Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Forseti Islands í opinberri heimsókn í Póllandi Islendingum þakkaður stuðningur við inngöngu Póllands í NATO Morgunblaðið/Rristinn FORSETAR íslands og Póllands, Aleksander Kwasniewski og Ólafur Ragnar Grímsson, kanna hér heiðursvörð við konungshöllina í gærmorgun. DALLA Ólafsdóttir og Jolanta Kwasniewska, forsetafrú Póllands, og fleiri úr fylgdarliði forsetans ræddust við í Rokkókó-herbergi forseta- hallarinnar. Opinber heimsókn Olafs Ragnars Gríms- sonar, forseta Islands, til Póllands hófst í gær- morgun og fylgdust Sindri Freysson blaða- maður og Kristinn Ingvarsson ljósmynd- ari með dagskrá heim- sóknarinnar. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem íslenskur forseti sækir Pólland heim. FORSETI Póllands, Aleksander Kwasniewski, og Jolanta Kwasni- ewska, eiginkona hans, tóku á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, Döllu dóttur hans, og fylgdarliði í kalsa- veðri í hallargarði forsetahallar Póllands í Varsjá laust eftir klukk- an hálftíu í gær. Eftir að forseti Islands hafði verið boðinn velkominn ásamt föruneyti sínu, hlýddu þau á lúðra- sveit pólska hersins leika þjóð- söngva landanna áður en forset- amir könnuðu vopnaðan heið- ursvörð. Sendiherrar og aðrir er- indrekar vel flestra þjóðríkja sem sendiráð hafa í Póllandi voru við- staddir. Þegar formlegri móttöku- athöfn lauk héldu forsetamir til fundar í Hvíta herbergi hallarinn- ar. Forseti Póllands lýsti yfir ánægju sinni og þakklæti yfir að geta tekið á móti íslenskum for- seta í fyrsta skipti sem hann kæmi í opinberum erindagjörðum til Pól- lands. Merk tímamót við fyrstu for- setaheimsókn frá íslandi Á fundi forsetanna með fjöl- miðlamönnum lýsti forseti Pól- lands því yfir að hann væri sér- staklega ánægður að geta tekið á móti forseta Islands á svo mark- verðum tíma í sögu Póllands. Ekki aðeins væri um fyrstu heim- sókn forseta Islands að ræða, heldur stæði Pólland nú á kross- götum. „í dag er Pólland ekki í Atlantshafsbandaiaginu, á morg- un göngum við í það,“ sagði hann, en í dag, 12. mars, verður ríkinu veitt formleg innganga í NATO. Pólland hefur ásamt Ungverja- landi og Tékklandi barist fyrir að- ild að bandalaginu um langt skeið. Hann þakkaði forseta Islands og íslensku þjóðinni fyrir stuðning þeirra við inngöngu Póllands í NATO og sagði samskipti þjóð- anna fara vaxandi. „Samt sem áð- ur er margt ógert, bæði hvað varðar samskipti á sviði menning- ar og viðskipta,“ sagði Kwasni- ewski og minnti í því sambandi á tvo ólíka fulltrúa þessara þátta, annars vegar íslensk tónverk, sem flutt voru á tónlistarhátíð í Varsjá á liðnu hausti, og hins vegar á áratuga langa sögu skipaviðgerða og -smíða Pólverja fyrir íslend- inga. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Islands, rakti í stuttu máli samskipti landanna gegnum tíð- ina. „Þjóð sjómanna getur ekki sýnt annarri þjóð meiri heiður en þann að treysta henni fyrir smíði og viðgerð togara og veiðiskipa sinna,“ sagði forsetinn og sagði pólskum skipasmiðum þökkuð vel unnin verk. Hann minntist einnig á menningarmál, sagði hlut Pól- verja, sem búið hafa eða búa á Is- landi, í senn stóran og mikilsverð- an. Á seinustu árum hafi þeir ver- TOLLVERÐIR fundu 100 lítra af áfengi við leit í Goðafossi síðdegis í gær, til viðbótar þeim 600 lítrum sem þegar hafa fundist. í gær fundust einnig 30 lengjur af vind- lingum. Áfengið sem fannst í gær var í tæplega tveggja lítra plastbrúsum og var megnið af því vodka. Leitað hefur verið í úrtaki þeirra 300 gáma, sem komu með Goðafossi og verður leitað í síðustu gámunum í dag. Efni í Herbalife rannsökuð í skipinu hafa fundist birgðir af Herbalife-fæðubótarefninu og rannsakar lögreglan hvort efnið ið virkir þátttakendur í menning- ar- og félagslífi íslensks samfé- lags og megi því heita forseta Pól- lands hlýjum móttökum landa hans komi hann til íslands, þar sem pólsk tónlist muni hljóma í sumum byggðum. Ástæða til að samgleðjast Ólafur Ragnar kvað það jafn- framt vera mikinn heiður að fá að vera viðstaddur athöfn þá sem haldin verður síðar í dag, þegar Pólverjar fagna inngöngunni í Atl- antshafsbandalagið. Um afar sögu- legan atburð væri að ræða og rík ástæða til að samgleðjast pólsku þjóðinni og aðildarríkjum banda- lagsins. „Kannski hefur það tákn- rænt gildi að fulltrúar minnsta að- ildarríkis Atlantshafsbandalagsins séu staddir í Póllandi á þessari sögulegu stund,“ sagði forseti Is- lands. Að loknum vinnufundi með for- sætisráðherra Póllands, Jerzy Buzek, sat Ólafur Ragnar um- ræðufund með pólskum fræði- mönnum úr stjórnmálafræðideild Háskólans í Varsjá um lýðræði, ör- yggi og efnahagslega velferð í Evrópu nútímans. Hann kvaðst hafa óskað sérstaklega eftir þess- um umræðum til að kynna sér af eigin raun skoðanir pólskra fræði- manna á þróun Evrópu og þeirri breytingu sem átt heíur sér stað í heiminum á undaníomum árum. ephendrin sé í þeim. Ephendrin er örvandi lyf og er ekki skráð lyf á íslandi og getur verið ávanabind- andi. Að sögn lögreglunnar er álita- mál um lögmæti efnisins og verður þessi þáttur málsins rannsakaður áfram samhliða öðrum þáttum þess. Skipverjarnir ellefu af áhöfn Goðafoss sitja enn í gæsluvarð- haldi. Hæstiréttur hefur til um- fjöllunar kærur skipverjanna vegna gæsluvarðhaldsúrskurðar héraðsdómara á þriðjudagskvöld. Gæsluvarðhaldið rennur út næst- komandi mánudag. Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms Sekt lækkuð úr þremur í 2,5 milljónir TVEIR menn voru dæmdir í fjársekt í Hæstarétti í gær fyrir að draga skip út á Tálknafjörð og sökkva því þar. Voru þeir báðir sakfelldir fyrir brot á lögum um varnir gegn mengun sjávar og annar mannanna var sakfelldur fyrir brot gegn siglingalögum og lög- um um lögskráningu sjómanna. Mennimir sökktu 200 lesta stái; skipi, Þrym BA 7, í nóvember 1997.1 Héraðsdómi Vestfjarða var annar mannanna dæmdur í þriggja milljóna króna sekt og hinn í 500 þúsund króna sekt til Mengunarvarnasjóðs. Voru þeir einnig dæmdir til að greiða máls- kostnað. I Hæstarétti var dómur yftr öðrum manninum mildaður, sektin lækkuð í 2,5 milljónir króna. Annar mannanna bar fyrir dómi að hann hefði ætlað að flytja skipsskrokkinn til bráðabirgða í fjöiu í Stóra-Laugardal við norðanverðan Tálknafjörð. Þótti dómnum sú frásögn með miklum ólík- indabrag. Yfirvöldum hafí ekki verið tilkynnt um flutning né heldur er skipið sökk. Segir í dómi Hæstaréttar að í Ijósi aðstæðna og þeirrar leyndar sem einkenndi háttsemi ákærðu þyki flest benda til þess að það hafi verið ákvörðun þeirra fyrirfram að sökkva Þi-ym BA 7. ---------------- títgerðir kvóta- lítilla skipa Hyg-gjast loka höfnum eða róa ÚTGERÐARMENN kvótalítilla skipa hyggjast grípa til aðgerða á næstu dögum, þar sem stjómvöld hafa ekki komið til móts við sjónar- mið þeirra um bættan rekstrargrund- völl þessa útgerðarhóps. Hilmar Baldursson, framkvæmda- stjóri Landssamtaka útgerða kvóta- lítilla skipa, segist sannfærður um að gripið verði til aðgerða á næstu dög- um. Annaðhvort muni menn loka höfnum eða róa í trássi við lög. Hann segir sjávarútvegsnefnd ekki hafa komið til móts við sjónarmið útgerð- anna í neinum efnum og gífurleg reiði sé meðal félagsmanna. „Við höfum óskað eftir viðtölum við stjórnvöld en engin viðbrögð fengið,“ segir Hilmar. Hugmyndh- LÚKB íjölluðu einkum um breytingar á lögum um Kvótaþing íslands. Þá vildu samtökin draga úr veiðiskyldu fiskiskipa. Þessi atriði voru rædd á fundi sjávarútvegsnefnd- ar í gær. Kristinn H. Gunnarsson, formaður sjávarútvegsneftidar, segir að þau lög sem þessi atriði snerti hafi verið hluti af lausn kjaradeilu sjó- manna og útvegsmanna í fyrra og lögunum verði ekki breytt í samráði við þá aðila sem þá deildu. Því hafí ekki fundist leiðir til að mæta sjónar- miðum útgerða kvótalítilla fiskiskipa. ------------♦-♦-♦---- 8 mánaða fang- elsi fyrir fjárdrátt RÚMLEGA fimmtug kona var í gær dæmd í átta mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt en hún hafði dregið sér um 3,3 milljónir króna af bankabókum háaldraðrar konu í Reykjavík á tíma- bilinu 1996 til 1998. Ákærða vann heimilisstörf fyrir konuna í fjögur ár og kvað hún sam- band þeirra hafa þróast til vinskapar. Að ósk konunnar fór ákærða að sinna fjármálum fyrir hana og aðstoðaði hún við að greiða fyrir hana reikn- inga, kaupa í matinn og þess háttar. Á umræddu tímabili fór ákærða margar ferðh' í banka með banka- bækur konunnar og tók út úr þeim, ýmist fyrir konuna sjálfa án þess að draga sér nokkurt fé, eða dró sér hluta af útteknum fjárhæðum, eða allt sem hún tók út. I niðurstöðu dómsins kom fram að ákærða játaði skýlaust brot sitt og var til samvinnu við að upplýsa verknaðinn. Meira smygl fannst í Goðafossi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.