Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 42
42 FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SESSELJA MARGRÉT MAGNÚSDÓTTIR + Sesseja Margrét Magnúsdóttir fæddist í Króki í Gerðahreppi 19. janúar 1905. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Garðvangi hinn 4. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Magnús Magnússon útvegs- bóndi í Króki, f.24. sept. 1869, d. 26. ''**■ september 1945, og Anna Sigríður Guð- mundsdóttir hús- freyja, f. 6. desember 1873, d. 21. júlí 1951. Systur Sesselju eru: Guðrún og Magnea Svan- hildur, tvö systkin létust á barnsaldri, Svanhildur og Magnús. Uppehlissystkin Sesselju eru Bergþóra Olafs- dóttir og Sigurður S. Guð- mundsson. Hinn 4. nóvember 1928 gift- ist Sesselja Axel Pálssyni for- sljóra, f. 22. mars 1907, d. 9. febrúar 1979. Hann var sonur hjónanna Páls Páls- sonar útgerðar- manns, f. 28. febrúar 1877, d. lO.júní 1938, og Guðrúnar Jóns- dóttur, f. 30. júlí 1874, d. 12. febrúar 1946. Sesselja og Ax- el áttu þrjá syni. Þeir eru: 1) Magnús, f. 11. nóvember 1927, d. 19. desember 1988, maki Kristín Þórðar- dóttir f. 7. febrúar 1930. Börn þeirra eru fjögur. 2) Birgir, f. 21. ágúst 1933, maki Guðrún Guðnadóttir, f. 7. september 1932, d. 2. apríl 1982. Börn þeirra eru fjögur. Sambýl- iskona Birgis er Elsa Lilja Eyj- ólfsdóttir, f. 7. september 1939. 3) Páll, f. 19. ágúst 1935, maki I. Ragnheiður Steindórsdóttir, f. 5. október 1943. Þau eiga eina dótt- ur. Maki II. Dagný Hermanns- dóttir, f. 24. mars 1942. Áður átti Páll tvær dætur með Huldu Steingrímsdóttur, f. 6. ágúst 1932. Sesselja ólst upp í Garð- inum en fluttist um tvítugt til Keflavíkur. Hún var varabæj- arfulltrúi í Keflavík 1958-62 og aðalfulltrúi, fyrst kvenna, 1962-70, formaður elliheimilis- nefndar og forstöðukona Elli- heimilisins Hlévangs frá stofn- un 1958-81. Hún sat í stjórn Kvennadeildar Slysavarnafé- lags Islands í Keflavík frá stofnun 1931 og formaður um árabil, í stjórn Sjálfstæð- iskvennafélagsins Sóknar frá stofnun 1948 og formaður um skeið, í stjórn Kvenfélags Keflavíkur um árabil. Um lengri eða skemmri tíma var Sesselja formaður orlofsnefnd- ar húsmæðra í Keflavík, for- maður barnaleikvallanefndar Keflavíkur, formaður æsku- Iýðsráðs Keflavíkur, formaður barnaverndarnefndar Keflavík- ur, formaður vetrarhjálparinn- ar í Keflavík, í stjórn tónlistar- félags Keflavíkur og var í kirkjukór Keflavíkurkirkju samfleytt í 40 ár. Fyrir störf að félagsmálum var Sesselja sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu 1976. Síðustu tíu árin dvaldist hún á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Garðvangi. Utför Sesselju fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma. Nú er þinni tilvist hér á jörðinni iokið og önnur tekin við. Kona, eins og þú varst mestan hluta ævi þinnar, tekur með sér mikla reynslu og kraft til nýrra heimkynna. Þú varst alltaf allt í öllu. Krafturinn, viljinn og dugnað- urinn var ótakmarkaður, hvort sem var við gamla fólkið þegar þú varst forstöðukona á Hlévangi eða í félags- málum hér í bæ. Það var alltaf eitt- hvað hjá þér á hverjum degi. Eg ólst upp í næsta húsi við ykkur afa og var -x: þar af leiðandi mikið hjá ykkur. Ég man svo vel þegar þið afi komuð til mín í Reykjadal, þar sem ég dvaldi í nokkiu- sumur. Þið með fullan bíl af allskonar góðgæti, ekki bara handa mér heldur öllum börnunum sem þar dvöldu. Við systkinin munum öll ferðimar fyrir jólin með jólapakka um allan bæ, alltaf varst þú að hugsa um aðra. Og allar ferðirnar á Laug- arvatn eru okkur í fersku minni. Mér er einnig minnisstætt þegar þér fannst ég nógu gömul til að heyra um stjómmálaskoðanir þínar. Ég hélt lengi að það væm lög en ekki bara þínar skoðanir. Elsku amma mín, mér hefur alltaf fundist við vera bundnar sér- -> stökum böndum, sem kom svo vel í ljós þegar ég átti fyrsta barnið mitt á 82. afmælisdegi þínum og þegar þú fluttir á Garðvang fluttum við Jói í húsið þitt á Vatnsnesveginum. Ég er þakklát fyrir dagana tvo sem ég átti með þér áður en þú kvaddir og vona að þú getir borið kveðjuna sem ég bað þig fyrir til ástvina minna, þegar ég kvaddi þig með kossi um nóttina. Takk fyrir samfylgdina, amma mín. Blessuð sé minning þín. Þín Sesselja Birgisdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífs þíns nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þ.S.) Elsku amma Sella mín. Ég veit að það var mikil Guðs blessun að þú hafir loks fengið að fara í seinasta ferðalagið því að ég veit að þú þráð- ir ekkert annað heitar. Ég kveð þig þó með miklum trega því að við átt- um margar góðar stundir saman úti á Garðvangi. Þó að þú hafir ekki getað talað mikið þá veit ég að þú vissir alltaf þegar ég var hjá þér því þú þekktir rödd mína og handa- band mitt. Söngur spilaði stórt hlutverk í þínu lífi og seinustu æviár þín náð- um við alltaf saman í söng. Elsku amma, í þann áratug sem þú dvaldir á Garðvangi var alltaf vel hugsað um þig og ég á ekki til nógu sterk orð til að lýsa þakklæti mínu til þess góða fólks sem þar stundar vanmetna vinnu. Elsku amma mín, ég vil þakka þér fyrir dýrmætar samverustund- ir sem ég mun alltaf geyma í hjarta mínu. Guð blessi þig. Þín alltaf. María. Ein sú besta gjöf, sem lífið lætur okkur í té á ævileið, eru góðir vinir. Og sennilega verður sönn og traust vinátta þeim mun dýrmætari í vit- und okkar eftir því sem lengra líður á ævidaginn. Þessi staðreynd er mér ofarlega í huga, þegar ég minnist Sesselju Magnúsdóttur í Keflavík, sem ég hiklaust tel meðal minna bestu og einlægustu tryggðavina, sem Guð hefir gefið mér. Nú er sú mikilhæfa heiðurs- kona gengin Guðs á fund eftir nær- fellt aldarlanga æviför hér í tímans heimi. Hún var meðal þeirra fyrstu sem ég kynntist, eftir að ég kom, ungur og óreyndur, til þjónustu í Keflavíkurprestakalli, sem þá var nýstofnað. Hún söng í kirkjukórn- um og því gat ekki hjá því farið, að leiðir okkar lægju saman. Þar hljómaði hennar klukkuskæra + Svava Kristín Sigurðardóttir frá Fagurhóli í Sandgerði var fædd 16.2. 1919 í Sand- m gerði, dóttir hjón- anna Sigurðar Ein- arssonar frá Fagur- hóli og Guðrúnar Sigríðar Jónsdótt- ur, bæði látin. Systkini: Einar, dó 9 ára, Sigríður Mar- ía, f. 25.11. 1915; Jóna Margrét, f. 7.2. 1920; Einarína Jóna, f.23.2. 1923; Margrét Sigurveig, f. 31.7. 1924; Jóna María, f. 28.9. 1925, Þórdís, f. 4.6. 1927; Guðrún, f. * 10.1. 1929, Hulda, f. 26.11. 1930, d. 17.8.1977. Kær frænka er horfin á braut eft- ir erfitt sjúkdómsstríð undanfarin ár. Aldrei kvartaði hún en var alltaf létt og kát í lund og stutt í brosið. Svava var næstelst af 9 systrum frá Fagurhóli í Sandgerði. Maður Svövu er Henrik Jóhannes- son frá Sumbra í Færeyjum, þau giftu sig 31.4. 1947. Þau eiga tvö börn, Henrik, f. 13.10. 1953, og Sólrúnu, f. 13.7. 1958. Svava vann í frystihúsinu í Sandgerði og síðan hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflug- velli. Heimili Svövu var á Norðurgötu 20 í Sandgerði. Utför Svövu fer fram frá Safnaðarheimilinu í Sandgerði í dag og hefst athöfnin klukk- an 14. Við systur viljum þakka Svövu yndisleg kynni og reyndar þeim systrum öllum. Það var mikil vin- átta milli fjölskyldna okkar og fjöl- skyldunnar frá Fagurhóli, það var sannarlega hátíð í bæ að fá frænkurnar í heimsókn færandi vin- arbrauð og snúða. Sama var að segja þegar við fórum í heimsókn til þeirra. Svava hafði mikið yndi af söng, var lengi í Kirkjukór Hvalsnes- kirkju og síðastliðin ár söng hún í kór aldraðra „Eldey“ og hafði mikla ánægju af. Minningar streyma fram í huga okkar og allar Ijúfar, eftir að við frænkur fórum að hittast einu sinni í mánuði var mikið hlegið og spjall- að, þá naut Svava sín, var hrókur alls fagnaðar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin pfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Kæra Svava, nú ertu laus við þrautir og þjáningar, komin í faðm foreldra og systur á landi ljóss og friðar. Kæri Eskild, Henni og Sólnin, okkar innilegustu samúðarkveðjur og góður guð gefi ykkur styrk. Guð blessi minningu Svövu Krist- ínar Sigurðardóttur. Marfa og Jóhanna Kristinsdætur. SVAVA KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR sópranrödd með þeim fágaða þrótti og einlægu hlýju, sem ekki gleym- ist. A þeim árum fóru flestar skírn- ar- og giftingarathafnir fram á heimili prestsins. Brátt komst sú venja á, að ég hafði samband við Sesselju þegar slíkar athafnir stóðu fyrir dyrum og leitaði aðstoðar hennar við sönginn. Þeim hjálpar- beiðnum tók hún ljúfmannlega og sjaldan var hún svo önnum kafin, að hún gæfi sér ekki tíma til að koma og prýða athafnirnar með sínum yndislega söng. Mér fannst sem návist hennar, þátttaka og að- stoð tryggði þeim sem hlut áttu að máli, hvort sem það voru foreldrar eða brúðhjón, heilaga stund. Svo máttugur og hrífandi var söngurinn hennar. Einu sinni man ég eftir, að hún söng með mér við sex giftingar sama daginn. En Sesselja gerði meira en að syngja. I félagsmálastörfum Kefl- víkinga var hún löngum í farar- broddi. Þar átti hún fáa sína líka, svo ekki sé sterkar að orði kveðið. Ég minni á Kvenfélag Keflavíkur, Slysavarnadeild kvenna, Sjálfstæð- iskvennafélagið, Tónlistarfélagið, Æskulýðsráð Keflavíkur, barna- verndarnefnd Keflavíkur, svo fátt af mörgu sé talið. Bæjarfulltrúi í Keflavík var hún um 16 ára skeið og í 23 ár var hún forstöðukona Elliheimilisins Hlévangs í Keflavík. Þar var hún virt og elskuð af öllum, bæði vistfólki og starfsfólki. Og sömu söguna má segja af starfi hennar að æskulýðsmálum. Mér er það minnisstætt, að unglingar úr ungtemplarafélaginu Árvakri, sem starfaði um skeið með miklum blóma í Keflavík, luku upp einum munni um það, að þótt Sesselja væri elst að árum þeirra, sem sæti áttu í æskulýðsráði, þá hefði hún eigi að síður verið þeirra yngst í anda, skilningsríkust á þarfir æsk- unnar og fúsust til að koma til móts við óskir þeirra. Það var ekki út í bláinn, að um síðustu jól sendu nokkrir fyrrverandi Arvakursfélag- ar henni þakkarskjal, þar sem m.a. var komist svo að orði: „Við erum sannfærð um, að sá bindindisandi, sem einkenndi æskulýðsstarfið á þessum árum, þar sem athafnaþrá okkar og frelsi fékk að njóta sín og við fundum, að okkur var treyst, hefur mótað okkur á jákvæðan og uppbyggilegan hátt.“ Heilshugar skal undir þessi þakkarorð tekið. Þannig var Sesselja á öllum svið- um, sem hún kom nærri. Heil- steypt og einlæg, traust og trú, hvar sem hún lagði hönd á plóginn. Ætla mætti, að hin margþættu og tímafreku félagsmálastörf hafi stundum verið unnin á kostnað heimilisins. En þess varð aldrei vart. Það var eins og hún hefði alltaf nógan tíma heima fyrir, þrátt fyrir umsvifin miklu út á við. Því skal heldur ekki gleymt, að hún átti góðan eiginmann. Axel Pálsson var hennar stoð og styrkur. Hann skildi köllun hennar til félags- starfa, hvatti hana og studdi eftir því sem í hans valdi stóð. Og ekki létu synirnir þrír, þeir Magnús, Birgir og Páll, og fjölskyldur þeirra sitt eftir liggja. Heimilisbragurinn á Vatnsnes- vegi 13, þar sem þau hjónin bjuggu lengst, var bjartur og hlýr, enda skapaður af samstilltum höndum og mótaður af sameinuðum hjörtum þeirra hjóna. Þau voru góð heim að sækja og gott var að njóta hinnar alúðarfullu og hlýju gestrisni, sem þá sveif yfir vötnum og var þeim báðum svo inngróin og eðlislæg. Axel andaðist í febrúarmánuði 1979. Sesselja bjó áfram á Vatns- nesveginum til ársins 1989. Þá varð það að ráði, að hún gerðist vistkona á dvalarheimilinu Garðvangi. Þar dvaldi hún upp frá því við frábært atlæti en hnignandi heilsu og and- aðist þar, þá orðin 94 ára. Við hjónin minnumst hennar með miklu og einlægu þakklæti, bless- um þær mörgu og björtu minning- ar, sem við eigum um hana í barmi geymdar, sendum sonum hennar, tengdadætrum og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur og biðjum þeim öllum blessunar Guðs í bráð og lengd. Björn Jónsson. Látin er í hárri elli og södd líf- daga eftir annasama ævi frú Sesselja Magnúsdóttir. Hún var Suðurnesjamaður að uppruna og upplagi, sjálfstæðismaður í huga og skoðunum, kærleiksrík kona sem ekkert aumt mátti sjá án þess að bæta úr. Sesselja var alla tíð mikil baráttu- kona og beitti sér af óeigingirni fyrir framgangi fjölmargra fram- faramála. Framganga hennar stjórnaðist ævinlega og mjög ljós- lega af góðu hjartalagi og sterkri skaphöfn. Eins og gjarna er þar sem fer slíkur einstaklingur sem vill bæta mannlíf, lífskjör og vel- ferð samferðamanna lét hún sér fátt óviðkomandi, og sökum mann- kosta valdist hún til forystu fyrir þeim málum sem hún gerði að sín- um. Þannig starfaði hún ósleitilega að réttindum og fjölbreyttum bar- áttumálum kvenna á vettvangi Kvenfélags Keflavíkur, Slysa- varnadeildar kvenna og Sjálfstæð- iskvennafélagsins Sóknar í Kefla- vík og síðast en ekki síst í bæjar- stjórn Keflavíkur. Ekki síst beitti hún sér fyrir framförum á aðbún- aði og bættri þjónustu við aldraða, og stýrði Elliheimilinu Hlévangi í Keflavík um langt árabil sem stjórnarformaður og um skeið einnig sem forstöðumaður. I öllu þessu starfi var ferill Sesselju bæði langur og gifturíkur enda var starfsþrek hennar óviðjafnanlegt og afköst eftir því. Ég naut þess að eiga trúnað Sesselju og samstarf við hana um árabil í starfi sjálf- stæðisfélaganna í Keflavík og í stjórn bæjarmála og minnist henn- ar með virðingu og þökk. Sesselja Magnúsdóttir var einn af burðarásum og foringjum í starfi Sjálfstæðisflokksins í Kefla- vík, dugmikil og fórnfús í stuðningi við flokkinn og traust í fjölmörgum trúnaðarstörfum sem hún var valin til í flokkstarfi, bæjarmálum og bæjarstjórn. Fyrir öll þau störf, ótrauðan stuðning og trúnað flyt ég henni þakkir alþingismanna Sjálfstæðisflokksins í Reykjanes- kjördæmi, núverandi og fyrrver- andi. Fjölskyldu hennar og afkom- endum færi ég bestu kveðjur. Megi vel geymast minning góðrar konu. Árni Ragnar Árnason alþm. í dag er kvödd Sesselja Margrét Magnúsdóttir, fyrrverandi for- stöðumaður Hlévangs og bæjar- fulltrúi í Keflavík. Sesselja var í fylkingarbrjósti keflvískra sjálfstæðiskvenna í ára- tugi og ein af stofnendum sjálf- stæðiskvennafélagsins Sóknar í Keflavík. Hún sat í stjórn þess fé- lags frá stofnun þess árið 1948 og allt til ársins 1981, þar af var hún formaður félagsins í 12 ár. Auk þess sinnti Sesselja ýmsum öðrum félagsstörfum af mikilli samvisku- semi. Sesselja var valin til fram- boðs á vegum Sjálfstæðisflokksins í Keflavík og var fyrst kvenna til að taka sæti í bæjarstjórn Kefla- víkur árið 1962. Sat hún tvö kjör- tímabil til ársins 1970, auk þess sem hún var áður varabæjarfull- trúi í fjölmörg ár. Það er ljóst af störfum Sesselju í þágu sveitarfé- lagsins og við lestur fundargerða sjálfstæðiskvennafélagsins Sóknar frá þeim tíma er hún var bæjar- fulltrúi, að hún hefur látið málefni barna, kvenna og ekki síst aldr- aðra mjög til sín taka og var fyrsti forstöðumaður elliheimilisins Hlé- vangs í Keflavík og gegndi því starfi í 23 ár. Með Sesselju Magnúsdóttur er gengin ein þeirra kvenna sem ruddu brautina fyrir okkur sem á eftir komum. Á kveðjustund þakka sjálfstæðiskonur í Keflavík Sesselju mikil og óeigingjörn störf í þágu Sjálfstæðisflokksins en ekki síst skulu henni þökkuð störf hennar í þágu sjálfstæðiskvennafé- lagsins Sóknar í Keflavík. Ég votta ættingjum hennar samúð mína. Blessuð sé minning Sesselju Margrétar Magnúsdóttur. Björk Guðjónsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.