Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 24
24 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Hrina ofbeldisverka skyggði á viðræður um afvopnunardeiluna á N-Irlandi Vaxandi spenna dregnr úr líkum á samkomulagi MORÐIN tvö, sem framin hafa verið á Norður-írlandi í vikunni, og óeirðirnar sem brutust út í bænum Portadown á miðvikudagskvöld skyggðu mjög á viðræður sem fram fóru vestur í Bandaríkjunum milli leiðtoga stríðandi fylkinga. Atökin í vikunni eru til marks um þær ógöng- ur sem friðarumleitanir í héraðinu eru komnar í. Náist ekki lausn á deil- um um afvopnun öfgahópa og myndun heimastjórnar á N-írlandi fyi’ir páska óttast menn að ódæðisverkunum fjölgi enn frekar, öfgahópum sem eru í vopnahléi taki að leiðast þófið, og ft’iðarumleitanir fari út um þúfur. Hjónabandssælan felst í heimilisverkunum Lundúnum. The Daily Telegraph. VÍSINDAMAÐUR við Brown-há- skóla í' Bandaríkjunum telur sig hafa fundið lausnina á viðhaldi sátta og samlyndis hjóna. Gald- urinn felst í heimilisstörfunum. Þó er einn galli á gjöf Njarðar; lausnin er háð því að bæði karl- inn og konan geri minna en helming heimilisverkanna. Niðurstöður rannsóknar Chloe Bird á heimilistörfum 1256 Bandaríkjamanna í sam- búð, leiddu í ljós að ef annar að- ilinn sér um nákvæmlega 45,8%; innkaupa, þrifa, matseldar, upp- þvotta og uppeldis barna, verði persónulegu álagi haldið í lág- marki. Því miður á þetta hlutfall einnig við um hinn aðilann. Eftir standa því 8,4% heimilisverka og spumingin þarafleiðandi: Hver mun inna þau verk af hendi? Kemur þar tvennt til; að láta verkin niður falla eða fá ætt- ingja eða vini sér til aðstoðar. í rannsókninni, sem birt var nýlega í Journal ofHealth and Social Behavior, vom unnin heimilistörf borin saman við mat fólks á ánægju sinni, vellíðan og kvíða. Kom fram að karhnenn sögðust að jafnaði inna 42,3% heimilisstarfa af hendi. Hlutfall kvenna var hins vegar 68,1%. Hlutfall kvenna í heimilistörfum hækkaði svo til muna þegar tillit var tekið til hjúskaparstöðu þeirra. Ef konan var í hjóna- bandi voru helmingi meiri líkur á að hún ynni heimilisstörfin en karlinn. Dr. Bird segir að jafnari skipting myndi minnka kvíða eiginkvenna en að sama skapi ekki auka kvíða karla. Ástæð- una telur hún vera að með auk- inni þátttöku karla finnst hjón- um félagslegnr stuðningur vera meiri sem aftur kemur í veg fyr- ir kvíða. Seoul. Reuters. STJÓRNYÖLD í Bandaríkjunum og Norður-Kóreu hafa komist að samkomulagi um, að fulltrúar þeirra fyrmefndu fái að skoða n- kóresk neðanjarðarmannvirki en gi-unur hefur leikið á, að þar væri unnið að kjarnorkuvopnarannsókn- um. Fyrir þetta ætla Bandaríkja- menn að aðstoða N-Kóreumenn við kartöflurækt. Fréttaskýrendur og stjómarer- indrekar telja, að þessi lausn geti hjálpað til við að rjúfa það kalda- stríðs-þrátefli, sem ríkt hefur á Kóreuskaga í næstum hálfa öld, en með samningnum fá Bandaríkja- menn í fyrsta sinn að skoða stöðina í Kumchang-ri. Upphaf að öðru meira? Kommúnistastjórnin í Pyongyang neitar því, að í stöðinni sé unnið að kjarnorkuvopnarann- sóknum og í fyrstu krafðist hún beinnar matvælaaðstoðar sem „að- gangseyris". Bandaríkjastjórn féllst ekki á það en heimilaði hins vegar áætlun einkaaðila um aukna kartöflurækt í N-Kóreu til að lina skortinn þar. Verður þessi áætlun í raun fyrsta formlega aðstoð Reuters SUÐUR-kóreskur froskmaður hylur líkamsleifar N-Kóreumanns er norður-kóresku njósnaskipi var lyft úr sjónum. Sjóher Suður-Kóreu sökkti því í desember sl. skammt frá s-kóresku hafnarborginni Jinhae. Bandaríkjanna við landið frá því Kóreu var skipt 1948. Ekki er þó vitað hvort hún leiðir í raun til bættra samskipta ríkjanna eins og gerðist með „ping pong“ eða borð- tennissamskiptum Bandaríkja- manna og Kínverja á sínum tíma enda eni stjórnvöld í N-Kóreu mjög óútreiknanleg. Bætur fyrir eldflaugaáætlun I sameiginlegri yfírlýsingu ríkj- anna segir, að þau hafi ákveðið að bæta stjómmálaleg og efnahagsleg samskipti sín og stjórnarerindrek- ar segja, að N-Kóreumenn líti aug- ljóslega á kartöfluáætlunina sem upphaf að öðru og meira. Fréttaskýrendur segja, að með samkomulaginu hafi verið komið í veg fyrir vaxandi spennu, í bili að minnsta kosti, en stjórnvöld í Bandaríkjunum og í Suður-Kóreu telja það næsta skref að fá N- Kóreustjórn til að draga í land með eldflaugaáætlun sína. Talið er, að hún hafi miklar tekjur, hundruð milljóna dollara, af því að selja eld- flaugar og eldflaugatækni til Mið- austurlanda og því mun hún ekki hætta bótalaust. Helstu stjórnmálaleiðtogar á ír- landi og N-Irlandi voru staddir vestanhafs til að vera viðstaddir há- tíðahöld vegna dags heilags Patreks á miðvikudag og notaði Bill Clinton Bandaríkjaforseti tækifærið til að hvetja deilendur til að finna lausn á ágreiningi sínum. Bresk stjórnvöld frestuðu fýrir nokkru framsali valda sinna á N-ír- landi í hendur heimastjórnarþing- inu í Belfast enda verður fyrst að hafa verið sett á laggimar heima- stjórn. Sambandssipnar krefjast þess hins vegar að Irski lýðveldis- herinn (IRA) byrji afvopnun áður en þeir setjist í stjóm með fulltrú- um Sinn Féin, stjómmálaarms IRA. Vonir manna um að með milligöngu Clintons myndi finnast lausn á með- an á hátíðahöldunum vestra stæði tóku mjög að þverra þegar fréttist af morði öfgafullra sambandssinna á kaþólska lögfræðingnum Ros- emary Nelson á mánudag. Sögðu fréttaskýrendur að í kjölfar morðs- ins á Nelson, sem var þekkt bar- áttukona fyrir réttindum kaþólskra, væri útilokað að IRA byrjaði af- vopnun - hvers vegna skyldu þeir „gefast upp“ og afhenda vopn sín á meðan öfgahópar sambandssinna beittu sínum vopnum með þessum hætti? Orð Gerrys Adams, leiðtoga Sinn Féin, í Bandaríkjunum staðfestu að IRA væri ólíklegt til að byrja af- vopnun. Sagði hann um kröfur Da- vids Trimbles, leiðtoga stærsta flokks sambandssinna og verðandi forsætisráðherra á N-írlandi, þar að lútandi: „Eg get ekki orðið við þeim kröfum sem hann hefur sett fram. Hann veit það vel... Allir vita það.“ Eigi að síður hafa menn ekki gef- ið upp alla von og eru þeir Bertie Ahem og fulltrúar breskra stjóm- valda, með aðstoð Clintons, sagðir leita dyram og dyngjum að einhvers konar málamiðlun þar sem IRA yrði gert kleift að láta líta svo út fyrir að ekki væri um „uppgjöf* að ræða, þótt liðsmenn afhentu ein- hver vopn, og að undireins yrði heimastjórnin sett á laggimar, með bæði Trimble og Sinn Féin innan- borðs. Oeirðir og morð á morð ofan Heimildum ber ekki saman um hvernig óeirðirnar í Portadown hófust á iniðvikudagskvöld og stendur orð gegn orði. Meðlimir Oraníureglunnar höfðu komið sam- an til að fagna degi heilags Patreks en kaþólskir íbúar Gaivaghy-vegar voru hins vegar samankomnir til minningar um Nelson, enda hafði hún verið lögfræðilegur ráðgjafi þeirra í hörðum deilum um rétt Óraníumanna til að ganga fylktu liði niður veginn í júlí ár hvert. Laust hópunum saman og varð n-írska lögreglan (RUC) að skakka leikinn. 38 lögreglumenn vora færðir á sjúkrahús og einnig varð Breandan MacCionnaith, talsmaður íbúa Gar- vaghy-vegar, fyrir meiðslum en hann hélt því fram að háttsettur liðsmaður RUC hefði veitt sér þau af ráðnum hug. Þá um daginn höfðu öfgasinnaðir sambandssinnar skotið Frankie Curry til bana í Belfast. Samtökin Verjendur rauðu handarinnar, sem myrtu Nelson á mánudag, sögðu önnur samtök sambandssinna, UVF, hafa myrt Curry og hétu hefndum. Sú staðhæfing að UVF hafi látið myrða Curry hefur ekki fengist staðfest og kom reyndar fréttaskýrendum nokkuð á óvart enda var Curry náfrændi Gustys Spences, sem um árabil hefur verið höfuðpaur UVF. Óumdeilt virðist hins vegar vera að hér hafi verið um innbyrðis illdeilur ólíkra hópa öfga- sinnaðra sambandssinna að ræða, og gátu menn alla vega huggað sig við þá staðreynd því hefðu öfgahóp- ar kaþólikka verið þar að verki hefði það magnað spennu í sam- skiptum trúarhópanna jafnvel enn meira en þegar er. Reuters BERTIE Ahern, forsætisráðherra Irlands, afhendir Bill Clinton Bandaríkjaforseta skál fulla af músasmára, sem er þjóðartákn Irlands, við hátíð í tilefni dags heilags Patreks í Washington í fyrradag. Bandaríkjamenn fá að skoða leynimannvirki í N-Kóreu „Kartöfluáætlunin“ reið baggamuninn Ekki vitað hvort áætlunin leiði í raun til bættra samskipta ríkjanna Könnun meðal stjórnenda í Evrópu Máls- verðir vin- sælir til viðskipta Atlanta. Reuters. FLESTIR stjórnendur fyrir- tækja í Evrópu telja best að gera viðskiptasamninga yfir hádegisverði en Italir kjósá frekar morgun- eða kvöldverð- arfundi og Þjóðverjar vilja alls ekki blanda saman mat og við- skiptum. Þetta kemur meðal annars fram í árlegri viðhorfskönnun sem Hairis Research gerði fýrir flutningafyrirtækið UPS meðal yfirmanna stórfyru-- tækja í Evrópu. Könnunin náði til rúmlega 1.500 stjórn- enda og rúmur helmingur þeirra taldi að best væri að semja um viðskipti á hádegis- verðarfundum. Flestir Þjóð- verjanna sögðu að flugstöðvar eða ráðstefnumiðstöðvar væru bestu samningastaðirnir. Rúmlega 60% stjórnend- anna spáðu því að fyrirtæki sín myndu taka upp sveigjan- legri vinnutíma á næstu fimm árum. 39% franskra stjórn- enda töldu að fyrirtæki sín myndu stytta vinnuvikuna í fjóra daga. Könnunin leiddi ennfremur í Ijós að stjórnendur í Evrópu eru ekki eins bjartsýnir og á síðasta ári á að staða fyrir- tækjanna batni á næstu áram. 57% aðspurðra spáðu því í fyrra að viðskiptin myndu dafna en í ár era aðeins 44% þeirrar skoðunar. Skekkju- mörkin í könnuninni eru 5%.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.