Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 Blóm 0? 9Úrkur I DAG MORGUNBLAÐIÐ Styrkjalaus jiein íslensk garðyrkja fær allar sínar tekjur frá markaðnum, þ.e. engar beinar greiðslurfrá ríkinu. UNGT FÓLK f SAMFYLKINGUNNI FOSTUDAG I SNYRTIHOLLINNI GARÐATORGI OG SNYRTIVÖRUDEILD HAGKAUPS, KRINGLUNNI Andíit þitt er of dýrmætt tii að hafa það óvarið fyrir eyðileggingaráhrifum umhverfisins Daily Moisture Protector SPFl 5 Rokagefandi dagkrem með góðum varnarstuðli. Með nútíma tækni hefur MARBERT þróað kröftugt rakakrem, sem mætir öllum þörfum húðarinnar. Invisible Screen er dagkrem, sem heldur virkninni þar til húðin er hreinsuð. Húðin heldur jafnvægi sínu og fær þann raka, sem hún þarfnast yfir daginn. Ósýnileg vörn M heldur öllum skaðlegum efnum, sem eru í umhverfi okkar, frá því að komast að húðinni. PHILIPS ÖRYGGISINNKÖLLUN VELVAKAMM Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Morgxtnleikfími Halldóru Björns- dóttur á Rás 1 í VETUR gaf Ríkisútvarp- ið út geisladisk og spólu með morgunleikfimi Hall- dóru Björnsdóttur íþrótta- fræðings sem er útvarpað á Rás 1 alla virka daga kl. 09.50. Þar sem ég hef sjálfur stundað þessa ágætu morgunleikfimi undanfar- in ár, og varla sleppt úr degi, vil ég gjarnan mæla með þessum æfingum fyr- ir alla þá sem hafa mögu- leika á að njóta þeirra. Þeir sem hafa ekki kost á að nýta morguntímann geta nú fengið sér diskinn með æfingunum og notað hann þegar þeim hentar. Hver æfingartími tekur um 7 mínútur. Diskurinn fæst í afgreiðslu Ríkisút- varpsins, Neðstaleiti 1 og Laugavegi 178 (Sjón- varpshúsinu 1. hæð), og kostar 990 kr. Reynsla mín af morgun- leikfimi Ríkisútvarpsins er mjög góð og get ég varla án hennar verið. Stjórnun Halldóru er með slíkum ágætum að allir geta notið hennar, ungir sem aldnir. Þar er vel menntuð kona að verki sem kann sitt fag. Ingólfur Viktorsson, starfsmaður Landsam- taka hjartasjúklinga. Ábending til R-listans LÁTIÐ fylla upp í Tjöm- ina og malbikið síðan yfir, ef við Reykvíkingar höfum ekki efni á að gefa fuglun- um á tjöminni að borða. Hægt væri að setja þar bílastæði svo að krónumar kæmu í galtóman peninga- kassan. Síðast kaus ég R- listan en ég held að ég hugsi mig nú tvisvar um fyin næstu kosningar.ég held að það hljóti að vera hálfgerð óstjórn á borginni ef það em ekki til peningar fyi'ir brauði. Nágranni tjarnarinnar. Fékk enga hækkun bóta EG er öryrki og var með 45 þús. kr. á mánuði í tekjutryggingu og örorku- lífeyri en er með eftir hækkunina tæplega 49 þús. kr. Grunnframfærslan er 53 þús. kr. þannig að fé- lagsmálastofnun borgar mismuninn. Eg verð Þannig ekki vör við neina hækkun og enga breytingu á mínum högum. Eini munurinn er að félags- málastofnun borgar minna á milli. Ég er með eitt barn og af þessu þarf ég að borga af íbúðunni og lifa auk þess sem ég fæ með- lag og barnalífeyri sem er rúmlega 25 þús. kr. en meðlagið og barnalífeyrir hækkaði úr 24.600 upp í 25.386 kr. Oryrki. Tapað/fundið Svartur frakki týndist SVARTUR aðskorinn, al- veg siður frakki með stór- um kraga, var tekinn úr fatahenginu á Astró 26. febrúar. Skilvís finnandi hafi samband í síma 5811915. Svört handataska týndist í febrúar SVÖRT handtaska með Nokia gsm-síma óg hús- lyklum týndist í miðbæ Reykjavíkur laugardaginn 27. febrúar. Skilvís finn- andi hafi samband við El- len í síma 5811373. Fund- arlaun. Dýrahald Hafnfirðingar athugið BLÍÐA er týnd. Hún er svarbrún/gui/yrjótt læða sem hvarf frá Lækjargötu í Hafnarfirði íyrir mánuði síðan. Hún er með bleika ól með tvö merkispjöld með símanúmeri sem er rangt. Þeir sem geta gefið upplýsingar hafi samband í síma 554 5956 eða 869 5047. SKAK llmsjún Margeir Pétnrsson STAÐAN kom upp á stór- mótinu í Linares sem lauk í vikunni, í viðureign tveggja Rússa. Vladímir Kramnik (2.751) hafði hvítt og átti leik gegn Peter Svidler (2.713). 28. Bxf7! - Hxf7 29. Dxd7 - Hxd7 30. Hxd7+ - Kh6 31. Hxc7 - Dd3 32. Kgl - Dd4 33. Hc2 og svartur gafst upp, því drottningin ræð- ur ekki við afl tveggja hróka í svo einfaldri stöðu. Ka- sparov sigraði glæsilega á mótinu og er nú óumdeilanlega sterkasti skákmaður heims: 1. Kaspai-ov 9'á v. af 14 mögulegum, 2. Kramnik 7 v. 3. Anand 6'/z v., 4.-5. Leko og Topalov 5!4 v., 6. Adams 5 v., 7.-8. Svidler og ívant- sjúk 4 i/ v. HVITUR Ieikur og vinnur. COSPER GETURÐU ekki lesið aðeins hraðar. Ég er orðinn þreyttur. Philips PCAI20SA og PCA 300SA PC margmiðlunarhátalarar Gæðaeftirlit okkar sem er alltaf að störfum hefur fundið mögulegan galla í ofangreindum PC margmiðlunarhátölurum frá Philips, sem seldir voru milli áranna 1996 og 1999. Gallinn gæti orsakað bilun í hátalaranum og gert hann ótryggan. MIKILVÆGT: Til að komast að því hvort þú átt þessa gerð hátalara, vinsamlegast skoðaðu framleiðslumerkið (sem er fest undir aðalhátalarann) og athugaðu hvort framleiðslumerkið er hið sama og hér að ofan. Ef þú átt PC hátalarasett frá Philips með framleiðslunúmerinu PCAI20SA eða framleiðslunúmerinu PCA300SA, VINSAMLEGAST HÆTTU AÐ NOTA ÞAÐ STRAX OG HRINGDU í GRÆNA NÚMERIÐ HÉRAÐ NEÐAN: 567 4525 Við munum leiðbeina þér um hvað þú átt að gera og þú færð nýja hátalara þér að kostnaðarlausu. Einungis hátalarar með þessum ofangreindu framleiðslu- númerum eiga við þessa öryggisinnköllun - allar aðrar gerðir af margmiðlunarhátölurum frá Philips eru fullkomlega öruggar. Við biðjumst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta getur valdið og vonum að þú skiljir að við skuldbindum okkur til að tryggja að ítrustu gæðakröfum sé fylgt við allar framleiðsluvörur okkar. Yíkverji skrifar... VÍKVERJI leggur stundum leið sína um Langarima, eina fjöl- fömustu götuna í Grafarvogi, og furðar sig á umferðarreglunum sem þar gilda. I orði ber ökumönnum að virða varúð til hægri-regluna en reynsla Víkverja er sú að fáir gera það í raun og veru. Þetta þýðir að bfiar sem beygja frá hliðargötum, sem eru sex talsins hvorum megin, inn í Langarima bíða jafnan átekta og hleypa umferð frá vinstri fram- hjá, þó þeir séu í fullum rétti. Ef löghlýðnir borgarar, eins og Víkverji, láta sér til hugar koma að virða umferðarreglur skapast oft og tíðum annarlegt ástand af þessum sökum - jafnvel glundroði. Setjum sem svo að Víkverji sé á leið norður Langarima á sínum ágæta vagni og sér bíl renna fram eina hliðargöt- una, segjum Mururima. Þá býður löghlýðni hans honum ekki annað en nema staðar. En hvað gerist þá? Bfllinn sem kemur upp Mururima staðnæmist líka, í níu af hverjum tíu tilvikum. Bflstjórinn starir á Vík- verja í forundran og álítur hann ugglaust geggjaðan. Annað hvort trúir hann því ekki að Víkverji hafi í raun og veru stöðvað vagn sinn eða honum er hreinlega ekki kunnugt um reglumar sem þarna gilda, sem er svo sem ekkert undarlegt í ljósi þess hve traustar hinar óskráðu reglur eru í sessi í Langarima. Einu gildir svo sem um ástæðuna enda stendur bflstjórinn sem fastast á hemlinum uns Víkverji tekur að baða út öllum öngum til merkis um að öllu sé óhætt. Lætur bflstjórinn sig þá loks hafa það að leggja út í Langarima og veifar þá, oftar en ekki, til Víkverja, eins og í þakkar- skyni. „Fyrir hvað?“ muldrar Vík- verji þá jafnan ofan í bringu sér. „Þú átt sjálfur réttinn." Þetta ástand er þó ekki alvarlegt samanborið við það þegar fjórir bíl- ar koma að gatnamótum við Langa- rima á sama augnabliki - undir þeim kringumstæðum getur komið upp algjör pattstaða. Gefúm okkur að Víkverji hinn löghlýðni sé nú á leið suður Langarima og sjái hvar bfll A kemur upp Mosarima, sem er á hægri hönd, þannig að Víkverja ber að nema staðar. Líkt og í fyrra til- vikinu trúir bflstjóri A því ekki að Víkverji hafi í raun og veru kyrrsett vagn sinn og hemlar þvi sem mest hann má. Upp Lyngrima, sem er til móts við Mosarima, leggur svo bfll B leið sína og staðnæmist réttilega. Fjórði bfllinn, bfll C, kemur svo norður Langarima og hyggst beygja niður Mosarima, á milli bfls A og vagns Víkverja. Hann staðnæmist einnig. Þama sitja þeir fastir, fjórir bílar, fjórir bílstjórar - hver starir á annan og enginn tekur af skarið, allra síst bíll A sem á réttinn. Oft hefur Víkverji hrist höfuðið við þessar aðstæður. Er ekki tíma- bært að umferðaryflrvöld hafist að í þessu máli? Víkverji mælir með stöðvunarskyldu til handa bflum sem beygja inn Langarima. Sú „regla“ gildir hvort sem er í huga flestra nú þegar. xxx yÍKVERJI er mikill áhugamaður um ensku knattspymuna og íylgdist grannt með gangi mála í átta liða úrslitum bikarkeppninnar þar í landi um liðna helgi. Sjónvarps- stöðin Sýn stóð sig sem fyrr vel og sýndi tvo leikina beint. Síðdegis á sunnudag var síðan dregið til undan- úrslita í keppninni ytra og vom drættinum vitaskuld gerð skil í íþróttafréttum í 19/20 á Stöð 2 um kvöldið. Þar varð fréttamanninum, Valtý Bimi Valtýssyni, aftur á móti á í messunni þegar hann fór að tala um heimaleiki, annars vegar til handa Neweastle United og hins vegar Manchester United eða Chel- sea. Eins lengi og elstu menn muna hafa undanúrslitaleikir í bikarkeppni enska knattspymusambandsins ver- ið háðir á hlutlausum völlum. Öllum getur orðið á í messunni, það veit Víkverji mætavel, en þegar starfs- bróðir Valtýs, Amar Bjömsson, gerði sömu mistök í þættinum Ensku mörkin daginn eftir fór að læðast að Víkverja sá gmnur að íþróttadeild Stöðvar 2 og Bylgjunnar væri ekki kunnugt um þessa stað- reynd. Nokkrir menn hafa fært þetta í tal við Víkverja - finnst að íþróttafréttamenn sem starfa við að lýsa kappleikjum frá Englandi eigi að vera með svona lagað á hreinu. Víkverji er þeim sammála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.