Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 27 Indónesar draga að samþykkja áætlun um framtíð A-Tímor „Viðræðurnar dæmd- ar til að mistakast“ Samcinuðu þjóðunum, Jakarta. Reuters. JOSE Ramos-Horta, leiðtogi að- skilnaðarsinna á Austur-Tímor, sagði í gær að viðræðurnar undir stjórn Samein- uðu þjóðanna um framtíð Austur- Tímor væru dæmdar til að mistakast. Búist hafði verið við að stjórn Indónesíu myndi sam- þykkja áætlun um að veita Austur-Tímor víðtæk sjálf- stjómarréttindi í viðræðunum en hún kvaðst í gær ætla að fresta því og leggja fram tillögu um breyting- ar á áætluninni í næsta mánuði. Hún sagðist þó enn vilja að deilan um sjálfstæði Austur-Tímor yrði leyst ekki síðar en í ágúst. Embættismenn frá Indónesíu og Portúgal hófu tveggja daga viðræð- ur um framtíð Austur-Tímor í fyrradag og ræddu einkum óljósar tillögur Indónesíustjómar um ein- hvers konar atkvæðagreiðslu meðal Austur-Tímorbúa um hvort þeir vildu sjálfstæði. Ali Alatas, utanríkisráðherra Indónesíu, sagði að Indónesar væm andvígir „fullgildri þjóðaratkvæða- greiðslu“ þar sem hún myndi kynda undir ofbeldi á Austur-Tímor. Stjómarerindrekar sögðu að hann hefði lagt til að atkvæðagreiðslunni yrði háttað þannig að embættis- menn Sameinuðu þjóðanna flyttu kjörkassa milli bæja á Austur- Tímor á nokkram vikum. Jaime Gama, utanríkisráðherra Portúgals, hafnaði þeirri tillögu og milligöngu- menn Sameinuðu þjóðanna sögðu hana vafasama. „Viðræðumar era dæmdar til að mistakast," sagði Ramos-Horta, sem fékk friðarverðlaun Nóbels 1996. „Indónesar hafa Sameinuðu þjóðimar að háði og draga lappim- ar.“ Mikil spenna er á Austur-Tímor vegna umræðunnar um sjálfstæði portúgölsku nýlendunnar íýrrver- andi og tugir manna hafa fallið í átökum milli aðskilnaðarsinna og Austur-Tímorbúa sem vilja að land- ið verði áfram hluti af Indónesíu. Xanana Gusmao, leiðtogi aðskiln- aðarsinnaðra skæraliða á Austur- Tímor, ræddi í gær í fyrsta sinn við leiðtoga vopnaðra hreyfmga Aust- ur-Tímorbúa sem leggjast gegn sjálfstæði. Peir sögðust hafa ákveð- ið að leggja niður vopn og reyna að leysa deiluna með friðsamlegum hætti. Leiðtogar stríðandi fylkinga friðmælast Rúmlega 200 manns hafa einnig látið lífið í átökum milli kristinna manna og múslíma í Ambon-borg í Indónesíu síðustu tvo mánuði og tíu féllu í götubardögum þar í fyrradag. Þúsundir hermanna hafa verið sendar þangað til að stilla til friðar. Astralar hafa miklar áhyggjur af þróuninni í Indónesíu og á Austur- Tímor og fjölguðu í gær þeim her- mönnum, sem hægt er að senda til ófriðarsvæða með skömmum fyrir- vara, um helming. Gusmao Holbrooke mistókst að fá samþykki Serba fyrir NATO-herliði Stálin stinn mættust á fundi í Belgrad Belgrad. Reuters. RICHARD Holbrooke, sérlegur er- indreki Bandaríkjastjórnar, hafði ekki erindi sem erfíði á fundi með Slobodan Milosevic, forseta Jú- góslavíu, á miðvikudag í Belgrad. Milosevic þverneitar að leyfa her- liði á vegum Atlantshafsbandalags- ins (NATO) að gæta friðar í Kosovo-héraði og ekkert bendir til þess að hann hviki frá afstöðu sinni fyrir upphaf annarrar lotu samn- ingaviðræðna við leiðtoga Kosovo- Albana sem á að hefjast í Frakk- landi á mánudag. Oánægja er einnig ríkjandi með framgöngu leiðtoga Kosovo-Albana, sem enn hafa ekki undirritað fyrirliggjandi friðarsamkomulag Tengslahóps stórveldanna þrátt fyrir loforð um slíkt. „Pað stefnir í bein átök ef ekkert breytist og í dag gerðist ekkert sem benti til þess,“ sagði Hol- brooke í viðtali við Reuters að hafa fundað með Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, í samtals átta klukkustundir á miðvikudag. Stjórnvöld í Belgrad eiga yfir höfði sér loftárásir NATO takist ekki að ná samkomulagi um frið í Kosovo. „Fundurinn var mjög mikilvægur, mikilvægi hans mun koma í ljós þegar fram í sækir. Nú er að ein- beita sér að næstu lotu samninga- viðræðnanna í Frakklandi." Önnur lota hefst á mánudag Holbrooke var sendur til Belgrad ásamt Chris Hill, aðalsamninga- manni Bandaríkjastjómar, í þeirri von að honum tækist að fá Milos- evic til þess að samþykkja vera hersveita frá Atlantshafsbandalag- inu í Kosovo-héraði. Það tókst ekki. Holbrooke neitaði því að viðræður hans við Milosevic hefðu verið gagnslausar: „Þegar á allt er litið, einnig fundi evrópskra leiðtoga með Milosevic, svo sem fund utan- ríkisráðherra Þýskalands fyrir hönd Evrópusambandsins fýrr í vikunni, er ljóst að stjórnvöld í Jú- góslavíu þurfa ekki að fara í graf- götur með hver vilji vesturveldanna er í þessu efni. Við viljum fínna friðsamlega lausn á deilunni.“ Önnur lota samningaviðræðna stjórnvalda í Belgrad og leiðtoga Kosovo-Albana hefst á mánudag í Frakklandi. Fyrir samningamönn- um liggur 83 síðna friðaráætlun fyrir héraðið. I henni er gert ráð fýrir að Kosovo-Albanar fái sjálfs- stjórn og að herlið NATO gæti frið- arins á milli Serba og Albana. Að- spurður hversu langa tíma menn ætluðu sér til þess að ná samkomu- lagi í þessari lotu sagði Holbrooke: „Eg held að það velti ekki á því hvenær þolinmæði okkar brestur, heldui- hversu mikið ber í milli...Mér er hins vegar illa við að spá nokkuð um hversu langan tíma það tekur.“ Slobodan Milosevic hvikar ekki í andstöðu sinni við hersetu Atlants- hafsbandalagsins í Kosovo. I skeyti frá hinni opinberu Tanjug-frétta- stofu í Belgrad á miðvikudag sagði: „Tilraunir til þess að gera vera er- lendra hersveita að skilyrði fyrir pólitísku samkomulagi eru algjör- lega óviðunandi." Kosovo-Albanar hafa ekki und- irritað samninginn Til stóð að leiðtogar Kosovo-Al- bana undirrituðu samkomulagið fyrir sitt leyti á sunnudag, en það átti m.a. að tryggja samningsstöðu Holbrookes gagnvart Milosevic. Bob Dole, öldungadeildarþingmað- ur í Bandaríkjunum, sem lengi hef- ur stutt málstað Kosovo-Albana misbauð framganga þeirra. „Hefðu þeir staðið við loforð sitt og undirritað samkomulagið, þá hefði Holbrooke verið í miklu betri stöðu til þess að þrýsta á Milos- evic,“ sagði Dole í þætti sem sendur var út í albanska sjónvarpinu á miðvikudagskvöld. Madeleine Al- bright kom einnig fram í þættinum en tveir þriðju hlutar heimila í Kosovo-héraði ná útsendingum hans. Hún tók í sama streng og Dole og hvatti Kosovo-Albana til þess að þrýsta á leiðtoga sína um að undirrita samkomulagið. Ekkert hefur spurst til Hashims Thaqis, leiðtoga stjórnmálaarms Frelsis- hers Kosovo, í nokkra daga og er töfin sem orðið hefur á undirritun- inni m.a. rakin til þess að hann hef- ur ekki látið sjá sig. Bandaríkjaþing hefur ákveðið að taka á dagskrá umræðu um hugs- anlegan flutning 4.000 bandarískra hermanna, sem hluta af liði NATO, til Kosovo-héraðs við litla hrifningu Albright utanríkisráðherra. „Ef svo færi að flutningur bandarísks her- liðs yrði felldur í atkvæðagreiðslu, gerði það illt verra og gæfi stríð- andi fylkingum grænt ljós á að grípa til vopna á ný,“ sagði Albright í gær. Vandoðar og fallegor innréttingar fró Belgiu ó hagstæðu verði. Sniðio að þínum þörfum! OpiS frá kl. 9-18 virka daga og kl. 10-14 laugardaga Vi& Fellsmúla Sími 588 7332 Fyrir alla nebba ... ... en þó SérStakleg-a fyrir þá öérstaklega ötífluðu! Nezeril* er lyf sem losar um nefstíflur af völdum bólgu í nefslímhúð, t.d. vegna kvefs. Neaeril® verkar fljótt og minnkar bólgur í nefi sem gerir þér kleift að anda eðlilega. Mikilvægt er að lesa vandlega leiðbeiningar um skömmtun i sem eru á fylgiseðli með lyfinu. Nezeril® er fáanlegt sem 1 nefúðalyf og í einnota umbúðum. | < 2 «9 O .... .... ISIezaHr- Ssssir t\ - 025.«/- MJ'li'AH J18 ssssssss Blátt Nezeril® M.W4M. _ Blcikt Nczeril® fyrir fullorðna Grænt Nczeril® fyrir börn og börn frá : ” ú fyrlr ungabörn B5BI 21a - 10 ára OSBK 10 ára aldri ENGIN ROTVARNAREFNI NEFÚÐI OG EINNOTA PAKKNINGAR FYRIR ALLA ALDURSHÓPA Bara að „nebbna" það! ASTKA JHHHiAstra ísbndflHHBk cc Nczeril Coxymetaaolin) «r lyf lem losar nefstlflur af völdum lcvafa. Lyflð er fljótvlrlct og verkun verir i 6-8 klst. Aukaverkanlr: Staðbundin ertlng kemur fyrlr. Varúflt Ekkl er ráðlagt að taka lyflð oftar en 3svar á dag eða lengur en 10 daga 1 senn. Að öðrum koatl er hsetta á myndun lyf jatengdrar nefslímhlmnu- bólgu. Nezerll á ekkl að nota vlð ofnœmlsbólgum i nefi eða langvarandl nefstiflu af öðrum toga nema i samráðl við laekni. Leltlð tll lœknls ef likamshitl er hœrri en 38.58*C lengur en 3 daga. Ef mlklll verkur er tll staöar. t.d. eymaverkur, ber elnnlg að leita lœknis. Skómmtun: Skömmtun er clnstaklingsbundin. Leslð leiðbelningar sem fylgja hverrl pakknlngu lyfsins. Geymlð lyf ávallt þar sem böm ná ekki til. Umboð og drelflng: Pharmaco hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.