Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 45 SIGRÍÐUR SIGURSTEINSDÓTTIR OG STEINGRÍMUR PÁLMI SIG URS TEINSSON + Sigríður Sigur- steinsdóttir fæddist 10. dsember 1912 að Auðnum í Öxnadal. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 28. febrúar síðast- liðinn. Steingrímur Pálmi Sigursteins- son fæddist að Hraunshöfða í Öxnadal 27. nóvem- ber 1914. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 23. febrúar síðastið- inn. Foreldrar þeirra voru hjón- in Septína Kristín Friðfinns- dóttir, f. 29. september 1876, d. 15. febrúar 1956, og Sigur- steinn Steinþórsson, f. 21. janú- ar 1887, d. 9. febrúar 1950. Þau bjuggu víða í Öxnadal og Hörg- árdal, lengst á Neðri-Vindheim- um á Þelamörk. Auk Sigríðar og Steingríms eignuðust þau eina dóttur, Þórbjörgu, f. 12. október 1919, d. 9. júní 1986. Hún var gift Haraldi Norðfjörð Ölafssyni, sjómanni og neta- gerðarmanni, f. 22. október 1916, d. 1. júlí 1971. Septína og Sigursteinn brugðu búi vorið 1934 og fluttu með fjölskyldu sinni inn í Glerárþorp og síðar í dag verða kvödd frá Akureyr- arkirkju systkinin Sigríður Sigur- steinsdóttir og Steingrímur Sigur- steinsson. Þau létust á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri með fimm daga millibili. Banamein beggja var hjartabilun. Þau systkinin áttu eina systur yngri, Þórbjörgu, sem var fædd 12. október 1919 og lést 9. júní 1986. Þórbjörg átti einn son Bernharð Sigurstein Haraldsson og var tengdamóðir mín, sem þessar línur rita. Sigríður var elst þeirra systkina og ólst upp með foreldrum sínum og systkinum við algeng sveitastöif og skólagöngu þeirra tíma. Sigríður talaði oft um bernsku sína í sveit- inni og minntist á mörg húsdýrin sem sína bestu vini. Hún var einn vetur í Kvennaskólanum á Blöndu- ósi og einn vetur var hún í vist i Reykjavík, þegar faðir hennar var á Landspítalanum veikur af berklum. Sigursteinn missti þá hægri hand- legginn vegna berklaveiki og þá fluttist fjölskyldan úr sveitinni til Akureyrar. Sigi'íður bjó síðan alla tíð á Akureyri og vann þar ýmis störf m.a. við ræstingu. Lengst starfaði hún hjá Skógerðinni Ið- unni, eða í tæpan aldarfjórðung, allt til ársins 1983. Sigríður giftist árið 1943, Friðrik Jóhannessyni, byggingarverkamanni frá Glerá. Arið 1947 urðu straumhvörf í lífi þeirra hjóna. Jórunn Bjarnadóttir ljósmóðir, sem bjó í sama húsi og þau, kom til Sigríðar þann 30. janú- ar með nýfætt stúlkubarn og bað hana að annast það í nokkra daga. Móðir barnsins var fárveik af berklum og reyndin varð sú, að móðirin lést nokkru seinna. Faðir barnsins var einnig berklasjúkur. Sigríður lét stúlkuna aldrei frá sér heldur ól hana upp sem sína eigin dóttur. Hún heitir Hanna Sigurðar- dóttir. Níu mánuðum eftir að Sig- ríður fékk Hönnu varð hún léttari og eignaðist soninn Steinþór, þann 2. nóvember. Hún eignaðist þannig tvö börn á einu ári og taldi það sína mestu gæfu. Næstu ár urðu þó erf- ið, vegna þess að Friðrik fékk Akureyrarveikina illræmdu og náði aldei heilsu eftir það. Þau hjónin slitu samvistum árið 1960. Ég kallaði hana alltaf Siggu og ég kynntist henni árið 1966, þegar ég kom norður í fyrsta skipti með Benna. Sigga bjó þá í Geislagötu 39 með börnum sínum og tengdafor- eldrar mínir í Geislagötu 37. Það var mikill samgangur milli heimil- inn á Akureyri, þar sem þau bjuggu síðan. Sigríður bjó alla tíð á Akur- eyri. Hún var einn vetur á Kvennaskólanum á Blönduósi og vann einn vetur í Reykjavík. Hún vann ýmis störf s.s. ræstingar, var í vist bæði á Akureyri og í sveit. Lengst vann liún hjá Skó- gerðinni Iðunni. Árið 1943 gekk hún að eiga Friðrik Jóhannesson, f. 28. sept- ember 1914, d. 11. ágúst 1972, byggingarverkamann frá Glerá. Þau eignuðust einn son, Steinþór, f. 2. nóvember 1947, vélsmíða- meistara á Akureyri, sem alla tíð hefur haldið heimili með móður sinni. Auk þess tóku þau að sér anna og þær systur Sigríður og Þórbjörg voru mjög samrýmdar. Okkur Siggu féll strax vel saman. Hún var kát og hressileg og blátt áfram. Hún var ákaflega vinnusöm, traust og raungóð. Hún var heima- kær og ekki mannblendin, en vinur vina sinna. Það var árviss viðburður, að þær systur Sigi'iður og Þórbjörg hjálp- uðu mér að gera slátur á haustin. Þær vitnuðu í Septínu móður sína, sem hafði kennt þeim til verka og voru ekki vissar um að slátrið myndi nú takast nógu vel í ár. En handtök þeirra voru örugg og hröð og alltaf tókst slátrið jafn vel og var mikið lostæti. Það var mikið spjallað meðan á sláturgerð stóð. Sigga sagði frá fólki, sem hún hafði kynnst á lífs- leiðinni. Hún hló við, þegar eitthvað skemmtilegt gerðist og dæsti þegar eitthvað óvænt gerðist, og þótt hún segði sömu sögurnar ár eftir ár var alltaf jafn gaman að hluta á hana. Þetta voru skemmtilegar stundir og fljótar að líða. Seinna fórum við að gera laufa- brauð saman fyrir jólin ásamt Hönnu og fjölskyldu. Það var jólastemmning í loftinu og þessar nýfædda stúlku, Hönnu Sigurð- ardóttur, f. 30. janúar 1947, dóttur Sigurhönnu Kristinsdótt- ur og Sigurðar Stefánssonar síðar ljósmyndara á Akureyri og ólu upp sem eigin dóttur. Hún er gift Óla Sæmundssyni, sjómanni og eiga þau þrjú upp- komin börn og þrjú barnabörn. Sigríður og Friðrik slitu sam- vistir. Steingrímur bjó einnig alla tíð á Akureyri. Hann var liálfan annan vetur í Laugaskóla, en varð að hætta námi vegna veik- inda. Hann vann fyrst almenna verkamannavinnu, en árið 1938 hóf hann bifreiðaakstur, sem varð ævistarf hans. Hann átti bæði vörubfla og fólksbfla, átti um skeið bfla í samvinnu við föður sinn, en lengst af keyrði hann þó fólksbfla eða þangað til heilsan leyfði ekki lengur, fyrir tæpum tuttugu árum. Hann kvæntist árið 1950, Láru Ágústsdóttur, sem var fædd 1899, dáin 1971. Þau ólu upp Daggeir Pálsson, dótturson Láru, og hélt hann alla tíð heimili með Steingrími og leit á hann sem fósturföður sinn. Útför Sigríðar og Steingríms fer fram í dag frá Akureyrar- kirkju og hefst athöfnin klukk- an 13.30.. stundir eru börnunum mínum líka ógleymanlegar. Við verklok stakk Sigga yfirleitt upp á því, að við settumst niður og fengjum okkur sígarettu. Ég kann varla að halda á sígarettu, en alltaf settist ég niður með Siggu og við fengum okkur sígarettu og glödd- umst yfir unnu verki. Stundum fengum við okkur líka sígarettu á jólum og öðrum hátíðum. Sigga var ekki að afvegaleiða mig. Við vorum bara að treysta vináttuna og slappa af saman. Á hverju aðfangadagskvöldi komu þau í heimsókn Steinþór og Sigga, hlaðin gjöfum, þegar líða tók á kvöld. Þá voru jólin sannarlega komin og þau voru alltaf góðir gest- ir. Stundum fannst mér, að Benni væri eins og eitt af börnunum hennar Siggu, ekki síst eftir að for- eldrar hans féllu frá. Sigga fór eina ferð til útlanda um ævina, þegar hún heimsótti okkur Benna til Kaupmannahafnar. Hún dvaldi hjá okkur í þrjár vikur og við áttum saman eftirminnilegar stundir á danskri grund. Mér ei' mjög minnisstætt hversu vel hún reyndist Þórbjörgu systur sinni, þegar hún veiktist af krabba- + Móðurbróðir minn, JÓN HILDMANN ÓLAFSSON, Arnarheiði 20, Hveragerði, áður Oddagötu 3, Akureyri, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, Fossvogi, 7. mars síðastliðinn. Minningarathöfn fer fram frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 13. mars kl. 14.00. Útför fer fram frá Höfðakapellu á Akureyri mánudaginn 15. mars kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Magnea Á. Árnadóttir, Sveinn St. Gíslason. t Móðir min, BERTA FRERCK HREINSSON, lést miðvikudaginn 10. mars. Agnar Wilhelm Agnarsson. meini og barðist við veikindi í marga mánuði þar til yfir lauk. Sigga var alltaf til staðar og alltaf tilbúin að hlú að systur sinni. Það var ómetanlegt að eiga hana að. Hanna giftist Óla Sæmundssyni og þau eiga þrjú börn, Hrafnhildi, Lindu og Heiðar Örn. Þessi börn voru Siggu mikill gleðigjafi. Hrafn- hildur er gift Berki Birgissyni og þau eiga þrjú börn, sem voru Siggu líka mjög hjartfólgin. Eftir að Hanna stofnaði sitt heimili hélt Sigga heimili með Steinþóri, fyrst í Geislagötu 39 og síðan í Lönguhlíð lb. Síðustu árin var Sigga í dagvistun í Dvalarheim- ilinu Hlíð og undi sér þar mjög vel. Starfsfólk þar á þakkir skildar fyrir störf sín. Kynni mín af Steingrími voru minni. Hann var á yngri árum hag- orður, en flíkaði því ekki. í starfi sínu var hann farsæll, hvort heldur var við vegagerð á Öxnadalsheiði eða leiguakstur á Akureyri. Hann kvæntist Láru Ágústsdóttur og þau ólu upp dótturson hennar Daggeir Pálsson. Eftir að Lára féll frá árið 1971 héldu þeir saman heimili Steingrímur og Daggeir og áttu góða samleið. Steingn'mur var sjálfsagður gestur á heimili okkar Benna á há- tíðum og tyllidögum. Seinustu árin kom hann samt sjáldan vegna heilsubrests. Hann átti við van- heilsu að stríða síðustu árin, og fór nær ekkert út af heimilinu. Hann las mikið og hlustaði á lestur góðra bóka af spólum. Hann hafði einnig yndi af tónlist og hlustaði mest á söng, óperur og einsöng. Hann fékk heimilishjálp. Nægjusemi hans var mikil og hann sagði að sér liði alltaf vel, þakklátur hverjum nýjum degi, sem gat þó verið sá síðasti, vista- skiptunum kveið hann ekki. Þau systkinin hafa nú kvatt þennan heim. Þau voru orðin lúin eftir langan vinnudag, sátt við .guð og menn og tilbúin að kveðja. Allir ástvinir þeirra þakka þeim sam- fylgdina og biðja þeim blessunar á ókunnum stigum. Blessuð sé minn- ing Sigríðar og Steingríms. Ragnheiður Hansdóttir. Hann Steini vinur minn er dáinn. Hann Steini sem hefur verið svo mikill heimilisvinur hér hjá fjöl- skyldu minni til margra ára. Hann Steini okkar hét auðvitað Stein- grímur og var Sigursteinsson. Ég kynntist Steina með nokkuð sérkennilegum hætti. Þannig var að árið 1971 lá sonur minn á barna- deild FSA. Að afloknum hverjum heimsóknartíma tók ég eftir því að eldri maður stóð við útidyi'nar. Þetta var broshýr, góðlegur karl og af því að ég sá að hann var bíllaus bauð ég honum far. í nokkrar vikur keyrði ég hann heim til sín í Bjarmastíg, en ég spurði aldrei hvað hann héti eða hverra manna hann væri. Hann sagði mér þó að konan sín lægi fyrir dauðanum á sjúkrahúsinu og hann væri leigubíl- stjóri og væri að bíða eftir að fá nýjan bíl, þannig stæði á bílleysi hans. Nokkru seinna var ég á balli í Sjallanum og að dansleik loknum fór ég að svipast um eftir leigubíl. Þá stendur þessi góðlegi, glaðlegi karl allt í einu hjá mér og segir: „Vantar þig bíl, Lóa mín?“ Ég svar- aði því játandi og hann bauð mér sæti í ágætum leigubíl. Þegar heim til mín kom spurði ég hvað bíllinn kostaði. „Hann kostar ekkert, þú keyrðir mig svo oft í vetur.“ Svona var Steini. Ef þú gerðir honum greiða gleymdi hann því aldrei og vildi alltaf endurgjalda. Á seinni árum æxlaðist það svo, að þeir Daggeir fóstursonur hans borðuðu með okkur á jólum og öðr- um tyllidögum. Og sannarlega var Steini hátíðagestur, alltaf ljúfur og glaður. Síðustu ár voru Steina mínum þung í skauti. Heilsu hans hrakaði og fyrir jól var hann lagður inn á sjúkrahúsið þaðan sem hann átti ekki afturkvæmt. Hjarta hans er hætt að slá en hann mun þó ævinlega eiga sæti í hjarta okkar. ■<„* Hafðu heila þökk fyrir góð og gefandi kynni. Guð blessi minningu elskulegs vinar. Ólafía (Lóa) og fjölskylda. + Ástkær eiginmaður minn, MAGNÚS BERGSTEINSSON byggingarmeistari, Skaftahlíð 42, Reykjavík, andaðist á heimili sinu miðvikudaginn 10. mars. Fyrir hönd aðstandenda. Elín Svava Sigurðardóttir. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SJÖFN AÐALSTEINSDÓTTIR, Búðagerði 8, Reykjavík, er látin. María Hrönn Halldórsdóttir, Árni Árnason, Aðalsteinn Arnar Halldórsson, Helga Björnsdóttir, Anna Halldóra Halldórsdóttir, Magnús Ó. Kristjánsson, Þór Halldórsson, Helga V. Sigjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. í | 1 I I i + Útför eiginmanns míns, föður og stjúpföður, SVEINS KLEMENZSONAR, bónda, Görðum í Mýrdal, verður gerð frá Reyniskirkju laugardaginn 13. mars klukkan 13.00. Jakobína Elsa Ragnarsdótttir, Þórunn Edda Sveinsdóttir, Ragnar Sigurður Indriðason. K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.