Morgunblaðið - 17.03.1999, Side 16

Morgunblaðið - 17.03.1999, Side 16
16 MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Launasamanburður gerður á Eyjafjarðarsvæðinu og Reykjavík Meðaltekjur bygginga- manna nær 20% lægri nyrða Morgunblaðið/Kristján MEÐALTEKJUR á ársverk eru mun lægri á Akureyri en í Reykjavík og munar einna mest í byggingaiðnaði þar sem hann er um 20%. Forsvarsmenn stéttarfélaganna segja fólk óánægt yfir þessum mikla launamun. 120 % 100 80 60 40 Meðaltekjur á ársverk á Akureyri sem hlutfall af tekjum í Reykjavík árið 1996 Morgunblaðið/Kristján Brúnin létt- ist þegar sólin skín SÓLIN skein glatt. á Akureyringa í gærdag og léttist því nokkuð á þeim brúnin af þeim sökum, enda þykir mörgum veturinn orðinn æði langnr. Sjálfsagt er þar um að kenna leiðindaveðri frá ára- mótum, mikilli snjókomu og um- hleypingum. Einn þeirra sem gátu nýtt sér góða veðrið var Pedro Riba, Iæknir á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri, sem naut sólarinnar á sundlaugar- bakkanum. ----------- Bókasafn Háskólans á Akureyri Sýning Ingi- mars fram- lengd MÁLVERKASÝNING Ingimars Olafsssonar Waage sem nú stend- ur yfir í Bókasafni Háskólans á Akureyri hefur verið framlengd til næstu mánaðamóta. Ingólfur nam við Myndlista- og handíðaskóla ís- lands, málaradeild, 1986 til 1990 og í Lyon í Frakklandi 1990 til 1993. Hann hefur haldið eina einkasýn- ingu í Reykjavík og tekið þátt í fjölda samsýninga bæði heima og erlendis. Verkin á sýningunni draga dám af áhuga Ingimars á náttúru Islands, ekki síst þeirri auðn sem ræður ríkjum á hálend- inu. MEÐALTEKJUR bygginga- manna á Akureyri eru allt að 20% lægri en þær eru hjá sambærileg- um hópi í Reykjavík að því er fram kemur í launakönnun sem Félag byggingamanna í Eyjafirði lét gera síðastliðið haust. I skýrslu um stefnumótun í at- vinnumálum fyrir Akureyri kemur fram að atvinnulíf á Akureyri hafi farið varhluta af sókn og nýsköpun á undanfómum árum, en afleiðing- ar slíkrar stöðnunar sjást greini- lega þegar bornar eru saman upp- lýsingar um þróun atvinnulífs og fólksfjölgunar á Akureyri og nokkrum sveitarfélögum á höfuð- borgarsvæðinu. I skýrslunni eru meðaltekjur nokkurra atvinnu- greina á ársverk á Akureyri sem hlutfall af tekjum í Reykjavík árið 1996 skoðaðar og einungis sjómenn eða þeir sem starfa við fiskveiðar eru með hærri laun á Akureyri en syðra og munar tæpum 12% sem launin eru hærri fyrir norðan. I öðrum atvinnugreinum eru launin lægri fyrir norðan og munar frá 5 og upp í um 15%. Spenna fyrir norðan en launin samt mun lægri Mestur var munurinn í bygg- ingaiðnaði eða tæp 15% árið 1996. Guðmundur Omar Guðmundsson, formaður Félags byggingamanna í Eyjafirði, sagði að munurinn hefði heldur aukist, því í launakönnun sem gerð var síðasta haust var munurinn nær 20%. „Það hefur verið þensla fyrir sunnan en einnig hefur verið nokkur spenna á mark- aðnum hér síðustu tvö ár. Samt hefur okkur ekki tekist að halda í við þá syðra,“ sagði Guðmundur og benti á að þrátt íyrir þetta sé verð á íbúðum ekki lægra á Akureyri en höfuðborgarsvæðinu, svo hefði oft verið, en annað væri uppi á ten- ingnum nú. Guðmundur nefndi að hluti af skýringunni gæti legið í því að nokkuð væri um afkastahvetjandi launakerfi fyrir sunnan sem hugs- anlega leiddi til betri afkasta á móti betri launum. Nánast ekkert væri um slík kerfi í byggingaiðnaði á Akureyri. „Það hefur verið mikið að gera í byggingaiðnaði síðustu ár og fjölmörg stór verkefni framund- an, þannig að það er nokkur spenna og verktakar segjast selja allar íbúðir sem þeir geta boðið nánast strax. Oánægja iðnaðar- manna með launamuninn er hins vegar mikill og hún hefur leitt til nokkurra átaka inni í íyrirtækjun- um,“ sagði Guðmundur Ómar en í kjölfar þessa hafa einhverjir verið að hugsa sér til hreyfings, fara suð- ur þar sem launin eiu hærri, „en það er mjög slæmt ef launakjör verða til þess að hrekja fólk frá stöðum sem það vill búa á“. Fólk er mjög pirrað „Ég er mjög óánægð með þetta,“ sagði Jóna Steinbergsdóttir, for- maður Félags verslunar- og skrif- stofufólks, „og fólk er mjög pirrað yfir þessu, en því miður höfum við enga lausn á þessu.“ Það er meiri atvinna í Reykjavík og því reyna vinnuveitendur að halda í gott fólk með því að bjóða hærri laun.“ Verslunarmenn á Akureyri höfðu um 13% lægri meðaltekjur en reykvískir verslunarmenn. Jóna sagði að benda mætti á að leik- skólagjöld væru hærri á Akureyri sem og kyndingarkostnaður þannig að afkoman væri þegar upp er staðið verri. „Það er ekki furða þó kergja sé í fólki,“ sagði Jóna. Hún kvaðst hafa heyrt af verslun sem setti upp útibú á Akureyri og þar hefðu verið greidd lægi-i laun fyrir sömu vinnu og í versluninni í | Reykjavík. Því hefði verið svarað til þegar spurt var hverju þetta || sætti, að Akureyri væri láglauna- I svæði. Þorsteinn Ai-nórsson, formaður Iðju, tók í sama streng og Jóna og sagðist vera verulega fúll yfir mikl- um launamun, en starfsfólk í iðnaði á Akureyi'i hafði um 12% lægri meðaltekjur en fólk í sambærileg- um störfum í Reykjavík. „Þenslan er meiri fyrir sunnan og launin því § hærri, en fyrst iðnaðurinn syðra | þolir að greiða hærri laun hefði ól' haldið að hann þyldi það einnig hér * fyi-ir norðan,“ sagði Þorsteinn. Geta má þess að laun fólks við landbúnað voru um 12% lægri en í Reykjavík, um 8% munur var hjá fólki sem starfaði við samgöngur, um 5% hjá bankafólki og fólki við þjónustu, en minnstur var munui'- inn í fiskvinnslunni, um 2%. Franskar dragtir - Franskir kjólar Franskar blússur - Frönsk pils 'IUk.uirexiLu.n Jyteínunnat Hafnarstræti 97 - Akureyri - sími 462 2214 EINSTAKT TÆKIFÆRI í MÝVATNSSVEIT BY««» BREKKIiUTN Til sölu er veitingarekstur í eigin húsnæði, teikningar og allar upplýsingar á skrifstofu SÍMAR 462 1744 0C 462 1820 Byggingafélögin Búmenn og Búseti ætla að byggja á Eyrarlandsholti í Félagsmenn áhugasamir BYGGINGAFÉLÖGIN Búmenn og Búseti auglýstu nýlega eftir um- sóknum félagsmanna sinna um íbúðir sem félögin ætla að byggja á Eyrarlandsholti á Akureyri. Alls barst 41 umsókn, 21 frá félags- mönnum Búseta og 20 frá félags- mönnum Búmanna. Heimir Ingimarsson hjá Búseta sagði að félögin hafi fengið lóðir á Eyrarlandsholti undir 17-20 íbúð- ir. Hins vegar væri stefnt að því að bjóða upp á samtals 30 íbúðir í par- húsum, raðhúsum og tveggja hæða fjölbýlishúsum. Heimir sagði, varðandi þessa fjölgun íbúða frá því sem gert væri ráð fyrir í úthlutun bæjarins, að stefnt væri að því að leysa það mál á svæðinu en vildi að öðru leyti ekki tjá sig um það að svo stöddu. Félögin hafa boðað til fundar í vikunni, þar sem umsækjendur um íbúðirnar, hönnuðir og forsvars- menn félagana munu hittast og ræða málin. „Hér er um mjög stórt verkefni að ræða og við erum með nokkuð nýja hugsun í þessu og vilj- um leyfa fólki að hafa áhrif á málið á hönnunarstigi.“ Leitað samninga við verktaka Heimir sagði umsóknarfjöldann heldur meiri en hann átti von á og eins hafi hann orðið var við áhuga fólks sem þó ekki sendi inn um- sóknir áður en umsóknarfrestur rann út. Hann sagði stefnt að því að hefja byggingarframkvæmdir um leið og bærinn hefur afhent lóð- irnar byggingarhæfar, eða um , miðjan júní nk. „Ég vonast til þess að fyrstu íbúðirnar verði tilbúnar 8-10 mánuðum síðar og í kjölfarið p verði 2-4 íbúðir afhentar á mán- uði.“ Heimir sagði stefnt að því að leita samninga við verktaka um framkvæmdina en ekki væri ljóst hvort einn eða fleiri verktakar kæmu að verkinu. „Það hefur gef- ist okkur vel að leita samninga við verktaka og við erum ekki endilega | tilbúin að vinna alla þá vinnu sem útboð krefst. Það kostar líka mikla ; peninga og óvíst að það skili þeirri P hagkvæmni sem við erum að leita eftir.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.