Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.03.1999, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 17. MARZ 1999 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Heildartap Islenskra sjávarafurða hf. var 668 milljónir króna á síðasta ári Tap á rekstri Iceland Seafood var 631 milljón íslenskar sjávarafurðir hf. Úr ársreikningi 1998 Samstæða Jan.-des. Jan.-des. Rekstrarreikningur Miiijónir króna 1998 1997 Breyling Rekstrartekjur 33.099 25.781 28% Hagnaður (tap) af reglulegri starfsemi (703) (64) 998% Óreglulegar tekjur og (gjöld) 34 (239) - Hagnaður (tap) tímabilsins (668) (310) 115% Efnahagsreikningur Miiijónir króna 31/12 '98 31/12 '97 Breyting 1 Einnir: | - Eignir samtals 11.314 12.714 -11% 1 Skuldir ou eiQið fé: 1 Eigið fé 988 1.602 -38% Skuidir og hlutdeild minnihluta 10.326 11.112 -7% Skuldir og eigið fé samtals 11.314 12.714 -11% TAP samstæðu íslenskra sjávaraf- urða hf. á síðasta ári var samtals 668 milljónir króna og er það nánast að öllu leyti rakið til erfíðleika í rekstri Iceland Seafood Cor- poration í Bandaríkjunum. Heildar- sala samstæðunnar á árinu 1998 nam 33 milljörðum króna saman- borið við 25 milljarða árið áður. Sal- an eykst þannig um 29% milli ára og er aukningin rakin til þess að rekstur Gelmer-Iceland Seafood í Frakklandi er innifalinn allt árið 1998 en aðeins tvo mánuði 1997. Gengi bréfa ÍS lækkaði í gær um 9%, en þau viðskipti áttu sér stað áður en afkoma félagsins var birt og ekki var opnað fyrir ÍS eftir að frétt um afkomuna birtist. Aðspurður um hvort niðurstaða rekstrar íslenskra sjávarafurða hf. á síðasta ári kallaði á nánari skoðun á samvinnu eða sameiningu ÍS og Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. sagði Finnbogi Jónsson, forstjóri ÍS, að hann teldi svo ekki vera. „Þessi niðurstaða í sjálfu sér kall- ar ekkert frekar á það en áður. Það er mál sem var til athugunar í des- ember og það var ákveðin niður- staða í þeim viðræðum. Það hefur engin ákvörðun verið tekin um að skoða það aftur.“ Hann sagði engar óformlegar við- ræður við SH hafa átt sér stað um samstarf eða sameiningu, og hann teldi að bæði fyrirtækin þyrftu að sinna innri málefnum. „Síðan verður framtíðin að leiða það í ljós hvort menn gera eitthvað saman, en það er auðvitað ekkert útilokað að menn ræði samstarf á einhverjum tilteknum sviðum eða tilteknum mörkuðum. Það er að mínu mati mjög eðlilegt og gæti verið mjög skynsamlegt að skoða samstarf á einstökum mörkuðum, óháð því hvað menn gera svo í þessum stóru málum,“ sagði Finn- bogi. Hermann Hansson, stjórnarfor- maður ÍS, sagði í samtali við Morg- unblaðið að sér væri ekki kunnugt um að neinar óformlegar viðræður hefðu átt sér stað um samvinnu eða sameiningu við SH, og ekkert hefði verið fjallað um málið á stjómar- fundum í félaginu. Rekstur Gelmer-Iceland Seafood einnig ineð tapi í fréttatilkynningu frá íslenskum sjávarafurðum kemur fram að ein- ungis helmingur af reiknuðu skatta- hagræði ársins hjá Iceland Seafood Corporation hafí verið eignfærður í reikningum samstæðunnar, og ef þessi sérstaka niðurfærsla hefði ekki verið tekin hefði tap samstæð- unnar orðið 515 millj. kr. í stað 668 millj. kr. Fram kemur að afar margt hafi farið úrskeiðis í stjórnun og rekstri Iceland Seafood Cor- poration og niðurstaða rekstrarins sé tap að fjárhæð 631 millj. kr. mið- að við þær breyttu reikningskilaað- ferðir sem rétt þótti að viðhafa. Rekstur Gelmer-Iceland Seafood S.A. í Frakklandi var einnig með tapi á liðnu ári. í fréttatilkynning- unni segir að þegar íslenskar sjáv- arafurðir hf. tóku við rekstri þess í lok október 1997 hafi fyrirtækið verið rekið með miklu tapi. Gert hafi verið ráð fyrir því að ekki tæk- ist að snúa tapi í hagnað fyrr en á árinu 1999, og áætlanir ársins gerðu ráð fyrir tapi að fjárhæð 87 milljón- ir króna. Tap félagsins samkvæmt ársreikningi nam 44 milljónum króna og er þannig allmiklu minna en áætlað var. Rekstur annarra fyrirtækja inn- an samstæðunnar skilar samtals um 7 milljón króna hagnaði. Það er nokkru lakara en gert var ráð fyrir í áætlun ársins. Tillaga um að auka hlutafé um 400 milljónir króna Stjóm IS greip til margvíslegra aðgerða til að bregðast við rekstrar- erfiðleikum og hefur fjárhagsleg endurskipulagnjng leitt til lækkun- ar nettóskulda IS-samstæðunnar úr 3.292 millj. kr. á miðju ári 1998 í FBA kaupir hlut í UA FJÁRFESTINGARBANKI at- vinnulífsins hf. hefur keypt ríflega 6% hlut í Útgerðarfélagi Akureyr- inga hf. af Búnaðarbanka íslands. Hluturinn var í eigu Búnaðarbank- ans, viðskiptavina bankans og sjóða í vörslu hans. Gengi bréfanna var 6,5 og var kaupverðið 357,5 milljónir. Að sögn Bjarna Armannssonar, framkvæmdastjóra FBA, voru kaupin í ÚA hf. gerð í fjárfesting- artilgangi, með því markmiði að selja bréfin síðar með hagnaði. Sagði Bjarni að verðþróun á bréf- um í ÚA myndi ráða hvenær það Grænlending- ar vilja auka viðskipti FLUGFÉLAG íslands mun bjóða viðskiptamönnum sínum frá Angmassalik og Kulusuk á Græn- landi til Islands á morgun og verða þeir hér á landi til laugardags. Um er að ræða aðila frá kaupfé- laginu á þessum stöðum, og hefur flugfélagið sett upp dagskrá með íslenskum útflytjendum matvöru. Munu þeir kynna íslenskar vörur fyrir gestunum, en Grænlendingar hafa sýnt mikinn áhuga á að kaupa m.a. kjöt, reyktan lax og mjólkur- vörur, að því er kemur fram í fréttatilkynningu frá Flugfélagi íslands. í samvinnu við Græn- landsflug flýgur félagið þrisvar í viku til Grænlands yfir veturinn, en nær daglega á sumrin. 2.345 millj. kr. í árslok. Þá hefur sérstaklega verið unnið að lækkun rekstrarkostnaðar á öllum sviðum í rekstri. I rekstraráætlun samstæð- unnar fyrir árið 1999 er gert ráð fyrir hagnaði af reglulegri starf- semi, og vísbendingar um rekstrar- afkomuna á fyrstu tveimur mánuð- um ársins 1999 eru að hún sé í sam- ræmi við áætlanir. Segir í fréttatil- kynningunni að þær gefi vonir um að tekist hafi að stöðva þann alvar- lega taprekstur sem orðið hefur á tveimur síðustu árum og benda til HAGNAÐUR Samvinnuferða- Landsýnar hf. á árinu 1998 nam 19 milljónum króna en tap ársins 1997 var 8 milljónir. Hagnaður fyrir fjár- magnsliði nam 37 milljónum króna þess að þær aðgerðir sem gripið var til á síðari hluta ársins 1998 muni bera tilætlaðan árangur. Stjórn félagsins hefur ákveðið að óska eftir heimild aðalfundar félags- ins til að auka hlutafé þess um 400 milljónir að nafnverði. Verði sú heimild veitt, mun sú stjórn, sem kjörin verður á aðalfundi, taka ákvörðun um hvenær hún nýtir þá heimild. Aðalfundur íslenski-a sjáv- arafurða hf. verður haldinn í Súlna- sal Hótel Sögu föstudaginn 26. mars. sem eru 40 milljóna króna umskipti frá árinu áður, þegar tap nam 3 milljónum. Rekstrartekjur jukust um 20% milli ára en rekstargjöld jukust um 18%. Eigin fé félagsins í árslok 1998 nam 352 milljónum króna og er eiginfjárhlutfall 45%. Arðsemi eigin fjár á árinu 1998 var 5,42%, en arðsemin var neikvæð um 2,37% á árinu áður. I fréttatilkynningu kemur fram að allar söludeildir félagsins skil- uðu betri árangri en árið áður og var veltuaukning í hópferðadeild mest eða 23%. Þá var afkoma af sölu á ferðum erlendra ferðamanna tii landsins mun betri en árið 1997, meðal annars vegna stöðugs geng- is. Aðalfundur Samvinnuferða- Landsýnar verður haldinn 15. apríl næstkomandi, og leggur stjórn fé- lagsins til að greiddur verði 7% arð- ur. Sami/innuferúir-Lanilsýn Úr reikningum ársins 1998 Rekstrarreikningur 1998 1997 Breyling Rekstrartekjur Miiijónir króna Rekstrargjöld án afskrifta Afskriftir fastafjármuna 2.198,9 -2.141,3 -20,0 1.834,3 -1.816,8 -20,1 +19,9% +17,9% -0,5% Rekstrarhagnaður (tap) Fjármagnskostnaður 37,5 -11,4 -2,6 -8,2 +38,2% Hagnaður (tap) fyrir skatta Tekju- og eignarskattar 26,2 -7,1 -10,8 2,9 - Hagnaður (tap) ársins 19,0 -7,9 - Efnahagsreikningur 3i.des.: 1998 1997 Breyting Fastafjármunir Milljónir króna Veltuf jármunir 191.6 597.7 179,5 416,0 +6,7% +43,7% Eignir samtals 789,3 595,6 +32,5% Eigið fé Tekjuskattsskuldbinding Langtímaskuldir Skammtímaskuldir 351.8 21,6 79,1 336.8 333,6 18,9 28,1 214,9 +5,5% +14,2% +181,4% +56,7% Skuldír og eigið fé samtals 789,3 595,6 +32,5% Kennitölur 1998 1997 Breyting Eiginf járhlutfall Veltuf járhlutfall Veltufé frá rekstri Milljónir króna 45% 1,77 44,3 56% I, 94 II, 4 +MW% Umskipti í rekstri Samvinnuferða-Landsýnar Hagnaðurnam 19 milljónum króna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.