Morgunblaðið - 16.02.1999, Qupperneq 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999
MORGUNBLAÐIÐ
NEYTENDUR
ÚR VERINU
Mismikið öryggi
fjölskyldubila
FEBRÚARBLAÐ Neytendablaðs-
ins er komið út og er það fyrsta
tölublað ársins. Meðal efnis er
árekstraprófun á sex tegundum
fjölskyidubíla, sem Neytendablaðið
vann í samvinnu við danska neyt-
endablaðið Tænk. Niðurstaðan var
sú, að fjórar bíltegundir af sex
komu mjög vel út með tilliti til ör-
yggis þeirra sem í bílunum sitja, en
í öllum tilvikum er hönnunin afar
óhagstæð fyrir þá gangandi vegfar-
endur sem kynnu að verða fyrir bíl-
unum.
Samkvæmt könnuninni og frétt
Neytendablaðsins getur hætta ver-
ið á ferðum I umferðaróhappni fyr-
ir ökumann Nissan Almera við
árekstur að framan, hætta sé á lífs-
hættulegum áverka á brjóstkassa
og vernd barna sé einnig rýr í
þessari bifreið. Á hinum kantinum
séu Ford Focus og Reunault
Megane, þar sem vernd bílstjóra
jafnt sem annarra farþega sé mun
meiri. Tekið var þó fram að staðal-
öryggisbúnaður sem fylgi bílunum
geti verið annar hér á landi en var í
sömu bflum á prófunum og geti það
skipt mjög miklu fyrir öryggi far-
þega. í hverju tilviki fyi-ir sig er
slíkt tekið fram í úrvinnslu Neyt-
endablaðsins.
Það voru sem sagt Ford Focus,
Merceded A Class, Renault Megane
og Opel Astra sem komu best út í
öryggi bílstjóra og annarra farþega,
m.a. barna. Slakasta útkoman var
hjá Ford Escort og þó einkum Niss-
an Almera. Varðandi gangandi veg-
farendur þá voru þeir í öllum tilvik-
um í vondum málum, en þó einna
skástum gagnvart Ford Focus og
Ford Escort. Dæmi um slæma nið-
urstöðu er Renault Megane, þar
sem 18 atriði voru athuguð, en í tólf
tilvikum fékk bíllinn einkunnina
Slæmur.
HINAR nýju mjólkurumbúðir.
Ný málrækt á
mj ólkurumbúðum
MJÓLKURSAMSALAN hefur lát-
ið íslenska málrækt til sín taka
síðustu fímm árin, einkum í formi
ábendinga um íslenskt mál á
mjólkurumbúðum. Enn heldur
þessi stefna áfram, en um siðustu
helgi varð þó áherslubreyting.
I yfirlýsingu frá Baldri Jónssyni,
markaðsstjóra Mjólkursamsölunn-
ar, er nú leitast við að sýna auðgi
íslenskrar tungu með því að birta
brot úr athyglisverðum bók-
menntatextum, þannig að í stað
þess að tala um fslenska notkun
hennar er íslenskan látin tala
meira sjálf. MS hefur í þessu skyni
breytt umbúðum léttmjólkur og
nýmjólkur og í tilefni þess var efnt
til íslenskudaga í Kringlunni um
siðustu helgi þar sem boðið var
upp á Qölbreytta dagskrá sem
helguð var íslenskri tungu.
Að sögn Baldurs hefur mark-
mið íslenskuátaksins ávallt verið
að styðja við íslenskt mál með
ferskum hætti og með breyttum
áherslum nú undirstriki Mjólkur-
samsalan enn frekar forystuhlut-
verk sitt í stuðningi við fslenska
tungu og málrækt.
Sérstök fyrirtæki
1. Falleg fataverslun sem selur barna- og kvenfatnað, nýjar innrétt-
ingar. Mikil álagning.
2. Fiskvinnsla, útflutningur, er með ferskfisk, saltfisk og frystileyfi.
3. Ein elsta billjardstofa landsins og sú þekktasta til sölu strax
af sérstökum ástæðum. Selst á sérlega góðum kjörum eða í
skiptum fyrir íbúð, bíl eða öðrum verðmætum.
4. Falleg og björt hársnyrtistofa á góðum stað, umvafin íbúðarblokk-
um, vel tækjum búin, sérinnréttingar og mikið að gera.
5. Framleiðslufyrirtæki sem framleiðir úr plasti í lokuðum mótum
og er með fasta stóra viðskiptavini. Einstakt tækifæri fyrir dug-
lega aðila, vinna sem getur gefið góðar tekjur. Kennsla fylgir.
6. Ein helsta og besta gjafa- og blómabúð borgarinnar til sölu.
Mikil aukning á sölu varð á sl. ári. Vaxandi möguleikar fyrir
þá sem vilja vinna og þéna peninga.
7. Góð og þekkt efnalaug til sölu sem er í eigin húsnæði sem einnig
ertil sölu. Framtíðarfyrirtæki. Góð vinna fyrir samhent hjón.
8. Gjafa- og blómavöruverslun í miðborginni á frábærum stað innan
um stór fyrirtæki sem eru þar í viðskiptum. Einnig liggur hún
sérstaklega vel varðandi sölu til ferðamanna. Laus strax.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni
SUÐURVE R I
SlMAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Morgunblaðið/Birgir Þórbjarnarson
TUNFISKSKIPIÐ Byr VE landaði stórlúðu í Vestmannaeyjum fyrir skömmu, alls um 7 tonnum.
Lúðunni landað
• BYR VE liggur nú í höfn í
Vestmannaeyjum meðan verið
er að búa skipið til túnfiskveiða
á ný. Skipið hóf veiðarnar seint
síðastliðið haust og fór svo einn
túr á lúðulínu (haukalóð) út af
Reykjanesi og varð aflinn um 7
tonn af stórri lúðu. Sveinn Val-
geirsson, skipstjóri, segir í
samtali við Morgunblaðið að nú
sé stefnan sett á túnfiskinn á
ný. Hann sé veiddur allt árið,
en á þessum árstíma þurfi að
siekja hann nokkuð langt í suð-
ur.
Loðnukvótinn verður aukinn um 200.000 tonn
„Ætti að vera mesti
bylurinn af þakinu“
AKVEÐIÐ hefur verið að auka
loðnukvótann um 200.000 tonn í
kjölfar þess að rannsóknaskipið
Árni Friðriksson fann töluvert af
loðnu út af Austfjörðum. Loðnan
þar var ekki veiðanleg og mikið
smælki í henni, en hún var á um 35
til 40 mflna löngum flekk, 4 til 8 mfl-
ur á breidd. Til greina getur komið
að kvótinn verði enn aukinn fínnist
enn meiri loðna í leiðangri skipsins,
sem heldur nú suður með Austfjörð-
um eftir því sem veður leyfir. Verð-
mæti þessarar aukningar gæti verið
um einn milljarður ki-óna upp úr
sjó, miðað við hráefnisverð í dag.
Útflutningsverðmæti afurðanna
gæti á hinn bóginn verið að minnsta
kosti um 1,5 milljarðar króna, hugs-
anlega nálægt tveimur, en það fer
eftir frystingu og hrognavinnslu.
Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræðing-
ur segir að eftir þetta ætti að vera
mesti bylurinn af þakinu.
Bráðabirgðakvóti frá því í sumar
var 950.000 tonn og komu um
688.200 tonn af þvi í hlut okkar ís-
lendinga. Gert var ráð fyrir að end-
anlegur kvóti gæti orðið um
1.420.000 tonn og var úthlutað til
Norðmanna og Grænlendinga á
þeim grundvelli. Aukningin nú kem-
ur því öll í okkar hlut og leyfilegur
heildarafli okkar verður alls um
890.000 tonn af 1.150.000 tonna
kvóta. Þau skip, sem lokið höfðu
kvóta sínum, geta því haldið til
veiða á ný. Kvótanum verður skipt á
skipin í samræmi við aflahlutdeild
þeirra. Nú eru því óveidd af leyfi-
legum heildarkvóta okkar um
390.000 tonn samkvæmt upplýsing-
um frá samtökum fiskvinnslustöðva.
Mikil og góð loðnuveiði var á
Skarðsfjöru og þar um slóðir í gær.
31 skip var úti samkvæmt upplýs-
ingum Tilkynningaskyldunnar og
fylltu þau sig flest í fáum köstum.
Sverrir Ólafsson, skipstjóri á Odd-
eyri EA, lét vel af veiðinni, en miður
af veðri, er Verið ræddi við hann í
gær. „Við komum á miðin í morgun
og fylltum okkur í þremur köstum.
Nú erum við á leið til Grindavíkur í
leiðindaveðri, 7 til 8 vindstigum af
vestan og tilheyrandi sjó. Þetta er
ágætis vinnsluloðna sem við erum
að fá núna eftir að hún gekk á
Verðmæti afurð-
anna að minnsta
kosti 1,5 milljarð-
ar króna
grynnra vatn og það er engin áta í
henni. Hún fer hins vegar illa á leið-
inni í svona veðri, verður ansi slegin
og líklega ekki hæf til vinnslu fyrir
vikið. Veðurfarið hefur verið hund-
leiðingt allt frá því í haust en við því
er lítið að gera,“ sagði Sverrir.
Rólegt í frystingunni
Það er rólegt í frystingunni enn
þá, enda var bræla um helgina. Þá
er erfitt að koma loðnunni vinnslu-
hæfri í land í brælunni nema mjög
stutt sé að fara. Eins og er kemur
það Vestmanneyingum hvað best.
Hrognafylling er nu um 17% og má
samkvæmt því gera ráð fyrir að
hrognavinnsla gæti hafizt eftir um
það bil þrjár vikur. Þá þarf hrogna-
fylling að hafa náð 22 til 23%.
Var hætt að lítast á blikuna
Hjálmar Vilhjálmsson, leiðangurs-
stjóri á Ama Friðrikssyni, segir að
þeim hafi alveg verið hætt að lítast á
blikuna og ekki skilið neitt í neinu.
„Það komu engar tölur út úr þessum
lóðningum, sem við vorum að skarka
í í janúar. Trúlega af því hún hefur
þá verið of dreifð og hluti hennar
langt úti í hafi. I fyrradag vorum við
inni fyrir austan enda leiðindaveðm'.
Við fréttum þá af lóði úti í köntum.
Við lögðum af stað og ætluðum að
byrja út af Fætinum, en hann tekur
við af Hvalbakshallanum. Þá kom ný
frétt sunnan af Öræfagrunni. Við
drösluðumst þangað, en þar var ekk-
ert annað en síld.
Aumingjalegt hrygningarsfli
Við snerum því við og þegar við
komum til baka á svæðið sunnan við
Reyðarfjarðardjúpið, komum við
þar í loðnu. Síðan var lóðningateppi
um kantinn og dálítið upp á grunn-
ið. Þetta hefur náð í einar 35 til 40
mílur frá norðri til suðurs, en var
ekki breitt, svona 3 til 4 upp í 7 til 8
mílur. Þetta er svona heldur aum-
ingjalegt hrygningarsfli, jafnvel á
núverandi mælikvarða. Eitthvað er
reyndar í þessu af fiski, sem ekki
hrygnir fyir en á næsta ári. Þegar
við vorum komnir á móts við Gerpi,
fluttum við okkur ofar og leituðum
aftur til suðurs. Það var dálítið að
sjá þar suður undir Tangaflakið, en
þá tók undan í bili. Þá var komið vit-
laust veður, 10 vindstig, og við kom-
um hér upp undir við illan leik
klukkan 6 í morgun, allir skeknir,"
segir Hjálmar.
Hann segir að þessi viðbót, sem
nú hafi fundizt, ætti að duga í
200.000 tonn til viðbótar. Það ætti
því að vera mesti bylurinn af þak-
inu. Hann væri einnig að vona að
það væri eitthvað meira á grunninu
suður af Reyðarfjarðardýpinu og
suður undir Hvalbak. Það hafi verið
sagt frá lóðningum uppi á
Tangaflaki fyrir nokkrum dögum.
Sú loðna hafi að öllum líkindum
haldið suður fyrir og þeir ættu því
eftir að sjá hana ennþá.
5,4 millj-
ónir sela
SEL hefur fjölgað gífurlega við
austurströnd Kanada,
Nýfundnaland og Labrador.
Talið er að þar séu nú um 5,4
milljónir sela og nauðsynlegt sé
að auka selveiðikvótann út
275.000 dýrum í 400.000 til að
halda vexti stofnsins í skefjum.
Talið er að verði ekki gripið í
taumana með þeim hætti, sé
nauðsynlegt að drepa selinn í
stórum stíl í einu átaki. Sam-
kvæmt niðurstöðu rannsókna
vísindamanna er heppilegur
heildarfjöldi sela á þessum
slóðum um tvær milljónir, bæði
með tilliti til umhverfissjónar-
miða og ástands fiskistofna.
Mikil fjölgun sela getur haft í
för með sér miklar selagöngur
suður með ströndinni í leit að
æti, eins og gerðist við Noreg
fyi'ir nokkrum árum.