Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ LANDSFUNDUR SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Grasrótin knúði fram breytingar í nokkrum málum Atök voru um stærð og umsvif rfldsvaldsins ÞAÐ vakti athygli í setningarræðu Davíðs Oddssonar að hann fjallaði ítarlega um ýmsa málaflokka sem vinstriflokkarnir hafa ekki síst vilj- að gera að sínum, mál eins og fjöl- skyldumál, málefni aldraðra og mál- efni öryrkja. Hins vegnar minntist hann varla á ýmis hin hörðu hægri- mál eins einkavæðingu í ríkis- rekstri. Þær breytingar sem eru að verða í íslenskum stjórnmálum með til- komu Samfylkingarinnar virðast því ekki ætla að verða til þess að formaður Sjálfstæðisflokksins færi flokkinn til hægri. Þvert á móti má túlka ræðuna á þann hátt að hann ætli ekki að gefa miðjuna í íslensk- um stjórnmálum eftir til annarra Þótt góð samstaða hafí verið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins um flest meginmál var tekist á um nokkur mál, m.a. um hlutverk og fyrirferð ríkisvaldsins. Egill Ólafsson fjallar um grasrótina í flokknum og róttækar tillögur hennar í heilbrigðis- málum og um málefni eldri borgara. Bann við ákveðnum tegundum auglýsinga verði afnumið LANDSFUNDUR Sjálfstæð- isflokksins samþykkti ályktun þess efnis að afnema beri bann við ákveðnum tegundum aug- lýsinga þegar í stað. Nokkur ágreiningur varð reyndar um þessa ályktun og sögðust þeir sem henni voni mótfallnir ekki geta fellt sig við að áfengis- og tóbaksauglýsingar yrðu leyfð- ai- án aih'a hindrana. Slíkar auglýsingar yi-ðu til þess að auka sölu og neyslu á umrædd- um vörum. Stuðningsmenn tillögunnar lögðu hins vegar áherslu á að framleiðendur og innflytjendur löglegrar vöru í landinu ættu rétt á því að koma upplýsing- um um þær á framfæri við neytendur. Þá drógu þeir í efa þá fullyrðingu að samhengi væri á milli almennrar neyslu tiltekinnar vöru og auglýsingar um hana. „Hins vegar hafa rannsóknir víða um heim bent til þess að auglýsingar af þessu tagi séu sérstaklega til þess fallnar að auka sölu á einstök- um tegundum vörunnar," sagði Andrés Magnússon landsfund- aifulltrái m.a. flokka sem nú sækja inn á miðjuna. Þótt hin hófsömu öfl hafí haft undirtökin á landsfundinum fór ekki á milli mála að innan flokksins eru átök um stefnu flokksins í ýmsum málaflokkum. I menningarmálum, jafnréttismálum og byggðamálum var t.d. tekist á um hlutverk ríkis- valdsins, hvað það ætti að vera fyr- irferðarmikið og hvað það ætti að ganga langt í að skerða frelsi ein- staklingsins. Átök um jafnréttis- og menningarmál Þær deilur sem urðu um fæðing- arorlof endurspegla vel þau átök sem eiga sér stað innan flokksins um verksvið ríkisvaldsins, hvort það eigi að setja foreldrum reglur um hvernig þeir skipta fæðingarorlof- inu á milli sín eða hvort það eigi að láta það afskiptalaust. Átök um þetta mál snertir einnig jafnréttis- mál og hvað stjórnvöld eigi að ganga langt í að jafna stöðu kynj- anna. Um menningarmál urðu hörð átök á fundinum milli sjónarmiða þeirra sem vilja auka stuðning ríkis- ins við menningarstarfsemi og hinna sem vilja minnka hann. At- hyglisvert er að frjálslyndari armur flokksins undir forystu Heimdallar kaus að leggja einna mesta áherslu á það á landsfundinum að draga úr ríkisafskiptum á þessu sviði. Árang- ur þeirra varð m.a. til þess að stuðn- ingsmenn tónlistarhúss ákváðu að leggja ekki fram ályktun um bygg- ingu þess og afstýra því þannig að kosið yi'ði um það á landsfundinum eins og gerðist á síðasta landsfundi. Róttækar tillögur í heilbrigðismálum Mjög róttækar ályktanir voru samþykktar á fundinum um heil- brigðismál og um málefni eldri borgara. Samþykkt var að afnema alla tekjutengingu í lífeyrisgreiðsl- um almannatrygginga og taka upp eftirlaun sem verði óháð hjúskapar- stöðu. í ályktun um heilbrigðismál var samþykkt að taka upp sjúkra- tryggingar í stað fjármögnunar á fjárlögum. Ljóst er að flokkurinn er í þessum málum að leggja til miklar breytingar sem væntanlega munu kosta hann talsverð pólitísk átök að ná fram. Segja má að báðar þessar álykt- anir um heilbrigðismál og málefni aldraðra séu komnar frá grasrótinni í flokknum. Forystumenn eldri borgara, sem sömdu tillöguna um málefni aldraðra, fylgdu tillögunni fast eftir og fram kom á fundinum nokkuð hörð gagnrýni frá þeim á forystu flokksins fyrir að hafa ekki hlustað nægjanlega á málflutning eldri borgara. Sömuleiðis kom greinilega fram á fundinum að vilji er til að gera grundvallarbreytingar í heilbrigðismálum t.d. með því að nýta meira kosti einkaframtaksins. Engar deilur urðu um utanríkis- mál á landsfundinum, en í utanríkis- málanefd þingsins kom fram tillaga um stuðning við að ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu. Henni vai' hafnað í nefndinni og ítrekað var að aðild að ESB kæmi ekki til greina ef í henni fælist að Islending- ar þyrftu að gefa eftir yfirráð yflr flskimiðum eða öðrum auðlindum þjóðarinnar. Jafnframt voru þau rök færð gegn aðild að sambandið einkenndist af „reglugerðarfargani og öðrum opinberum afskiptum". Morgunblaðið/Þorkell HINIR almennu flokksmenn knúðu fram breytingar m.a. í heilbrigðisinálum og málefnum aldraðra. Sýnishorn úr söluskrá 1. Nýstandsett efnalaug sem verið er að setja upp, á frábærlega góðum stað í Hafnarfirði. Húsnæðið gæti einnig verið til sölu. Allt tilbúið til þess að opna í kvöld. 2. Gömul og gróin hársnyrtistofa í gömlu og góðu hverfi. Sömu eigendur í 15 ár. Gott verð er á stofunni. Hafið samband strax. 3. Ritfanga- og leikfangaverslun í verslunarmiðstöð sem allir þekkja. Skemmtileg atvinna fyrir snyrtilegan aðila sem ieitar að skemmtilegu og gefandi framfærslufyrirtæki. 4. Einstaklega falleg og nýleg blómabúð til sölu af sérstökum ástæðum. Er staðsett í heitasta verslunar- og íbúðarhverfi landsins. Góð vinnu- aðstaða, stór kælir. Fallegur og lifandi vinnustaður. Ein fallegasta blómaverslun sem við höfum skoðað. 5. Heildverslun með vörur fyrir snyrtistofur. Góðar og þekktar vörur. Góð viðbót við aðra heildverslun eða sem byrjun á öðru stærra dæmi. Merki og vörur sem allir í faginu þekkja og viðurkenna. 6. Gistiheimili á besta stað í Reykjavík, nálægt Laugardalsvellinum. Kjörið fyrir íþróttahópa. Pantanir hrúgast inn og allt að verða fulit fyrir sumarið. Langur leigusamningur. 48 rúm. Góð aðstaða, eldhús, þvottavélar, allt til alls. Laust strax. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni. T SUÐURVE R I Sl'MAR 581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRÍMSSON. Deilt um sjálfstæð- an rétt til fæðingar- orlofs LANDSFUNDUR Sjálfstæðis- flokksins samþykkti á laugardag ályktun þess efnis að skorað yrði á stjórnvöld að jafna rétt mæðra og feðra til fæðingarorlofs. Fyrirliggjandi tillaga jafn- í'éttisnefndar Sjálfstæðisflokks- ins um tíu mánaða fæðingarorlof þar sem þrír mánuðir yrðu bundnir móður, þrír mánuðir fóður og að 4 mánuðum gætu foreldrar ráðstafað sín á milli náði ekki fram að ganga. Þor- steinn Davíðsson og Orri Hauks- son landsfundarfulltráar lögðu það til á fundinum að fyrrgreind tillaga um sjálfstæðan rétt mæðra og feðra til fæðingaror- lofs yrði felld úi' ályktuninni um jafnréttismál og gekk það eftir í atkvæðagi'eiðslu um málið. Kváðust þeir Þorsteinn og Orri ekki vera á móti því að réttur feðra og mæðra til fæðingaror- lofs yrði jafnaður en tóku fram að þeir teldu eðlilegt að foreldr- arnir réðu því hvernig orlofinu yrði skipt á milli þeirra. Nokkur orðaskipti urðu um umrædda tillögu jafnréttis- nefndar og hvatti Ásdís Halla Bragadóttir, formaður Sam- bands ungra sjálfstæðismanna, til stuðnings við hana. Olafur Þ. Stephensen, landsfundarfulltrúi og formaður karlanefndar jafn- réttisráðs, lýsti einnig yfír ein- dregnum stuðningi við fyrir- liggjandi tillögu jafnréttis- nefndar og sagði m.a. að þriggja mánaða sjálfstæður réttur feðra til fæðingarorlofs gæti orðið ákveðið vopn fyrir karla sem vildu taka sér fæð- ingarorlof til dæmis gagnvart vinnuveitenda sínum. „Ég full- yi'ði að verði tillaga þem'a fé- laga, Orra og Þorsteins sam- þykkt, hér þá verði það alvar- legt áfall fyrir þá viðleitni Sjálf- stæðisflokksins að skapa sér jafn sterka stöðu meðal beggja kynja.“ Halldóra Vífilsdótth', formaður jafnréttisnefndar, skoraði sömuleiðis á fundar- menn að fella breytingartillögu þeirra Orra og Þorsteins. Eins og fyiT segir féllst fundurinn hins vegar á breytingartillögu þeh-ra félaga og er því ekki get- ið um sjálfstæðan rétt mæðra og feðra til fæðingarorlofs í ályktun landsfundar Sjálfstæð- isflokksins um jafnréttismál. Ekki var ályktað um tónlistarhús á landsfundi Atök um stuðning við menningu og listir TALSVERÐ átök urðu um ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um menningai'mál. Ungh' sjálfstæðis- menn töldu að í ályktuninni væri gengið of langt í stuðningi hins opin- bera við menningarstarfsemi. Eftir umræður í menningarmálanefnd fundarins var felldur út kafli um tón- listarhús og á landsfundinum var felldur út kafli um skattaívilnanir til fyrirtækja sem styrkja lista- og menningarstarfsemi. Heimdellingar beittu sér mikið í umræðum í menningai'málanefnd. Talsverð umræða fór fram um tón- listarhús, en í upphaflegum di'ögum var því fagnað að bygging tónlistai’- húss væri að verða að veruleika. Heimdellingar og fleiri lýstu yfir and- stöðu við að ríkið byggði tónlistarhús og varð að samkomulagi að minnast ekkert á tónlistarhús í ályktuninni. Á síðasta landsfundi urðu nokkuð hai’ð- ar umræður um tónlistai’hús og vai' tillaga andstæðinga hússins naum- lega felld. Ekki minnst á skattaívilnanir Gunnlaugur Jónsson taldi ályktun menningarmálanefndar fela í sér of mikinn stuðning við afskipti ríkisins af menningarmálum. Hann sagði þetta ganga gegn stefnu flokksins um að- hald í ríkisútgjöldum. Gerði hann til- lögur um að þriðjungur ályktunarinn- ai' yrði felldm' út. Tillögur hans voru felldar, en hins vegar var gerð tillaga um að kaflinn þai' sem bent var á þá leið að fyrirtækjum yrði gert kleift að styrkja lista- og menningarstarfsemi með skattaívilnunum yrði felldur út, en hún var efnislega samhljóða tillögu Gunnlaugs. Tillagan var naumlega f'elld og vai' þá krafist skriflegrai' at- kvæðagreiðslu. Af henni varð þó ekki heldur náðist samkomulag um að fella kaflann út og í staðinn var samþykkt setning þai' sem sagði að kannaðar yrðu nýjai' fjáröflunarleiðir til stuðn- ings menningarstai'fsemi. Menningarmálanefnd felldi út úr ályktunardrögunum tillögu um þjóð- arlottó til stuðnings listum, menningu og vísindum. Björn Bjarnason menntamálaráðheiTa benti á það í umræðum á fóstudag að slíkt þjóð- arlóttó væri til í dag og tillagan gæti því aðeins falið í sér að skipta tekjum af lottóinu með öðrum hætti en gert er í dag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.