Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.03.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 16. MARZ 1999 51 OLAFUR BJÖRNSSON + Ólafur Björns- son fæddist í Hjarðarholti í Lax- árdalshreppi í Dala- sýslu 2. febrúar 1912. Hann lést í Reykjavík 22. febr- úar síðastliðinn og fór útför lians fram frá Dómkirkjunni 11. mars. Andlátsfrétt Ölafs Björnssonar barst mér óvænt á suðlægar slóðir, en þrátt fyrir háan aldur hans hafði ég gert ráð fyrir, að fundum okkar mætti enn bera saman. Margir munu verða til þess að minnast mannkosta Ólafs og þess sögulega hlutverks í hagrænni og stjórnmálalegri skoð- anamyndun þjóðarinnar, sem hann rækti með alkunnum ágætum. Mér mun óhætt að fullyrða, að fáir hafi sem ég átt honum svo mikið upp að unna fyrir áhrif til umþótt- unar og skoðanamyndunar á eigin mótunarskeiði. Hugur minn hafði á unga aldri verið galopinn fyrir hugsjónalegum frelsunarboðskap þess tíma, marxismanum, sem ég var allvel lesinn í og flíkaði óspart í umræðum og áróðri, jafnframt því að áhugi minn var vakinn á þeim hérlendum hagfræðingum, sem helst höfðu getið sér nafn. Kynni okkar Ólafs hófust haust- ið 1947 við það, að ég hóf nám í við- skiptafræðum við Háskóla íslands og lagði hvað mesta rækt við þjóð- hagfræði og haglýsingu, sem hann kenndi. Þetta var auðvitað einhliða samband veitandans og þiggjand- ans og hafði fyrir mig það tvíþætta gildi að gera mig handgenginn fræðun- um og veita mér nýja pólitíska jörð að standa á, án þess að þar færi fram neinn pólitískur áróður. Undir __ handleiðslu þeirra Ólafs og Gylfa viku fyrri átrúnaðar- goð furðu fljótt fyrir traustari fræðikerfum og jákvæðari lífs- stefnu, enda var líka- böng heimskommún- ismans tekin að ymja í austrinu þeim til varn- aðar, er vakna vildu. Úrslitum réði, að Ólafur reyndi aldrei að bjóða okkur harðhnjóskulega íhaldssama eða staðnaða hagfræði, heldur var opinn fyrir hinum nýju straumum og samsamaði við sinn trausta, klassiska fræðagnjnn, svo að nemendur eygðu nýja von og færi við hvert fótmál. Milli Ólafs og Gylfa ríkti heilbrigð og eggj- andi vitsmunaleg spenna, sem stúdentar höfðu jafnt gagn sem gaman af. Minntu þau samskipti á það, sem ritað hefur verið um Da- vid Ricardo, að enginn gat merkt, að honum mislíkaði, þótt reyndist hafa lakari málstað í rökræðum. Kennsla Ólafs var lifandi og fjörmikil, reist á traustri rök- semdafærslu út frá grundvallarat- riðum, krydduð dæmum og leiftr- andi kímni, svo að stundum gat hann varla lokið við málsgi-ein, áð- ur en allt brast út í hlátri. Hins vegai' beitti hann stærðfræðileg- um líkingum aðeins að lágmarki. Þegar ég komst síðar í tæri við tafskenndan flutning þess konar efnis í framhaldsnámi við einn heimsháskólann, fann ég tilefni til að kvarta um, að ræðumennskan þar stæðist vart samjöfnuð við hliðstæður sínar hér heima. Stúd- entar fundu glöggt, að Ólafur bjó yfir heilsteyptri skaphöfn, var ein- lægur og hreinskiptinn í allri tján- ingu og var gæddur ríkri réttlætis- kennd. Hann bar í þessu með sér prestlegan uppruna sinn, enda var honum tamt að taka dæmi af hinni geistlegu stétt og andlegum gild- um. Kímilegt dæmi þess var af framfærsluskyldu danski'a presta gagnvart næstu prestsekkju á undan, er leiddi að sögn tO þess að þeir ættu að jafnaði tvær konur yf- ir ævina, aðra sameiginlega með fyrirrennara sínum, hina með eft- irmanninum. Leiðsögn sína bar Ólafur fram af slíkri vægð og práðmennsku, að fremur kom fram sem önnur, valkvæð skoðun en sem bein leiðrétting. Leiðsögn Ólafs spannaði þó margfalt víðara svið en kennsluna. Á þessum árum voru höft og skömmtun í algleymingi. Ríkti um þau mál almenn nauðhyggja, þar sem virtir og frjálslyndir menn sáu ekki forsendur til þess að beita tækjum verðkerfis og markaðar, einkum með lækkun frá hinu óraunhæfa stríðslokagengi, svo að hvað leiddi af öðru og allt var keyi't fast. Það útheimti gífurlegt hugrekki við þessar aðstæður að hefja upp raust sína og benda á leiðir út úr sjálfheldunni. Þeim kjarki var Ólafur gæddur, og það varð sögulegt hlutverk hans að hefja merki frjálslegri hagstjórnar við loft og undirbúa jarðveginn fyrir aðgerðir í þá veru, þegar al- menningsálitið reyndist undir það búið. Þannig lagði hann fyrst og fremst grunninn að því vali megin- hagkerfis, sem leit út á þeim tíma sem örlagaríkt viðfangsefni, en lét okkur hinum í meira mæli eftir að leita nánari úrlausna til fram- kvæmdar. SIGURÐUR RUNAR BERGDAL INGVARSSON tSigurður Rúnar Bergdal Ingv- arsson fæddist 6. apríl 1972. Hann lést 25. febrúar síðastlið- inn og fór kveðjuat- höfn fram frá safn- aðarheimilinu í Sandgerði 6. inars. Jarðsett var í Hvals- neskirkjugarði. Elsku Siggi diskó! Við sitjum héma nokkrir vinir og sam- starfsfólk Hópsins á Tálknafirði og riíjum upp mjög eft- irminnilegt og skemmtilegt sumar. Sumarið þegar þú varst hér með annan fótinn. Þetta sumar réð diskóið ríkjum á Tálknafirði og þú hélst okkur þau bestu diskótek sem völ er á. Það skipti ekki máli þótt þú kæmir helgi eftir helgi, alltaf var fullt. Fólk kom þá gjarnan frá ná- grannabyggðum þótt þar væri einnig eitthvað um að vera. Þú náð- ir miklum vinsældum á stuttum tíma og maður var farinn að taka þér sem sjálfsögðum hlut héma. Það var ekki eingöngu tónlistin sem heillaði okkur, það var einnig þú sjálfur. Þú hafðir mikinn per- sónuleika. Það var alltaf stuð í kringum þig og þú komst manni alltaf í gott skap. Það var mjög gott að tala við þig og við áttum margar skemmtilegar samræður. Það var mjög gott að vinna með þér og þótt við vitum að þú sért kominn á fal- legan og yndislegan stað núna þá skildir þú eftir þig stórt skarð sem ekki verður fyllt. Við munum alltaf muna hvað þú gerðir mikið fyrir fólkið. Þú spilaðir bestu lögin, kjaftaðir við alla um allt og ekk- ert og síðast en ekki síst, hrundir þú niður stigann þó nokkru sinnum. Án meiðsla þó. En þú varst alltaf rækilega minntur á stigann og við báðum þig vinsamlegast um að vera ekki að koma nálægt honum þegar þú mættir á svæðið. Og við hlógum síðan öll. Þú manna mest. Diskónafnið verð- skuldaðir þú svo sannarlega. Þú varst einfaldlega bestur. Þú gast ekki hætt að spila og sama hversu illt augnaráðið var orðið frá okkur, starfsliðinu, sendir þú okkur bara englabrosið og áfram hélstu, jafn- vel með öll ljós kveikt, þangað til þú varst dreginn burt frá græjunum. Þá höfðum við stundum svona starfsmannadiskó í smá stund sem þú hafðir oftast upptökin á. Þannig varstu ekki aðeins frábær diskótek- ari og persónuleiki heldur einnig góður dansari. Við skemmtum okk- ur mjög vel með þér. Við eigum eft- ir að sakna þín óendanlega mikið því þú gafst okkur svo mikið. Það er hræðilegt að hugsa til þess að þú verðir ekki hjá okkur næsta sumar og engin sumur þar á eftir, en sem betur fer eigum við svo margar fal- legar og skemmtilegar minningar um þig sem munu lifa í hjarta okk- ar. Við viljum því nota þessa hinstu kveðju til að þakka þér fyrir að hafa verið þú og vonum að hvar sem þú ert líði þér vel. Hvíl þú í friði. Fjölskyldu Sigurðar sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur. Munið að þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Starfsfólk Veitingastaðarins Hópsins, Tálknafirði. Það var rosalegt áfall þegar móðir mín hringdi og tjáði mér að Siggi væri dáinn. Tárin runnu og minningarnar streymdu fram í huga mér. Okkar stundir saman voru flestar er við vorum börn. Þá dvaldi Siggi oft í sveitinni heima í Miðhúsum og margt var brallað þar. Þegar ég var unglingur dvaldi ég stundum í Sandgerði hjá frænku minni, móður Sigga, og alltaf nennti Siggi að dröslast með mig með sér er hann fór að hitta vini sína. Hann var mikið í tónlistinni og hafði mikla hæfileika á því sviði. Eg man hvað ég var montin að fá að fara með Sigga á hljómsveita- ræfingu ásamt fleirum strákum í samkomuhúsinu í Sandgerði. Þessi stund er mér afar minnisstæð. Siggi var mjög glaðlyndur, átti auðvelt með að umgangast fólk og náði góðu sambandi við unga sem aldna. Elsku Siggi, ég mun sakna þín, en held í þá trá að þér hafi verið ætlað gott hlutverk þar sem þú ert núna og ég veit að þú munt standa þig- Elsku Bjamey, Oskar og Oskar Ingi, ég bið þess að Guð gefi ykkur styrk og ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Engum er ljóst hvaðan lagt var af stað né hver lestinni miklu ræður. Við sláumst í fórina fyrir það jafnt fúsir sem nauðugir bræður. Hægt hún fer er hún færist um set þessi fylgd yfir veginn auðan. Kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet og ferðinni er heitið i dauðann. (Tómas Guðmundsson.) Rakel Guðfinnsdóttir. Við Ólafur gátum tæpast talist beinii' samstarfsmenn, þótt ég stundaði kennslu um árabil í skyldum fögum við deildina, enda fór saman, að hann var mjög sjálf- stæður í sinni ástundun og lítt íhlutunarsamur um annan-a. Leið- ir okkar lágu þó oft saman og taldi ég hann til vina minna frá því að ég brautskráðist fyrir nærfellt hálfri öld, og ekki síður Guðrán kona hans, sem nokkur fjölskyldu- kunnugleiki var við. Mér þótti gott að leita ráða hans og bera undir hann ritverk og stóð heimili þeirra mér opið, enda ekki síður gott að eiga orðræður við frána um söng- mál og tónlist, sem hún hafði lagt sína góðu hæfileika til, eða þá mál- aralist, sem ásamt fleiru prýða heimilið. Ólafur setti sterkan svip á þau málþing hagfræðinga, sem hann sótti. Á þingi norrænna hag- fræðinga hér heima flutti hann snjalla ræðu, en öllum á óvart á óaðfinnanlegri sænsku. Inntur eft- ir ástæðu þessa, sagðist hann hafa átt tveggja vikna dvöl á sjúkra- húsi eftir umferðaróhapp í Stokk- hólmi, og lærði þar sænsku af hjúkrunarfólkinu á þeim ör- skamma tíma, hefur væntanlega skynjað sænska málkerfið í snöggri svipan. Haustið 1963 sótt- um við ásamt Guðlaugi Þorvalds- syni ráðstefnu í Aþenu. Ólafur flutti þar óundirbúið stutt mál í umræðum á ensku. Eg spurði sessunaut okkar, áætlanastjóra Indlands, hvernig málflutningur hans hefði komist til skila, og fékk að bragði það svar, að hann dáðist að karakter Ólafs. Svo sterkt og ákveðið orkaði hann á menn þegar við fyrstu kynni. Ólafur tók því ekki síður vel, að spjallað væri á léttu nótunum og að hann væri eins konai' þjóð- sagnapersóna fyrir að hrærast í heimi hugsana sinna. Eitt sinn var hann í gleðskap stúdenta, sem létu allar sögur vaða af honum sem fleirum, og kættist hann manna mest, en reyndi þó eitthvað að bæta um söguna af tóma barna- vagninum. Á kvöldgöngum okkar þriggja um Aþenu var sótt eftir að tæla okkur inn á krár og kabar- ^ etta, sem við töldum nokkuð við- sjárvert. Svo kurteis og velviljaður sem Ólafur ætíð var, vildi hann veita nokkra von, og varð þá á munni sú setning, sem lengi mun í minnum höfð: „No thank you, not today, perhaps tomoirow", en á morgun var að sjálfsögðu sama viðbáran. I alvöru jafnt sem gleðimálum er margs að minnast af Ólafi og mikils að sakna. Víst er, að ég mæli fyrir munn fjölmargra nem- enda Olafs fyrr og síðar, er ég ber fram þakklæti fyrir leiðsögn hans og samskipti og votta Guðrúnu, sonum þeirra og fjölskyldum dýpstu samúð. Bjarni Bragi Jónsson. Birting afmælis- og minningargreina MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur.unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Um hvem látinn einstakling lúrtist ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Tilvitnanir í sálma eða ljóð tak- markast við eitt til þrjú erindi. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi út- prentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukei'fin Word og Wordperfect einnig aúðveld í úrvinnslu. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA JÓHANNA ELÍSDÓTTIR, Smáragötu 14, Reykjavík, sem iést laugardaginn 6. þ.m., verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag, þriðju- daginn 16. mars og hefst athöfnin kl. 13.30. Skúli Pálsson, Kristrún Auður Ólafsdóttir, Sigríður Bayer, Olav Bayer, Eiríkur Pálsson, Elín Pálsdóttir, Þorlákur Þorláksson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför HARÐAR TRYGGVASONAR húsasmíðameistara, Lækjarbergi 28, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til lyflæknisdeildar St. Jósefsspítala, Hafnarfirði og hjúkrunarþjónustu Karitas fyrir hlýhug og umönnun. Ásrún Ingadóttir og aðrir aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.