Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 12.03.1999, Blaðsíða 68
MORGUNBLABIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 FÖSTUDAGUR 12. MARZ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Forsætisráðherra sagði að taka ætti opnum örmum nýjum hugmyndum um sjávarútvegsmál Sjávarútvegurinn greiöi hærri þjónustugjöld (l „SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN hafnar því ekki að sjávarútvegurinn verði í framtíðinni að greiða þjónustugjöld í ríkari mæli en hann hefur gert. Þar þurfa menn þó að fara með gát og ná sæmilegri sátt,“ sagði Davíð Oddsson, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðisflokksins, við upphaf landsfundar Sjálfstæðisflokksins í gær. Hann sagði einnig að það væri mjög óskynsamlegt að gera lítið úr athugasemdum sem gerðar væru við fiskveiðistjómunarkerfið og síst þeirri stærstu að verið sé að hafa hina sameiginlegu auðlind af þjóð- inni. I ræðu sinni sagði Davíð að tillögur um breyt- ingar á stjórnkerfi fiskveiða yrðu að standast þá meginkröfu, að um þær næðist betri sátt en um núverandi kerfí. Davíð sagði ekki hægt að horfa framhjá því að ósátt væri um þetta kerfí og því ætti að taka opn- um örmum hugmyndum einstaklinga og hópa um breytingar á kerfinu. Tillögur um breytt fiskveiði- stjómkerfí yrðu hins vegar að standast þá megin- kröfu, að um þær skapaðist meiri sátt og þær skil- uðu álíka og helst meiri afrakstri í þágu þjóðarinn- ar allrar en núverandi kerfi gerði. Davíð sagði að stjómarflokkamir hefðu sýnt vilja til að skapa samstöðu meðal þjóðarinnar um þetta mál. Þeir hefðu samþykkt tillögu stjórnar- andstöðunnar um að leita ætti sameiginlegrar lausnar með skipan sérstakrar auðlindanefndar. Því miður virtist sem stjórnarandstöðuflokkarnir hefðu ekki átt von á þessu og jafnvel tekið þessu verklagi með nokkru fálæti. Hann sagði að það væri fráleitt að reyna að spilla þessu starfi með ómerkOegum upphrópunum og jafnvel svívirðing- um í garð þeirra sjómanna og útgerðarmanna sem stundað hafa sjóinn á undanfómum ámm og ára- tugum. „Ég tel afar góðar líkur á að nefndin, annað- hvort öll eða mikill meirihluti hennar, nái ásættan- legri niðurstöðu á þessu eða næsta ári,“ sagði Dayíð. I drögum að stjórnmálaályktun landsfundarins sem lögð vom fram við upphaf fundarins í gær segir um sjávarútvegsmál: „Löggjöf um stjórn fiskveiða verður í þróun með það að leiðarljósi að ná um hana frekari sátt án þess að fórnað sé mark- miðum um fiskvernd eða hagkvæmni né heldur raskað grandvelli rekstrarlegra ákvarðana.“ ■ Landsfundur Sjálfstæðisflokksins/34-35 ■ Samfylkingin ekki/2 , Morgunblaðið/Þorkell DAVIÐ Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytur setningarræðu á 33. landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Hátt í tvö þúsund manns voru við- staddir setningu landsfundarins í Laugardalshöll síðdegis í gær. Kona fest- ist aftur í lyftunni í Skálafelli VIÐ lá að kona slasaðist þegar hún festist í stólalyftu á skíðasvæðinu í Skálafelli í fyrradag. Fyrir 10 dögum festist önnur kona í þessari sömu lyftu og féll niður þrjá metra og hryggbrotnaði. „Ég og sonur minn vorum að fara úr lyftunni þegar óhappið varð. Það er mjög lítill bratti þar sem maður fer úr lyftunni og stóllinn er eigin- lega farinn að fara upp áður en mað- ur kemst í brattann. Það sem gerðist var að púðinn, sem er undir stólnum, kræktist undir úlpuna mína og lyfti mér upp,“ sagði Unnur Pétursdóttir leikskólakennari. Unnur kallaði strax á hjálp. Svo ótrúlega vildi til að Ásgeir Eiríksson, eiginmaður Kristrúnar Davíðsdótt- ur, sem hryggbrotnaði eftir að hafa fallið úr þessari sömu lyftu 28. febrú- ar sl., var þama á ferð til að skoða aðstæður. Hann kom Unni til hjálpar ásamt fleirum. ■ Konan sem hryggbrotnaði/4 ------------------- Stjórnarfor- mannsskipti hjá Eimskip BENEDIKT Sveinsson var kosinn nýr stjómarformaður Eimskips á að- alfundi félagsins sem haldinn var í gær. Indriði Pálsson, fráfarandi for- maður stjómar Eimskips, gaf ekki kost á sér til endurkjörs í stjóm fé- lagsins. Indriði segir að á næstu vikum muni hann hætta stjómarsetu í fleh-i félögum. Kolbeinn Kristinsson, for- maðui' Verslunan-áðs Islands, var kosinn í stjóm Eimskips í stað Ind- riða sem hefur setið í stjóm félagsins í tæp 23 ár, þar af sem formaður í 7 ár. ■ Benedikt/22 ■ Auka þarf/23 Viðbúnaðar- ástand á Vest- fjörðum SNJÓFLÓÐ og krapaspýjur féllu viða á Vestfjörðum í gær, meðal annars yf- ir vegi, en byggð var ekki talin í hættu. í gærkvöldi ákvað Veðurstofa ís- lands svokallað viðbúnaðarástand íyrir norðanverða Vestfirði sem þýðir að jk "^Veðurstofan íylgist með ástandinu all- an sólai’hringinn. ■ Ekki talin hætta/19 -------------- SR-mjöl lokar tveimur verk- smiðjum AFURÐAVERÐ á mjöli og lýsi hefur lækkað um nálega helming á tveimur mánuðum og er nú svo komið að fiski- mjölsverksmiðjur sjá sér ekki hag í því að taka lengur við hráefni. Vegna þessa erfiða ástands á mörk- uðunum og þess að vart er gerlegt að lækka hráefnisverð meira en komið er, hefur SR-mjöl hf. ákveðið að loka verksmiðjum sínum á Raufarhöfn og Reyðarfirði. I Vilja hætta/25 Drapst á seinni hreyfli ferjuflugvélar á flughlaðinu í Hornafírði Vissi að hann yrði ekki látinn synda til lands Hornafirði. Morgunblaðið. FRAMHREYFILL tveggja hreyfla flugvélar stöðvaðist þegar vélin var um 250 kílómetra suðaustur af Höfn í gærdag. Flugmaðurinn tók stefn- una á Hornafjörð enda fór olíuþrýst- ingur afturhreyfilsins einnig að lækka og drapst á honum þegar vél- in var lent. Flugvélin er af gerðinni Cessna P337, með einum hreyfli að framan og öðram að aftanverðu. Flugmað- urinn, Gerald Childers, var að ferja vélina frá Skotlandi til New York- ríkis í Bandaríkjunum og ætlaði að millilenda í Reykjavík. Þegar vélin var um 250 kilómetra suðaustur af Höfn drapst á framhreyflinum. Fljótlega varð flugmaðurinn var við að olíuþrýstingur á aftari hreyflin- um var einnig farinn að minnka. Morgunblaðið/Snorri Aðalsteinsson CESSNA-vélin var böðuð í olíu að franian enda lak úr fram- hreyflinum eftir að hann stöðv- aðist. Á myndinni sést Grétar Ragnarsson flugvallarstarfs- maður athuga oh'ukvarðann og kom í ljós að á hvorugum hreyflinuin vottaði fyrir olíu. Sagðist honum hafa litist illa á ástandið enda einnig byrjað að koma olía úr framhreyflinum á rúðuna. Því sneri hann vélinni til Hafnar og gaf síðar út neyðarkall. Töluverður viðbúnaður var á flug- vellinum á Höfn auk þess sem bátur var tilbúinn að halda til móts við flugvélina. Þegar flugvélin kom inn yfir Hornafjarðarós var olíuþrýst- ingurinn alveg dottinn niður en vélin komst þó yfir bæinn og gat lent eðli- lega á flugvellinum. Þegar flugmað- urinn sló af vélinni á flughlaðinu drapst á seinni hreyflinum og hann fjaðraði sjálfkrafa. Ölían var búin og staðfestist það þegar olíukvarðinn var skoðaður. Childers hefur verið ferjuflug- maður 1 níu ár og hefur ferjað ótal eins hreyfils flugvélar yfir hafið. Sagðist hann hafa orðið verulega hræddur þegar drapst á hreyflinum enda ekki undir það búinn að slíkt gerðist á tveggja hreyfla vél. Hann hefur áður orðið íyrir óhappi og lenti þá í sjónum við Nýfundnaland en var bjargað um borð í fiskibát. Hann sagði að það hefði þó verið sér nokkur huggun að vera kominn í ís- lenska flugstjórnarsvæðið. Þar hefði hann vissu fyrir því að verða sóttur en ekki látinn synda í land eins og sums staðar annars staðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.