Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR KRISTÍN SALÓMONSDÓTTIR Kristín Salómonsdóttir fæddist að Giljum í Hvolhreppi hinn 28. október 1915. Hún lést á Hjúkrunar- heimilinu Eir 6. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Þor- valdína Þorleifsdótt- ir, f. 17.4. 1895, d. 10.10. 1981, og Salómon Bárðarson, f. 7.5. 1889, d. 8.2. 1966. Þau bjuggu lengst af á Miðhús- um í Hvolhreppi. Bróðir Kristín- ar er Bragi Salómonsson, f. 28.12.1924. Kristín giftist 5.6. 1939 Óskari Magnússyni, f. 8.5. 1914, d. 6.7. 1946. Foreldrar hans voru Magnús Þórðarson og Sigrún Arnadóttir frá Hvammsvík í I^jós og Móum á Kjalarnesi. Kristín og Óskar eignuðust, þrjú börn. 1) drengur, f. 16.11. 1939, d. 16.11. 1939. 2) Gústav, f. 29.5. 1942. Maki Elsa Haraldsdóttir, f. 1.6. 1943. Börn: Óskar, f. 23.10. -> 1966, Ríkharður, f. 25.4. 1970, Harpa, f. 6.6. 1979; 3) Sigrún Þóra, f. 14.2. 1944. Áður gift, Ei- ríki Árna Sigtryggssyni, f. 14.9. 1943. Dóttir: Eyrún Eiríksdóttir, f. 30.9. 1964. Kristín giftist 16.6. 1951 Hall- grími Péturssyni, f. 14.6. 1918, d. 28.1. 1990. For- eldrar hans voru Soffía Guðmunds- dóttir og Pétur Guð- mundsson frá Stóru- Hildisey í Landeyj- um. Kristín og Hall- grímur eignuðust þrjár dætur. 1) Soff- ía Rut, f. 19.2. 1951. Maki Emil Ágústs- son, f. 6.3. 1947. Synir: Amar Þór, f. 11.6. 1979, Rafn, f. 25.10.1981.2) Anna, f. 2.12. 1954. Maki Amgrímur Her- mannsson, f.1.12. 1953. Synir: Hallgrímur Örn, f. 20.3. 1979, Hermann, f. 10.10. 1981, Hauk- ur, f. 3.10. 1986. 3) ína Salóme, f. 11.12. 1955. Maki Gunnar Borg- arsson, f. 18.3. 1958. Börn: Krist- ín, f. 24.5. 1986, Brynjar, f. 25.2. 1989. Þau Hallgrímur bjuggu í Stóra Ási á Seltjamamesi til ársins 1964. Þá fluttu þau í Fells- múla 10 og síðar í Dalaland 14 í Reykjavík. Krístín útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík 1935. Hún var húsmóðir og starfaði til margra ára hjá Slát- urfélagi Suðurlands. Hún söng með Tónlistarfélagskómum og kór Rangæingafélagsins. Utför Kristínar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Mig langar til að minnast elskulegr- ar æskuvinkonu minnar, Kristínar Salómonsdóttur, sem andaðist 6. þ.m., með nokkrum orðum. Andlátsfregn Kristínar eða Kiddu, eins og hún var venjulega kölluð, kom mér að vísu ekki á óvart, þar sem hún hafði lengi átt við vanheilsu að stríða, sem varð henni æ þyngri í skauti, sem árin liðu. En eftirsjáin er söm, er ég nú sé á bak blíðri og brosmildri konu, sem nú hefur fengið langþráða hvíld. Upp í huga minn leita eins og ósjálfrátt hinar fógru ljóðlínur úr pílagrímssöngnum úr Tannhauser eftir R. Wagner. „Nú hýmar geð, ég sé heim inn í dalinn, í himindýrð lít ég bláfjallasalinn.11 Nú, þegar þessi vinkona er horfín sjónum okkar yfir móðuna miklu á vit hins óræða, er svo margs að minnast og margt að þakka; æsku- KRISTJÁN KRISTJÁNSSON + Kristján Krist- jánsson fæddist á Akureyri 2. sept- ember 1929. Hann lést í Sjúkrahúsi Reykjavfkur 3. mars síðastliðinn, 69 ára að aldri. For- eldrar hans voru Kristján Kristjáns- son, forstjóri BSA á Akureyri, f. 19.6. 1899, d. 16.6. 1968, og Málfríður Frið- riksdóttir, f. 8.2. 1896, d. 17.10. 1970. Kristján var fæddur á Kambsstöðum í Hálshreppi en flutti ásamt fjölskyldu sinni ungur til Birningsstaða þar sem hann ólst upp. Var hann oft nefndur Kristján Birningur af þeim sem þekktu hann vel. Mál- fríður var ættuð frá Hvalsnesi á Reykjanesi. Afi Málfríðar í föð- urætt var Árni snikkari, frum- byggi Sauðárkróks. Kristján og Málfríður eignuðust fjögur börn. Elst var óskírð dóttir f. 1928, hún lést við fæðingu. Næstur kom Kristján, f. 1929. Bróðir hans er Friðrik, f. 18.11. 1930. Systir hans er Kolbrún, f. 15.3. 1934. I maí 1951 kvænt- ist Kristján Stellu Sæberg, f. 13.5. 1927, frá Hafnarfirði. Kri- stján og Stella slitu samvistir 1968. Synir þeirra eru: 1) Kristján Kristjánsson, kerfis- fræðingur, f. 22.9. 1951, kona hans er Valgerður Snæland Jóns- dóttir, skólastjóri, f. 17.4. 1950. Sonur þeirra er Kristján, f. 9.1. 1993. 2) Árni Sæberg Kristjáns- son, ljósmyndari hjá Morgunblað- inu, f. 30.5.1956. árin á söguslóðum Rangárþings með hugljúfum endurminningum úr fagurri sveit, Hvolhreppnum, vin- áttu og tryggð, sem aldrei bar skugga á. Allt þetta og margt annað kölluðu fram löngu liðnar samverustundir og atvik, er ég spurði andlát Kiddu. Hvíld er hinum ferðlúna ávallt kærkomin eftir langvinna baráttu, og Kidda var orðin vegmóð. Á kveðjustund er hollt að hug- leiða hversu skammt við mennirnir sjáum fram á leið. I gegnum rof skýsins sést í stjörnuna, sem vísar okkur leiðina gegnum þrenging- arnar til æðri og bjartari tilveru, þar sem með ástúð og kærleika er tekið á móti vegmóðum jarðar- börnum. Kristín kom mér alltaf fyrir sjón- ir sem hæglát, einstaklega góðlynd og þægileg unglingsstúlka og ég á margar skemmtilegar endurminn- ingar frá æskuárum okkar á Mið- húsum í Hvolhreppi, en þar bjuggu foreldrar hennar og Braga bróður hennar góðu búi, þar til fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1948. Einhvernveginn var það nú svo að tengslin urðu stopulli í áranna rás, en ávallt var þó vináttan jafn hlý og vermandi. Kristín var tvígift. Fyrri maður hennar var Óskar Magnússon, en með honum átti hún soninn Gústav og dótturina Sigrúnu Þóru. Seinni maður hennar var Hallgrímur Pét- ursson, og áttu þau 3 dætur, Rut, Önnu og Inu Salóme. Nú, þegar vegir skiljast þá íylgja Kiddu hugheilar óskir um fararheill er hún nú gengur til móts við hið nýja og óþekkta. Með þessum fá- tæklegu minningarorðum langar mig fyrir mína hönd og fjölskyldu minnai- að votta eftirlifandi dætr- um, syni, bróður og öðrum aðstand- endum Kristínar, samúð okkar. Kæra vinkona, hvíl þú í friði, frið- ur Guðs þig blessi. Geir R. Tómasson. í dag verður borin til grafar frá Bústaðakirkju tengdamóðir mín, Kristín Salómonsdóttir. Eftir að hafa fæðst og alist upp í Hvolhreppnum, lengst af í Miðhús- Kristján lauk námi frá Gagn- fræðaskólanum á Akureyri 1946 og starfaði síðan við Ut- vegsbankann á Akureyri um skeið. Einnig starfaði hann á þessum árum við Sfldarverk- smiðjuna á Raufarhöfn. Hann stundaði nám við Samvinnu- skólann í Reykjavík á árunum 1948-1950. Árið 1950-1951 dvaldi hann ásamt Friðriki bróður sinum í London þar sem þeir lögðu stund á nám í ensku og verslunarfræðum við Pitt- mans College. Árið 1954 fór Kristján til Bandaríkjanna og stundaði m.a. nám í viðskipta- fræðum við Columbia Uni- versity í New York. Eftir heim- komuna frá Bandaríkjunum starfaði hann við bókhald í nokkur ár í fyrirtæki föður síns, Ford umboðinu Kr. Kristjáns- son. Hann starfaði siðan um árabil á Skattstofunni í Reykja- vík, hjá Ríkisendurskoðun og hjá Richards Co. Est. í Vestur- Þýskalandi. Síðustu starfsárin vann hann á Múlalundi. Útför Kristjáns fór fram í kyrrþey frá Fossvogskapellu fimmtudaginn 11. mars. Kallið er komiú, komin ernú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefúr hér hinn siðsta blund. (V. Briem.) Síðustu dagar Didda, eins og -*hann var jafnan kallaður meðal vina, voru afar sólskinsríkir og fal- legir í orðsins fyllstu merkingu. Hann naut afar hlýlegrar aðhlynn- ingar fram á hinstu stund. Þeim sem eftir lifa eru slíkar skilnaðar- stundir mikilvægar. Diddi var fæddur á Akureyri og bar hann alla tíð mjög sterkar taug- ar til Akureyrar en þar bjó hann fram undir tvítugsaldur - flest árin að Brekkugötu 4 sem foreldrar hans byggðu og fluttu inn í 1934, ár- ið sem Kolbrún dóttir þeirra fædd- ist. Hann var stoltur af því að hafa fæðst í húsinu að Strandgötu 1 en í því húsi fæddist Friðrik bróðir hans ári síðar og um svipað leyti Magnús Óskarsson, fyrrverandi borgarlög- maður. Þeir hafa verið nánir vinir alla tíð. Faðir Didda var Kristján Kristjánsson, forstjóri, en hann stofnaði og átti um margra ára skeið Bifreiðastöð Akureyrar og Ford-umboðið Kr. Kristjánsson í Reykjavík. Mikil umsvif voru í kringum rekstur fyrirtækjanna á sínum tíma og hafði lífið í kringum fyrirtækin mikil áhrif á uppvaxtarár bamanna og líf fjölskyldunnar. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd ^greina fari ekkfcyfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 ^siög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. um, giftist Kristín Óskari Magnús- syni og átti með honum 3 böm. Lífíð fór ekki ljúfum höndum um hana, þá í blóma líf síns. Missti hún frumburðinn strax eftir fæðingu og Óskar sem var sjómaður fórst nokkrum árum seinna. Ekkja með 2 börn, Sigrúnu Þóm og Gústa, hefur ekki verið eftisókn- anvert hlutverk á þessum ámm. En Kristín var engin venjuleg kona. Hún var bráðmyndarleg og mjög tiguleg í fasi og tilbúin til að takast á við lífið. Það hafa verðið ákveðnir tveir einstaklingar þegar þau Kristín og Hallgrímur ákváðu að hefja sam- búð. Þau komu bæði frá svipuðum slóðum. Hallgrímur sjálfur reynt ýmisleg einn 14 systkina. Þau vom ákveðin í að gera sitt besta. Þau byrjuðu að búa í Stóra-Ási á Sel- tjarnarnesi og síðan fluttu þau í Fellsmúlann. Þrjár gullfallegar stúlkur eignuð- ust þau saman og þegar ég kynntist Önnu minni varð ég strax einn af fjöskyldunni,- En hvílík fjölskylda - hún ætlaði aldrei nokkurn enda að taka. Fyrir utan ömmu og afa og bömin fimm var sama hver var, ef aumur var á einhverjum þá var hann ætíð velkominn. Það gat verið hvundags í mat, á tyllidögum, til hátíða eða til gistingar um lengri eða skemmri tíma. Þegar gaus í Vestmannaeyjum bættist Jón í hópinn og átti að vera í nokkra daga, en var á heimilinu í nokkur ár. Þetta var stórt heimili. Hallgrímur vann langan vinnudag alla daga. Kristín var í hlutavinnu hjá Sláturfélagi Suðurlands, sá um heimilið og féll aldrei verk úr hendi. Saumaði öll fót á stelpumar og með útsjónarsemi skorti aldrei neitt þó lítiÚ væri afgangurinn. Bakaði flat- kökur, soðbrauð, klatta, og hinar ógleymanlegu kleinur sem voru í miklu uppáhaldi hjá mér. Steikjandi og hvetjandi mig stækkaði Kidda kleinuskammtana. Þótt hún hafi ekki látið mikið á því bera hafði hún unun af því að sjá hve mörgum kleinum ég gat torgað. Þetta er leyndarmálið okkar. Þótt ekki gæf- ist mikill tími aflögu til tómstunda störfuðu þau bæði í kór Rangæinga um langt árabil. Á sínum unglingsárum var Diddi afar góður námsmaður. Hann átti auðvelt með að læra og sinnti nám- inu af miklum áhuga. Hann varð fljótt mjög fróður um marga hluti. Sérstaklega fannst honum gaman að landafræði og sögu. Brennandi áhugi á þessu tvennu fylgdi honum alla tíð. Saga stríðsáranna var hon- um afar hugleikin og rifjaði hann oft upp sérstaka reynslu ungmenna á Ákureyri og við Eyjafjörð frá stríðsárunum. Hann var mjög góður enskumaður, enda hafði hann á sín- um yngri árum dvalið við nám bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Eft- ir að hann komst á efri ár varð hann mjög áhugasamur um ættfræði og var hann ósínkur á að miðla til sinna nánustu af þeim þekkingarbrunni sínum. Fyrir sex árum slasaðist Diddi al- varlega á höfði og hefur dvalið síðan sem vistmaður á dvalarheimilinu í Arnarholti á Kjalamesi. Þar hefur hann notið einstakrar aðhlynningar og hjúkrunar hjá þeim einstöku starfsmönnum sem þar starfa. Þeim eru hér með færðar alúðarþakkir fyrir umhyggju og hlýju sem þeir sýndu Didda þann tíma er hann dvaldi hjá þeim. Eg minnist Didda af hlýhug. Þeg- ar við hittumst var hann ávallt létt- ur í lund og það einkenndi hann hve opinn hann var og hve auðvelt hann átti með að ræða við hvem sem var um hvað sem var. Stórfjölskyldan saknar góðs vinar en við vitum að hann er í góðum höndum. Far þú í friði, frióur Guðs þig blessi, hafðu þðkk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Valgerður Snæland Jónsdóttir. Elsku afi. Ég sakna þin mjög mikið. Ég veit að þú vakir núna yfir Fljótlega komu fleiri biðlar og þannig flugu Rut og ína einnig úr hreiðrinu - hófst þá nýtt tímabil í sögu Kristínar og Hallgríms. Loks- ins vom þau orðin ein eftir langt ævistarf. Þau komu sér fyrir í Dalalandi í íbúð sem hæfði þeim tveimur mun betur. Eftir öll þessi ár og mikla vinnu voru þau í fyrsta skipti orðin tvö ein í heimili. Mér fannst þeim líða afskapleg vel þarna. Umhyggja þeirra fyrir börnum sínum skilaði sér til baka á þessum seinni árum þeirra. Þau voru hvött og studd rækilega til að láta sér ekki lengur nægja að ferðast um ís- land heldur leggja einnig útlönd undir fót og þau fóru víða. Ymsir draumar þeirra rættust á þessum árum, draumar sem dugmikið fólk hefur ekki mikið í frammi, draumar þeirra sem náðu langtum lengra en eingöngu að sjá börnin sín spjara sig í lífinu. Þeirra eigin draumar sem þau ætluðust raunar aldrei til að myndu rætast. Það var mikið áfall fyrir tengda- mömmu og alla fjölskylduna þegar Hallgrímur dó. Alzheimer-sjúkdóm- ur Kristínar kom greinileg fram við það og henni hrakaði hratt eftir að Hallgríms naut ekki lengur við. Þessi laumulegi sjúkdómur hafði greininlega verið að koma sér fyrir án þess að nokkur tæki eftir því. Bæði er það að Kristín var einkar róleg og yfirveguð kona og einnig svo jákvæð í öllu sem hún gerði að erfitt var að segja til um sjúkdóm- inn. Fljótlega leyndi sér ekki hvert stefndi, en hún var aldeilis ekki ein á báti. Af sömu hugulseminni og hún hafði svo mikið af gerðu börn hennar allt sem í þeirra valdi stóð til að létta henni lífið. Þegar alzheimer er annars vegar er þetta ósanngjarn og ójafn leikur. Sú um- hyggja starfsmanna á Blesastöðum, Laugaskjóli og á Eir fyrir Kristínu verður seint fullþökkuð. I Kristínu var kærleikurinn ofar öllu öðru. Henni verður eigi svo létt gleymt, því hún lifir í börnum sín- um. Minningin um Kristínu mun ylja okkur um ókomin ár. Arngrúnur Hermannsson. mér af því að nú ert þú orðinn engill hjá Guði. Við skulum biðja þessa bæn saman. Eg fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma ÖÖ bömin þín svo blundi rótt. (M.J.) Kristján Hann Kristján föðurbróðir okkar hefur nú kvatt eftir langa sjúk- dómslegu og langar okkur til að minnast hans með örfáum orðum. Diddi skipaði ákveðinn sess í uppvexti okkar. I minningunni er hann hressi frændinn sem kom oft í heimsókn og borðaði með okkur, talaði hátt og hló mikið og sagði alls kyns skrýtnar og skemmtileg- ar sögur. Hann var greindur mað- ur og margfróður og minnugur svo af bar. Okkur krökkunum sýndi hann alltaf einlægan áhuga og gerði sér far um að spjalla við okk- ur um allt milli himins og jarðar. Frásagnir Didda voru bráð- skemmtilegar, gjarnan kryddaðar smáýkjum og átti hann það til að bregða fyrir sig framandlegu norð- lensku tungutaki við mikinn fögnuð hinna reykvísku barna. Það var aldrei lognmolla í kringum þennan frænda okkar. Lífið var honum Didda ekki alltaf auðvelt og hin síðari ár átti hann við mikil og langvinn veikindi að stríða. Nú hefur hann fengið hvíldina og erum við þess fullviss að honum líð- ur betur þar sem hann er nú. Að leiðarlokum viljum við þakka hon- um samfylgdina og vottum Árna, Kristjáni, Valgerði, Kristjáni litla og öðrum ástvinum samúð okkar. Hvíli hann í friði. Vala, Friðrik, Kristján, Kol- brún og Bergljót, Friðriksbörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.