Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 26.01.1999, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 26. JANÚAR 1999 MORGUNB LAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Listamaður að nafni Gálan Morgunblaðið/Ásdís JÚLIUS með gítarinn ásamt hljómsveit gærkvöldsins. F.v.: Jón Geir, Guðmundur, Sigurður og Kristinn. Á ekki langt að sækja hæfíleikana JÚLÍUS, sem er 27 ára, á ekki langt að sækja tónlistarhæfíleika og rokkáhugann því hann er sonur hins landskunna tónlistarmanns Rúnars Júlíussonar. Gálan segist leika „bara svona meðalrokktón- list“, sem hann semur að mestu leyti sjálfur. Á geisladisknum hans sem út kom 17. júní sl. og nefnist Fyrsta persóna eintölu eru öll lögin eftir Júlíus nema tvö sem hann samdi ásamt vini sínum Hermanni Karlssyni. Hann leikur hinsvegar á öll hljóðfærin sjálfur og má þar nefna banjó, bassa, klarinett, harm- onikku, kassagítar, mandólín, munnhörpu, orgel, píanó, rafmagns- bassa, rhodes, selló, sítar, slagverk, söng, trommur og þverflautu. Metnað fyrir lögunum „Meðalrokk þýðir að þetta sé rokk en ekki of mikið þungarokk, það er t.d. spilað á kassagítar." Samfylking um Kvennalista! Ásgerður Jóhannsdóttir Guðný Guðbjörnsdöttir Fríða Rót Valdimarsdóttir Guðrún Ögmundsdóttir Hólmfríður Garðarsdóttir Hulda Ólafsdóttir Alvöru prófkjörshátfð Ingibjörg Sólrún flytur ávarp Súkkat og Vox feminae spila og syngja Hanna María flytur þátt úr.. Sigrúnu Astrósu" Kynnir verÓur Hanna María Karlsdóttir A Sóion Islandus, miðvikudaginn 27. janúar, kl. 20:30 Frambjóðendur Kvennalistans verða til viðtals á kosningaskrifstofunni Pósthússtrseti 7, kl. 17:00-19:00 alla virka daga meó gleðilegu Tvafi Ul Dunaway bjargar Operuballinu ►FAYE Dunaway ætlar að þiggja boð austurríska auðjöfurs- ins og forsetaframbjóðandans fyrrverandi Richards Lugners á hið árlega Operuball í Vínaróp- eruhúsinu 11. febrúar. Austurrískir fjölmiðlar segja Dunaway hafa bjargað ballinu. Hástéttarfólk Vínarborgar hafi verið farið að örvænta þar sem nokkrar stórstjörnur höfðu þeg- ar hafnað boðum um að mæta á uppákomuna. VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4539-8700-0003-2001 4539-8700-0003-2019 4539-8100-0003-9374 4539-8100-0003-8897 4543-3700-0022-1781 4543-3700-0027-9888 4543-3700-0024-0435 Afgreiðslufólk, vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000 fyrir að klófesta kort og vísa á vágest VISA ISLAND Álfabakka 16, 109 Rvík. Sími 525 2000. - Já, þú syngur og spilar á kassagítar. En hvcrnig stendur á því að þú kannt á öll þessi hljóð- færi? „Ef maður kann á hljóðfæri, þá er það yfirleitt af því að maður hefur lært að spila á þau. Það hafa alltaf verið til mörg hljóðfæri á mínu heimili og ég gn'p bara í það sem hendi er næst þegar ég er að semja eða fitla eitthvað. Annars spila ég mest á trommur, og myndi segja að ég kynni best á þær. Eg hef bara lært á selió, þvei-flautu og píanó í skóla.“ - Hefurðu þá mestan metnað fyr- ir trommunum? „Nei, metnaðurinn liggur helst í því, þessa stundina að minnsta kosti, að semja lög og verða góður lagasmiður.“ - Af hverju valdirðu kassagítar- inn fyrir gærkvöldið? „Það er bara þægilegt að syngja um leið og maður spila á kassagít- ar.“ Snillingar úr Keflavík - Hverja fékkstu með þér til að spila á hin hljóðfærin í gærkvöldi? „Það eru bara hinir og þessir snillingar héðan úr Keflavík, sem ég hef verið að spila með gegnum tíð- ina. Nema Jón Geir, hann er frá Reykjavík, er þar í hljómsveitinni Klamedía X, og er að spila með okk- ur í fyrsta skipti.“ - Hvaða furðulega listamanns- nafn er Gálan? „Eg var í hljómsveit sem hét Gál- an, götuleikarinn og Guð, og ég var Gálan.“ - Verður þú með fleiri tónleika á næstunni? „Nei, ég er ekki mikið fyrir að gera það nema endrum og sinnum. Mér finnst skemmtilegast að semja tónlistina og vera svo einn í stúdíó- inu að taka hana upp, þar sem lögin verða aðallega til. Eg stefni frekar á að gefa út disk næst þegar fjárráð leyfa.“ Óskarsverðlaunaleikkonan Dunaway, sem skaut upp á stjörnuhimininn í giæpamyndinni Bonnie og Clyde árið 1967, er sjöunda fræga konan sem þiggur boð Lugners um að sitja í heið- ursstúku dansleiksins síðan Joan Collins var fylgikona hans árið 1993. Lugner komst í fréttirnar árið 1997 þegar hann greiddi Söru Ferguson, hertogaynju af York, fyrir að deila með sér sviðsljós- inu á ballinu. Stutt Læst inni í búri ELDRI kona var læst í mat- arbúri sínu í heilan mánuð í Búdapest, eftir að hafa óvart dregið hurðarhúninn af hurðinni 22. desember. Lán í óláni var þó staður- inn, því konan gat nært sig á ávaxtsasafa og tómatdjús sem hún geymdi í búrinu. Slökkviliðið kom henni til bjargar á miðvikudaginn var þegar nágrannarnir heyrðu óp hennar um hjálp frá húsinu. Samkvæmt dag- blaði í Búdapest var konan við bestu heilsu eftir inni- lokunina. Skyldari sessunautar MEÐFERÐARHEIMILI fyr- ir eldri eiturlyfjaneytendur verður opnað í Rotterdam í Hollandi á næstunni, og er það hið fyrsta sinnar teg- undar. Sjö eldri fíklar munu verða fyrstu vistmenn heim- ilisins sem allir eru eldri en 55 ára. Talað var við nokkra eldri fíkla á hollenskri út- varpsstöð og voru þeir mjög ánægðir með væntanlegt heimili. Sagði einn þeirra að mikill munur væri að geta nú horft til þess að eyða ævikvöldinu í félagsskap annarra fíkla. „Það er varla hægt að sprauta sig þegar þú situr í dagstofunni við hliðina á lögfræðingi á eftir- launum,“ sagði einn þeirra sem sá fram á skyldari sessunaut. Skammar skegglausa ELDRI fulltrúi í Taleban, trúarsljórn Afghanistan, gaf út harðorða yfirlýsingu um skeggleysi sumra kollega sinna. „Það er skipun Mú- hameðs að skerða ekki skegg sitt,“ segir Maulvi Shamsuddin í samtali við fréttamenn. „Margir múslim- ar, Sádi-Arabar meðtaldir, jafnvel þeir sem eru í for- svari í sínu héraði, fara ekki eftir þessari reglu. Taleban-sljórnin, sem ræður yfir meira en 90 pró- sentum Afghanistan, hefur gefið út tilskipun til allra karlmanna landsins um að láta skegg sitt vaxa. Á sama tíma hefur sjónvarp og tón- list verið bönnuð og konur mega ekki vinna úti, nema þær séu að líkna sjúkum. Ut- anhúss verða konur að vera huldar blæju. „Að láta skegg sitt vaxa er hefð frá tímum spámannsins og þá létu menn hvorki snyrta það né skerða,“ segir Shamsuddin, sem ætlar að láta til sín taka í baráttu gegn löstum múslima. Nýtt dr - ný og djarfari markmid. Komdu d hraölestrarndmskeiö! Viltu auka afköst í starfi um alla framtíð? Viltu margfalda afköst í námi um aila framtíð? Ef svar þitt er jákvætt, skaltu skrá þig strax á námskeið. Skráning er í síma 565 9500 HRAÐLESTRARSKÓLINN www.ismennt.is/vefir/hradlestrarskolinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.