Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 42
'* 42 ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ í GREIN sem ég ritaði nýlega greindi ég frá kenningum Barða Guðmundsson- ar um þátt Herúla, norræns þjóðflokks í uppruna Islendinga. Pjóðflokkur þessi fór frá dönsku eyjunum til Svartahafs á fyrstu öld eftir Krist, senni- lega sömu leið og vík- ingar síðar og herjuðu ’ þeir með miklum flotastyrk á Grikkland og Litlu-Asíu í banda- lagi við Gotana, sem þangað komu um svip- að leyti. Þá greindi ég frá för helmings þjóðar Herúla aft- ur norður í byrjun 6. aldar. Þekkt- astur Herúla var Odovakar, sem fyrstur germana ríkti yfir Róm- verjum frá 476. Vegna þessara kenninga er athyglisvert að gefa gaum að mörgum atriðum í menn- ingu íslendinga og þjóðskipulagi, sem minna meir á germani þjóð- flutningatímans heldur en Norð- menn. Fólksflutningar til Noregs í bókinni íslenska þjóðveldið eftir Björn Þorsteinsson er þess getið að mikill uppgangstfmi hafí verið í Noregi á 8. og 9. öld. Sagt er að byggð hafi fjórfaldast í Vest- ur-Noregi á þessum tíma með nýj- um landnámsjörðum og víkingum í strandhéruðunum. Talið er að þessar nýju landnámsjarðir fræði okkur ekki einungis um öra fólks- fjölgun, heldur um breytta þjóðfé- lagshætti. Þessu til stuðnings er á það bent, að nú rísi upp hundruð og jafnvel þúsundir bæja, sem kallaðir eru staðir og kenndir við einstak- linga: Herjúlf, Herleif, Hrólf, Árna, Atla eða jafnvel einhverja jóm- frú, t.d. Meyjarstaðir, en slíkar nafngiftir hafi ekki þekkst áður í Noregi. Þama eru greini- lega komnir Herúlar með þá nafnahefð, sem þekktist í þeirra kynflokki frá fornu fari, auk nafnsins Atli sem farið var að nota eftir náin samskipti við Húna um árabil. Þessar nafngiftir fluttust til Is- lands, þegar Haraldur hárfagri flæmdi aðkomumennina úr landi. Hér varð algengt að nota staði í bæjarnöfnum, auk nafns þess sem fyrstur byggði. I ritum Islendinga á söguöld um atburði í Noregi á víkingaöld t.d. Heimskringlu Snorra og ski'ifa þeirra Sturlu Þórðarsonar og Karls ábóta, sem allir höfðu verið í Noregi, er getið um ýmis nöfn landsvæða, fylkja og ríkja í Noregi á víkingaöld, t.d. Agðir, Jaðar, Rogaland, Hörðaland, Sogn, Vest- fold, Numadalur, Raumaríki, Na- umdælafylki, Harðangur, Storð og Sunnmæri. Ekkert þessara norsku nafna er flutt til Islands við land- nám, sem eðlilegt hefði verið, ef Norðmenn hefðu verið að nema Þjóðflutningar Athyglisvert er að gefa gaum að mörgum atrið- um í menningu Islend- inga og þjóðskipulagi, sem Olafur Sigurgeirs- son telur minna meira á germani þjóðflutn- ingatímans en ________Norðmenn.____________ hér land. Öll meginnöfn héraða á íslandi verða sérstök fyrir Island og sömu nöfn eru notuð, er Islend- ingar nema Grænland einni öld síðar. Fróðlegt er að bera þetta saman við nafngiftir íslendinga, er þeir fluttu til yesturheims á ofanverðri 19. öld. Öll nöfn voni tekin frá gamla landinu eða úr ritum ís- lenskum. Sama varð hjá Englend- ingum er þeir námu land á austur- strönd Ameríku að notuð voru kunn nöfn borga og héraða frá Englandi, stundum að viðbættum new, eins og t.d. New York eða New England. Löggjöf Á þjóðflutningatíma germana hafði hver þjóð sín sérstöku lög. Seinna skráðu þessar þjóðú* lög sín í bækur mörg hundruð árum fyrir nám Islands. Við landnám höfðu landsmenn með sér lög, sem sést best á því, að við stofnun alls- herjarrríkis 930 var Þingvallaland lagt undir þingstað, þar sem eig- andinn hafði þá nokkru fyrr fyrir- gert landi sínu með vígi þræls. Landið hefur orðið að dæma af eigandanum og því hefur strax við landnám verið dómsvald með þjóð- inni. Nú er vitað að á landnáms- tíma voru í Noregi engin ein lög, heldur breytileg eftir héruðum og dómsvald meira í höndum kon- unga. Þá er heldur ólíklegt að Norðmaður hefði verið dæmdur frá landi fyrir þrælsvíg. Meðal Herúla hefði það aftur verið eðli- legt, því þeir voru þekktir fyrir jafnrétti. T.d. voru konur svo mik- ils metnar meðal þeirra, að ekki var fátítt að menn kenndu sig við mæður sínar. Á Islandi urðu allir jafnir fyrir lögunum. Ekkert allsherjarþing var í Nor- egi eins og á Islandi og breyttist það ekki eftir sameiningu landsins í eitt konungsríki. Meðal germana voru hinsvegar haldin þing þjóð- anna og þetta var sömuleiðis raun- in í hreinu víkingaríki eins og Mön, þar sem bæði voru Aiþingi og Þingvellir. Þjóðhöfðingi Germanir höfðu ekki þjóðhöfð- ingja yfir sér eða annað miðstjóm- arvald en þingin. Þetta breyttist ekki fyrr en þeir fóru að leggja undir sig Rómaveldi. Þeir kusu sér þó herstjóra, er ófriður var, en ávallt var meðal þeirra höfðingja- veldi og ættin var helsta einingin og innan hennar var rík hefndar- skylda. í Noregi á landnámstíma var vald konungs og hersa mjög rótgróið og ekki heimildir fyrir öðru fyrirkomulagi. Þetta kon- ungakerfi íluttist ekki til Islands, heldur germanska kerfið. Lög- sögumaður varð hér æðstur meðal jafningja og má benda á að sama fyrirkomulag virðist hafa verið meðal Vestgota við Svartahaf. Slíka menn kölluðu Rómverjar judices. Menning Það hefur verið mönnum mikil ráðgáta hversu menning Islend- inga stóð mikið ofar menningu hinna Norðurlandanna fyrstu 400 árin í sögu okkar. Skáldskapur var hér í hávegum meðan skáldalaust var í Noregi. Islendingar fóru að rita á eigin tungu, ekki bara sína sögu, heldur einnig sögu hinna landanna löngu áður en hinar þjóð- irnar settu annað en ránir á prent. Margir hafa þakkað kristnitökunni ritöldina, en væri svo hefði þjóðin ritað á latínu, eins og seinna gerð- ist á Norðurlöndunum. Annað þekktist ekki meðal kaþólskra. Nú er það svo að þjóðir germana á faraldsfæti kynntust menningu Grikkja og Rómverja og komust á annað menningarstig, en norðlægl48ari frændur þeirra. Vestgotar fundu upp gotneskt let- ur og þýddu biblíuna á eigið mál um árið 350. Það merkilega við það er að Islendingar nútímans geta skilið flest í þeirri gömlu bók. Eg tek hér eitt dæmi: „vairþai vilja þeins, sve in himina jah ana airþai, gif uns himma daga.“. Þetta þýðir: „Verði þinn vilji, svo á himnum sem á jörðu, gef oss himna daga.“ Herúlar lifðu í nálægð Gota og börðust með þeim við Svartahaf. Er nokkuð ólíídegt að sú þjóð hafi einnig farið að rita á eigin tungu og flutt þá menningu með sér til íslands, ásamt kvæðunum frá Svartahafi um Gota og Húna. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. UMRÆÐAN Uppruni Islendinga II Ólafur Sigurgeirsson Hver á að greiða fyrir vaktþjónustu dýralækna? í GREIN í Morgun- blaðinu hinn 10. mars reynir Björn Sigur- björnsson ráðuneytis- stjóri að bera af land- búnaðarráðuneytinu þá gagnrýni sem það *V hefur sætt vegna slæ- legrar framgöngu við undirbúning að gildis- töku nýrra laga um dýralækna og heil- brigðisþjónustu við dýr. Strax í fyrirsögn, „100 milljónir til dýra- lækna“, kemur fram afstaða, sem maður rekst því miður á öðni hvoru, en átti þó ekki von á úr þessari átt. Sem sé að uppbygging og fyrirkomulag dýralæknaþjón- ustu í landinu sé fýrst og fremst fjárhagslegt hagsmunamál dýra- lækna. Staðreyndin er hins vegar sú, að í nútímaþjóðfélagi er dýra- læknaþjónusta hluti af sjálfsagðri þjónustu samfélagsins við íbúana. Álveg eins og almenn heilbrigðis- þjónusta og skólakerfi svo eitthvað sé nefnt. Hverjum dettur í hug, að með auknu fjármagni til heilbrigð- isþjónustu á landsbyggðinni sé ver- ið að fela einhverja gullkistu ein- ungis til þess að ausa úr í vasa heil- brigðisstétta? Þetta er gert til þess að jafna búsetuskilyrði í land- inu. Það sama á við um dýralæknaþjónustuna. Og auðvitað verða dýralæknar, eins og aðrir, að fá greitt fyrir sína vinnu. I öllum þróuðum, siðmenntuðum þjóðfé- lögum er vel uppbyggt dýralækniskerfi. Því er m.a. ætlað að tryggja neytendum hollar og heilnæmar landbúnaðarafurðir. Hlutverk þess er enn- fremur að hafa vak- andi auga með smitsjúkdómum í dýrum, sem margir hverjir geta ekki einungis sýkt dýr og valdið ómældu tjóni, heldur einnig sýkt menn. Síðast en ekki síst er því ætlað, af dýraverndarástæðum, að sjá til þess að öflugt eftirlit sé haft með aðbúnaði og umönnun dýra og að tryggð sé viðunandi læknisþjón- usta fyrir dýr. Vitaskuld verður samfélagið að taka á sig hluta af þeim kostnaði sem af þessu hlýst. Það er mismunandi eftir löndum hversu mikill þessi sameiginlegi kostnaður er. I okkar strjálbýla landi er hann ef til vill meiri en Dýralækningar Staðreyndin er sú, seg- ir Eggert Gunnarsson, að í nútímaþjóðfélagi er dýralæknaþj ónusta hluti af sjálfsagðri þjónustu samfélagsins við íbúana. sums staðar annars staðar. Það er verðið sem við verðum að greiða fyrir það að vilja búa í þessu landi, vilja vera Islendingar. Að tefla bændum fram sem einhverjum ölmusumönnum skattborgara landsins, vinnandi fólks og ellilíf- eyrisþega, eins og talsmaður land- búnaðarráðuneytisins gerir, er með miklum ólíkindum. Það er líka misskilningur, að bændur þurfi ekki að greiða fyrir lækningu kúa og kinda eins og eigendur annarra dýra. Enda er ekki verið að fjalla hér um greiðslur vegna lækninga. Ágreiningurinn stendur um vakta- greiðslur, þ.e. greiðslur sem eiga að tryggja að ávallt sé hægt að ná í dýralækni, alls staðar á landinu. Vakt sem kemur ekki aðeins bú- Eggert Gunnarsson fjáreigendum til góða heldur öllum dýraeigendum og samfélaginu í heild. Ég veit ekki til þess að í nokkurri starfsgrein sé hægt að fá fagfólk til þess að taka að sér vakt án einhverrar fastrar greiðslu. Og varla mun það ætlun stjórnvalda að velta þessum kostnaði öllum yfir á bændur og aðra dýraeigendur. Það væri svipað og að ætla fólki sem veikist að næturlagi að greiða allan kostnað af læknavaktinni þá nótt- ina. Ekki líst mér heldur á „sænsku leiðina“ sem ráðuneytis- stjóri landbúnaðarráðuneytisins bendir á í grein sinni; „að ódýrara væri að lóga þeim kúm og kindum sem veikjast og borga bændum bætur". Hvað skyldum við heyra næst úr landbúnaðarráðuneytinu? Að einfaldast væri að leggja niður alla bændur (og dýralækna) og flytja inn landbúnaðarafurðir? Stjóm dýralæknafélagsins lagði á það áherslu í bréfi til landbúnaðar- ráðherra dags. 4. október 1996 að endurskoðun laga um dýralækna mætti ekki leiða til þess að sú þjón- usta sem landsmönnum væri tryggð í gildandi lögum breyttist til hins verra. í bréfínu var lögð rík áhersla á að við endurskoðunina yi’ði gætt byggðasjónarmiða og jafnræðis þegnanna. Fulltrúi félagsins í laga- nefndinni, þáverandi fonnaður fé- lagsins, benti margsinnis á að nýtt kerfi, sem tryggði dýralæknum jafn- framt viðunandi vinnuaðstæður og starfsskilyrði í takt við nútímasam- félag, myndi óhjákvæmilega leiða til kostnaðarauka. Vinnuumhverfi sem gerir, eins og segir í greinai-gerð með frumvarpinu, „unnt að dreifa álagi milli dýralækna meira en verið hefur, m.a. með þvi að greiða öðrum en héraðsdýi’alæknum fyiir vaktir". Það er ekki við stjóm félagsins eða formann að sakast þó að ráðuneytið hafi valið að h'ta framhjá þessu við kostnaðarmat á nýju lögunum. Dýralæknafélagið hefur ífrekað bent á atriði sem þurfa að komast á hreint áður en lög um dýralækna og heilbrigðisþjónustu við dýr koma að fullu til framkvæmda. Þegar sýnt þótti að lögunum yrði frestað lögð- um við fram ítarlegar tillögur að vinnuáætlun. Miðað var við að öllum undirbúningi yrði lokið hinn 1. mars. Jafnframt tilnefndum við fólk í samninganefndir og vinnuhópa ráðuneytinu til fulltingis. Við lögð- um fram tillögu um vikulega fundi í samninganefnd um vaktagreiðslur þar til niðurstaða fengist. Við töld- um það vænlegra til árangurs en að leggjast í sex mánaða dvala eins og ráðuneytið kaus að gera þegar það sá tillögur okkar. Það leysir heldur ekki vandann að persónugera hann og væna formann dýralæknafélags- ins um óheilindi. Við höfum alla tíð viljað standa faglega að undirbún- ingi laganna í góðu samstarfi við landbúnaðarráðuneytið og yfirdýra- læknisembættið. Við væntum þess að persónulegu hnútukasti ráðu- neytisstjóra linni. Það er löngu tíma- bært að menn bretti upp ermar og nálgist málið af fagmennsku með hagsmuni landsbyggðarinnar, ís- lensks landbúnaðar, bænda og ann- arra dýraeigenda að leiðarljósi. Höfundur er dýralæknir og forniað- ur Dýralæknafélags íslands. Við höfum flutt skrifstofu okkar og söludeildir nýrra bíla og atvinnutækja að Bíldshöfða 6,112 Reykjavík <> brimborg Bíldshöfða 6 • Sími 515 7010
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.