Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDSFUNDUR SJALFSTÆÐISFLOKKSINS ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 13 DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra þakkar landsfundarfulltrúum fyrir stuðninginn. Morgunblaðið/Þorkell Davíð fékk 95% at- kvæða í for- mannskjöri DAVIÐ Oddsson forsætisráðherra var kjörinn formaður Sjálfstæðis- flokksins með 95,2% atkvæða. 1.197 greiddu atkvæði og fékk Davíð 1.165 atkvæði. 24 skiluðu auðu og 1 atkvæði var ógilt. Eftir að úrslitin lágu fyrir þakk- aði Davíð Oddsson landsfundarfull- trúum fyrir góðan stuðning. „Framundan er hörð barátta í komandi alþingiskosningum. Það er mikilvægt fyrir mig að hafa stuðn- ingsyfirlýsingu af þessu tagi í farteskinu. Þessi kosning leggur á mig mikla ábyrgð og ég mun gera mitt ýtrasta til að rísa undir henni,“ sagði Davíð. Þetta er mesti stuðningur sem Davíð hefur fengið í formannskjöri. Hann var fyrst kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi 1991 með 52% atkvæða. Á lands- fundi 1993 fékk hann 78,8% at- kvæða og á síðasta landsfundi, sem haldinn var haustið 1996, fékk hann 90% atkvæða. Davíð Oddsson að loknum 33. landsfundi Sjálfstæðisflokksins Menn náðu sam- an þar sem búist var við deilum DAVÍÐ Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að á heildina litið hefði landsfundur Sjálfstæðis- flokksins verið afar góður. Vel á annað þúsund landsfundarfulltrú- ar hefðu setið fundinn og tekið virkan þátt í starfsemi hans allan tímann. „Niðurstöður fundarins voru yf- irleitt afgreiddar í mikilli sátt. Mik- il undirbúningsvinna fór fram fyrir fundinn og skilaði hún sér í góðum árangri á fundinum sjálfum." Hann benti jafnframt á að þar sem fyrir- fram hafði verið búist við deilum hefðu menn náð saman og lagt lín- ur fyrir framtíðina. Til að mynda í málum er vörðuðu sjávarútveginn. „Eg held að landsfundurinn verði af þeim sökum og reyndar fleiram talinn sögulegur fundur.“ Davíð Oddsson gat þess að á fundinum hefði verið kosið á milli manna og tók fram að varafor- mannskosningarnar hefðu verið málefnalegar og heiðarlegar í fram- kvæmd. Frambjóðendurnir, Sól- veig Pétursdóttir og Geir H. Haar- de, hefðu báðir verið flokknum til sóma. „Geir H. Haarde fékk góða kosningu og mun njóta þess í störf- um sínum,“ sagði Davíð og ítrekaði að landsfundurinn hefði verið mikið styrkleikamerki fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. „Að minnsta kosti inn á við og vonandi einnig út á við,“ sagði hann. „Það endurspeglaðist á landsfundinum hve heilsteyptur flokkur Sjálfstæðisflokkurinn er.“ Morgunblaðið/Þorkell Landsfundar- fulltrúi í 57 ár FULLTRÚAR á landsfundi Sjálfstæðisflokksins hylltu Árna Helgason, fyrrverandi póst- meistara í Stykkishólmi, en hann varð 85 ára á sunnudag- inn. Davíð Oddsson forsætisráð- herra kvaddi sér hljóðs í uin- ræðum um málefni eldri borg- ara og færði Árna afmælis- kveðjur. Árni hefur mætt á alla landsfundi Sjálfstæðisflokksins sl. 57 ár. Geir var kjörinn með 74,2% atkvæða GEIR H. Haarde fjármálaráðherra var kjörinn varaformaður Sjálfstæð- isflokksins með 74,2% atkvæða. Sól- veig Pétursdóttir alþingismaður fékk 24,7% atkvæða. 1.211 greiddu atkvæði í kosningu um varaformann. Geir fékk 898 at- kvæði, Sólveig 299 atkvæði, Björn Bjarnason 4 atkvæði, Gunnlaugur Jónsson 4 atkvæði. Fimm seðlar voru auðir og einn ógildur. Þegar úrslit lágu fyrir þakkaði Geir fyrh- stuðninginn. Hann sagði að hann myndi leggja sig allan fram til að standa undir þessu trausti og þeirri miklu ábyrgð sem fylgdi kosn- ingunni. Hann þakkaði Sólveigu og stuðningsmönnum hennar fyrir heiðarlega og prúðmannlega kosn- ingabaráttu. Kosið á málefnalegum forsendum „Andstæðingar okkar munu ef- laust reyna að halda því fram að að- alatriði þessara kosninga haíi verið það að karl hafí sigrað konu. Það er auðvitað ekki kjarni málsins. Hér var landsfundurinn að velja á milli tveggja hæfra einstaklinga og ég fullyrði að landsfundarfulltrúar hafa gert upp við sig í þeirri kosningu á fullkomlega málefnalegum forsend- um,“ sagði Geir. I ræðu sem Geir hélt á landsfund- inum daginn fyrir kosninguna fjall- aði hann nokkuð um þá samkennd sem tengir sjálfstæðismenn og and- stæðingar flokksins kynnu ekki skil á og vissu ekki hvernig þeir ættu að bregðast við. „Þessi landsfundur hefur að mín- um dómi styrkt Sjálfstæðisflokkinn og eflt okkur öll til baráttu. Ég bið alla landsfundarfulltrúa að flytja með sór þessa vellíðan og þessa samkennd þegar þeir halda heim á leið. Við skulum dreifa þessum til- finningum heim í byggðirnar, inn á Morgunblaðið/Þorkell SÓLVEIG Pétursdóttir óskaði Geir H. Haarde til hamingju þegar úrslitin í varaformanns- kjörinu lágu fyrir. vinnustaðina og á hvern þann vett- vang sem fólk kemur saman. Við skulum láta áhrifín af þessum glæsi- lega landsfundi hríslast út um allt þjóðfélagið allt fram að kosningum," sagði Geir. Engin eftirmál af kosningunni Sólveig Pétursdóttir óskaði Geir til hamingju með kjörið og óskaði honum farsældar og gæfu í starfí fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Nú hafa landsfundarfultoúar valið sér nýjan varaformann og endurkosið sinn góða formann. Þar með er komin niðurstaða á þessum fundi, sem allir sætta sig við,“ sagði Sólveig. Sólveig þakkaði stuðningsmönn- um sínum fyrir stuðninginn. Hún nefndi sérstaklega samstarfsmenn í Landssambandi sjálfstæðiskvenna og í Hvöt. Lokaorð hennar voru þau að nú tæki við næsta verkefni og þar væru sjálfstæðismenn ailir í sama liði. í ræðu sinni á laugardag sagði Sólveig að sjálfstæðismenn gætu verið ánægðir með þann árangur sem náðst hefði á síðustu tveimur kjörtímabilum í tíð ríkisstjórna Da- víðs Oddssonar. Hún sagði það skipta miklu máli að Sjálfstæðis- flokkurinn héldi forystuhlutverki sínu í komandi kosningum. „Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið flokkur sveigjanleikans. I- mannúð- armálum er flokkurinn hlýr og um- burðarlyndur. Þetta hefur lengi ver- ið ein af kjölfestum í starfí Sjálf- stæðisflokksins. Nauðsyn þess að sýna mannúð, mildi og nærfærni gagnvart öllum þjóðfélagsþegnum er alveg jafnmikilvæg nú í dag og þá,“ sagði Sólveig. Við sama tækifæri sagði Geir í sinni ræðu: „Sjálfstæðiflokkurinn hefur aldrei verið kredduflokkur heldur flokkur umburðarlyndis og víðsýni sem rúmað hefur viðhorf fólks úr ólíkum starfsstéttum og byggðum. Á vettvangi hans hafa menn getað tekist á um einstök mál- efni líðandi stundar án þess að það hefði áhrif á grundvallarafstöðu eða samstöðu um hinar stærri línur. Af þeim sökum einnig hefur flokknum vegnað vel.“ Geir sagði að Sjálfstæðisflokkur- inn byggði í gr u n dvallaratri ð u m á lausnum hins frjálsa markaðskerfís. „En i slíkri þjóðfélagsgerð verður jafnframt að beita ríkisvaldinu til að tryggja að hlutur þeirra sem minni máttar eru sé ekki fyrir borð borinn. I frjálsu markaðskerfi er einstak- lingunuro gert kleift að njóta sín og sinna verka. í slíku þjóðfélagi á rík- isvaldið að vera nógu sterkt til að verja hina veikari og nógu veikt til að brjóta ekki niður hina sterkari.“ Geir H. Haarde varaformaður Sjálfstæðisflokksins * Urslitin framar mmum vonum GEIR H. Haarde kvaðst í samtali við Morgunblaðið í gær þakklátur fyrir þá góðu kosningu sem hann fékk í embætti varaformanns Sjálf- stæðisflokksins á 33. landsfundi Sjalfstæðisflokksins á sunnudag. „Úrslitin urðu framar mínum vonum og ekki síst vegna þess að ýmsir ágætir stuðningsmenn mínir voru veðurtepptir úti á landi og komust ekki til fundarins," sagði hann og notaði tækifærið til að þakka öllum sínum stuðningsmönnum fyrir veitta aðstoð og traust. „En einnig Sól- veigu Pétursdóttur og hennar stuðn- ingsfólki fyrir heiðarlega kosninga- baráttu,“ bætti hann við. Aðspurður um landsfundinn kvaðst Geir afskaplega ánægður með það hve landsfundurinn heppn- aðist vel í heild. „Hann var bæði fjöl- sóttur og glæsilegur og ég tel að þarna hafi komið fram mikil sam- staða um menn og málefni “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.