Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.01.1999, Blaðsíða 4
4 C SUNNUDAGUR 31. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ FERÐALOG BÆTT ADSTADA FYRIR GONGUFOLK VIÐ BORGARFJORÐ EYSTRA Gönguleið hrikaleg og fagrar UNDANFARIN ár hefur mark- visst verið unnið að merkingu gönguleiða við Borgarfjörð eystra. Svæðið kallast Víknaslóðir og liggur umhverfis Borgarfjörð, að Loð- mundarflrði í suðri og Héraðsflóa í norðri. Á Víknaslóðum má sjá hrikaleg fjöU, fagrar víkur, litríkar hlíðar og ljósar strandir en svæðið er annað stærsta líparítsvæði landsins á eftir Torfajökulssvæðinu. Svæðið er einT staklega ríkt af steintegundum og þar af mörgum hverjum mjög sjald- gæfum. Því hefur einnig verið líkt við Hornstrandir. Þar eru víkur sem lögðust í eyði upp úr miðri þessari öld og háir fjallgarðar með skörðum, sem gengið er í gegnum á göngum milli víkna. Dyi’fjöllin eru líklega einna frægust fjallanna á þessu svæði en þar er gnægð ann- arra fagurra fjalla. Súlutindur, Glettingur, Dagmála- fjall, Hvítuhnjúkar, Búkolla, Hvít- serkur, Skælingur og Skúmhöttur en* meðal þeirra fjalla sem blasa við á gönguleiðum um Víknaslóðir. Húsavík, Breiðavík, Herjólfsvík, Hvalvík, Kjólsvík og Brúnavík breiða svo út faðma sína þegar kom- ið er niður af heiðunum. Nýr skáli í Breiðuvík Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystra hefur síðustu tvö sumur unn- ið að merkingu gönguleiða á Víkna- slóðum. Ferðafélag Fljótsdalshér- aðs reisti í fyrrasumar gistiskála í Breiðuvík og hefur Ferðamálahóp- ur Borgarfjarðar umsjón með hon- Morgunblaðið/Helgi M. Arngrímsson GISTISKÁLI var nýlega reistur í Breiðuvík og geta göngumenn gist í honum. Ferðamálahópur Borgarfjarðar hefur umsjón með skálanum. ,, , , Herjólfsvík Hvítserkur ' Jónsfjall um. Hann er öllum opinn og kostar gisting 1.200 krónur. Einnig er ver- ið að undirbúa byggingu skáia í Húsavík og er reiknað með að hann verði tilbúinn sumarið 2000. Slysa- varnafélagið er að auki með neyðar- skýli í Brúnavík og Breiðuvík. f sumar mun Ferðamálahópur Borgarfjarðar einbeita sér að því að merkja athyglisverða staði á göngu- leiðunum með upplýsingum um sögu þeirra og jarðmyndun ef við á. Mikil álfatrú tengist þessu svæði og eru álfar kenndir við fjölmarga Beint flug til Þýskalands DUSSELDORF •Verðfrákr. 22.900 Flogið fjórum sinnum í viku frá 11. júní til 12. september MUNCHEN * Verð frá kr. 24.900 Flogið tvisvar í viku frá 25. júlí til 12. sseptember * Verð miðast við að greitt verði fyrir 1. apríl 25% afsláttur fyrir 12-21 árs. 50% afsláttur fyrir 2-11 ára. 90% afsláttur fyrir yngri en tveggja ára. kletta og fjöll, auk þess sem mikið er af álfasögum frá þessu svæði, sem hægt er að flnna í bæði þjóð- sögum Jóns Árnasonar og Sigfúsar Sigfússonar. Margar ferðir skipulagðar í sumar Borgarfirði eystra og nánasta umhverfi hefur verið líkt við Horn-" strandir hvað gönguleiðir varðar, en þær hafa notið gífurlegra vinsælda í fjölda ára. Hornstrandir hafa þótt hæfilega ósnortnar og þangað sækja menn frið, einveru og víðáttu. Á Víknaslóðum er að verða til nýtt gósenland göngumanna. Dagleið- irnar eru aðeins styttri en á Horn- ströndum en landslagið er svipað að ákveðnu leyti þótt Hornstrandir séu ekki líparítsvæði. Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystra hefur skipulagt nokkrar gönguferðir íyrir sumarið 1999. Stefnt er að sólstöðugöngu 25. júní, er þá farið frá Njarðvík upp á Geitavíkurþúfu niður til Borgar- fjarðar og tekur gangan um fjórar klukkustundir. Fimm daga jarð- fræðiferð verður einnig farin síð- ustu helgina í júlí undir leiðsögn Lúðvíks Gústafssonar jarðfræðings og Helga M. Arngrímssonar, fram- kvæmdastjóra Álfasteins og eins af forsprökkum Ferðamálahóps Borg- arfjarðar eystra. Helgi og Bryndís Snjólfsdóttir, sem einnig starfar í Ferðamálahópnum, verða svo með sex daga gönguferð í byrjun ágúst. í þeirri ferð verður meðal annars Karlfell Miðfell ' Sléttur Skælingur Húsavík Herfell 5 km Loðm ' • ■ 7/í Seyðistjaróar > , ^undarfjörður MIKIÐ er um ljós fjöll á Víknaslóðum, en svæðið er annað stærsta líparítsvæði landsins. Hér má sjá Staðarfjall í Borgarfirði. skoðað náttúrufyrir- brigðið Stórurð, austan Dyrfjalla, sem sam- anstendur af gífurleg- um steinbjörgum, grænbláum tjörnum og samblöndu af jökulám og bergvatnsám. Ferðafélag Fljótsdals- héraðs hefur einnig skipulagt tvær göngu- ferðir um svæðið næsta sumar og Ferða- félag Islands tvær. Landabréf nr. 113, Dyrfjöll, spannar allt göngusvæðið en einnig hefur Ferðamálahópur Borgarfjarðar eystra gefið út göngukort af svæðinu og er það fá- anlegt í upplýsinga- miðstöð ferðamanna í Álfasteini á Borgar- firði. Víst er að á Víknaslóðum mun margur göngumaður- inn finna frið, ró og fagra náttúru í sumar. Ragna Sara Jónsdóttir Bókunarþjónusta á vefsíöu Flugleiða Samsettar ferðir og pakkaferðir settar inn á árinu Upplýsingar og bókanir hjá næstu ferðaskrifstofu eða hjá LTU á íslandi, Stangarhyl 3a - 110 Reykjavík Sími 587 1919 IIMTERIMATIOIMAL AIRWAYS VIÐ FLJUGUM FYRIR ÞIG í síðasta ferðablaði var ranglega sagt um netþjónustu Flugleiða að þó hægt væri að bóka flug og ferðamáta í gegnum netið á vefsíðu flugfélagsins væri eingöngu um framlagða beiðni að ræða. Hið rétta er að viðskiptavinir Flugleiða geta bókað far og þjónustu beint í Amadeus bókunarkerfinu. Að sögn Sigmundar Halldórs- sonhjá Flugleiðum hefur verið hægt að bóka beint um árs skeið. „Við vorum fyrst flugfélaga til að taka upp beinar bókanir í gegnum Amadeus-kerfið. Það voru ýmsir hnökrar þegar kerfið var sett upp fyrir rúmlega ári síðan, enda um reynsluverkefni að ræða, en síðan þá hefur Amadeus þróað þetta mjög mikið. í dag bjóðum við flug, þar sem hægt er að bóka allt að fjóra aðila í einu, hótelgistingu og bílaleigubíl.“ Bókunarkerfi í örri þróun Sigmundur segir þann galla á kerfinu að enn sem komið er sé ekki hægt að bóka samsettar, flóknar leiðir. „Úr þessu verður bætt á árinu. Auk þess gerum við ráð fyrir að pakkaferðirnar okkar verði einnig settar inn á þessu ári.“ Að sögn Sigmundar fá við- skiptavinir á netinu strax strax staðfestingarnúmer og í vor kem- ur sú viðbót að sendur verður tölvupóstur til frekari staðfesting- ar. „Það er síðan hægt að nota staðfestingar númerið til þess að breyta eða afpanta auk þess sem hægt er að hafa samband við okk- ur símleiðis.“ Æ fleiri viðskiptavinir notfæra sér netbókunarmögleika og segir Sigmundur að nú heimsæki að meðaltali um 4000 manns vefsíðu þeirra á hverjum degi og þar af séu um 5-600 Islendingar. Vefsíða Flugleiða er að fínna á slóðinni: http/Avww.icelandair.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.