Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Ný lög um krókabáta sam- þykkt á Alþingi í gær Takmarkað frumvarp en til bóta, að mati formanns sjávarútvegsnefndar FRUMVARP sjávanítvegsnefnd- ar Alþingis um breytingar á stjórn fiskveiða sem lúta að veiðum ki-ókabáta var lagt fram í gær og varð að lögum samdægurs. Frum- varpið kom fram um kl. 14.30 og þegar 20 mínútna umræður höfðu farið fram var samþykkt með 43 samhljóða atkvæðum að vísa frum- varpinu til 2. umræðu og síðan strax til 3. umræðu. Þingmenn tóku aðeins til máls um frumvarpið við 1. umræðu. Málið varð síðan að lögum rétt fyrir kl. 16.30. Forseti á eftir að undirrita 'ögin og birta þau í Stjórnartíðindum svo þau verði formlega að lögum. Þær breytingar sem felast í lög- unum eni eftirfarandi: Bátar sem veiða samkvæmt sóknardagakerfi á grundvelli 6. gr. laganna verður heimilað að stunda veiðar fram til 31. október ár hvert í stað 30. september. Sett verða þrengri mörk fyrir fækkun sóknardaga milli fiskveiði- ára þannig að þeim verði aldrei fækkað um meira en 10% á milli ára. Bátar sem nú stunda veiðar samkvæmt sóknardagakerfi og hafa valið að stunda veiðar með krókaaflamarki frá og með fisk- veiðiárinu 2000/2001 verður heim- ilað að fá úthlutað þorskaflahá- marki og stunda veiðar samkvæmt því frá og með 15. apríl 1999 til 31. ágúst 2000. Um úthlutun á þorskaflahámarki fer ekki sam- kvæmt ákvæðum laga nr. 83/1995 heldur skal þeim úthlutað sama magni og þeir hlytu samkvæmt út- hlutun krókaaflamarks. Að öðru leyti munu sömu reglur gilda um þessa báta og gilda nú um þorskaflahámarksbátana. Þessi tímabundna úthlutun hefur hvorki áhrif á heildaraflahlutdeild né skiptingu aflahlutdeilda í ýsu, ufsa og steinbít. Þetta val mun ein- ungis geta átt sér stað einu sinni og bátar geta ekki horfið frá vali sínu eftir að það hefur verið til- kynnt. Gert er ráð fyrir að Fiski- stofu verði tilkynnt fyiir 15. apríl nk. hyggist bátar nýta sér þessa heimild. Val milli sóknardagakerfís og krókaaflamarks Eigendum báta verður gefinn kostur á því að endurskoða val milli sóknardagakerfis og króka- aflamarks. Með þeim breytingum sem lögin fela í sér breytast for- sendur og því er réttlætismál og í samræmi við góða stjórnsýslu- hætti að gefa mönnum kost á að velja að nýju við þessar aðstæður. Fresturinn er framlengdur og verða menn að velja fyrir 15. apiíl 1999, þ.e. tilkynning þarf að berast í síðasta lagi 14. apríl. Við ákvæði til bráðabirgða XXIV í lögunum er bætt reglu um að veiðar krókaaflamarksbáta úr öðrum stofnum en þar eru til- greindii- eru ekki bundnar aflatak- mörkunum. Jöfnunarúthlutun samkvæmt ákvæði til bráðabirgða XXV í lög- unum er ákveðin 3.000 tonn á ári og er sú úthlutun óháð öðrum út- hlutunum samkvæmt lögunum. Akveðin er viðmiðunardagsetn- ing um hvenær bátar þurfa að hafa verið minni en 200 brúttótonn til að eiga rétt á úthlutun samkvæmt bráðabirgðaákvæði XXV. Þetta er gert til að koma í veg fyrir að menn fari að laga báta að lagaá- kvæðinu en engin vísiregla er um við hvaða tímamark á að miða, hvort miða eigi við stærð ár hvert eða í upphafi eins og frumvarpið gengur út á. Á sama hátt er fast- ákveðið við hvaða tíma miða skuli 5% aukningu aflahlutdeildar báta minni en 10 brl. eða 10 brúttótonn. Jöfnunarúthlutun er flutt milli báta við endurnýjun með kaupum eða nýsmíði, enda sé ekki samið um annað. Auk þess er sjávarút- vegsráðherra veitt heimild til að rétta hlut þeirra sem endumýjað hafa skip sín frá 1. september 1997 og fram til gildistöku þessara laga þannig að sambærilegar reglur gildi um þá báta og aðra sem end- urnýjaðir eru síðar. Er gert ráð fyrir því að sjávarútvegsráðherra setji hlutlægar reglur um þessa út- hlutun. Ekki samkomulag um frekari breytingar Kristinn H. Gunnarsson, for- maður sjávarútvegsnefndar; fylgdi frumvarpinu úr hlaði. I umræðum um málið sagði Svan- fríður Jónasdóttir að hún ásamt öðrum í minnihluta í sjávarút- vegsnefnd hefðu haft aðrar hug- myndir um hvað gera skyldi ef hreyft yrði við þessum málum á annað borð. Breyta hefði átt lög- um í þá veru að gætt yrði jafn- ræðis milli þeirra sem nú geta valið aflahámark og þeirra sem áður hafa átt það val. En um frekari leiðréttingar hafi ekki náðst samkomulag. „Minnihlutinn stendur hins vegar heilshugar að þeim takmörkuðu lagfæringum sem samkomulag náðist um núna og birtast í því frumvarpi sem hér er til umræðu og afgreiðslu," sagði Svanfríður. Lúðvík Bergvinsson kvaðst standa heilshugar að því frum- varpi sem fram væri lagt. Hann sagði að því væri ekki að neita að í frumvarpinu væri hagsmunum eins hóps betur borgið en annarra. Hann kvaðst hafa lagt sérstaka áherslu á það að reglum um kvóta- þing yrði breytt. Þau mistök að koma kvótaþingi á fyrir einu ári yrðu viðurkennd en kvótaþingið hafi aðeins leitt til þess að leigu- verð á aflaheimildum hefði hækkað til mikilla muna. Það væri ekki hinum dreifðu byggðum til hags- bóta. „Því miður náðist ekki sam- komulag um það að breyta þeim reglum sem nú gilda um kvóta- þing. Við nefndum einnig önnur at- riði en ég held að það frumvai-p sem hér iiggur fyrir sé til bóta,“ sagði Lúðvík. Árni R. Árnason sagði að frum- varpið væri niðurstaða úr löngum umleitunum innan sjávai-útvegs- nefndar, eða frá því lagasetningu lauk í janúar um málefni krókabát- anna í kjölfar dóms Hæstaréttar í desember sl. „Verkefnið eins og það lá fyrir var að koma í lög ákvæðum um veiðar þessara báta þannig að þær yrðu til frambúðar eftir stjórnkerfi sem síðan yrði ekki breytt, líkt og verið hefur um veiðar aflamarksskipanna um langt árabil. Við höfum ekki orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að ná því marki að mínu viti en ég tel að með þessu frumvarpi horfi til betri veg- ar en niðurstaðan varð í janúar sl.,“ sagði Árni. Var síðan gengið til atkvæða um að vísa málinu til 2. umræðu. Sig- hvatur Björgvinsson gerði grein fyrir atkvæði sínu. Hann sagði að loksins hefðu kröfur um að eitt- hvað yrði gert fyrir strandveiði- flotann borið árangur þótt grátlegt væri hve skammt meirihluti sjáv- arútvegsnefndai' hefði viljað ganga. „Ekki vildi hann snerta við kvótaþingi, ekki gæta jafnræðis gagnvart smábátum á aflamarki og ekkert fyrir hinn hefðbundna vertíðarflota." Sighvatur sagði að hér væri því um mjög takmarkaðar lagfæringar að ræða á lögum um veiði smábáta sem sett voru í janúar sl. gegn vilja stjórnarandstæðinga. s A sjötta tug mála af- greidd síð- ustu daga FUNDUM Alþingis íslendinga var í gær frestað fram til 25. mars nk. en þá er fyrirhuguð atkvæða- greiðsla um breytingar á kjör- dæmaskipuninni og tilkynnt um þingfrestun. Á sjötta tug þing- mála, ýmist lög eða ályktanir, hafa verið afgreidd frá Alþingi undanfarna daga og af þeim voru nítján afgreidd í gær. Þá var ein- staka málum vísað til ríkisstjórn- arinnar. Meðal þingmála sem afgreidd voru í gær má nefna ályktun þess efnis að samgönguráðherra verði falið að vinna langtímaáætlun um gerð jarðganga á íslandi. Áætlun- in feli í sér úttekt á kostum sem taldir eru í jarðgangagerð á land- inu, kostnaðarmat og arðsemis- mat einstakra framkvæmda og forgangsröðun verkefna. Sérstak- Iega verði horft til framkvæmda sem rjúfa vetrareinangrun, koma í stað annarrar kostnaðarsamrar vegagerðar, stytta vegalengdir eða stækka atvinnusvæði. Aætlun- in liggi fyrir áður en lokið verði við næstu reglulegu endurskoðun vegáætlunar. Ekki var í ályktun- inni tekin afstaða til tillögu Arn- bjargar Sveinsdóttur, Sjálfstæðis- flokki, um að þegar verði hafinn undirbúningur að gerð jarðganga milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðar- fjarðar. Einnig var samþykkt frumvarp til laga um endurgrejðslur vegna kvikmyndagerðar á Islandi, fium- varp til laga um Háskóla Islands og frumvai-p til laga um skipu- lags- og byggingarlög. Þá má geta þess að í fyrradag var sam- þykkt ályktun þess efnis að um- hverfisráðherra verði falið að láta kortleggja ósnortin víðerni á Is- landi og ályktun þess efnis að um- hverfisráðherra verði falið að láta kanna, í samvinnu við skipulags- yfirvöld og hugsanlega rétthafa, möguleika á að stofna Vatnajök- ulsþjóðgarð. Ennfremur var frumvarp um skaðabótalög sam- þykkt sem Iög frá Alþingi og frumvarp til laga um raforkuver. Heilbrigðisráðherra um stöðu, kjör og aðbúnað öryrkja Sparifé að 4 milljónum hafí ekki áhrif á bætur Morgunblaðið/Jón Svavarsson RAGNAR Arnalds í starfi þingforseta á fundi Alþingis í gær en Ragnar lætur af þingmennsku í vor. Garðar Sölvi Helgason „Klæðskerasaumað til að gagnast mér ekki“ INGIBJÖRG Pálmadóttir heil- brigðisráðherra skýrði frá því á Alþingi í gær að hún hefði breytt reglugerð frá árinu 1996 á þá leið að sparifjáreign einstaklings allt að 4 milljónum króna hefði ekki áhrif á örorkubætur. Áður gat þessi eign ekki verið meiri en 2,5 milljónir króna án þess að til skerðingar kæmi. „Það er viða sem bæta þarf hag lífeyrisþega. Það verður að bæta hag þeirra líf- eyrisþega sem búa við lökust kjör. Mér er ofarlega í huga að öryrki sem eignast barn má ekki gjalda þess,“ sagði hún og bætti við: „Þá má ekki refsa öryrkja fyrir að spara. Eðlilegur sparnaður ör- yrkjans má ekki skerða bætur hans. Þessu hef ég þegar breytt þannig að peningaeign allt að 4 milljónum króna hjá einstaklingi og tvöföld sú fjárhæð hjá hjónum og sambýlisfólki hefur ekki áhrif á bætur.“ Þetta sagði ráðherra í umræð- um um skýrslu Þjóðhagsstofnunar um stöðu, kjör og aðbúnað öryrkja á Islandi. Geir H. Haarde fjár- málaráðherra kynnti skýrsluna á Aiþingi fyrir hönd Davíðs Odds- sonar forsætisráðherra og sagði að meginniðurstaða hennar væri sú 7S- taiíli i S§ 1 -'i 1 i! 1 3 ií ALÞINGI að bætur almannatrygginga hefðu hækkað umtalsvert umfram verð- lag á undanfónium árum. „I ítar- legum samanburði Þjóðhagsstofn- unar á þróun kaupmáttar launa og ýmissa bóta síðustu 12 árin kemur m.a. fram að kaupmáttur grunnlíf- eyris almannatrygginga lækkaði um rúm 16% kjörtímabilið 1987 til 1991, lækkaði um rúm 6% á síðasta kjörtímabilinu en hækkaði um tæp 11% á yfirstandandi kjörtímabili fram til janúar í ár,“ sagði ráð- herra. Stjórnarandstæðingar gagn- rýndu hins vegar umrædda skýrslu harkalega og sögðu hana blekkingu og leik með tölur. „Þessi sýn ríkisstjórnarinnar á kjörum öryrkja er hrein blekking og leikur með tölur. Sé þessi mynd rétt sem hæstvirtur ráðherra dregur fram í skýrslu sinni er engu líkara en í'ulltrúar á ráðstefnu sem haldin var í Ráðhúsinu nýlega á vegum Sjálfsbjargar hafi verið að lýsa kjörum öryrkja í einhverju allt öðru landi en á Islandi. En þar var lýst hreinu neyðarástandi hjá ör- yrkjum," sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir, þingflokki Samfylkingar- innar. „I skýrslu hæstvirts ráðherra kemur hann sér hjá því að svara hve margir öryi-kjar hafi þurft að leita til hjálparstofnana utan opin- bera kerfisins en á ráðstefnu ör- yrkja fyrir hálfum mánuði kom fram að á milli 1100 og 1300 ör- yrkjar hafi árlega á undanförnum árum þurft að leita neyðaraðstoð- ar til Hjálparstofnunar kirkjunnar og hafi þeim fjölgað mikið síðustu árin, þ.e á þessu kjörtímabili. Staðreyndin er sú sem hæstvirtur ráðherra kemur sér hjá að skrifa í skýrsluna að helmingur þeiiTa sem leita ásjár hjá hjálparstofnun- um í dag eru öryrkjar," sagði Jó- hanna ennfremur. Fleiri þing- menn stjórnarandstöðunnar tóku undir gagnrýnisorð Jóhönnu og efuðust um trúverðugleika skýrsl- unnar. GARÐAR Sölvi Helgason örorkulíf- eyrisþegi, sem barist hefur gegn reglugerð um að sparifjáreign yfír 2,5 milljónum króna skerði frekari bætur til öryrkja, segir að breyting sú sem Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisráðhetra boðaði í gær, gagn- ist honum ekkert. Ráðherra tilkynnti á Alþingi að hún hefði breytt um- ræddiá reglugerð frá árinu 1996 á þá leið að peningaleg eign þyrfti að vera meiri en fjórar milljónir króna til að skerða bætur. Garðar kveðst eiga um fimm millj- ónir ki’óna sem hann hafi lagt til hlið- ar af bótum sínum. „Það passar akkúrat. Hún hefur gi-einilega athug- að það. Þetta er greinilega klæð- skerasaumað hjá henni þannig að það gagnist mér ekki neitt,“ segii- hann en tekur fram að það sé ekki vegna þess að hann sé í neinum vandræðum sem hann hafi barist gegn þessum reglum. „Mér finnst það bai'a óréttlátt að mér skuli refsað fyrir það í fyrsta lagi að hafa leyft mér að eyða ekki öllum bótunum mínum og í öðru lagi fyrir að hafa farið eftir skattalögum."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.