Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.03.1999, Blaðsíða 8
8 B SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 MORGUNB LAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7. MARZ 1999 B 9 ; rUJL/JLAlMJ ~ Bi hendi RAUÐA kross félögin á Norðurlöndum komu saman til fundar í Moskvu í febrúar sl. til að ræða við fulltrúa rúss- neska Rauða krossins (RRK) um hvemig best mætti bregð- ast við þeirri neyð sem nú steðjar að Rússum. Anna Þrúður Þorkelsdóttir, formaður Rauða kross fslands (RKÍ), og Sig- rún Arnadóttir, framkvæmdastjóri, sátu fundina fyrir ís- lands hönd. Þar undirrituðu fulltrúar norrænu félaganna viljayfírlýsingu um samstarf og sérstakan stuðning við rússneska Rauða krossinn. Einnig var gerður tvíhliða sam- starfssamningur til þriggja ára milli RKÍ og RRK. Þar skuldbindur RKÍ sig til að styðja neyðarhjálp í Rússlandi og aðstoða við uppbyggingu Rauða kross starfsins þar í landi. Á fundinum kom fram að Norðmenn og Finnar hafa lagt sérstaka áherslu á neyðarhjálp í Karelíu og Múrmanskaíja, héruðum sem liggja að Finnlandi og Noregi. Neyðarhjálp frá íslandi íslendingar hafa þegar lagt nokkuð af mörkum til hjálpar- starfsins í Rússlandi. Frá því í október 1998 og fram í febr- úar í ár voru send þangað 549 tonn af gaffalbitum og frystri loðnu. Óskað var eftir því við RRK að fiskinum yrði dreift í norðvesturhéruðum landsins. Til Sankti Pétursborgar fóru 200 tonn, 127 tonn til Novgorod, 127 tonn til Pskov, 72,5 tonn til Moskvu, 14 tonn til Arkangelsk og 8 tonn til Rizan og Vologda. Raunvirði matvælanna mun vera rúmlega 36 millj- ónir, þar af komu 14 milljónir frá ríkisstjóm íslands. Einnig hefur RKÍ sent tvo gáma með 15 tonnum af notuðum fötum sem dreift var í Moskvu og nágrenni. Allar þessar vörur eru nú komnar í dreifíngu. Að sögn Sigrúnar Árnadóttur, framkvæmdastjóra RKÍ, var fiskurinn keyptur af Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, ís- lenskum sjávarafurðum, Íslandssíld og Fiskafurðum. Hún sagði að fyrirtækin hafí öll gefíð rausnarlegan afslátt. Þá hafí aðstoð SH við skipulagningu og samninga um flutninga verið ómetanleg, þannig að peningamir nýttust eins vel og hugsast gat. Eins hafí framlag ríkisstjómarinnar vegið þungt. Tröllauknar aðstæður Á fundunum með RRK kom vel fram hve allar aðstæður þarna eystra era tröllauknar á okkar mælikvarða. Landið er 17 milljónir ferkílómetra að stærð, nær yfir 11 tímabelti, og þar búa 147 milljónir manna af 123 þjóðernum. Þjóðin minnkar því fleiri deyja en fæðast. Efnahagur landsins er í rúst og þjóðarframleiðsla hefur minnkað. Hagur fjölda fólks hefur því versnað mikið undan- farin ár. Um 29 milljónir Rússa eru á eftirlaunum og 90% þeirra þurfa á félagslegri aðstoð að halda. Konur fara á eftir- laun 55 ára og karlar 60 ára. Sautján milljónir manna era undir fátækramörkum og fímm milljónir flóttamanna eru í landinu, flestir Rússar sem flúið hafa frá fyrram sovétlýð- veldum. Talið er að 70% þjóðarinnar þjáist af stöðugu álagi vegna slæms efnahagsástands, félagslegs ástands og stjórn- málalegs. Gengishrun rúblunnar í ágúst í fyrra hafði mikil áhrif til hins verra á hag almennings og töldu menn að ástandið í Rússlandi yrði erfitt næstu tvö árin. Skattar skila sér illa til hins opinbera. Talið er að einungis fjórðungur efnahagskerfisins sé á yfirborðinu og greiði skatta og opin- ber gjöld. Helmingurinn sé í formi vöraskipta og fjórðungur- inn á gráu svæði. Menn greinir á um hvort raunverulegur vöruskortur sé í landinu. I fyrra varð uppskerubrestur og ástandið er víða slæmt í afskekktum byggðum. Mikill vandi hefur skapast í norðausturhéraðum Síberíu og á Kamtsjatka-skaganurri. Þar er byggðin mjög dreifð, oft hundruð kílómetra á milli þorpa, og flutningskostnaður gríðarlegur. Nú er svo komið að olía og ýmsar aðrar nauðsynjar munu gengnar til þurrð- ar. Sjómenn eiga hvorki olíu á bátana né salt í aflann. ► 11 ÞRÁTT fyrir allar orðumar býr Taljana Grígoríevna við slæman aðbúnað. Hún deilir bilaðri snyrtingu og eldhúsi með tveimur öðrum fjölskyldum. MAT skortir ekki í verslunum, en fólk hefur ekki efni á honum. Við brauðgerðarhús í Sankti Pétursborg var biðröð af fólki sem keypti ódýrt brauð. + „Veit ekki hvers vegna ég þarf nú að þjást“ hét, en sagðist kalla hann Borís. Veggimir voru þaktir íkonum og öðrum helgimyndum. „Eg er íotluð eftir stríðið og kemst ekki ein og óstudd niður stigana,“ sagði Tatjana. „Þess vegna verður að færa mér allt.“ Hún fær heimilishjálp, mat og svolítið af lyfjum frá Rauða krossinum. í fremstu víglínu Tatjana vildi sýna okkur myndir úr stríðinu og dró upp gulnað umslag. Á myndunum mátti sjá unga konu hlaðna viðurkenningum í hópi fleiri orðuprýddra hermanna. Hún vakti athygli okkar á mynd af ungri stúlku í einkennisbún- ingi- „Þessi mynd var tekin þegar ég gekk í herinn 1942, þá var ég sautján ára gömul,“ sagði hún stolt. „Ég var að deyja úr hungri og komin nálykt af mér. Systir mín sagði mömmu að fleygja mér út því ég væri dauðadæmd, en það vildi hún ekki. Mér var komið í Sankti Péturs og Páls virkið þar sem ég braggaðist og komst til heilsu. Eftir það vann ég sem hárgreiðslukona en gekk svo í herinn 1942 og þjónaði í fremstu víglínu.“ Tatjana barðist með 12. her- deild allt til stríðsloka. Líkt og aðrir íbúar Leningrad fór Ijöl- skylda hennar ekki varhluta af hörmungunum. Faðir Taljönu féll 1943 á vígvellinum og bróð- ir hennar dó úr hungri 1944, þá tvítugur. Hörmungar Len- ingradbúa voru miklar og skorturinn slíkur að fólk dró fram lífið á einum fimmta af því sem talið er eðlileg næringar- þörf. Dæmi voru um mannát á þessum hörmungartímum og fólk lagði sér ýmislegt annað til munns sem ekki þykir allajafna mannamatur. Erfitt að komast af „Það er mjög erfitt að komast af fyrir gamalt, fólk í dag,“ sagði Tatjana. „Ef ég kaupi mér lyf verð ég að neita mér um mat, ég get ekki keypt hvort tveggja á eftirlaununum.“ Hún fær þó aðeins ríflegri eftir- laun en almennt gerist fyrir það að búa í Sankti Pétursborg og að vera eftirlaunahermaður. Við báðum um að fá að sjá orðumar. Tatjana var svolitla stund að rilja upp hvar hún hafði falið orðukassann. Loks fannst hann grafinn undir rúm- fötum inni í skáp, enda um hennar mestu gersemar að ræða. Kassanum fylgdi mappa með skrautlegum skjölum. Við hjálpuðum henni að raða á sig orðum en fljótlega varð ljóst að ekki var pláss framan á peys- unni fyrir allar orðumar. Það varð því slatti eftir í kassanum. En skyldi vera nokkur leið að bera saman ástandið nú og stríðsárin? „1 stríðinu vissum við hvers vegna við þjáðumst og fyrir hvað við fórnuðum lífinu, en ég veit ekki hvers vegna ég þarf að þjást nú,“ sagði Taljana. „Draumur minn er að fá að búa eins og manneskju sæmir síð- ustu dagana áður en ég dey. Ég er mjög lasburða og búin að skrifa öllum mögulegum yfir- völdum og biðja um hjálp, en fæ neitun eða þá engin svör. Vonandi getur heimsókn ykkar orðið til að ýta á ráðamenn svo ég fái góða úrlausn minna mála.“ Tatjana Grígoríevna á fleiri orður en hún getur borið með góðu móti. Hún er 74 ára og barðist gegn Þjóðverjum í um- sátrinu um Leningrad, eins og Sankti Pétursborg hét um hríð. Umsátrið stóð í 900 daga og hefur verið áætlað að allt að því ein milljón manna hafi orðið hungurmorða og nokkur hundruð þúsund fallið fyrir byssukúlum og sprengjuregni. Til samanburðar má nefna að samanlagt manntjón Banda- ríkjamanna og Breta í síðari heimsstyrjöldinni var tæplega 800 þúsund manns. Tatjana býr í einu herbergi á þriðju hæð í bæjarblokk. Her- bergi Tatjönu er í Ijögurra her- bergja íbúð þar sem búa tvær fjölskyldur auk hennar og deila með sér eldhúsi og snyrtingu. Salemið hefur verið bilað í ár, ekkert baðherbergi er í íbúð- inni né heldur heitt neysluvatn. Við vomm í fylgd heima- hjúkmnarkonu frá Rauða krossinum sem vitjar Tatjönu daglega. Stigagangurinn var ákaflega nöturlegur, óupplýst- ur og ómálaður. Groddalegir ofnar, soðnir saman úr svemm römm, megnuðu ekki að slá á ískalda nepjuna sem lagði inn um brotnar rúðumar. Það þurfti lengi að beija á hurðina að íbúðinni, áður en Tatjana opnaði. Það kom í ljós að þetta var ytri hurð af tveimur og sú innri vandlega bólstmð til að einangra gegn kuldanum. „Hér er svo kalt að ég verð að sofa undir sæng og þremur teppum,“ sagði Tatjana og sett- ist kafdúðuð á rúmstokkinn. Við hliðina á henni kúrði hund- ur sem barnabam hennar á. Ekki vissi hún hvað hundurinn TATJANA sauð niður gúrkur í haust til vetrarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.