Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 41 slitnað þótt vegalengdin á milli hafl lengst. Kári og Magga hafa alla tíð verið einstaklega bamgóð. Þegar við Sig- rún voram í heimsókn í Eikjuvogin- um brást það vart að dyrabjöllunni væri hringt og úti stæðu böm úr ná- grenninu, sem vora að koma í heim- sókn. Alltaf var til teiknipappír og litir og börnin settust inn í herbergi eða stofu til að teikna eða þau fengu að heyra sögur. Auðvitað dró það ekki úr vinsældunum að oftast var til eitthvað gott í munninn uppi í skáp sem þau litlu fengu í skilnaðargjöf. Bamelska Kára kemur líka skýrt fram í bókum hans, enda urðu þær í hópi vinsælustu bamabókanna um langt skeið. Skýringarinnar er trá- lega að leita í þeirri staðreynd að hann átti alla tíð einstaklega auðvelt með að setja sig inn í hugarheim barna. Eg er þehrar skoðunar að ástæðan hafi verið sú að honum tókst alla sína löngu ævi að varðveita bamið í sjálfum sér og miðla því til lesenda sinna. Bamabækur Kái'a vora saklausar ævintýrabækur þar sem vandamálin vora tíðast víðs fjarri, enda þótt slys gætu hent. Hann hafði skilning á því að bamið þai'f að eiga sína ævintýraveröld þai' sem flestir era góðir og féU aldrei í þá gryfju, sem hent hefur suma seinni tíma höfunda, að skrifa vanda- málabækur íyrh' unga lesendur. Framan af áram vora kvæði Kára bundin stuðlum og höfuðstöfum. Þau voru liðlega rímuð og sýndu hve góð tök hann hafði á þessari fornu þjóðaiíþrótt. Þetta fann ég glöggt í þeim kvæðum hans sem ég hef gert lög við því erfitt er að fella lag að illa rímuðu kvæði. Honum þótti vænt um þessi lög og sjálfsagt höfum við báðir borið þá von í brjósti að nöfn okkar frændanna varðveittust sam- an í þessum sameiginlegu hugverk- um. Seinna lagði hann og fyrir sig órímaða ljóðagerð og náði einnig tökum á því formi. Alltaf var ég þó hrifnari af rímuðu ljóðunum. Síðasta nýja kvæðið eftir Kára frænda, sem mér er kunnugt um að komið hafi út á prenti, birtist í ljóðabók sem Rit- höfundasamband Islands gaf út árið 1993 og nefndist Vörður. Þessi ljóðabók var ekki seld heldur gefin og með því var Rithöfundasamband- ið að mótmæla virðisaukaskatti á bækur, sem þá hafði verið komið á. Var Kári langelsti höfundurinn sem átti ljóð í þeirri bók. Kvæði Kára nefnist Aðeins á vorin. I þessu kvæði finnst mér sem hann hugsi með trega heim til æskustöðvanna í Víðikeri. Þá tilfinningu á sá létt með að skilja sem sjálfur hefur tekið sig upp frá æskustöðvunum en skilið þar eftir hluta af rótum sínum. Því veittist mér létt að fella lag að þessu ljóði sem frændi okkar beggja, Askell Jónsson frá Mýri, var svo elskulegur að útsetja fyrir blandað- an kór. Ljóðið læt ég fylgja þessum minningarorðum um leið og við Sig- rán þökkum ævarandi vináttu og tryggð og sendum öllum aðstand- endum Kára frænda innilegar sam- úðarkveðjur. Góður maður er genginn. Aðeinsávorin eitthvað hugann lokkar út yfii' blámans djúp i leit að gjöfum. Mjúklega seiðir minningin og leiðir myndii' á fund þinn ofar tímans höfiim. Þú verður aftur bai'n á meðal blóma, brekkan þín týnda skín í töfraljóma. Aðeins á vorin innra með þér vaknar eitthvað sem dýpri og dýpri fógnuð vekur. Eitthvað sem gefur ekkert glatast hefur, ógnir og skugga vor á burtu hrekur. Naumast þú skilur sjálfs þín hugarheima, hærra og stæira mark þig fer að dreyma. Hvíldu í Guðs friði, elsku frændi og vinur. Ilaukur Harðarson frá Svartárkoti. BJÖRNFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR + Björnfríður Sig- urðardóttir er fædd í Akurhúsum, Garði, Gerðahreppi, 9. júní 19X4. Hún lést á Hjúkrunardeild Seljahlíðar 17. janú- ar síðastliðinn. Björnfríður var fimmta í röðinni af sex systkinum, ásamt fjóinrn fóstur- systkinum. Hún ólst upp á Garðskaga hjá foreldrum sínum Sigurði Magnússyni, f. 20. ágúst 1867, Ytri Njarðvík, d. 23. október 1945 í Akurhúsum, Garði, og Guðbjörgu Illugadóttur, f. 25. febrúar 1881 á Litla Lambhaga í Leirársveit, d. 8. júlí 1953 í Akur- húsum, Garði. Björnfríður fluttist til Reykjavíkur um tvítugt og fór að vinna hjá Skógerð Lárusar G. Lúðvígssonar sem einnig var með hanska- og töskugerð og síðan seinna hjá Garðari G. Gíslasyni, töskugerð, Hverfisgötu 4 og hjá Vinnufatagerð Islands við skyrtusaum. Árið 1943, þá 28 ára gömul giftist Björnfríður Einari Jó- hanni Jónssyni bifreiðasljóra, f. 8. apríl 1912, d. 10. september 1945. Þau eignuðust tvo syni. Einar Má, f. 7. júlí 1943, og Jó- hann, f. 7. ágúst 1945, en fyrir átti hann þrjú börn: Svavar, f. 10. nóvember 1933, d. 7. janúar 1989; Sigríði, f. 13. apríl 1936; og Aldísi, f. 17. febrúai' 1940. Tvö af eldri börnum hans bjuggu hjá þeim hjónum. Björnfríður missti mann sinn aðeins þremur áium eftir að þau giftust, að- eins 33 ára gamlan en liann fékk heila- blóðfall. Fluttist hún þá aftur til foreldra sinna með syni sfna og bjó þar í tvö ár en fékk þá leigt herbergi í Reykja- vík og bjó í höfuðborginni til dauðadags. Bjó hún alla tíð með sonum sínum og þeirra konum eða þar til hún fluttist í Seljahlíð árið 1986 þar sem hún bjó þar til hún lést. Fyrri kona Einars Más er Guðrún Jónsdóttir, f. 18.1. 1940 og eiga þau saman þrjár dætur og þrjú bamabörn. Seinni kona Einars Más er Sigríður I. Kristjánsdóttir, f. 1.10. 1943. Fyrri kona Jóhanns er Ebba Unn- ur Jakobsdóttir, f. 23.2. 1945, og eiga þau saman eina dóttur og þrjá syni og þijú barnabörn. Seinni kona Jóhanns er Esther Ásgeirsdóttir, f. 10.3. 1945. Þau em búsett í Danmörku. Utför Björnfríðar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Sumir eiga sorgir og sumir eiga þrá sem aðeins í draumheimum uppíyllast má. (Davíð Stef.) Mig langai' að minnast ömmu minnar Björnfríðar Sigurðardóttur með nokkrum orðum. Mín sterkasta minning um hana er að hún var alltaf til staðar þegar mér lá á. Hvort held- ur það var með heitan mat eða brauð- sneið í kaffinu þegar úr skólanum kom eða ef dúkkumar mínar vora fatalitlar, þá var það nú lítið mál, hún bara settist við saumavélina og sim, sala, bim! Það urðu til þessi fínu fót úr efnisafgöngum sem ekkert voru. Mér fannst það alveg makalaust hvað þetta vai' allt fínt, alveg eins og úr búð. En það skipti hana engu hvort hún var að sauma á dúkku eða mann- eskju, það varð að vera vel gert. Þær vora líka ófáar flíkumar sem hún saumaði á mig í gegnum tíðina. Hún hafði líka alltaf tíma til að spjalla við mig um lífið og tilveruna og góð ráð átti hún ef á þurfti að halda. Efth’ að hún flutti í Seljahlíð fór hún að mála á dúka og vöggusett sem voru svo vel gerð og falleg að allir vildu eiga og hafði hún vart undan. Aldrei heyi'ði ég ömmu tala illa um nokkurn mann og engan dæma. En ekki var hún allra. Mér fannst alltaf að hún hefði setninguna: „Aðgát skal höfð í nærveru sálar“ að leiðarljósi. Mér reyndist hún betri en enginn og kann ég henni þakkir fyrir. Gerður Hrund Einarsdóttir. Tilvera okkar er undarlegt ferðalag. Við erum gestir og hótel okkar er jörðin. Einir fara og aðrir koma í dag, því alltaf bætast nýir hópar í skörðin. Og til eru ýmsir, sem ferðalag þetta þrá. En svo eru margir, sem ferðalaginu kvíða. Og sumum liggur reiðinnar ósköp á, en aðrir setjast við hótelgluggann og bíða. En það er margt um manninn á svona stað og meðal gestanna sífelldur þys og læti. Allt lendir í stöðugri keppni um að koma sér að og krækja sér í nógu þægileg sæti. En þó eru sumir, sem láta sér lynda það, Að lifa út' í horni, óáreittir og spakir. Þ\I það er svo misjafnt, sem mennirnir leita að, og misjafn tilgangurinn, sem fyrír þeim vakir. (Tómas Guðm.) Viljum við þakka starfsfólki hjúki- unardeildai- Seljahlíðar sem önnuð- ust hana af mikilli umhyggju. Guðrún, Fríða, Daníel Kári, Jóna, Bessi, Kara Björk og Aníta Mjöll. Hún amma mín var dul og einræn kona sem fáir þekktu vel. En fyrir okkur afkomendur hennar var sagan önnur. Amma ólst upp í stóram hópi systkina og fóstursystkina og var sú sem lifði lengst. Hún hafði engan áhuga á hinu kyninu fyrr en hún kynntist Einari Jóhanni tæplega þrí- tug. Þau giftu sig og eignuðust tvo drengi, Jóhann Svein pabba og Einar Má (Einar Jóhann átti þrjú börn fyr- ir). Þremur áram seinna dundi ógæf- an yfir og Einar Jóhann dó úr heila- blóðfalli aðeins 33 ára gamall. Amma stóð uppi allslaus með tvö ung börn en hún bjargaði sér með því að stunda saumaskap og þvo þvott jafnframt því að vera ákaflega spar- söm. Það má segja að hennar líf ein- kenndist af sparsemi og nægjusemi. Eg ólst upp í ömmuhúsum sem smábarn. Amma átti ruggustól og raggaði og ruggaði og ég vissi ekki neitt betra en að skríða upp í kjöltu ömmu þegar hún var í stólnum. I mínum smábai'nahuga var kjalta ömmu öraggasti staðurinn í heimin- um. Amma hafði brennandi áhuga á öllu vísindalegu og framandi og hafði langað að halda áfram í skóla en í þá daga var ekki til peningur og hvað var svo sem vit í því að stúlkur væru að mennta sig! Seinna meir þegar hún var komin á fimmtugsaldur var henni boðið að fara i enskuskóla í nokkrar vikur í Englandi og henni fannst ekkert eins skemmtilegt. Hún var elsti nemandinn í skólanum en það kom ekki að sök. Amma var mjög hæglát og frábær hlustandi og besta leiðin til að fá hana til að rabba var að minnast á uppáhaldssjónvarpsþáttinn hennar, Nýjasta tækni og vísindi, e*a spyi’ja hvort það væri eitthvað merkilegt í Mogganum sem hún las endanna á milli á hverjum degi. Seinna meir fór ég að flakka um erlend lönd en í hvert skipti þegar ég kom heim fór ég til ömmu og sagði henni ævintýra- sögurnar og hún hlustaði með mikl- um áhuga. Þegar ég loksins settist að í Bandaríkunum átti hún það til að senda mér úrklippur úr Mogganum, bæði fréttir frá Islandi sem fræði- greinar, og var það allt vel þegið. En r Blómabúðirt t öa^ðskom . v/ .Fossvogskid<jwc)ci»*ð . Símii 554 0500 aldrei gat ég vanið hana af því að reyna að stinga að mér aurum þegai- ég kom heim. Það skipti ekki máli þó ég væri komin á þrítugsaldur og fannst ég of fullorðin til að taka við þessu. Hún tók ekki i mál að ég af- þakkaði og mótmælti kröftuglega og sagði að hún hefði ekkert við aurana að gera sjálf! Síðustu mánuðina var amma orðin mjög veik og flutt niður á sjúkradeild í Seljahlíð. Hún vildi fá að fara héðan en ég er fegin að hún beið með það þangað til pabbi (sem nú býr í Danmörku) og ég gátum komið heim þessi jól og kvatt hana. Tveimur dögum eftir að ég fór aftur til Bandaríkjanna fékk hún mikinn hita og nokkram dögum síðai' var hún farin. Það verður ekki það sama að koma heim næst án þess að stoppa við í Seljahlíð á leiðinni frá flugvellinum til að heilsa upp á ömmu. Hennar verður sárt saknað. Margrét Indíana Jóhaims- dóttir (Maddý Jana). Mig langar að minnast með nokkrum orðum minnai' kæru móð- ursystur BjömMðar Sigurðardóttur, eða Fríðu, eins og hún var alltaf köll- uð, sem kvaddi þennan heim 17. þessa mánaðar, södd lífdaga. Það sem hún þráði orðið mest var að komast frá þessum þjáningum sem voru alltaf að versna, næstum allt síðastliðið ár. Það var svo erfitt að horfa á hana vansæla og þjást svona mikið og geta lítið eða ekkert linað þjáningar hennar eða létt henni lund. Þetta var svo erfitt fyrir okkur öll sem voram nálægt henni, ekki síst fyrir Einar son hennar sem allt hvíldi á og hún lagði allt sitt traust á og gerði alltaf, einnig Jóhann sem var fjarstaddur, bai-naböm og aðra ná- komna, en hjá henni skein alltaf um- hyggja og velvilji fyrir afkomendum sínum og hvað hún var meðvituð um allt, bæði það sem var að gerast og hafði gerst, hún gleymdi engu þó hún væri sjálf að segja að hún væri farín að gleyma svo miklu. Hún saknaði alltaf svo mikið Einars mannsins síns, sem dó ungur frá henni og korn- ungum drengjunum þeirra. Frá þessum tíma man ég svo vel, unga frænkan sem var mér alltaf svo góð, átti svo fallegan og skemmtileg- an mann sem allir löðuðust að og hún ljómaði af hamingju. Þó ég hafi verið ung skynjaði ég þessa hamingju þeirra hjóna og dáðist að. Einar hreif alla með sér, foreldra mína sem aðra. Þetta voru hamingjudagar hjá henni frænku minni. Þá kom reið- ai'slagið. Einar varð bráðkvaddur stuttu eftir að yngri sonurinn fædd- ist. í mínum huga hlýtur endurfund- urinn að vera fallegur, hún tráði því að hann biði hennar, við það getum við huggað okkur, sem söknum henn- ar. Hún lifði síðan fyrir drengina sína, við vitum öll hvað þeir vora henni og hún þeim. Margt vai' Fríðu til lista lagt, hún var mjög listræn kona, allt sem hún tók að sér var vel gert, hvort það var fatasaumur, útsaumur, málun eða önnur handavinna, allt var það gert á listrænan hátt. í minni fjölskyldu var alltaf sagt ef einhver skaraði fram úr í verklagni að hann eða hún væri með Akurhúsahendur, það var Fríða svo sannarlega. Hún og hennar systkini voru alin upp í Akurhúsum í Garði og voru mörg þeirra svona handlagin. Margs er að minnast um hana frænku mína, hún tók á móti mér er ég kom í heiminn og það var henni erfitt sagði hún mér, það gekk ekki sem skyldi. Hún fann til með mér eft- ir að móðh’ mín dó, þá var ég ung og óreynd og nýbúin að eignast mitt fyrsta barn. Eg naut alltaf umhyggju hennar svo og mín fjölskylda, hún kenndi mér svo margt, hvernig ég átti að halda á hlutunum svo það væri einhver mynd á því sem ég var að gera o.s.frv. Hún sagði manninum mínum til þegar hann var við hús- verkin, hann fór eftir því sem hún sagði og þótti bæði vænt um og hafði gaman af. Það kemur upp í hugann og sýnir okkur öllum hve minnug hún vai'. Eg var að fara til Parísar fyrir tveimur ái'um, þá fór hún að kenna mér setningar í frönsku sem ég gæti notað við matarpantanir og kveðjur, hún hafði lært þetta þegar Vigdís Finnbogadóttir kenndi frönsku í út- varpinu fyrir löngu, svona var hún. Ekki er hægt að tala um lífshlaup frænku minnar Fríðu án þess að minnast á Stínu, Kristínu Benedikts- dóttur, og fallegan og óeigingjarnan vinskap þeirra alla tíð frá því að Stína var tíu ára gömul og Fríða 20 ára. Gaman var að heyra þær hlæja og segja frá því sem þær höfðu gert saman. Ég veit að Stína létti Fríðu róðurinn oft og mörgum sinnum. Ég og mín fjölskylda kveðjum þessa sómakonu og ég bið guð að varðveita hana og gefa að henni líði núna vel í faðmi þeirra sem á undan eru famir á guðs vegum. Sonum hennar og afkomendum vottum við samúð okkar með þökk fyrir að hafa átt hana að. Góðar minningar era okkur dýrmætar. Farðu í friði, elsku Fríða mín. Erna Hannesdóttir. Markmið Útfararstofu Islands er að veita trausta og persónulega þjónustu. Aðstandendur geta leitað útfararstjóra hvenær sólarhrings sem er. Útfarar- stofa (slands er aðstandendum innan handar um alla þá þætti, er hafa ber í huga er dauðsfall ber að. Útfararstjórar Útfararstofu Islands búa yfir mikilli reynslu og hafa starfað við útfararþjónustu um árabil. Útfararstofa íslands sér um: Útfararstjóri tekur að sér umsjón útfarar í samráði við prest og aðstandendur. Flytja hinn látna af dánarstað I líkhús. Aðstoða við val á kistu og líkklæðum. Undirbúa llk hins látna i kistu og snyrta ef með þarf. Útfararstofa íslands útvegar: Prest. Dánarvottorð. Stað og stund fyrir kistulagningu og útför. Legstað í kirkjugarði. Organista, sönghópa, einsöngvara, einleikara og/eða annað listafólk. Kistuskreytingu og fána. Blóm og kransa. Sálmaskrá og aðstoðar við val á sálmum. Líkbrennsluheimild. Duftker ef líkbrennsla á sér stað. Sal fyrir erfidrykkju. Kross og skllti á leiði. Legstein. Flutning á kistu út á land eða utan af landi. Flutning á kistu til landsins og frá landinu. Sverrir Einarsson, útfararstjóri Sverrir Olsen, útfararstjóri Útfararstofa íslands - Suðurhlíð 35-105 Reykjavík. Sími 581 3300 - allan sólarhringinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.