Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 62
62 FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUBVS MARGRÉT Kristín Blöndal, kölluð Magga Stína, gaf út íyrstu breiðskífu sína, An AJbum, á síðasta ári. Síðan þá hefur hún ásamt hjómsveit sinni, sem skipuð er úrvali íslenskra tónlistar- manna, spilað á tónleikum bæði í Bretlandi og á íslandi en næst ligg- ur leiðin til Frakklands. „Við erum að fara að spila á hátíð sem heitir Les Femmes S’en Mellent Festival. Þetta er nokkurs konar kvennahátíð sem haldin hefur verið í nokkur ár og verður stærri með hverju árinu. Aðstandendur hátíðarinnar settu sig í samband við mig og báðu mig að koma. Við spil- ;um á þremur tónleikum, fyrst á fímmtudaginn í borg sem heitir Nantes, síðan spilum við í París á fostudagskvöldið en síðustu tónleik- arnir verða á laugardagskvöldið. Því hefur verið þannig háttað að platan verður gefin út í Frakklandi á sama tíma og við spilum þar svo að þetta verða líka útgáfutónleikar.“ - Hverjir eru í hljómsveitinni þinni? „Hljómsveitin heitir Magga Stína og Bikarmeistaramir og hana skipa Pétur Hallgrímsson á gítar, Valgeir Sigurðsson á slagverk og Amar Geir Ómarsson á trommur. í stað Guðna Finnssonar sem venjulega spilar á bassa verður Jakob Magn- > ússon. Það er sem sagt smábreyt- ing-“ - Hvernig hafa viðtökurnar verið í Bretlandi? „Þetta hefur gengið ágætlega. Plötunni var vel tekið en það er samt ekki eins og það hafí orðið bylting í landinu þegar hún kom út! Við spiluðum í þremur borgum í Bretlandi í nóvember á síðasta ári og var alls staðar vel tekið. Plötu- dómarnir sem ég hef séð hafa allir verið jákvæðir, nema einn og hann var svo neikvæður að ég hef hann Verður bylting í Frakk landi um helgina? Magga Stína og Bikarmeistararnir munu koma fram á tónlistarhátíð í Frakk- landi um helgina. Sunna Ósk Logadóttir ræddi við söngkonuna sem var hress og kát að vanda. sveitin mín er svo undarleg og hún er meira náin andlega en á annan hátt. Það eru sífellt allir úti um víð- an völl og allan heim að finna sig og svona. Ég verð bara að bjóða þeim upp á nógu mikið af piparkök- um til að þeir komi að spila með mér,“ sagði Magga Stína hlæjandi að lok- uppi á ísskáp! Þar var bara sagt „Keep this woman out of the country,“„ sagði Magga Stína með áherslu og hló mikið. „En allir aðrir dómar voru jákvæðir.“ - En finnst fólki ekki bara for- vitnilegt að heyra í söngkonu sem færsvona dóm? „Jú, kannski. Eini dómurinn sem ég man vel eftir að Risaeðlan fékk á sínum tíma var mjög neikvæður. Minningin um hann getur alltaf fengið mig til að brosa! Við fengum yfirleitt mjög góða dóma en ég man varla eftir þeim.“ - Hvað hefur þú verið að bralla undanfarið? „Ég var mjög dugleg að semja ný lög í janúar. Undanfarið hef ég svo verið á fullu að undirbúa tónleikana í Frakklandi. Það tekur allt svo mikinn tíma, bara að kalla alla sam- an á æfingu þýðir fimm símtöl og heillangan tíma! Ég er eiginlega að verða dálítið geðbiluð á allri þessari sírnanotkun." - Ertu með aðra breiðskífu í bí- gerð? „Já, ég vona innilega að hún geti orðið til bráðum. En allt í kring- um hina plöt- una hefur geng- ið hægar heldur en ég bjóst við. Ég vil alltaf að hlutirnir gerist strax, helst í gær... en þannig er raunveruleik- inn víst ekki. Hann er víst þannig að allt kemur rosalega hægt og með þolinmæði en ég á ekki mjög mikið til af henni. Það eina sem ég segi núna er að einn dag mun koma út ný plata en ég get því miður ekki sagt til um hvenær það verð- ur.“ Hvað er svo á döfinni? „Eftir tónleikana í Frakklandi spilum við í Danmörku því platan er líka að koma út þar á næstunni og í sumar verða tónleikar hér og þar.“ - Kannski á íslandi? „Ja, ég vona það. En hljóm- MAGGA Stína og hljómsveit hennar Bik- armeistararn- ir koma fram á hátíð í Frakklandi um helg- ina. Margrét Sveinbjörnsdóttir og Arna Schram ræða við verðandi fermingarbörn um tilgang fermingarinnar, undirbúninginn, gjafirnar o.fl. l!S^,_ —SíílTaS&ííft ■■■ ■■■-.—— , ■Móm, Blaðauki um fermingar á laugardaginn „Fqraédrar mínir taka þessu nú rrtjog rólega. Kannsii of rólega því ég þarf stundum að minna þau á ferminguna.^
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.