Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 B 5 marka of mikið skilgreiningu sína á því hvers konar líf leiði til hamingju því leiðimar eru margar. Og ég held að í dag sé viss tilhneiging til þess að setja alla í sama mótið í stað þess að skoða að hver er með sínu sniði. Það á ekki að njörva menn niður í eitthvert far sem þeir passa ekki í.“ Tónskáldið Jón Hlöðver spreytti sig fyrst í leikhúsi. „Þegar ég kom heim til Akureyrar eftir nám voru Arnar Jónsson og Þórhildur Þor- leifsdóttir starfandi hér hjá Leikfé- laginu. Eg fór að vinna með félaginu og sá til dæmis um tónlistina við Tú- skildingsóperuna eftir Berthold Brecht. Síðan gerðist það að Al- þýðuleikhúsið var stofnað héma, á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí 1975, en ég var í hópi stofnenda þess og samdi tónlistina fyrir íyrstu tvö leikritin, Kmmmagull og Skolla- leik, eftir Böðvar Guðmundsson, sem bæði slógu í gegn. Þau voru sýnd ótal sinnum hér heima, síðar á öllum Norðurlöndunum og loks tek- in upp íýrir sjónvarp. Þessi leikrit vora eiginlega upphafið á mínum ferli sem tónskáld. Eg hafði að vísu samið einhver lög en það var óveru- legt.“ Hann segir pólitík vitaskuld hafa tengst Alþýðuleikhúsinu, enda líti hann svo á að leiklist og fleiri list- greinar þurff að vera gagnrýnar á umhverffð. „Eg held við megum vera þakklát fyrii' lýðræði okkar sem er opið fyrir gagnrýni og ég held að einmitt svona leikhópar hafl gríðarlega þýðingarmiklu hlutverki að gegna, bara til að fólk fari að líta á stöðu sína.“ Sjálfur afrekaði hann aldrei mikið á sviði, en segist þó hafa fengið nokkur hlutverk í æsku. „Ég man fyrst eftir mér á sviði í barnaskólan- um. Lék þá Gregor, aðaldverginn í Mjallhvíti og dvergunum sjö. Ég man einmitt eftir því að Soffía heitin hjúki’unarkona sem átti að fylgjast með velferð okkar og heilsu hafði einu sinni miklar áhyggjur því ég var með bullandi hita. Ég var mikið sminkaður og svo stukku út svita- perlur gegnum sminkið, og mér fannst það afskaplega gott að hún gaf mér kók og magnyl til að halda mér gangandi! Mesti kosturinn við annað hlut- verk sem ég man eftir úr barna- skóla var að ég borðaði súkkulaði í hverri sýningu. Þetta urðu nokkrar sýningar þannig að ég var mjög heppinn með hlutverk það árið, en þó ekki eins ánægður og efni stóðu til þegar á leið. Eftir því sem sýn- ingum fjölgaði fékk ég nefnilega sí- fellt ódýrara súkkulaði! Á þeirri fyrstu fékk ég mjólkursúkkulaði með hnetum og rúsínum en í lokin var þetta orðið hart og gamalt suðusúkkulaði." Hann segir aldrei hafa komið ann- að til greina en fara í aðgerðina stóru. „Skyntraflunanirnar vora að aukast vegna þess að æxlið var á þeim stað í höfðinu sem allir þessir taugakjarnar - þessar boðstöðvar til tauga líkamans - fara um. Og eftir því sem þrengir meira að verða þær óstarfhæfar. Þessu má líkja við raf- magnstöflu þar sem þræðirnir renna smám saman í eitt og allt leiðir út. Það var því óhjákvæmilegt að fara í aðgerð. Reyndar er ómögulegt að segja hvort mér hefði hætt að versna um tíma og þá hve lengi sú þróun hefði stöðvast, en ekki var hægt að taka neina áhættu með að bíða. Ég fór auðvitað út í gríðarlega áhættu með aðgerðinni en samt sem áður var ekki hægt að treysta á að sleppa henni. Upphaflega var ætlun- in að gera aðgerðina með laser- tækni, þá hefði ekki þurft að opna höfuðið á mér, en æðagúlpurinn reyndist orðinn of stór til að gera slíka aðgerð. Ef læknar hefðu kom- ist að þessu fyrr hefði sem sagt kannski verið hægt að komast hjá aðgerð, en þá er komið að þessu stóra ef-i sem aldrei þýðir að tala um. Menn eiga ekki að lifa í ef-um heldur í núinu.“ Hann segist varla gera sér ljóst hvernig best sé að lýsa því hvernig honum varð við fréttirnar um hvað amaði að honum og að framundan væri þessi mikla aðgerð. „Ef fólk verður fyrir því að detta útbyrðis af bát og er skilið eftir í sjónum þá reynir það að synda í land. Ef maður lendir í alvarlegum sjúkdómi eða öðra alvarlegu áfalli veltur frám- haldið líka á því hvort hann hefur kraft og vilja til að synda í land eða lætur sig sökkva. Og þar spilar margt inní; eigið upplag viðkomandi og ekki síður umhverfí hans og sú hvatning sem hann fær.“ Og hann segist heppinn maður með fjölskyldu. „Konan mín, Sæ- björg Jónsdóttir - kölluð Lalla - hefur alltaf staðið vel við bakið á mér og það getur verið úrslitaatriði í svona tilvikum. Ég er líka ríkur maður hvað varðar vini og afkom- endur; ég á þrjú börn sem eru upp- komin og er þegar orðinn fjórfaldur Verð stund- um var við misskilin elskulegheit afi. Það er dálítið skemmtileg lífs- reynsla að lifna þannig við á ný! Vera kominn í afahlutverkið, sem manni finnst nú stundum eins og hlutverk pabbans." Jón Hlöðver segir að eftir öll sjúkdómsstríð og eftir að fram koma alvarlegir skaðar sem sjúk- dómar kunna að hafa valdið, eigi menn sér erfiðar stundir. „En eiga það ekki allir?“ spyr hann. „Auðvit- að vorkennir maður sjálfum sér stundum; finnst örlög sín slæm. En er þetta ekki eins og með vatnsglas- ið? Það er mikill munur á því hvort menn segja að vatnsglas sé hálftómt eða hálffullt og ég held að lykilatriði í slíkum hugsunum varðandi sjálfan sig, ef maður er útilokaður frá ein- hverju, sé að hugsa þannig að sú útilokun verði kannski til þess að gefa möguleika á öðra sem maður hefði annars aldrei gert. Ég fór mikið á fjöll á sínum tíma og var mikið úti í náttúranni. I dag hefur áhuginn á því auðvitað ekkert minnkað en ef ég sé stórt fjall sem ég hef gengið á hugsa ég með mér: þarna var ég! Eg hugsa ekki um að ég komist ekki á toppinn framar. Eg hef verið svo lánsamur að eiga þess kost að upplifa ýmislegt, sem ég er þakklátur fýrir. Ég fór til dæmis í minnisstæða ferð til Kína, árið áður en ég fatlaðist. Ferð sem ég naut í ríkum mæli; var á ferða- lagi í heilan mánuð og það var vel tímasett - hefði ekki mátt skeika árinu, svona eftir á að hyggja.“ Eftir aðgerðina sem fýrir hefur Jón Hlöðver verið á fullu í alls kyns félagsmálastússi. „Ég held ákveðna hættu á því að þegar fólk lendir í því að hæfni þess skerðist að ein- hverju leyti, geri það samt kröfu til sjálfs sín um að afkasta eins og það gerði áður. Ég veit að ég þyrfti til dæmis í raun að standa miklu meira á bremsunni; ég tek alltaf of mikið af mér af alls kyns verkefnum, en ég hef bara aldrei kunnað að stíga á bremsurnar. Það er vandamálið. Ég hef þó gert mér grein fýrir því eftir að ég fatlaðist og get ef til vill ekki afkastað öllu sem ég vildi að gæði þess sem maður gerir skipta meira máli en magnið.“ Jón Hlöðver starfar mikið fýrir Sjálfsbjörg, hann er í stjórn djass- klúbbsins og situr einnig í stjórn Félags áhugafólks um heimspeki. Þá er hann í stjórn Gilfélagsins og hefur verið frá upphafi. „Það týnist alltaf eitthvað til. Áðalstarfið er svo að semja og útsetja." Einum þætti í daglegu lífi segir hann svo alls ekki mega gleyma. „Endurhæfing er fastur þáttur í tilveru minni. Ég er á endurhæfingarstöðinni Bjargi hjá mjög hæfum sjúkraþjálfurum. Svo er ég í mjög ströngu líkamsræktar- prógrammi þar, fjóram til fimm sinnum í viku. Það er mjög mikil- vægur þáttur, bæði til að styrkja mig og í raun að bæta skerðinguna. Ef það kemur fýrir að maður hnýtur þá er það ekkert mál fýrst ég er í svona góðri líkamlegri þjálfun. Og svo má ekki gleyma félagslega þættinum. Þar er ég mikið innan um fólk, sem skiptir miklu máli. Og það er sem betur fer að breytast að eldra fólkinu sem kemur þarna finnst það ekki vera nánast að eyða tímanum við það að hressa upp á lík- amann. Ég er trúaður á heilbrigða sál í hraustum líkama og öfugt og líkamleg hreysti er því mjög mikil- væg fyrir fólk sem á við einhverja erfiðleika að stríða. Það er geysi- mikið atriði uppá andlega líðan að vera vel á sig kominn líkamlega." Veikindi eins og þau sem Jón Hlöðver varð fýrir valda gífurlegum breytingum hjá viðkomandi fjöl- skyldu. „Ég segi stundum að þegai' svona lagað gerist, að einhver veikist og fer í aðgerð, sé það oft meira álag á nánustu ættingja en sjúklinginn sjálfan. Þegar fólkið bíður til dæmis milli vonar og ótta meðan á aðgerð stendur - flókinni aðgerð sem getur tekið marga klukkutíma - veit sá sem er í aðgerðinni ekki af neinu! Ég er trúaður að eðlisfari og það gefur manni ótrúlega margt þegar álagið er mest; ég man til dæmis eftir því hve ég fylltist mikilli ró jþegar ég fór í þessa stóra aðgerð. Ég var í svo góðu jafnvægi og fannst eins og ég fengi styrk annars staðar frá.“ Nútíðarþrá í stað fortíðarþrár Hann segir að fyrst eftir áfall leiði fólk hugann oft að því sem það var að fást við áður og vonist til að geta snúið til baka. Sé það hins vegar ekki mögulegt „getur það verið eins og að fara á milli heimsálfa eða yfir í einhverja allt aðra vídd, þegar mað- ur breytir um,“ segir hann. „En við- komandi er engu að síður alltaf hann sjálfur. Það má ekki gleymast. Ég geri mér þó grein fyrir því að mönn- um getur bragðið og veit að fólki sem hefur ekki séð mig lengi bregð- ur. Og nú er að koma upp kynslóð, til dæmis barnabörnin mín, sem hef- ur ekki séð mig nema eins og ég er núna. Margir sem hafa reynt svona miklar breytingar á lífinu, vita að fólk skiptist gjaman í tvö horn; ann- ar hópurinn þjappar sér meira að manni, líklega fámennari hópur, en stærri hópurinn reytist frá manni. Og vináttan verður nánari hjá þeim sem maður er í nánu sambandi við. Maður hættir að hitta margt fólk, til dæmis ýmsa sem maður um- gekkst vegna starfs síns, og þannig hverfa margir úr þessu daglega mynstri, en líka er um ákveðna hræðslu að ræða.“ Hann sagði fyrr í samtalinu marg- ar leiðir að hamingjunni og kveðst telja sjálfan sig mikinn hamingju- mann. „Bæði ólst ég upp í mjög ánægjulegri fjölskyldu og góðum vinahópi. Rætur mínar hafa fengið að nærast hér í þessu umhverfi og innan um þetta fólk og ég finn ekki annað en þær fái góða vökvun. Auð- vitað koma ákveðnir tímar sem geta verið erfiðir en annað væri í sjálfu sér mjög óeðlilegt." En skyldi hann sakna einhvers sérstaklega, sem hann getur ekki gert nú? „Þetta er spurning um viðhorf. Ég myndi sjálfsagt sakna margs, í vissum skilningi, en ég held að það sé alveg eins með þá sem fatlast og aðra. Allir hljóta að sakna einhvers, til dæmis barnæskunnar; margra dýrlegustu stunda lífsins sem verða á því skeiði. En ef menn leyfa sér endalaust að sakna þess liðna geta þeir ekki horft fram á veginn. Ég held að menn eigi að temja sér að þakka fyrir það sem þeir hafa öðl- ast og fengið best. Menn eiga að njóta minninganna en ekki sakna þess liðna. Ég held að dálítið mikið sé alið á nostalgíu, þrá eftir fortíð- inni. Ég hrekk oft dálítið við þegar ég heyri fólk, jafnvel um sjötugt, tala um að bestu ár ævinnar hafi verið þegar það var unglingar! Aumingja fólkið! Besti tími ævinn- ar á að vera tíminn hverju sinni! Núið. Það er sá tími sem maður getur haft áhrif á en engu er hægt að breyta í fortíðinni. Þess vegna ætti frekar að ala á nútíðarþrá og jafnvel framtíðarþrá en þrá eftir fortíðinni."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.