Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 32
32 FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Fræðsluverkefni Barnaheilla ÞESSI vika hefur verið valin af aðildar- samtökum International Save the Children Alliance í Evrópu til að vekja at- hygli á nýútkominni skýrslu þeirra sem ber heitið „Secrets that destroy“. Vísar heiti skýrslunnar til þeirra skelfilegu leyndarmála sem mörg börn, bæði í samfélagi okkar sem og annars staðar, þjást undan, - leyndarmál sem geyma sársauka- fullar sögur um kyn- ferðislegt ofbeldi sem þau hafa verið beitt. Skýrslan sjálf greinir frá samvinnu- verkefni aðildarsamtakanna í Evr- ópu sem þau unnu að á síðasta ári og er liður í átaki þeirra gegn kyn- ferðislegu ofbeldi gegn börnum. Mannréttindi barna International Save the Children Alliance er bandalag 26 samtaka frá jafnmörgum löndum sem starfa vítt og breitt um heiminn. Þeirra á með- al eru samtökin Barnaheill (Save the Children, Iceland). Öll samtökin hafa það að markmiði að vinna á einn eða annan hátt að bættum hag barna, m.a. með því að stuðla að fullum mannréttindum börnum til handa. Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna er sá hugmyndafræðilegi grunnur sem samtökin starfa á. Aberandi þáttur í starfi samtakanna hefur verið baráttan gegn kynferð- islegu ofbeldi gegn börnum. Voru samtökin t.d. í lykilhlutverki við skipulagningu fyrstu heimsráð- stefnunnar um barnavændi, barnaklám og sölu á börnum í gróðaskyni sem haldin var í Stokk- hólmi í ágústmánuði 1996 og vakti mikla athygli. Á þeirri ráðstefnu var samin viljayfirlýsing þátttökuland- anna um samvinnu og aðgerðir til að vinna gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum. I framhaldi af ráð- stefnunni ákváðu svo aðildarsamtök International Save the Children Allianee í Evrópu að sækja um fjár- stuðning til Daphne-áætlunar Evr- ópusambandsins til að vinna að samstarfsverkefni á þessu sviði. Megináhersla verkefnisins var ann- ars vegar að skapa vettvang fræðslu og umræðna um málefnið undir yf- h-skriftinni „Secrets that destroy" og hins vegar að safna saman fræðslu- og upp- lýsingaefni sem notað er í forvarnarstarfi og meta gildi þess. Barna- heill er þátttakandi í samstarfsverkefninu en vegna stöðu Islands utan Evrópusambands- ins hafa samtökin ekki átt tilkall til fjárstuðn- ingsins. Ógnandi leyndarmál Verkefnið „Secrets that destroy" var skipulagt þannig að haldnar voru 6 ráð- stefnur um kynferðis- legt ofbeldi gegn börn- um, í jafnmörgum löndum, þ.e. á Spáni, í Finnlandi, Frakklandi, Danmörku og Grikklandi. Löndin voru valin með tilliti til iandfræði- legrar legu þeirra innan Evrópu, Barnaheill Mikilvægur þáttur í samstarfsverkefni sem þessu, sefflr Sveinbjörg Pálsdóttir, er sú miðl- un gagnkvæmrar þekk- ingar og reynslu sem á sér stað milli samstarfsaðilanna. einnig með tilliti til stöðu málefnis- ins í viðkomandi löndum. Fyrirles- arar voru innlendir og erlendir sér- fræðingar og hópur þátttakenda var samsettur af ýmsum fagaðilum sem að þessum málum koma í störfum sínum. Á ráðstefnunum var málefn- ið skoðað frá ólíkum sjónarhornum enda birtingarmyndir ofbeldisins margar og ólíkar. Sem dæmi má nefna að í Frakklandi er algengast að kynferðislegt ofbeldi gegn börn- um eigi sér stað innan fjölskyldunn- ar á meðan að í Grikklandi stendur fólk frammi fyrir þeim vanda að börnum er rænt, þau flutt yfir landamærin í norðurátt og þar seld til að stunda vændi. Helstu atriði sem voru tekin til umfjöllunar og aðstandendur sam- Sveinbjörg Pálsdóttir starfsverkefnisins vilja vekja at- hygli á eru eftirfarandi: • Kynferðislegt ofbeldi gegn börn- um á sér stað og er alvarlegt samfé- lagslegt vandamál. • Bæði drengir og stúlkur eru þolendur kynferðislegs ofbeldis. • Gerendur ofbeldisins eru oft ung- lingar undh' 18 ára aldri. • Barnaklámi er dreift eftir nýjum leiðum með tilkomu alnetsins. • Heimilislausum börnum og börn- um sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður er hættara við að verða þolendur kynferðislegs ofbeldis. • Meðferð fyrir unga gerendur er mikilvæg. Erlent samstarf Barnaheilla Mikilvægur þáttur í samstarfs- verkefni sem þessu er sú miðlun gagnkvæmrar þekkingar og reynslu sem á sér stað meðal samstarfsaðil- anna. Þannig fá þeir innsýn í stöðu mála í öðrum löndum, því hver þjóð hefur sína sérstöku sögu að segja og hefur með tilliti til hennar leitað leiða til að taka á vandanum. Sam- starfsverkefnið hefur verið góður stuðningur við fræðslu- og foi'varn- arverkefni Barnaheilla gegn kyn- ferðislegu ofbeldi gegn börnum sem staðið hefur yfir undanfarið ár. Sú staðreynd að samtökin hafa ekki haft aðgang að fjármagni Evrópu- sambandsins í þessu tilliti hefur ekki staðið í veginum fyrir virkri þátttöku í samstarfinu enda hafa ís- lenskar fjölskyldur og fyrirtæki stutt dyggilega við verkefni Barna- heilla með fjárstuðningi sínum. Samtökin vinna að því nú að verða fullgildur meðlimur í nýrri umsókn sem aðildarlönd International Save the Children Alliance í Evrópu eru að undirbúa um þessar mundir til Evrópusambandsins. Baráttan heldur áfram I þessari viku er ráðherraráð Evrópusambandsins að taka ákvörðun um áframhaldandi fjár- stuðning til frjálsra félagasamtaka innan ramma Daphne-áætlunarinn- ar. Það er því ekki tilviljun að einmitt þessi tími varð fyrir valinu af aðildarlöndum International Save the Children Alliance í Evrópu til að vekja athygli á samstarfsverkefn- inu. Um leið vilja þau hvetja til þess að Daphne-áætluninni verði tryggð- ur lagalegur grundvöllur næstu 5 árin svo baráttan gegn þeim mann- réttindabrotum sem kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er geti haldið áfram. Hægt er að nálgast skýrsluna „Secrets that destroy" á skrifstofu Barnaheilla á Laugavegi 7. Höfundur er verkefnisstjóri hjá samtökunum Barnaheill. (BOsiDoe® jy Negro Skólavörðustíg 21a * 101 Reykjavík sími/fax 552 1220 U pplýsingamiðl- un lífeyrissjóða Verulegar framfarir eru orðnar varðandi upplýsingastreymi frá lífeyrissjóðum, nú eru birtar heilsíðuauglýs- ingar sem sýna starf- semina á árinu, mjög góða afkomu í þeim sjóði sem hér er skoð- aður, 8,5% hrein raun- ávöxtun 1998 og i'úm 8% sl. 3 ár. Fjölgun sjóðsfélaga 5% og greiðandi fyrirtækja 12,6%, - hér er átt við auglýsingu frá lífeyr- issjóðnum Framsýn. Árni Þarna eru ýmsar Brynjólfsson kennitölur, t.d. að „líf- eyrisbyrði“ hefur minnkað um rúm 4% á milli áranna 197 og 198, von- andi ekki af því að svo margt eftir- launafóik hafi kvatt þennan heim, fremur af því að „góðærið" létti á örorkudeildinni. - Hrein eign til greiðslu lífeyris hefur aukist um 4 milljarða á milli ára, reksturs- kostnaður hefur lækkað verulega og stöðugildum fækkað. Upplýsingar um verðbréfaeign og fjárfestingar eru ýtarlegar og mynd- rænar, en nokkra at- hygli vekur að hluta- bréfaeign í erlendum fyrirtækjum er orðin 7,4% á móti 10,7% í ís- lenskum og fjárfest- ingarnar 1998 eru meiri í erlendum fyrir- tækjum, eða 14,1% á móti 13%. Naumt skammtaður lífeyrir? Athygli vekur að greidd eftirlaun 1998 eru ekki að meðaltali nema 138.790 kr. á mann, en örorkulífeyrir er kr. 215.255 á mann þetta sama ár. Svo varla er mikið sem fellur í hlut hvers og eins. - Til eftir- launamannsins innan við 12 þús. kr. á mánuði, til öryrkjans tæp 18 þús. kr. Er mögulegt að ráða megi af þessu að gert sé svona miklu betur við öryrkja en eftir- launafólk? Makar í þessum aldurshópi Kristján sló í gegn í Hamborg ÞEGAR maður er staddur er- lendis lítur maður oft í kringum sig eftir því hvort landi okkar Kristján Jóhannsson, óperusöngvari og ten- ór, sé ekki að syngja í óperu við- komandi stórborgar. Heldur þótti bera vel í veiði er við sáum í tíma- ritinu „Opera Now“ að Kristján myndi syngja aðalhlutverkin bæði í Cavalliera Rusticana og I Pagliacci sama kvöldið í Hamborgaróperunni er við hjónin yrðum þar næst á ferð. Eg lét því útvega tvo miða á sýningu 18. febrúar sl. Það kom hins vegar í ljós að Kristján söng ekki þetta kvöld, heldur Lando Bartolini, en Kristján syngi aðeins 23. og 27. febrúar. Miðarnir voru hins vegar komnir og því ekkert annað að gera en að hlusta á Bar- tolini, sem söng' ágætlega. Hinn 23. febrúar vorum við aftur stödd í Hamborg og greip ég því tækifærið og keypti aftur tvo miða. Einnig vildi ég fá tækifæri til að bera þessa tvo tenóra saman. Hálf- tíma fyrir sýningu fórum við bak- sviðs til að spyrja hvort við gætum ekki fengið að heilsa upp á Kristján í hléinu, en var sagt að við gætum fengið að tala við hann strax og var umyrðalaust vísað inn í búningsher- bergi hans. Þar tók söngvarinn á móti okkur í fullum skrúða og sminkaður, með sínu elskulega við- móti, sem allir þekkja. Þótt ekki væru nema þrjátíu mínútur til sýn- ingar var ekki nokkurn sviðsskrekk á Kristjáni að sjá. Ekkert „nervösitet“ eða spenna. Maður hefði alveg eins getað verið að tala við fisksala í Reykjavík hvað róleg- heit snerti. Við spjölluðum við Kri- stján dágóða stund um heima og geima. Brátt fórum við hjónin að ókyrrast, töldum okkur vera að tefja manninn og kvöddum. Þá bauðst Kristján til að fylgja okkur styttri leið yfir sviðið svo við þyrft- um ekki að /ara út aftur og í kring- um húsið. Á leiðinni rákumst við á hljómsveitarstjórann, Nicola Panz- er, sem tók við okkur og vísaði okk- ur inn í áhorfendasalinn. Panzer minntist á að e.t.v. væri ekki hægt að byrja alveg á réttum tíma vegna þess að hávær mótmæli Kúrda vegna Ocalan úti fyrir tefðu sýning- argesti. En á réttum tíma var tjaldið dregið frá og sýning á Cavalliera Rusticana hófst. Operan hefst á því að Turiddu (Rristján) syngur arí- una „0 Lola“ baksviðs. Tindrandi munu flestir vera konur og hafa oft verið heimavinnandi, og hafa því lítil eða engin eftirlaun sjálfar. - Þær fá að meðaltali rúmar 7 þús. kr. Dæmið er ekki fullreiknað Tryggingafræðilegar niðurstöð- ur eru rniðaðar við 3,5% rauná- vöxtun og sýna að eign sjóðsins um síðustu áramót hafi verið rúm- ir 6 milljarðar umfram skuldbind- ingar. I samræmi við gildandi lög og reglur hefur verið samþykkt á ársfundi sjóðsins að greiða sér- stakar ótilgreindar uppbætur á líf- eyri næstu 5 árin, umfram það sem samþykktir segja. Upplýsingar Varla er mikið, segir * Arni Brynjólfsson, sem fellur í hlut hvers og eins. Síðan koma tölur er sýna hve mikil blóðtaka þetta er fyrir sjóð- inn, en ekki eitt orð um það hve mikið eftirlaunafólkið, öryrkjarnir eða makarnir muni fá í launa- umslagið mánaðarlega til viðbótar því sem fyrir er. - Ekki er heldur sagt frá því hvernig lífeyririnn rödd Kristjáns fyllti út í hvert horn hins stóra áhorfendasalar Ham- borgaróperunnar. Það var strax ljóst að rödd Kristjáns var mun þróttmeiri, bjartari og fágaðri en Bartolinis. Háu tónarnir fyllri og skærari. Kristján var í mjög góðu formi. Hann hefur grennst og hlutverk hins léttlynda Turiddu passaði hon- um eins og silkihanski; hann var greinilega í sínu rétta „elementi" þarna á sviðinu. Þegar drykkju- söngurinn var sunginn sást vel og Sönglist Tindrandi rödd Krist- jáns fyllti út í hvert horn, segir Jóhann J. Ólafsson, hins stóra áhorfendasalar Ham- borgaróperunnar. heyrðist hversu reyndur og örugg- ur Kristján er í þessu hlutverki. Hann syngur á móti stórum kór, skálar við kunningja og skenkir víni, hendir upp flösku og grípur á lofti allt á meðan hann syngur af mikilli snilld. I lok söngsins yfir- gnæfir hann allan kórinn með háum tón. Því næst syngur hann há- dramatíska aríu „Mamma“ þegar hann kveðui' móður sína áður en hann gengur út í opinn dauðann. Túlkun þessa hlutverks krefst mik- illar tilfinningalegrar breiddar. I hléinu ræddi ég við nokkra sýn- ingargesti og fullyrti einn þeirra við mig að enginn tenór í heiminum í dag syngi hlutverk Turiddu betur en Kristján Jóhannsson. Þegai' maður hugsar út í það, þá er þetta líklegast rétt. Eftir hlé hófst „I Pagliacci" og tókst Kristjáni vel upp frá byrjun. Gjarnan hefði mátt gera gervi hans eldra í þessu hlutverki til að auka spennuna á milli hans og hinnar ungu eiginkonu hans Neddu. Gervi hans var nærri óbreytt frá hinum unga Turiddu. Hamborgarbúar eru eins og Bretar og Islendingar sparir á klappið inni í miðju verki og bíða til loka hvers þáttar. Eftir aríuna „Vesti la giubba" sem Kristján söng frábærlega vel bíða áhorfendur ró- hefur staðið sig í samanburði við laun á almennum vinnumarkaði sl. ár eða jafnvel sl. 3 ár, en þannig er greint frá varðandi arðsemi sjóðs- ins. Þetta skiptir miklu máli fyrir þá sem hafa verið að safna í sjóð- inn til ellinnar og hafa myndað grunninn að þeim sjóði sem þarna er verið að auglýsa. Þá skiptir það einnig máli fyrir þá sem enn eru á vinnumarkaði að vita hvort söfnun þeirra gufar smátt og smátt upp vegna ónógrar verðtryggingar, - þeir hafa e.t.v. enn möguleika á að breyta þótt þeir ráði ekki miklu um stjórn sjóðsins. í sjóðsstjórn era mætir menn, eins og sjá má af framangreindri auglýsingu og ekki þarf að efast um það að þeir vilja upplýsa það sem þarna á vantar, en spurt er um þetta: 1. Hve mikið hækkar lífeyrir X á mánuði næstu 5 árin vegna sér- stakra uppbóta? 2. Hvernig breyttust eftirlaun X á mánuði frá des. 1995 til des. 1998? 3. Hvernig breyttust örorkulaun X á mánuði frá des. 1995 til des. 1998? Launavísitalan hækkaði á sama tíma um 22,2%, - en vísitala neysluverðs um 5,5%. Höfundur er félagi íaðgerðarhópi aldraðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.