Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 49 ingarnar um ömmu mína eftir hálfr- ar aldar samleið okkar. Ekki naut ég þess sem barn að búa í nágrenni við ömmu og afa, en heimsóknir þeirra til okkar voru hátíðarstundir. I minningunni eru sumardvalir hjá þeim í Stykkishólmi sannkallað- ar sólskinsstundir. Pau áttu eyju á Breiðafírði, Arney, og þangað var gaman að koma og hrein paradís fyrir börn. í Arney minnist ég ömmu minnar á ýmsa vegu. Eg sé hana fyrir mér við eldavélina að baka heimsins bestu flatkökur og að færa út stóran pott með sjóðheitri rabarbarasultu til kælingar. Þá kemur upp minning af henni í æðar- varpinu og við dúntekjuna, sækja allt vatn í brunn góðan spöl frá bænum en hann var bæði djúpur og dimmur í augum bamsins. Kenna einþykkri og þrjóskri stelpunni með lagni að meta slátur. Þá voru berja- ferðirnar alltaf skemmtilegar, farið með nesti, og að sjálfsögðu berja- skyr það kvöldið. Kvöldin í Arney eru einkar minn- isstæð því þá bauð amma oft upp á nýsoðin kríuegg þegar smáfólkið var háttað. Þá var gaman að sitja uppi í rúmi og borða mesta lostæti sem til var. Allt eru þetta ljúfar minningar, perlur sem gaman er að skoða. Alltaf var gaman að opna jólapakk- ana frá ömmu og afa, þar kom margt skemmtilegt í Ijós. Ennþá á ég litla kommóðu sem ég fékk frá þeim smábarn og er hún í dag einn af dýrgripum mínum úr bernsku. Hún amma mín var barn lífsins og naut þess eins og kostur var. Hún sá alltaf björtu hliðarnar á líf- inu, og þrátt fyrir ýmis áföll á langri lífsleið reis hún alltaf upp aftur og brosti sínu fallega brosi. Amma mín hafði gaman af hann- yrðum ýmiss konar og fram á tíræð- isaldur var hún einatt að vinna eitt- hvað í höndunum. Hún hafði sérstaklega gaman af hvers konar ljóðum og kvæðum og notaði hún hvert tækifæri til að fara með vísu eða stöku. Félagsvera var amma mín og naut sín vel þegar hún hafði fólk í kringum sig. Amma hafði bjartan og hreinan svip og var hvers manns hugljúfí. Andlegri heilsu hélt hún fram undir það síðasta þó líkaminn væri orðinn slitinn. Síðustu 20 árin sín dvaldi hún á Hrafnistu í Reykjavík og naut þar ómældrar umhyggju sem ég þakka hér. Hún átti góða að sem vitjuðu hennar og léttu henni lífið. Mig langar til að færa honum Bubba frænda mínum þakkir íyrir allar sendiferðimar fyrir ömmu, hún mat það mikils. Ég veit að amma mín hefur fengið góða heim- komu, og hennar hefur verið beðið með eftirvæntingu. Elsku amma, þakka þér fyrir samfylgdina. Hvíl þú í friði. Sigrún Valgarðsdóttir. Amma mín Sigrún H. Guðbjörns- dóttir er látin. Hana vantaði aðeins tæpt ár upp á að hún næði 100 ára aldri. Nú hafa englarnir leitt hana á þann stað þar sem fegurð og friður ríkir og þar sem henni líður vel í faðmi ættingja og vina sem hafa kvatt þennan heim á undan henni. Erfítt er að lýsa ömmu í fáum orðum en mig langar að reyna. Sumt samferðafólk okkar lýsir sterkar en aðrir eins og stjörnumar á himnum lýsa misskært. Amma var þessi stjarna sem gaf frá sér svo mikla birtu og yl. Börn og fullorðnir fundu ást og hlýju þessarar duglegu og kjarkmiklu konu og löðuðust að henni. Fyrstu 18 ár ævi sinnar bjó hún í föðurhúsum á Sveinsstöðum á Snæfellsnesi. Síðan lagði hún land undir fót og fór til Reykjavíkur eins og margar ungar konur gerðu á þessum tíma til að mennta sig. I Reykjavík lærði hún m.a. kjóla- og fatasaum og vann fyrir sér með því að sauma á fjölskyldur í höfuðstaðn- um. Seinna giftist hún afa mínum, ívari Þórðarsyni, sjómanni frá Ólafsvík, og eignuðust þau sjö börn en eitt barnanna misstu þau ungt að aldri. Ég var svo lánsöm að fá að dvelja hjá ömmu og afa fyrstu sumur ævi minnar. Þá bjuggu þau í Stykkis- hólmi, en einnig áttu þau og nytjuðu eyna Arney á Breiðafirði og dvöld- um við þar meirihluta sumars við dúntekju, eggjatínslu og heyskap. í minningunni var alltaf sól og blíða úti í Arney. Amma syngjandi við störf sín, en það sem einkenndi ömmu var söngurinn. Hún söng á erfiðum stundum jafnt sem ham- ingjustundum en ég sem barn skynjaði vel hvort heldur hún söng af gleði eða sorg. Þannig notaði amma sönginn til að sefa hjartað á erfíðum stundum. Verra fannst mér sem unglingi þegar við gengum úti eða fórum í búðir og amma hóf að syngja. Þetta var henni svo eðlilegt, en ekki vinsælt hjá mér, þá spé- hræddum unglingi. Heimilisstörfín voru erfíð í Arn- ey. Allt vatn sótti hún í brunn og bar í húsið. Hún eldaði á kolaeldavél og ætíð var góður ilmur úr eldhús- inu af nýbökuðum kökum og fékk ég að sitja á borðinu og snúa klein- um eða bretta deigið á vínarbrauð- unum. Og þrátt fyrir margar skyld- urnar bæði úti og inni hafði hún alltaf tíma til að taka litla stelpu í fangið og fara með vísur og segja sögur. Amma tók þátt í leikhúsupp- færslum í sveitinni sinni sem ung stúlka, bæði með söng og leik, og orti ótal ljóð og vísur svo ekki sé minnst á alla þá vettlinga og sokka sem hún prjónaði og hafa haldið hita á litlum fingrum og tám bama og barnabarna. Á sínum efri ámm fylgdist hún ótrúlega vel með og hafði brennandi áhuga á því sem unga fólkið hafði fyrir stafni. Hún fylgdist með þáttum í sjónvarpinu en sérstaklega hafði hún gaman af efni sem ætlað var börnum og ungu fólki, sér í lagi af fatahönnun og tísku, og hafði oft á orði að hún vildi vera orðin ung aftur og fá að taka þátt í þvi sem í boði er í dag. Alltaf var notalegt að koma til hennar á Hrafnistu þar sem hún dvaldi síð- ustu árin og hlusta á sögur frá gömlum tíma, en frásagnargáfa hennar og minni var einstakt. Hér sendi ég þér, amma mín, bænavers- in sem þú kenndir mér þegar ég var barn: Láttu nú ljósið þitt, loga við rúmið mitt, hafðu þar sess og sæti, signaður Jesú mæti. (Hallgr. Pét.) Vertu yfir og allt um kring með eiiífri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum) Við Gunnar Vagn og börnin vilj- um þakka þér, amma mín, fyrir allt sem þú hefur gefið okkur í gegnum árin. Með söknuði kveðjum við þig í dag og þökkum fyrir að hafa fengið að eiga þig að. Linda Hrönn. Elsku amma mín. Nú ert þú lögst til hvíldar og líklega búin að hitta afa og vinkonu þína Önnu á ný. Ekki þekkjum við vegi Guðs en við vitum að allt líf sem kviknar er háð lögmáli náttúrunnar að fæðast, þroskast, hrörna og deyja. Því lög- máli er ekki hægt að breyta. Amma, þú varst ein af þeim heppnu, áttir langt líf að baki, mikla lífsreynslu og eignaðist stóra og góða fjöl- skyldu. Þú fylgdist með börnum þínum vaxa úr grasi, einnig barnabörnum, langömmubörnum og eignaðist einnig langalangömmubam. Þetta kalla ég ríkidæmi. Það er mikið til í fullyrðingunni að við séum jafngömul og okkur sjálfum finnst við vera. Þó eru óhjá- kvæmileg líkamleg einkenni sem eru greinileg merki um að aldur færist yfír. Amma, þótt þú hafír lif- að í tæp 100 ár fannst mér þú aldrei vera gömul. Þú varst alltaf ung í anda og þú sagðir oft sjálf að þú værir á við unglamb í huga og hendi. Þar sem við bjuggum á Akureyri og þú bjóst síðastliðin ár í Reykja- vík fengum við ekki tækifæri til að eyða mörgum stundum með þér. En allar þær stundir sem við áttum saman voru dýrmætar og alltaf þeg- ar við komum í heimsókn til þín tókst þú á móti okkur með opnum örmum og hlýju. Mér fannst alltaf svo gott að koma til þín, þú varst alltaf svo glöð, kát og bjartsýn og það var ekki sjaldan sem þú fórst með heilu kvæðin, þulurnar ef ekki heilu ljóðabækurnar fyrir mig. Það var ekki hægt annað en að komast í gott skap og ég fór alltaf frá þér með gleði og söng í hjarta. Ég vildi ég kynni brotabrot af þeim kvæðum og þulum sem þú kunnir. Ein þulan er í miklu uppá- haldi hjá mér og ég bað þig alltaf að fara með hana þegar ég kom í heim- sókn til þín. Þú varst ekki lengi að bregðast við og fara með þuluna og yfirleitt fylgdu tíu aðrar með í kaup- bæti. Þú áttir heldur ekki í vand- ræðum með að skálda í eyðurnar ef þig vantaði orð og það hljómaði ekki verr. Þegar ég kom í heimsókn til þín síðast um jólin var það fyrsta skipt- ið sem ég heyrði þig segja að þú værir orðin þreytt og að þú værir tilbúin að fara yfir og þetta var fyrsta skiptið í langan tíma sem ég heyrði ekki uppáhalds þuluna mína. Einhvern veginn fann ég það á mér að þetta var kveðjustundin. Þú hef- ur alltaf beðið Guð að gæta okkar hinna, en nú bið ég hann um að gæta þín. Takk fyrir allar góðu stundir sem við áttum saman, þú lif- ir í minningunni og þú munt ávallt eiga hólf í mínu hjarta. Nú þar sem heimsóknirnar verða ekki fleiri á Hrafnistu verð ég að láta það nægja að hugsa til þín og fara með uppá- halds þuluna, sem þú kenndir mér: Heyrði ég í hamrinum að hátt var látið og sárt var grátið, búkonan dillaði bömunum öllum, Ingunni, Kingunni, Þórunni, Jórunni, Aðal- varði í Ormagarði og Eiríki og hon- um Sveini og honum harða Steini, ekki heiti ég Eirikur þó þú kallir mig það, ég er sonur Sylgju sem bar mig undan Bylgju, Bylgjan og hún Bára, brutu mínar árar langt fram við sker, þar sem skýr skára skund- andi fer. Sáuð þið ekki dauðu kerl- inguna sem dró á eftir sér skikkjuna sína gi’ænu, mikið mega frændur mínir muna. Þeir Hringur Hrings- son, Heivarður Garðsson, Garðar Gunnarsson, Gunnar Refsson, Refur Ráðfinnsson, Ráðfinnur Kolsson, Kolur Kjalvarðarson, Kjalvarður Bjórsson, Bjór Brettingsson, Brett- ingur Hakason, Haki Oðinsson, Óð- inn var kóngurinn illi, allra trölla faðirinn, hann var mesti maðurinn sem í hellinum bjó, hann var sendur til fjár og kom ekki í þúsund ár. Harpa María Örlygsdóttir. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku Sigrún amma, hafðu þökk fyrir allt. Magðalena Kristín, Anna Ragna, Margrét Steinunn og Hólmfríður Jóna Bragadætur. Lokað Vegna jaröarfarar KRISTÍNAR SALÓMONSDÓTTUR verður lokað hjá okkur í dag, föstudaginn 12. mars. Ljósmyndir Rutar t Ástkær eiginkona mín, ÞÓRUNN ÓLÖF JÓNSDÓTTIR, Túngötu 38, Eyrarbakka, er lést á Ljósheimum 6. mars, verður jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju laugardaginn 13. mars kl. 14.00. Torfi Nikulásson og aðstandendur. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, SOFFÍA JÚNÍA SIGURÐARDÓTTIR, Sólvöllum, Árskógsströnd, sem andaðist 5. mars sl., verður jarðsungin frá Stærri-Árskógskirkju laugardaginn 13. mars kl. 14.00. Alfreð Konráðsson, Valdís Þorsteinsdóttir, Sigurður Konráðsson, Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Gunnlaugur Konráðsson, Valborg Stefánsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. t Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA SIGURJÓNSDÓTTIR, Víkurbraut 10, Vík í Mýrdal, er lést á heimili sínu föstudaginn 5. mars verður jarðsungin frá Víkurkirkju laugardaginn 13. mars kl. 15.00. Jarðsett verður í Reyniskirkjugarði. Rúna Jónsdóttir, Jón Þór Ragnarsson, Guðrún Sigurðardóttir, Jón Erling Einarsson, Þorgerður Sigurðardóttir, Jóhann Guttormur Gunnarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu. ELÍSABETAR SIGURÐARDÓTTUR frá Bergi við Suðurlandsbraut, Grandavegi 47, Reykjavík. Páll Þorgeirsson, Hekla Pálsdóttir, Þorgeir Páisson, Björgvin B. B. Schram, Anna Snjólaug Haraldsdóttir, Brynjólfur Páll Schram, Sigrún Þorgeirsdóttir, Arnaldur Geir Schram, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Elísabet Þorgeirsdóttir. t Þökkum ykkur öllum auðsýnda umhyggju og hlýhug við fráfall og útför dóttur okkar og systur minnar, NÍNU SKÚLADÓTTUR. Skúli Þorvaldsson, Susann Schumacher, Þorvaldur Skúlason. t Kæru vinir, þökkum auðsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför ÓLAFS GfSLASONAR, Skagfirðingabraut 33, Sauðárkróki. Guð blessi ykkur öll, Guðrún Svanbergsdóttir og fjölskylda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.