Morgunblaðið - 09.02.1999, Page 12

Morgunblaðið - 09.02.1999, Page 12
12 B ÞRIÐJUDAGUR 9. FEBRÚAR1999 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR i —;-------- Fiorentina varð fyrir miklu áfalli SPENNAN heldur áfram að magnast á toppi ítölsku 1. deildarinnar í knattspyrnu og óhikað má fullyrða að topplið . Fiorentina hafi orðið fyrir þungu höggi í viðureign sinni við AC Milan á sunnudag. Ekki einasta voru leikmenn Mílanóliðsíns mun snarpari í leiknum, sem lyktaði með markalausu jafntefli, heldur meiddist markahrókurinn argentínski, Gabriel Omar Batistuta, heldur illa undir lok leiksins og var borinn af velli. Jafnteflið nýttu Parma og Lazio sér til að nálgast topp- liðið mjög, en meistarar Ju- ventus eru með böggum hild- ar sem áður og nálgast nú verri enda deildarinnar óð- fluga. Fiorentina hafði fyrir leikinn unn- ið sigur í síðustu tíu heimaleikj- um sínum. Vöm og miðja Míianó- liðsins var hins vegar afar þétt fyrir og með smáheppni hefðu gestirnir getað tekið öll þrjú stigin. Giovanni Trappatoni sagði enda í ieikslok að jafntefli væri ekki alslæm niðurstaða, meiðsli Batistut- as væru öllu verri. „Hann er hjarta liðsins," sagði hann um framherjann, sem líklega verður frá keppni í mánuð vegna hnémeiðsla. „Það þarf ekki annað en að líta á þau átján mörk sem hann hefur skorað á þessu tímabili," bætti hann við og var greinilega áhyggjufullur. Hann hefur enda fyllstu ástæðu til; ekki aðeins verð- ur Batistuta fjarri góðu gamni í mánuð, Brasilíumaðurinn Edmundo er á leið heim í frí vegna hinnar ár- vissu kjötkveðjuhátíðar og þá er Luis Oliveira meiddur. Það er því hætt við að framlína liðsins verði fá- liðuð í næsta leik gegn Udinese. Milljarðaliðið Lazio er á hinn bóginn á fljúgandi siglingu - liðið Baggio og Vierií framlínu ítala DINO Zoff valdi á sunnudag ítalska landsliðið sem mæta á Norðmönnum í vináttulands- leik annað kvöld. ítalska liðið er skipað eftir- töldum leikmönnum: Markverðir: Gianluigi Buffon (Parma), Angelo Peruzzi (Ju- ventus). Vai-narnienn: Fabio Canna- varo (Parma), Mark Iuliano og Gianluca Pessotto (Juventus), Paolo Maldini (AC Milan), Alessandro Nesta (Lazio), Christian Panucci (Real Ma- drid), Moreno Torricelli (Fior- entina). Miðvallarleiknienn: Demetrio Albertini (AC Miian), Jonath- an Bachini (Udinese), Dino Baggio, Parma, Diego Fuser Pai-ma, Sandro Cois (Fiorent- ina), Eusebio Di Francesco (AS Roma), Gianluca Zam- brotta (Bari). Framheijar: Roberto Baggio (Inter Milan), Enrico Chiesa (Parma), Francesco Totti (AS Roma), Christian Vieri (Lazio). MARKAKÓNGURINN argentínski, Gabriel Omar Batistuta, meiddist í leik Fiorentina gegn AC Milan og verður líklega frá keppni í mánuð hið minnsta. Reuters vann um helgina níunda sigurinn í röð. Undir stjóm Svíans rökvísa, Svens Görans Eriksons, gengur allt í haginn þessa dagana og snilling- amir í framlínunni, Marcello Salas og Christian Vieri, leika við hvum sinn fíngur og allar sínar tær. Heppnin virðist aukinheldur al- gjörlega á bandi Rómarliðsins. Þannig virtist sem Perugia hefði skorað fyllilega löglegt mark í fyrri hálfleik, er boltinn fór yfir marklín- una, en Argentínumaðurinn Matias Almeyda sparkaði honum frá og dómarinn lét háværar kröfur Perugiamanna sem vind um eyru þjóta. Tvö mörk frá Salas og eitt frá Vi- eri tryggðu síðan sigurinn, Vieri hefur nú skorað sex mörk í átta leikjum. Frakkinn Youri Djorkaeff gerði þrennu í 5:l-sigri Intemazionale á Empoli. Inter hefur einnig verið á fleygiferð upp á síðkastið og þar hefur sóknarleikurinn verið í fyrir- rúmi - liðið hefur gert 25 mörk í síð- ustu fimm Ieikjum sínum. Raunum Juventus virðist ekki ætla að linna og ekkert hefur geng- ið hjá þessu fomfræga stói-veldi á keppnistímabilinu. í stórleik sunnu- dagskvöldsins mátti Juve sætta sig við stórtap, 2:4, á heimavellinum gegn mjólkurdrengjunum í Parma. Þetta var fyrsti sigur Parma á Juve í níu leikjum og í byrjun var raunar fátt sem benti til annars en sigurs Tórínóliðsins. Alessio Tacchinardi kom heimamönnum nefnilega yfír eftir stundarfjórðung og leikmenn Juventus virtust ör- uggir og ógnandi í leik sínum. Allt breyttist hins vegar á átta mínútna leikkafla fytir leikhlé. Framherjarnir hjá Parma, þeir Crespo og Chiesa, gerðu þá þrjú glæsileg mörk og slökktu allar sig- ui'vonir heimamanna. Til að full- komna daginn gerði Crespo þriðja mark sitt í upphafi seinni hálfleiks - setti boltann með hælspyrnu fram- hjá markverði Juve og fullkomnaði niðurlægingu meistaranna, sem náðu þó aðeins að rétta sinn hlut undir lokin með marki varamanns- ins Daniels Fonsecas. Amar kom inn á gegn Sheff. Wed. Arnar Gunnlaugsson lék fyrsta leik sinn með Leicester á laugardag, er liðið lá á heimavelli gegn Sheffíeld Wednesday, 0:2. Arnar kom inn á sem varamaður í seinni hálfleik, en náði ekki að setja mark sitt á leikinn. Leicester hefur ekki gengið vel í deildinni upp á síðkastið, vann raunar síðast lið Sheffield Wed- nesday um jólin, 1:0. Síðan hafa jafntefli eða tap verið hlutskipti liðsins og vonir um Evrópusæti minnka með hverri umferðinni. Hins vegar er enn von með fram- gangi í deildarbikarnum, þar sem liðinu hefur gengið allt í haginn. Fyrir leikinn áttu þrír lykil- menn Leicester í meiðslum og jafnvel var talið að Arnar myndi fara beint í byrjunarliðið. Þess í stað stóðst Emile Heskey læknis- skoðun og lék í framlínunni við hlið Tony Cottees. Hvorugur náði sér hins vegar á strik og fyrir vik- ið er talið líklegt að Arnar nái sæti í byrjunarliðinu í næsta leik. „Er ekki gráðugur“ Arnar Gunnlaugsson sagði í við- tali við Daily Mail að ummæli Col- Mynd/Paul Broadwick ARNAR Gunnlaugsson á bekknum hjá Leicester. ins Todd, framkvæmdastjóra Bolton, hafi valdið því að stuðn- ingsmenn félagsins, hafi talið hann gráðugan og snúið við hon- um baki. Arnar, sem genginn er til liðs við Leicester, neitaði í vetur að skrifa undir nýjan samning við Bolton og var hann settur á sölu- lista. I kjölfarið lýsti Todd fram- kvæmdastjóri því yfir að græðgi réði því að Arnar vildi ekki sam- þykkja tilboð Bolton. Arnar lék síðustu 15 mínúturnar í kveðjuleik sínum fyrir Bolton gegn Norwich. Þegar hann kom inn á leikvöllinn bauluðu stuðningsmenn Bolton á hann. Arnar segir að hróp áhorf- enda hafi sært sig. Hann segir í samtali við Daily Mail um helgina að Todd hafi spillt sambandi sínu við stuðningsmenn Bolton. „Þeir héldu að mér væri ekki umhugað um félagið en allar sögur um græðgi eru ósannar. Eg er aðeins gráðugur í að skora mörk,“ segir Arnar. Segir í frétt blaðsins að Arnar, sem hafi skorað 14 mörk fyrir Bolton í 1. deild ensku knatt- spyrnunnar á þessu tímabili, hafi kostað félagið um 10 milljónir ís- lenskra króna árið 1997. Hann var seldur til úi-valsdeildarfélagsins Leicester í liðinni viku fyrir um 402 milljónir króna. Alltí upp- námi á Spáni ALLT er í uppnámi í topp- baráttu spænskra knatt- spyrnuliða eftir Ieiki helg- arinnar og nokkur lið geta með réttu talist gera kall til ineistaratitilsins í vor. Þannig unnu Barcelona, Real Madrid, Valencia og Celta Vigo öll leiki sína, en sólardrengirnir frá Mall- orca virðast úr myndinni eftir tap. Framheijinn ungi Raul Gonzales var munstraður í hlutverk fyrirliðans hjá Evrópumeisturum Real Ma- drid og tók nafnbótinni vel - gerði þrennu í 3:2-sigri Madridarliðsins á Valla- dolid. Fjarvera þeirra Manuel Sanchis og Fernando Hier- ros losaði um fyrirliðaband- ið og óhætt er að segja að Raul hafi brugðist vel við kallinu. Um leið minnkaði pressan á hollenska þjálfar- ann Guus Hiddink, enda hefur Real leikið ágætlega frá áramótum og gæti jafn- að Barcelona um næstu helgi er liðin mætast í rétt- nefndum risaleik. Barcelona komst í hann krappan gegn Extrema- dura, en Hollendingurinn Patrick Kluivert reyndist betri en enginn undir lokin og gerði sigurmarkið í 2:1- sigri Katalóníuliðsins. Celta frá Vigo vann stór- sigur, 4:1, á Villareal, og er í öðru sæti með betri markamun en Real og Va- lencia. Mallorca er hins veg- ar á niðurleið eftir l:0-tap gegn Espanyol.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.