Morgunblaðið - 17.03.1999, Síða 6

Morgunblaðið - 17.03.1999, Síða 6
6 MIÐVTKUDAGUR 17. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Afsögnin áfall fyrir Evrópu- sambandið SAMRÁÐSFUNDUR rílíisstjóinar og eldri borgara var haldinn í gær. Talið frá vinstri: Geir H. Haarde fjár- málaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra og Benedikt Davíðsson og Ólafur Olafsson frá eldri borgurum. Ríkisstjórnin ákveður að láta kanna hag aldraðra HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra segir að afsögn fram- kvæmdastjórnar Evrópusam- bandsins sé áfall fyrir Evrópusam- bandið. Hann telur þó að niður- staðan af þessum breytingum geti engu að síður orðið sú að fram- kvæmdastjórnin styrkist. Ríkis- stjórnir landanna komi væntanlega til með að setja í framkvæmda- stjórnina einstaklinga sem njóta trausts, þar á meðal Evrópuþings- ins, og sem hafi umboð til að hafa frumkvæði að breytingum innan sambandsins. „Þetta er mikið áfall fyrir Evr- ópusambandið eins og það er áfall fyrir einstök ríki þegar heil ríkis- stjórn segir af sér. Við verðum samt að hafa það í huga að styrkur- inn á bak við Evrópusambandið eru ríkin og ríkisstjórnir landanna, en ekki framkvæmdastjómin sjálf. Framkvæmdasljórnin hefur verið að missa tökin Framkvæmdastjórnin hefur ver- ið að missa tökin og missa foryst- una innan Evrópusambandsins. Forystan hefur í meira mæli farið í hendurnar á ríkisstjórnunum og þá ekki síst formennskuríkinu á hverj- um tíma. Það er jafnframt ljóst að völd og vægi Evrópuþingsins hafa vaxið. Eftirlitið með framkvæmda- stjórninni hefur aukist og góðu fréttirnar í þessu fyrir Evrópusam- bandið er að þetta aukna aðhald með framkvæmdastjórninni hefur FÉLAGSMENN í stéttarfélaginu Samstöðu vilja að lögð verði áhersla á 120 þúsund króna lágmarkslaun í kröfugerð félagsins í næstu kjara- samningum og að skattleysismörk verði hækkuð verulega. Þetta kom fram á félagsfundum sem stjórnendur Samstöðu hafa haldið að undanfómu á Skaga- strönd, Hvammstanga og Blöndu- ósi, samvkæmt fréttatilkynningu sem borist hefur frá félaginu. Samið verði til eins árs Stéttarfélög víða um land eru far- in að undirbúa sig fyrir endurnýjun skilað þessum upplýsingum sem hafa leitt til afsagnar framkvæmda- stjórnarinnar. Ég tel að ríkisstjórnirnar muni reyna að styrkja framkvæmda- stjómina eftir þessa uppákomu. Þær muni leitast við að setja þang- að inn einstaklinga sem hafa mögu- leika til að hafa meira fmmkvæði, hafa óskorað traust þjóðþinganna og ríkisstjórnanna og jafnframt góð tengsl við Evrópuþingið. Ég held því að menn muni reyna að styrkja framkvæmdastjórnina en samt um leið að efla traust Evrópuþingsins á henni. Evrópusambandið þarf á því að halda að framkvæmdastjórnin hafí frumkvæði og sjálfstæði ef stærra Evrópusamband á að geta orðið að vemleika. Ég get tekið sem dæmi að Evrópusambandið hefur verið að reyna að skapa nýja sameiginlega utanríkisstefnu sem feli í sér fmm- kvæði og sjálfstæði framkvæmda- stjórnarinnar. Það er mitt mat að eins og oft áður þegar svona „krís- ur“ koma upp geti ekkert annað gerst en að framkvæmdastjórnin styrkist frekar en veikist. Hún er búin að liggja undir miklum ámæl- um mánuðum saman og það hefur verið staðfest að óeðlilega hefur verið staðið að málum hjá einstök- um meðlimum framkvæmdastjórn- arinnar, sem ekki hafa verið tilbún- ir að taka á sig ábyrgð. Niðurstað- an er því sú að hún tekur öll á sig ábyrgð,“ sagði Halldór. kjarasamninga á næsta ári. Sam- kvæmt verkáætlun Verkamanna- sambandsins á undirbúningi að kröfugerð sambandsins að ljúka í maí næstkomandi. Á félagsfundum Samstöðu var m.a. rætt um helstu áhersluatriði sem félagsmenn vilja leggja áherslu á í kröfugerð fyrir næstu samninga. Auk framangreindra atriða kom fram á fundinum að áherslu bæri að leggja á samræmingu greiðslna í líf- eyrissjóði, dregið verði stórlega úr tekjutengingu varðandi ýmsar bóta- greiðslur og að samið verði til eins árs í næstu samningum. HEILBRIGÐIS- og tryggingaráð- herra hefur ákveðið að láta fara fram mat á félagslegri stöðu og einangrun aldraðra og leiðum til úrbóta ásamt því að skoða hvaða hópar þurfí mest á aðstoð samfé- lagsins að halda og á hvaða hátt þeir verði best aðstoðaðir. Hefur ríkisstjórnin samþykkt að semja við Olaf Olafsson, fyn-verandi land- lækni, um að taka saman þessar upplýsingar. I minnisblaði heilbrigðis- og tryggingaráðherra af þessu tilefni segir að gert sé ráð fyrir að heilsu- far og þeir þættir sem einkenni aldraða umfram aðra hópa verði kannaðir sérstaklega, svo sem mik- ii lyfjaneysla og ef til vill lítil al- menn heilsuefling. Vinna þessi muni að mestu byggjast á fyrir- liggjandi gögnum og rannsóknum ÚTGJÖLD Ti-yggingastofnunar ríkisins vegna eftirlauna aldraðra myndu aukast um 7,6 milljarða króna á ári miðað við óbreyttan fjölda eftirlaunaþega ef ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um afnám tekjutengingar lífeyris- greiðslna almannatrygginga yrði hrint í framkvæmd. Ef mið er tekið af fjölgun lífeyrisþega, en þeim tjölgar um í kringum 10% á ári, er útgjaldaaukningin enn meiri. I ályktun landsfundarins í þess- um efnum segir meðal annars: „Landsfundurinn samþykkir að af- nema skuli tekjutengingu lífeyris- greiðslna almannatrygginga til þeirra sem hafa náð 67 ára aldri. í stað grunnlífeyris, tekjutrygging- ar, heimilisuppbótar og sérstakrar heimilisuppbótar eigi sérhver ein- staklingur rétt á tilteknum eftir- launum á mánuði, sem ekki verði skert með neinum hætti. Eftirlaun- in samsvari a.m.k. framangreind- um greiðslum óskertum og taki ár- legum breytingum í samræmi við verðlagsbreytingar." Samanlögð upphæð grunnlífeyr- og beinast að fjárhagslegum, fé- lagslegum og læknisfræðilegum þáttum sem varða hag aldraðra. Gert er ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir í september næstkom- andi. Nauðsynlegt að fylgjast með högum aldraðra Þá hefur framkvæmdanefnd vegna árs aldraðra 1999 undirbúið gerð viðamikillar könnunar á líðan og högum eldra fólks á íslandi. Leitast verður við að taka á sem flestum þáttum svo sem líkamlegri og andlegri líðan, félagslegum tengslum, þátttöku í félagsstarfi, húsnæðismálum og tekjum. Vegna þessa hefur verið gerður samningur við Gallup um gerð könnunarinnar og verður sendur út viðamikill spurningalisti til 1.200 is, tekjutryggingar, heimilisupp- bótar og sérstakrar heimilisupp- bótar óskert er 65.268 kr. á mán- uði. 24.500 ellilífeyrisþegar Tæplega 24.500 ellilífeyrisþeg- ar fengu greidd eftirlaun frá Tryggingastofnun í febrúarmán- uði síðastliðnum og miðað við að þeir hefðu fengið þessa upphæð óskerta hefðu útgjöld stofnunar- innar vegna þessa í mánuðinum numið um 1.600 milljónum króna eða sem jafngildir tæpum 19,2 milljörðum kr. á ári. Vegna ým- issa tekjuskerðinga til dæmis vegna tekna úr lífeyrissjóðum voru hins vegar greiddar 965 milljónir króna í febrúarmánuði til þessara ellilífeyrisþega í eftir- laun og myndu því útgjöldin aukast um 7,6 milljarða kr. á árs- grundvelli væru bæturnar óskert- ar, samkvæmt upplýsingum Sæ- mundar Stefánssonar hjá Trygg- ingastofnun. Hann bætti því við að þó bóta- þegar Tryggingastofnunar 67 ára manna úrtaks á aldrinum 65-80 ára. Fyrsti samráðsfundur eldri borgara og ríkisstjórnarinnar var haldinn í gær. Olafur Ólafsson, fyrrv. landlæknir, nýkjörinn for- maður Félags eldri borgara, sagði að góðar umræður hefðu orðið á fundinum og gert væri ráð fyrir frekari vinnu í framhaldinu á hög- um aldraðra, sem hann myndi með- al annars taka þátt í. Það væri nauðsynlegt að fylgjast með hög- um aldraðra og hann byndi vonir við að sú vinna yrði ábatasöm. Hann hefði unnið talsvert að þeim málum í embætti landlæknis og það mætti segja að þetta væri framhald af þeirri vinnu. „Fundur- inn fór vel í mig og mér sýnist að framhaldið geti lofað góðu,“ sagði Ólafur ennfremur. og eldri væru tæplega 24.500 tals- ins væru þeir um 3.500 fleiri sem orðnir væru 67 ára og eldri. Þessir aðilar væru annað hvort ennþá í fullu starfi eða hefðu svo góðan líf- eyrissjóð að þeir ættu ekki rétt á neinum greiðslum fi’á Trygginga- stofnun. Ef tillagan þýddi að allir sem orðnir væru 67 ára og eldri fengju eftirlaun sem þessu næmi ykjust útgjöldin um 2,7 milljarða til viðbótar á ári eða í rúma 10 millj- arða kr. á ári. Sæmundur benti einnig á að eft- irlaunaþegum fjölgaði um í kring- um 10% milli ára og mannfjölda- spár gerðu ráð fyrir að hlutfall aldraðra færi vaxandi. Það yrði enn til að auka útgjöld vegna þessa, en ekki væri tekið tillit til þess í fram- angreindum tölum. Olafur Ólafssoon, formaður Fé- lags eldri borgara í Reykjavík, sagðist aðspurður um ályktunina ekki hafa haft tækifæri til þess að kynna sér hana nægilega og grein- argerðina með henni og gæti hann þar af leiðandi ekki gefíð álit sitt á henni. Félagsfundir í stéttarfélaginu Samstöðu Lágmarkslaun verði 120 þúsund Alyktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um eftirlaun til aldraðra 7,6 milljarða króna út- gjaldaaukning á ári

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.