Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 16
r 16 FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RENAULT kynnti Avatime sem er hugmynd að lúxus sem bjóða má í fjölnotabíl af minni gerðinni. Þótt hann sé hugmyndabíll er hann sagður vera nokkuð nærri því sem hann verður á markaði árið 2000. Hátt í hundrað nýjungar kynntar á bflasýningunni 1 Genf Morgunblaðið/jt CL er nýr í Mercedes Benz flotanum. Hann er byggður á S-línunni og kynntar voru 500 og 600 gerðirnar sem verða fáanlegar í haust. Sportbflar og þægindi í fyrirrúmi Þægindi og skemmtilegheit voru ráðandi þegar bílaframleiðendur heimsins tefldu fram flota sínum í Genf. Jóhannes Tóm- asson varð margs vísari er hann skundaði þar um bása og rekur hluta af því hér. MERCEDES Benz CL, nýtt flagg- skip í sportbílaflota fyrirtækisins, Mazda Premacy fjölnotabíll, annar slíkur frá Nissan sem nefndur er Tino, Audi TT, BMW 740 dísilbffl og Bora og Golf langbakamir frá Volkswagen var meðal þess sem gaf að líta á 69. alþjóðlegu bílasýning- unni í Genf sem nú stendur. Tæplega 100 nýjungar voru kynntar ef allt er talið, þ.e. allt frá bílum sem fara eiga á markað, til hugmyndabíla og fylgihluta bíl- greinarinnar. Alls voru þarna 293 sýnendur frá 35 löndum sem tefldu fram helstu framleiðsluvörum sín- um. Almennt má segja að nýjung- amar felist sem fyrr bæði í hug- myndabílum og framleiðslubílum og greinilegt að framleiðendur reyna af enn meiri krafti en áður að steypa saman í einn bíl þægindum og nauðsynjum. I stórum dráttum verður bfflinn áfram nokkuð samur við sig: Á fjór- um hjólum, meðal fjölskyldubfflinn verður áfram talsverð fjárfesting og hefur umtaisverðan rekstrarkostn- að í for með sér. Seint verða líklega framleiddir bílar fyrir þá efna- minnstu. Trúlega er nokkuð til í því sjónarmiði sem fram kom í umræð- um blaðamanna í Genf að framleið- endur leggja sig einkum í líma við að þjóna kaupendum í Evrópu og Ameríku þar sem kröfur eru miklar og kaupgeta góð. Þeir hafa síður áhuga á að þróa og hanna bíla fyrir markaði í Asíu og Afríkulöndum þar sem kaupmáttur er minni. Framleiða þar sem hagkvæmt er Framleiðendur leggja áfram áherslu á að þeir mengi minna, nýti aðra orkugjafa en bensín og veiti farþegum sínum enn betri árekstra- HONDA sýndi HR-V sem er eins konar jeppa-Iangbakur en hug- myndin var kynnt sem J-WJ fyrir tveimur árum. vöm. Þá standa enn yflr margs kon- ar sameiningar framleiðenda, samningum um samvinnu er komið á og ýmsar vangaveltur eru uppi um hver kaupir hvern næst. Fram- leiðslan fer líka fram orðið nánast hvar sem er á hnettinum, verk- smiðjur eru reistar þar sem rekstr- arskilyrði, laun og annað eru fram- leiðendum hagstæð og þannig kepp- ast þeir við að ná sem bestri sam- keppnisstöðu. Sýnendur rifu hár sitt og varð ekki um sel þegar mikið rykský gaus upp í Palexpo sýningarhöllinni og lagðist yfir stóran hluta svæðis- ins daginn áður en opnað var. Sökin beindist fljótlega að Honda-básnum þar sem menn urðu skyndilega að slípa niður ójöfnur í gólfínu sem varð til þess að hvítleitt rykið lagð- ist yfir stóra bíla sem smáa og gerði þá nánast alla álíka sviplausa. En þessu var vitanlega kippt í liðinn og allir bílar voru gljáandi og bónaðir sem aldrei fyrr en þegar skari blaðamanna og fulltrúar umboða riðu um garða. Þýðingarmikið mál í höfn sem varðar almannahag BREYTINGAR á skaðabótalögum voru samþykktar sem lög frá Al- þingi sl. miðvikudag en samkvæmt þeim eru tjónþolum tryggðar fullar bætur fyrir fjártjón sem þeir verða fyrir í slysum. „Þetta eru merk og ánægjuleg tíðindi. Ég tel þetta af- skaplega þýðingarmikið mál sem varðar almannahag," segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstarétt- arlögmaður. Jón Steinar hefur ásamt fjórum öðrum lögmönnum allt frá árinu 1993 gagnrýnt harðlega skaða- bótalögin sem tóku gildi það sama ár þar sem ákvæði þeirra væru fjarri því að tryggja tjónþolum fullnægjandi skaðabætur fyrir lík- amstjón, sem skerti starfsorku þeirra. Með lagabreytingunni sem Alþingi hefur nú pamþykkt eiga þær skerðingar á skaðabótum sem lögin frá 1993 fólu í sér að ganga til baka. „Lögin frá 1993 höfðu verið sett fyrir frumkvæði vátryggingafélag- anna í landinu. Þau tóku sig saman um að hamla og tefja fyrir því að nauðsynlegar réttarbætur kæmust á á þessu sviði. Þeim hefur tekist það alveg þar til nú en lagabreyt- ingin á að taka gildi 1. maí næst- komandi. Það eru því liðin hartnær sex ár þótt það hafi legið ljóst fyrir allan tímann að þessi lagaákvæði væru allsendis ófullnægjandi," seg- ir Jón Steinar. Virðast hafa notið tilstyrks Vá- tryggingaeftirlitsins „Það er einnig furðulegt að mér sýnist að þessi sterki hagsmuna- hópur, sem þessi félög eru, hafi meira að segja notið tilstyrks frá sjálfu Vátryggingaeftirlitinu við að hamla gegn því að þessar réttar- bætur kæmust á. Allan þennan tíma hafa þau, eins og reikningar þeirra sýna, safnað mjög háum fjárfúlgum í bótasjóði sína á þann hátt að þau hafa gjaldfært of háan tjónakostnað og þá haldið því fram að þessi tryggingagrein væri rekin með tapi. Þetta er augljós fyrir- sláttur," segir hann. „Ég tel að það sé með vissum hætti áhyggjuefni að hagsmunaað- ili skuli geta haft áhrif á starfsemi löggjafans eins og þessir aðilar hafa gert. Hér er um að ræða eins augljóst hagsmunamál fyrir al- menning gegn sérhagsmunum og hægt er að hugsa sér,“ segir hann ennfremur. Þúsundir manna hafa mátt Iíða fyrir ófullnægjandi reglur Jón Steinar segir það mjög al- varlegt að á þeim tíma sem er lið- inn frá því lögin frá 1993 tóku gildi hafi þúsundir manna mátt líða fyrir ófullnægjandi bótareglur laganna. „En aðalatriðið er að málið er nú komið í höfn og hinn 1. maí næst- komandi ganga í gildi skaplegar Stokkseyri - Skautasvellið á Löngu- dæl á Stokkseyri gaf sig undan þunga traktorsgröfu sem starfs- maður áhaldahúss sveitarfélagsins Árborgar notaði til að ryðja svellið. Gröfumaðurinn slapp ómeiddur úr hremmingunum og komst sjálfur út reglur um fjárhæð bóta fyrir fólk sem verður fyrir líkamstjóni og tapar starfsorku sinni. Síst skyldi nú höggva þar,“ segir hann að lok- úr gröfunni. Óhappið varð í fyrra- dag og ekki tókst að ná gröfúnni upp fyrir kvöldið með þeim tækjum sem til staðar voru og átti að reyna aftur í gær með sérstökum gálga. Það tókst ekki heldur og er grafan enn í Löngudæl. um. Morgunblaðið/Gísli Gísla. Skautasvellið gaf sig Augnlækn- ar halda vísindaráð- stefnu ÍSLENSKIR augnlæknar efna til vísindaráðstefnu í dag og á morgun í tengslum við aðalfund félags síns. Ráðstefnan hefst í dag kl. 13.30 í húsnæði Læknafélags íslands, Hlíðarsmára 8 í Kópavogi. Henni verður fram haldið á morgun kl. 9. Dagskráin verður fjölbreytt báða dagana með áherslu á erfða- rannsóknir, lyfjafræði og augn- slys. Þá verður skýrt frá niður- stöðum margvíslegra rannsókna svo sem á augum Reykvíkinga yf- ir fimmtugt, hrörnun á augnbotn- um o.fl. Tveir gestir koma frá Bandaríkj- unum, prófessoramir Gordon K. Klintworth og Kent Small, en báðir munu ræða um erfðafræðirann- sóknir á augnsjúkdómuum. Augnspítali tekinn í notkun Laugardaginn 20. mars verða mikil tímamót í sögu augnlækninga hérlendis þegar opnaður verður augnspítali við Eiríksgötu, þar sem áður var Fæðingarheimili Reykja- víkur. Starfsemi spítalans mun grundvallast á göngudeildarstarf- semi þar sem sjúklingar koma til greiningar og aðgerða en leggjast ekki inn á sjúkrahús. Þessi þróun hefur verið ör í augnlækningum undanfarin misseri og er fjöldi sjúkrarúma fyrir augnsjúklinga nú aðeins þriðjungur þess sem var fyrir fímm árum. Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. um afgreiðslu breytinga á skaðabótalögum á Alþingi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.