Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 43 átaksverkefni, sem hann hefur beitt sér í fyiir félagið. Guðlaug stóð ætíð sem klettur að baki manni sínum í þessum mikilvægu málum fyrir þjóðfélag okkar og blés honum andagift í brjóst. Síðustu árin voni oft erfið í miklu veikindastríði. Þá var líka gott að eiga góða vini og góða dóttur í Sví- þjóð, sem alltaf tók mömmu opnum örmum í heimsóknum. Eg votta Grétari mínum, dóttur- inni Aðalheiði, tengdasyninum Nils, dótturbömum , ættingjum öllum og vinum mína dýpstu samúð. Guð um- hyggju og ástar taki Guðlaugu mína sér að hjarta og veiti henni sinn frið. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Á lífsleiðinni kynnist maður fjölda fólks. Sumir staldra við stutta stund - aðrir setjast að í hjarta manns. Með sumum getur maður hlegið - með öðrum getur maður líka gi’átið; deilt reynslu sinni, sigmm og sorg- um. Og víst var það lífsreynslan sem leiddi okkur saman; þennan hóp sem hittist hálfsmánaðarlega í tæp tutt- ugu ár. Við hittumst fyrst í stað til að bera saman bækur okkar; styðja hver aðra og styrkja. Stundum var mikið skrafað - en stundum þurfti engin orð - bara návist og skilning. Það var lífsreynslan sem leiddi okk- ur saman - en það var vináttan og væntumþykjan sem hélt okkur sam- an. Nú er stórt skarð höggvið í litlu „grúppuna“ okkar; stóllinn hennar Guðlaugai- stendur auður við borðið og við sitjum eftir og syi’gjum þessa góðu og traustu vinkonu okkar. Guðlaug var glæsileg kona, sem vakti athygli hvar sem hún kom. Ekki vegna þess að hún væri ein- hver fjörkálfur eða skellibjalla; held- ur vegna þess að hún hafði sterka en jafnframt hæverska og notalega næi-vera. Það var eitthvað tignar- legt við hana; framkoman fáguð en viðmótið hlýtt og vingjamlegt. Þrátt fyrir að hún væri tilfinningarík var hún lítið fyrir að bera þær á torg. Engum sem hana þekkti gat þó dulist að hún elskaði mann sinn og dóttur meira en lífið sjálft. Þegai- hún talaði um hann Grétar sinn, Að- alheiði, tengdason, barnaböm og barnabarnabai-n, þá kom þessi sér- kennilegi glampi í augu hennar; þessi glampi sem ástin ein getur kallað fram. Guðlaug var ekki aðeins fáguð í framkomu og útliti; innrætið var einnig fágað; nærgætni og tillits- semi var henni í blóð borin. Hún hafði næmt auga fyrir fegurð og hið gullfallega heimili hennar og Grét- ars bar þess glöggt vitni. Fyrir fá- einum mánuðum bauð hún „grúpp- unni“ heim í hreiður þeirra hjóna og sú yndislega kvöldstund mun seint líða okkur úr minni. Guðlaug, sem þá var orðin mjög veik, tók á móti okkur í hjólastól - hnarreist að venju og tíguleg. Það er alltaf sárt að sjá á bak þeim sem manni þykir vænt um en vissan um endurfundina dregur úr sárasta sviðanum. „Því að hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sól- skinið?“ (Kahlil Gibran.) Og hver veit nema Guðlaug sé nú þegar farin að svipast um eftir litl- um veitingastað þama hinum megin í sólsldninu; lítilli kaffistofu þar sem við getum í framtíðinni haldið áfram að hittast; spjalla saman og hlæja svolítið. Elsku Grétar, Aðalheiður, Nils, Liz, Peter, Sandra litla og aðrir ást- vinir. Við vottum ykkur okkar dýpstu samúð á þessari erfiðu kveðjustund og biðjum góðan Guð um að styðja ykkur og styrkja um ókomna tíð. Guðlaugu þökkum við yndislegar samverustundir, trausta og góða vináttu síðustu tvo áratugina, um leið og við óskum henni góðrar heimkomu. Grúppan. Crfisdrykkjur ð VcHÍA^ohú/id GAPt-mn Sími 555 4477 MINNINGAR JÓHANN FRÍMANN PÉTURSSON + Jóhann Frímann Pétursson fædd- ist á Lækjarbakka á Skagaströnd 2. febr- úar 1918. Hann lést á Héraðssjúkrahús- inu á Blönduósi 13. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hólanes- kirkju 23. janúar. Frá öllum heimsins hörmum, svo hægt í friðar ömum þú hvílist helst við h'n. - Nú ertu af þeim borinn hin allra síðstu sporin, sem með þér unnu og minnast þín. Ég minnist bemsku minnai' daga og margs frá þér, sem einn ég veit. Ég fann nú allt að einu draga, og á mig dauðans grunur beit. En eftir stutta stundarbið þá stóð ég þínar börur við. Ég fann á þínum dánardegi, hve djúpt er staðfest lífs vors ráð. - Ég sá á allrar sorgai- vegi er sólskin til með von og náð. Og út yfir þitt ævikvöld skal andinn lifa á nýrri öld. (Éinar Ben.) Með tryggð til máls og manna á mátt hins góða og sanna þú trúðir traust og fast. Hér er nú starfsins endi. I æðri stjómai' hendi er það, sem heitt í hug þú barst. Elsku afi, við kveðjum þig með þakklæti og þú munt ávallt eiga vís- an stað í hjörtum okkar. Jóhann, Júníana, Guðlaug Iris og Sigrún. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnsiu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbi.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamieg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 siög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR INGI ÞÓRARINSSON, Löngubrekku 27, Kópavogi, lést á hjartadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur föstudaginn 22. janúar síðastliðinn. Helga Þórðardóttir, Kristján Þór Guðmundsson, Sigrún Birna Dagbjartsdóttir, Þórarinn Björn Guðmundsson, Guðmunda Ingimundardóttir, Björgvin Már Guðmundsson, Ástrún Þóra Sigurðardóttir og barnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, KÁRI TRYGGVASON kennari og rithöfundur frá Víðikeri, Kópavogsbraut 1A, sem andaðist á Landspitalanum 16. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag, þriðjudaginn 26. janúar, kl. 15.00. Margrét Björnsdóttir, Hildur Káradóttir, Gísli Eyjólfsson, Sigrún Káradóttir, Finnur Sveinsson, Rannveig Káradóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MAGNÚS ÓSKARSSON hrl. fyrrverandi borgarlögmaður, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur laugardaginn 23. janúar. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 2. febrúar kl. 13.30. Ragnheiður Jónsdóttir, Þorbjörn Magnússon, Óskar Magnússon, Hrafnhildur Sigurðardóttir, Hildur Magnúsdóttir, Haukur Magnússon, Soffía Marteinsdóttir, Magnús Óskarsson, Gabríela Hauksdóttir, Útför föður okkar, tengdaföður og afa, EINARS FRIÐFINNSSONAR bryta, Borgartanga 1, Mosfellsbæ, fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 27. janúar kl. 15.00. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir. Þeir, sem vilja minnast hans, vinsamlega látið Krabbameinsfélag íslands njóta þess. Friðfinnur Einarsson, Lilja Pétursdóttir, Þórunn Ingibjörg Einarsdóttir, Vilhjálmur Bergsson, Einar Óskar, Elías Örn, Hafsteinn og Lilja Karlotta. + Ástkær sonur minn, bróðir okkar og mágur, LÁRUS INGI GUÐMUNDSSON, Hátúni 12, sem lést mánudaginn 18. janúar, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 27. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á að láta Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra eða Sjálfsbjörgu njóta þess. Guðmundur Lárusson, Jón Vatgeir Guðmundsson, Sigurlaug Guðmundsdóttir, Kristján S. Guðmundsson. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓNÍNA ÞÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR, áður húsmóðir á Kaplaskjólsvegi 11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 27. janúar kl. 13.30. Þorsteinn K. Ingimarsson, Matthildur Friðriksdóttir, Steinþóra Ingimarsdóttir, Friðrik Lindberg, Sigurjón Ingimarsson, Magnea Guðjónsdóttir, Kristín I. Ingimarsdóttir, Sigurd Ebbe Thomsen, Jón I. Ingimarsson, Magnea Ragna Ögmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.