Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 25

Morgunblaðið - 04.03.1999, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. MARZ 1999 25 ERLENT ÓEIRÐIR í INDÓNESÍU Stjórn Indónesíu hefur sent 3.000 hermenn til eyjunnar Ambon að kveða niður óeirðir. Þeir hafa skipun um að skjóta á og særa óeirðaseggi Um 200 manns hafa týnt lífi í blóðugum bardögum á milli múslima og kristinna manna á eynni Ambon þ.s. af er þessu ári 3.000 her- menn sendir til Ambon Jakarta, Ambon. Reuters. ÞRJÚ þúsund hermenn hafa verið sendir til eyjunnar Ambon í Indónesíu tU að stilla tU friðar á mUli hópa múslima og kristinna manna er borist hafa á banaspjót frá því í árs- byrjun. Hermönnunum hefur verið skipað að skjóta á og særa óeirða- seggi. Lögreglustjóranum í Ambon var vikið frá störfum í gær en hon- um hefur ekki tekist að lægja ófrið- aröldur á eyjunni. Talið er að tæp- lega 200 manns hafi týnt lífi í óeirð- unum það sem af er þessu ári. Yfir- maður hersins, Wiranto hershöfð- ingi, tók fram að hermennirnir hefðu skýr fyrimæli um að drepa ekki óeirðaseggi, einungis særa þá. Um tvö þúsund námsmenn komu saman við aðalstöðvar hersins í höf- uðborginni Jakarta í gær og mót- mæltu morðum á fólki íslamskrar trúai' í óeirðunum á Ambon á hðnum vikum. Stúdentamir, sem hrópuðu vígorð á borð við „Heilagt stríð!“, saka hermenn um að draga taum kristinna manna í róstunum á eyj- unni. Eyjarskeggjar flestir kristnir Ambon er lítil eyja í Mólúkka- eyjaklasanum í Indónesíu, sem áður var nefndur Kryddeyjar. Eyjar- skeggjar em flestir kristinnar trúar og af öðm þjóðarbroti en þorri Indónesa. Indónesía er fjölmennasta ríki múslima í heimi. Ibúar em 210 milljónir og eru 90% þeirra ís- lamskrar trúar. A liðinni viku hafa 38 manns týnt lífi í óeirðunum á Ambon. Hundruð húsa hafa verið brennd til gmnna og tugþúsundir manna hafa neyðst til að flýja heimili sín í höfuðstað eyjar- innar vegna ofbeldisöldunnar. Hóp- ar múslima og kristinna hafa barist með sverðum, bogum og örvum og bensínsprengjum. GCCent 1500 cc vél, 9o hestöfl Verðdæmi: i áftA Aecent X . 22. „ Ö Ö Ö 5 <Syr* Acc«rtt 1.-209.000 HYunom Ármúla 13 Sfmi $7$ xaoo Söludcild 57; 1110 www.bl.is Mikið úrval göngu- og hlaupabrauta ásamt mesta úrvali landsins af allskyns þrek- og æfingatækjum. Aðeins topp-merki. WESLO CADENCE 925 Rafdrifin göngu- og hlaupabraut Hraöi 0-13 km/klst. Fjaörandi bretti sem minnkar álag á liðamót. Einfaldur hæöarstillir, vandaöur tölvumaelir, statff fyrir vatnsbrúsa og handklæði. Hægt að leggja saman og því hentug fyrir heimili og vinnustaði. Stgr. 99.750, kr. 105.000. Stærö: L144 x br. 70 x h. 133 cm. ÖRNINNP9 STOFNAÐ1925 - ÞREKTÆKJADEILD - Skeifan 11, sími 588 9890

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.