Morgunblaðið - 12.03.1999, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.03.1999, Qupperneq 1
59. TBL. 87. ÁRG. FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Oskar Lafontaine, fjármálaráðherra Þýzkalands, segir óvænt af sér Afsögnin sögð styrkja stöðu Schröders kanzlara Bonn. Reuters. OSKAR Lafontaine, fjármálaráðherra Þýzka- lands og formaður Jafnaðarmannaflokksins SPD, sagði af sér öllum embættum í gær í kjölfar harð- vítugi-ar valdabaráttu við Gerhard Schröder kanzlara. Með því að víkja einnig úr flokksformanns- stólnum hefur Lafontaine rutt Schröder brautina til að ná fastari tökum á ríkisstjómarsamstarfi SPD og Græningja. Hin óvæntu tíðindi leiddu umsvifalaust til gengishækkunar á fjármálamörkuðum, einkum á þýzkum ríkisskuldabréfum og evrunni, hinni sameiginlegu Evrópumynt sem Lafontaine var álitinn hafa grafið undan með ítrekuðum áskor- unum um vaxtalækkanir. Reyndar gátu sérfræð- ingar í kauphallai-viðskiptum sér þess til, að eftir afsögn Lafontaines hefðu líkurnar aukizt á að Evrópski seðlabankinn tæki ákvörðun um að lækka vexti þar sem ekki yrði lengur hætta á að bankastjórnin liti út fyrir að hafa látið undan pólitískum þrýstingi. Engar ástæður tilgreindar opinberlega í stuttu ávarpi til fjölmiðla sagði Schröder í gærkvöldi að hann myndi tilnefna arftaka í emb- ætti fjái-málaráðheira á miðstjómarfundi SPD fyrir hádegið í dag. „Stöðugleiki stjómarstarfsins er ekki í hættu,“ sagði kanzlarinn. Hann svaraði engum spurningum. Reuters OSKAR Lafontaine og Gerhard Schröder Lafontaine tilgreindi engar ástæður fyrir því að hann skyldi hafa ákveðið að draga sig í hlé frá öllum opinberum embættum. En ákvörðunin kom einum degi eftir átakafund í ríkisstjóminni, þar sem kanzlarinn hafði sett ofan í við fjármálaráð- herrann vegna áforma hans um aukna skattlagn- ingu á fyrirtæki. Tilkynningin um afsögnina verkaði sem sprengja í fjármála- og stjórnmálalifi Þýzka- lands, þrátt fyrir að ekki hafi farið fram hjá nein- um að mikil togstreita ríkti milli miðjumannsins Schröders og vinstrimannsins Lafontaines. Hans Eichel, fráfarandi forsætisráðherra sam- bandslandsins Hessen, var kallaður í kanzlara- höllina í Bonn í gærkvöld og samkvæmt heimild- um innan flokksins er talið líklegt að hann verði arftaki Lafontaines í embætti fjármálaráðherra. Búizt er við því að Schröder taki sjálfur við for- mennskunni í flokknum. Eichel hefur á undan- fornum árum farið fyrir samstarfsstjóm SPD og Græningja í Hessen, en hún missti meirihlutann í kosningum í janúar. Vangaveltur um samstarfsflokkaskipti Með ósigrinum í Hessen töpuðu SPD og Græn- ingjar jafnframt meirihluta sínum í Sambands- ráðinu, efri deild þjóðþingsins, og olli það því m.a. að vangaveltur hófust um að SPD kynni að kanna möguleikana á að skipta um samstarfsflokk í stjórninni í Bonn, þ.e. skipta Græningjum út fyr- ir annan hvorn fyrri stjórnarflokka, Frjálsa demókrata eða Kristilega demókrata. Samkvæmt heimildum dagblaðsins Die Welt hafa þessar vangaveltur nú fengið byr undir báða vængi, þar sem Ijóst þyki að Schröder kysi frekar að stjórna í samstarfi við Frjálsa demókrata en Græningja; með slíku samstarfi teldi hann sig eiga meiri möguleika á að framfylgja kreddulausri miðjustefnu. ■ Lyktir valdabaráttu/26 Vilja ekki norsku háhyrn- ingana Ósló. Morgunblaðið. EIGENDUR japanska sædýra- safnsins, sem fóru þess á leit við norsk stjórnvöld í vikunni að fá að veiða sex háhyminga við strendur Noregs og flytja þá lifandi til Japans, féllu frá áformum sínum í gær. Astæðan er talin vera and- staða við áformin í Noregi. Miklar bollaleggingar hófust í norskum fjölmiðlum þegar fyrir lá að Japanarnir ætluðu að veiða dýrin og flytja þau til Japans. Þar áttu þau að laða ferðamenn að skemmti- garði sem nú er í smíðum. Nær öll umhverfis- og dýra- verndunarsamtök i Noregi létu 1 ljós óánægju sína, sem og fulltrúar þeirra stjórnarstofnana sem með málið höfðu að gera. Japanarnir höfðu fyrst samband við Utflutningsráð Noregs og báðu fulltrúa þess að vera sér. innan handar. I gær fékk svo Richard Pedersen, formaður ráðsins, til- kynningu frá japanska fyrirtækinu, þar sem sagði að fallið hefði verið frá áformunum. Kvaðst Pedersen í viðtali við Aftenposten vera feginn að svo hefði farið. Taldi hann það hafa verið einu réttu lausnina. Morgunblaðið/Kristinn Nýjar tilraunir til að fá Slobodan Milosevic Júgóslavíuforseta að samningaborði Ivanov leitast við að ná sáttum Dómur yfir Petersen staðfestur Þdrshöfn. Morgunblaðið. EYSTRI landsréttur, áfrýjunar- dómur Færeyja, staðfesti í gær tíu ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm jdír John Petersen, sem áður fór með sjávarútvegsmál færeysku landsstjórnarinnar. í nóvember sl. var Petersen dæmdur fyrir að hafa nauðgað sautján ára gamalli stúlku á heimili sínu vorið 1995. Hafði stúlkan leigt íbúð í húsi Petersens. Atburðurinn átti sér stað þegar Petersen stjórnaði sjávarátvegs- málefnum Færeyinga og komu ásakanir þessa efnis fyrst fram í færeyska dagbiaðinu Oyggjatíðindi. Petersen, sem er auðugur kaup- sýslumaður, sagði sig úr lands- stjórninni eftir að dómur féll yfir honum sl. haust. Tók þá Jörgin Nicklasen, flokksbróðir Petersens, við embættinu. Belgrad. Reuters. IGOR Ivanov, utanríkisráðhen-a Rússlands, flaug til Belgrad í gær til fundar við Slobodan Milosevic, for- seta Júgóslavíu. A fundinum, sem fer fram í dag, mun Ivanov, ásamt Geor- ge Papandreou, utanríkisráðherra Grikklands, reyna að ná Milosevic að samningaborðinu. Allt bendir til þess að friðarumleitanir tengslahópsins svonefnda hafi farið út um þúfur eftir misheppnaða ferð Richard Hol- brookes, sendimanns Bandaríkja- stjórnar, til Belgrad í vikunni. Milosevic hefur alfarið hafnað kröfum ríkja tengslahópsins um að hersveitir Atlantshafsbandalagsins (NATO) gæti friðar í Kosovo og ít- rekaði hann afstöðu sína á fundinum með Holbrooke. Igor Ivanov sagðist í gær telja það vera eðlilegan fram- gang friðarferlisins að fá Serba og fulltráa Kosovo-Albana til að undir- rita sameiginlega yfirlýsingu um sjálfstjóm héraðsins, áður en fjallað yrði um hemaðarlega þáttinn. Hin vestrænu ríki tengslahópsins hafa hins vegar krafist að málefnin verði ekki aðskilin. Itrekaði Ivanov andstöðu Rúss- lands við því að Serbar væru þving- aðir til að hleypa NATO-hersveitum inn í Kosovo. Hann taldi ennfremur 28.000 manna NATO-herlið í Kosovo vera of fjölmennt. Sterk söguleg tengsl em á milli Rússa, Grikkja og Serba, þar sem þjóðimar tilheyra rétttrúnaðarkirkj- unni. George Papandreou sagði við komu sína til Belgrad að hann vonað- ist til að hin sögulegu tengsl þjóðanna nýttust við að sannfæra Milosevic um nauðsyn friðarsamninga. Stjómvöld í Moskvu eru talin geta haft úrslitaáhrif á Milosevic. En jafn- framt því er Ijóst að Moskvustjórn hefur oft lýst yfir andstöðu sinni við stefnu Vesturveldanna gagnvart Júgóslavíu. Em væntingar manna því blendnar hvað fund Milosevics og Ivanovs varðar. ■ Stálin stinn/27 Forseti Islands 1 Póllandi FORSETI íslands, Óiafur Ragnar Grímsson, lagði í gær blómsveig á leiði óþekkta hermannsins í Varsjá, í fylgd Januz Miesyto, prótókoll- stjóra pólska utanríkisráðuneytis- ins og Kristins Árnasonar, sendi- herra. Opinber heimsókn forsetans til Póllands hófst í gærmorgun og áttu forsetarnir einkafund og sendinefndir, undir forystu utanríkisráðherra rikjanna, ræddu saman. ■ Islendingum/6 Ekki rétt haft eftir • • Ocalan Stokkhólmi. Reuters. STJÓRNVÖLD í Tyrklandi sögðu í gær að fréttfr tyrk- neskra dagblaða um að Kúrda- leiðtoginn Abdullah Öcalan hefði sagt við yfirheyrslur að fyrrverandi eiginkona sín hefði verið viðriðin morðið á Olof Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar, væru ósannar. Jan Danielsson, sérskipaður ríkis- saksóknari í Palme-málinu, sagði í gær að skilaboðin sem hann hefði fengið frá Tyi-kjum væru að „enginn fótur væri fyr- ir fréttunum“. Margar kenningar hafa verið uppi um hver hafi myrt Palme og hafa landflótta Kúrdar oft verið nefndir í því sambandi. Gmnsemdir hafa einnig beinst að suður-afrísku og ísraelsku leyniþjónustunni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.