Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 39 UMRÆÐAN Heilbrigðismál á dagskrá HEILBRIGÐISMAL ei*u varla á dagskrá hjá nokkrum stjórnmála- flokki í komandi kosningum. Ekki vantar að ýmislegt sé að. Fólk kvai*t- ar um biðlista og þjón- ustuleysi á stofnunum og í heilsugæslu, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Svör eru þau helst að það þurfi að spara. Og fólk fer. Vill ekki vinna lengur í ríkisrekstrin- um. Tali stjórnendur upphátt um fjársvelti stofnana sinna eru þeir kallaðir „á teppið" í ráðuneytinu. Meginhluti heilbrigðisþj ónustunnar er háður fjárlagastýr- ingu og ríkiseinokun. Astandið kallast velferð- arkei-fí en er læst í víta- hring. Pólitískum víta- hring óskilgreindrar Ingdlfur S. Sveinsson skattheimtu, fjárlagareksturs, ráðu- neytisstýringar og ráðaleysis. Ríkið takmarkar þjónustu á stór- um sviðum með lokunum og biðlist- um. Fólk er ótryggt í raun, hvað sem það borgar í hítina. Tryggingin nær aðeins svo langt sem ríkisútgerðinni hentar á hverjum tíma. Engar hug- myndir eru í augsýn til að komast úr þessari eymd, síst meðal stjómmála- manna. Sjálfstæður rekstur sem bæt- ir þjónustuna er til en á erfitt upp- dráttar vegna andstöðu ríkisins. Framsóknarmenn lýstu á nýlegu flokksþingi ánægju með stjóm sína á málaflokknum, tilbúnir að halda áfram. Vinstri flokkamir era sáttir við ríkis- reksturinn. Benda þó á slæma meðferð allra sem eiga bágt og segja þeim að kjósa sig. Segj- ast myndu skammta meira skattfé á kerfið fengju þeir að ráða. Sj álfstæ ðisflokkur- inn hefur í allmörg ár samþykkt á landsfund- um stefnu sem boðar fráhvarf frá ríkisútgerð heilbrigðisþj ónustunn- ai' og ríidseinokun trygginga. Ur viðjum ríkisreksturs og inn í nútímann. Þessi stefna flokksins hefur verið til skrauts en ekki komið til framkvæmdar í for- ystu flokksins og varla til umræðu. Halda mætti stundum að heilbrigðis- mál væru ósýnileg. Agætur fjár- málai'áðhema okkar sagði nýlega í Flokksfréttaviðtali að núorðið væri ríkið rekið líkt og einkafyrirtæki. Allir hafa blinda bletti í sjónsviðinu en ríkisrekstur uppá fjórðung fjár- laga ætti vai'la að fara framhjá fjár- málaráðherra. Heilbrigðismál hafa einangrast utan við stjómmálaum- ræðuna. Fynnim, þegar Sjálfstæðisflokk- urinn fór með ráðuneyti heilbrigðis- mála, fylgdu ráðhemar hiklaust sósí- alistískri stefnu ráðuneytisins. Síð- ustu tvær ríkisstjórnir undir forystu sjálfstæðismanna hafa látið fagráð- herra samstarfsflokksins annast heilbrigðismálin meðan Sjálfstæðis- flokkurinn hefur leitt þau mál hjá sér og tekið umræður um þau af Heilbrigðismál Sjúklingar hafa minni rétt nú, segir Ingólfur S. Sveinsson, en þeir höfðu fyrir nokkrum áratugum. dagskrá. Því má með sanni segja að yfirgnæfandi sósíalistískt rekstrar- fyrirkomulag heilbrigðisþjónustunn- ai- á Islandi sé á ábyrgð sjálfstæðis- manna. En eitt er víst: Raunveruleg- ar úi'bætur verða varla án tilverkn- aðar Sjálfstæðisflokksins. Heilbrigðisþjónustan, það um- fangsmikla svið, hefur aldrei fengið að njóta sjálfstæðisstefnunnar. Aldrei fengið að njóta heilbrigðra viðskiptahátta atvinnu- og viðskipta- frelsis. Sjúklingar hafa því ekki fengið að njóta þess heldur sé frá talin lyfjaverslunin nú nýlega. Sjúk- Hvað með MS-genið og hina einsleitu þjoð? GREINARKORNI, sem ég ritaði í Morgun- blaðið 16. október 1998 og bar heitið: „Nýir sið- ir með nýjum herram“, spurðist ég fyrir um MS-genið, en frá því var sagt í Morgunblaðinu 19. ágúst sl. Ekkert svar hef ég fengið enn. Svo benti kunningi minn mér á grein í breska vísindaritinu Brain (1998), þar sem segir frá niðurstöðum rannsókna sem hópur breskra vísindamanna hefur stundað um ára- bil. Þar var allt gena- mengið „skannað", all þétt. Þessi rannsókn stóð yfir í möi'g ár og var gerð í þremur áföngum. I greininni er aðferðum lýst, bæði tæknilegum og tölfræðilegum, auk sjúkdómsgreininga. Ekki verður far- ið nánar út í þá sálma hér. Allar rannsóknir hafa sýnt fylgni við vefja- flokkakerfið (HLA, MHC) sem er á litningi nr. 6, þar á meðal rannsókn á íslenskum MS-sjúklingum (1978- 1980) og ættingjum þeirra, en höf- undur þessa greinarstúfs var meðal rannsóknamanna (Acta Neurologica Scandinavica, 1980). Breska rann- sóknin nær til 251 systkina pars þar sem bæði systkinin höfðu sjúkdóm- inn. Höfundar draga að vísu þá ályktun af rannsókninni að það þurfi 1.000 systkina pör til að ná sterkari vísbendingu. Hver er fjöldi systkina para sem þjáist af MS-sjúkdómnum á íslandi? Era íslendingar of fáir fyrii' svona rannsóknir? Þótt svo að meira en 190.000 arfgerðir hafí verið greindar fannst ekkert „aðalgen" (major gene) tengt þessum sjúkdómi í bresku rannsókninni. í niðurlagi á samantekt gi-einarinnar segir í laus- legri þýðingu: „Það sem nú er hægt að segja er að gen með meiri háttar áhrif er útilokað frá 95% af erfða- menginu og gen með miðlungs (moderate) áhrif frá 65% erfðameng- isins, en aftur á móti era gen með mjög lítið iíffræðilegt tillegg ekki útilokuð á neinu litningasvæði. Þær niðurstöður sem fyrir liggja benda til þess að MS-sjúkdómurinn sé háð- ur mörgum genum, sem ýmist vinna sjálfstætt eða með sértæku samspili eða samverkun (epistasis) við önnur gen, en hvert gen fyrir sig hefur lítil áhrif. Þessi skýring þykir nær lagi, en að um mjög fá gen sé að ræða er spili meiri hátt- ar líffræðilega rullu.“ Reyndar er augljóst af greininni að þessi gen, ef þau eru þá yfir- leitt til, hafa hvert um sig smá hlutverk og eru á víð og dreif um litn- inga manna. Þessi úttekt Bret- anna hefur því svarað spurningu minni um MS-genið. Það er ekk- ert eitt MS-gen, þau Alfreð eru mörg með lítil áhrif Ámason hvert, ef það eru þá til einhver sérstök MS- gen. Svipaða sögu er vafalítið að segja um alla algenga sjúkdóma og þar koma vafalaust mörg gen við sögu sem flest bera lítinn bagga. Því hafa mai'gir fræðimenn varað við því að ráða of mikið í það þegar eitt eða tvö gen finnast tengd sjúkdómum af þessu tagi (Nature, 1998). Málið er afspyi'nu flókið og hér hafa fæst orð minnsta ábyrgð. Nú kynni einhver að segja að þessu sé öðravísi farið á íslandi, við séum svo einsleit og þessvegna kjörin til slíkra rannsókna. Aðrir halda því fram að þessu sé þveröfugt farið. Það má vera að þessu sé öðravísi farið á Islandi, en einsleit eram við ekki. Við eram svolítið sérstök, því hér blönduðust noirænii' menn og fólk frá Bretlandseyjum. Landið byggðist á skömmum tíma og landnemar vora margir, 20-60 þúsund á landnámsöld (The Geographical Review, 1961). Það er því næsta víst að hingað hefur borist obbinn af öllum algengum gen- um sem þá voru í Norður-Evrópu og hér hafa þau verið síðan með litlum breytingum, þar á meðal gen er tengjast algengum sjúkdómum. Sum- h- hafa aðeins dregið þá ályktun að Is- lendingar séu Evrópumenn eða ef til vill frá Norðvestur-Evrópu (Annals of Human Biology, 1982). Gegnum aldirnar hafa svo önnur gen borist hingað, það segir saga höndlunar við þjóðir, sumar langt að komnar. Allir vita sem vilja, að „þótt náttúran sé lamin með lurk þá leitar hún heim um síðir“. Þessi staðreynd eykur arfblendni, sem betur fer. Það er því léleg þjóðsaga og ný af nálinni að íslendingar séu komnir „af Erfðafræði Nú kynni einhver að segja að þessu sé öðru- -------------7--------- vísi farið á Islandi, segir Alfreð Árnason, við séum svo einsleit og þess vegna kjörin tii rannsókna. Aðrir halda því fram að þessu sé þveröfugt farið. nokkrum víkingum". Það hefui' því verið einstök tilviljun að blaðamaður The New Yorker sá hve Islendingar líkjast hverjh- öðrum í útliti, kannski sá hann hinn hreina kynstofn. Þetta var óskhyggjusýn þess sem dreymir um hreinleika yfirburðamannsins. Þau erfðamarkakerfi íslendinga, sem ég hef séð og rannsakað í ára- tugi eru jafn arfblendin og gerist meðal nágranna okkai'. Við getum því búist við að allir algengh' sjúk- dómar hafi svipaðan erfðabakgrunn hér eins og gerist í nálægum lönd- um. Það er því rangt að Islendingar séu eitthvert sérstakt fyrirbrigði í heiminum, nema að því leyti að vilja verða alþjóða tilraunadýr einokunar- fyrirtækis. Þai'na er um nýja stökk- breytingu að ræða, en óæskilegar stökkbreytingar hverfa oftast fljótt í náttúrunni. Höfundur er erfðafræðingur. lingar hafa minni rétt í dag en þeir höfðu fyrir nokkrum áratugum, þeg- ar þeir áttu þó sínar eigin fátæklegu tryggingar, sjúkrasamlögin. Sjúk- lingar eru ekki neytendur með rétt heldur þiggjendur opinbers fjár og með þá farið sem slíka. Heilbrigðisþjónusta þarf samkeppni Jafnvel sjálfstæðismenn hafa sagt að það sé óeðlilegt að læknar eða stofnanir keppi um þjónustu við sjúklinga. Það er eins og fólk haldi að þetta svið þjóðlífsins sé hafið yfir það sem jarðneskt er. Það ætti að vera mikilvægt hverjum heilbrigðis- starfsmanni að veita góða þjónustu, betri en veitt er einhvers staðar ann- ars staðar og geta fengið umbun fyr- ir eins og í annarri þjónustu. En rík- isreksturinn hindrar valfrelsi og eðli- lega verðmyndun. I heilsugæslunni sem þjáist af of- stjórn og fólksflótta ríkir trúar- bragðaeinokun. Ríkisrekin heilsu- gæslustöð er „hið eina rétta“ form. Þar skal kosta 25-50 milljónir af rík- isfé að byggja yfir hvern lækni. Er það seinlegt en talið mjög sparandi. Sjálfstætt starfandi heimilislæknum, sem margir era vel menntaðir og vinsælir af almenningi, skal útrýmt, enda byggja þeir yfir sig sjálfir og þjónusta þeirra er ódýrari fyrir rík- ið. En trúin blífur. Einn og einn sjálfstætt starfandi læknir deyr. Aðrir hætta vegna aldurs. Nýliðun er bönnuð. Ráðuneytisstjórinn í heil- brigðisráðuneytinu, sem er mikill fagmaður í miðstýringu, vinnur einmitt að því þessa dagana að þvinga þá sem eftir lifa inn í einlitt ríkiskerfið. íslenskar aðferðir til úrbóta íslendingum þykir vænt um sam- trygginguna sína og vilja ekki fórna henni, þótt þeir sjái að ríkisrekstur- inn sé hörmung. Allir þekkja sögu um íslenskan heimaalning sem ekki vissi hvað sjúkratrygging var, fór til Ameríku, lenti á spítala, þurfti að borga mikið og varð hissa og hrædd- ur. Við þessa sögu stöðvast umræðan venjulega. Menn segja að gamla keifið sé skárra og spyija: „Ef við fengjum eigin tryggingai' í hendum- ar, hver á þá að annast hina fátæku?" Enginn vill vita þá bjargarlausa. Svar mitt er: Við þurfum hvorki amerískar grýlur né evrópskan sósí- alisma. Við eigum ágæta íslenska fyrirmynd sem hentar okkur vel. Gamla sjúkrasamlagakerfið aðlagað nútímanum. Skilgreina þarf með lög- um lágmai'ks skyldutryggingu hvers íslendings svo að engir séu ótryggð- ir. Ef við kaupum sjúkratryggingu annars staðar en hjá ríkinu eigum við að fá skatta til baka. Sveitarfélag greiði sjúkratryggingu þess sem get- _ ur það ekki sjálfur. Fyrir því er alda- gömul íslensk hefð, sem er góð fyrir margra hluta sakir. Einmitt sú krafa setur þá ábyrgð á hvert sveitarfélag að rækta mannlíf. Verkefni Sjálfstæðisflokksins Aukinn einkarekstur og minnk- andi ríkisrekstui' í heilbrigðisþjón- ustu er verðugt verkefni fyrir Sjálf- stæðisflokkinn með sjálfstæðisstefn- una sjálfa sem leiðarljós. Viðskipta- frelsi, atvinnufrelsi og afnám opin- berrar einokunar. Sjálfstæðisflokk- urinn þarf að taka að sér ráðuneyti heilbrigðismála. Verkefnalistinn gæti byrjað þannig: 1. Afnema trúarkreddur. Koma á atvinnufrelsi í heilsugæslunni. 2. Flytja rekstur heilsugæslunnar frá ríki til sveitarfélaga og einkaað- ila. 3. Afnema ríkiseinokun sjúkra- trygginga, svo að fólk geti tryggt sig annars staðar. 4. Skilgi-eina lágmarks skyldu- tryggingu í landinu. 5. Finna leiðir fyrir sjúki'astofnan- ir út úr fjárlagarekstri. Þannig gætu sjálfstæðar heil- brigðisstofnanir þjónað fólki sem býr við öryggi trygginga. Höfundur er læknir. Sannleiksleit í eftirvinnu ALITAMALIÐ um Japansför borgarstjóra og föruneytis er hvort ferðalagið hafi verið á vegum _ Mitsubis- hi/Heklu. í fréttatíma Ríkissjónvarpsins föstudaginn 26. febrúar réttlætti borgarstjóri ferðina með vísun til hefðarinnar. Tveim dögum síðar, á sunnudegi, sendi borgarstjóri úí frétta- tilkynningu um að minnihlutinn í borgar- stjórn, fjölmiðlar Japansför Páll Vilhjálmsson Þegar leita þarf sannleikans í eftirvinnu, segir Páll Vilhjálmsson, hætta margir að trúa. landsins og undirritað- ur væru haldnir mis- skilningi. I sunnu- dagstilkynningu borg- arstjóra segir að Japansförin sé alfarið , á vegum Reykjavíkur- borgar en Mitsubis- hi/Hekla eingöngu lagt til skrifstofuvinnu, komið á fundum aðila og þess háttar. Þegar leita þarf sannleikans í eftirvinnu hætta marg- ir að trúa. Ég er einn þeirra. Borgarstjóri spyr í greinargerð í Morgun- blaðinu 10. mars hvað sé athuga- vert við að hún opni plötubúð Skíf- unnar eftir að Jón Olafsson skipti þar um innréttingar. Svarið liggur í opinberum gögnum sem dreift hef- ur verið í fjölmiðlum um upphaf viðskiptaveldis téðs Jóns. Einlæg vanþekking borgarstjóra er álíka trúverðug og sannleiksleitin. Höfundur er fulltrúi. ■ Full búð af borðdúkum Straufrí efni kr. 690/m Saumum eftir móli Hlífðarefni undir borðdúka Uppsetningabúðin Hverfisgata 74, sími 552 5270.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.