði um nöfn á íslenskum jurtum, hvað þá fuglum. Mikið var lesið af bókum í Víði- keri og þeir bræður fylgdust mjög með því sem hæst bar á sviði heims- mála. Upp í hugann kemur mynd af þeim, flettandi heimsatlas til að fylgjast með vígstöðvunum í heims- styrjöldinni 1939-1945. Sú staðreynd að sjálfir höfðu þeir kynnst enskum og þýskum vísindamönnum sem tóku þátt í þeim hildarleik færði þessa atburði nær. Þá var og tónlist- in iðkuð í Víðikeri, þar var orgel og harmóníka og mikið sungið. Sem barn í Víðikeri minnist ég Kára sem stóra frændans sem vissi svör við nánast öllum spurningum sem fróleiksfúsum strákhnokka gat dottið í hug að spyrja. Hann var líka kennari sem var langtímum fjarver- andi að kenna á ýmsum bæjum í sveitinni, en á þeim tíma var farskóli í Bárðardal. Þar að auki gat hann talað fullum fetum við skrítnu út- lendingana sem komu í heimsókn. Hann var líka skáld og ég minnist ennþá lotningarinnar og stoltsins sem ég kenndi, sjö ára gamall, þeg- ar bókakassinn með fyrstu eintök- unum af fyrstu ljóðabókinni hans, Fuglinn fljúgandi, var opnaður á haustdögum árið 1943. Ekki spillti það bókinni í mínum augum að hún var frábærlega myndskreytt af listakonunni Barböru W. Arnason. Þama gat maður ekki einungis lesið fuglakvæðin hans Kára frænda heldur líka skoðað myndir af þess- um vængjuðu vinum. En kannske fannst manni samt best að Kári frændi var maðurinn hennar Möggu sem alltaf var öllum svo góð og þar að auki pabbi þeirra systranna Hild- ar, Dústu, Rönnu og Aslaugar, sem voru daglegir leikfélagar á bernsku- árunum í Víðikeri. Eins og að líkum lætur hafði Kári mjög mótandi áhrif á mig sem barn, sérstaklega þó sem kennari. Sem dæmi um það kemur upp í hugann kennslustund í farskólanum í Víði- keri þar sem hann las upp fyrir okk- ur skólakrakkana sögu sem hann hafði þá nýlega samið og nefndist Gjafirnar. (Heimili og skóli, 11. árg. 3.-4. tbl.) Sú saga, sem fjallaði um frænda okkar og sveitunga sem á fullorðinsaldri braust til langskóla- náms og varð einn af okkar fremstu jarðvísindamönnum, opnaði augu mín fyrir því að það sem menn ætla sér geta menn ef hugur fylgir máli. Löngu síðar, er ég spurði Kára hvar þessi saga hefði komið á prenti, gaf hann lítið út á það og vildi sem minnst tala um birtingu hennar. Við ítrekaða eftirgrenslan kom skýring- in, en hún var sú að í sögunni vitn- aði hann í ljóð eftir Einar Bene- diktsson og var rangt farið með það í prentuninni. Þá óvandvirkni í með- ferð á ljóði þjóðskáldsins gat Kári frændi ekki sætt sig við en of seint var úr að bæta. Er Kári flutti til Hveragerðis árið 1954 ásamt fjölskyldu sinni var þeirra sárt saknað. En sjálfur hleypti ég heimdraganum litlu siðar og áfram hélt ég nánu sambandi við fjölskylduna. Sambandið við þau Möggu og Kára breyttist með full- orðinsárunum úr nánu sambandi barns við fullorðið fólk í einlæga vináttu fullorðinna sem aldrei bar skugga á. Það samband varð ennþá sterkara eftir að við Sigrún giftum okkur en ekki leið á löngu þar til farið var að líta á hana sem fimmtu dóttur Möggu og Kára. Heimsóknir okkar Sigrúnar og barna okkar til þeirra hjóna, fyrst í Hveragerði, síðan í Eikjuvoginn og síðast í Sunnuhlíð, voru samverustundir sem báðir aðilar hlökkuðu til. Jafn- framt voru Magga og Kári og dætur þeirra tíðir gestir á heimili okkar þar sem fjölskyldurnar hafa í gegn- um árin safnast saman til að syngja og spjalla. Þau hjónin tóku fullan þátt í gleði okkar og sorgum, sem og dæturnar og fjölskyldur þeirra. Á milli okkar frændsystkinanna frá Víðikeri hafa systkinaböndin aldrei
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.