Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 27 20% afsláttur af ítölskum kaffikönnum, öllu bragðbæftu kaffi og grænu tei. 25% afsláttur af 3 bolia Bodum krómpressukönnum. Whittard Kringlunni og Smáratorgi sími 568 1223 - 564 4556 m 'Jriumjih Nýbýlavegi 12, sími 554 4433 £>íUlgt Sta’f' U"l/’verfismáluw c Landsvirkjun TÍMASPRENGJAN heldur tónleika í Salnum: Sigurður Flosason, Kjartan Valdemarsson, Pétur Grétarsson og Gunnar Hrafnsson. Tónlist Dave Brubecks í Salnum Ljósmyndarinn Harry Callahan látinn Var kallaður meistari hins hversdagslega BANDARÍSKI ljósmyndarinn Harry Callahan lést á mánudag, áttatíu og sex ára að aldri. Callah- an var einn af fremstu ljósmyndur- um samtímans og um verk hans hefur verið sagt að í þeim blandað- ist saman áferðarfalleg nákvæmni bandarískra módemista eins og Ansels Adams, og rótlaus tilrauna- starfsemi evrópskra módernista líkt og Ungverjans Laszlo Moholy- Nagy. Feríll Callahans var óvenjulegur að því leytinu til að Callahan hóf ljósmyndaferil sinn án þess að hafa hlotið nokkra þjálfun á sviði lista. Þrátt fyrir það eru mörg verka hans talin meðal þeirra margbrotnustu og fáguðustu á þessari öld. Callahan var einnig af- ar áhrifamikill sem leiðbeinandi, en hann kenndi við virta skóla í bæði Chicago og Providence, og meðal lærisveina hans eru margir fremstu ljósmyndarar samtímans. Ferill Callahans spannaði meira en fimmtíu ár og uppáhalds við- fangsefni hans var án efa eigin- kona hans, Eleanor, en andlit hennar og líkami prýðir oftar en ekki bestu verk Callahans. Callah- an spáði einnig mikið í áhrif ljóss- ins, myndaði stræti og torg Chicago-borgar, sem og vegfar- endur, en þar bjó hann um árabil. Um Callahan hefur verið sagt að hann hafi notið sín best er hann leitaðist við að mynda hið hvers- dagslega í umhverfi mannsins; símalínur, strandir og skýjakljúfra New York-borgar, svo fátt eitt sé nefnt. Eftir að Callahan hætti kennslu árið 1977 gafst honum tækifæri til að þróa list sína enn frekar. Hann ferðaðist til írlands og Suður-Am- eríku í leit að viðfangsefnum og endurnýjaði einnig kynni sín við litljósmyndun, en meginhluta fer- ilsins notaðist hann við einfalda áferð svarthvítrar ljósmyndunar. Hann gaf út yfirlitsbækur um verk sín og Nýlistasafnið bandaríska sýndi reglulega ljósmyndir hans. ÓLÖF Helga Guðmundsdóttir opn- ar sýningu í galleríi Nema hvað, Skólavörðustíg 22c, í dag, fostudag, kl. 16. Ólöf sýnir þrívíð verk af ýmsum toga. Flest eru þau af- mörkuð í tíma og rúmi, en þó alls ekki öll, segir í íréttatilkynningu. Ólöf Helga er menntaskólakenn- ari og er nemi á 2. ári í skúlptúr- deild MHÍ. Sýningunni lýkur sunnudaginn 28. mars og er opin alla daga fiá kl. 15-18 og kl. 14-18 um helgar. MEÐ tímann að vopni er yfír- skrift djasstónleika sem haldn- ir verða í Salnum í Kópavogi sunnudaginn 21. mars kl. 20.30. Hljómsveitin Tíma- sprengjan flytur dagskrá með tónlist djasspíanóleikarans Dave Bru- beck. Hljómsveitina skipa kontrabassaleikarinn Gunnar Hrafnsson, píanóleikarinn Kjartan Valdemarsson, trommuleikarinn Pétur Grét- arsson og altósaxófón-leikar- inn Sigurður Flosason. Lögin sem flutt verða eru Blue Rondo a la Turk, Blue Shadows in The Street, Bossa Nova USA, The Duke, It’s a Raggy Waltz, In Your own sweet Way, Maori Blues, Three to get ready og Wheep no more. Það veltur síðan á stemn- ingu tónleikanna hvort einnig verður leikið lagið Take five eftir Paul Desmond, segir í fréttatilkynningu. Gunnar Hrafnsson hefur leikið á kontrabassa frá unga aldri og leikið inn á fjölda hljómplatna. Kjartan Valde- marsson hefur hlotið mennt- un sína í djassdeild FÍH. Sig- urður Flosason hefur gefið út tvo hljómdiska með eigin djasstónlist og tekur þátt í margvíslegu alþjóðlegu sam- starfi í tengslum við eigin tónlist og annarra. Pétur Grétarsson stundar, auk djassleiks, hefðbundið slag- verk með Sinfóníuhljómsveit fslands. Hann stundar einnig tónsmíðar og hefur haldið tónleika með eigin tónlist auk þess sem hann hefur gefíð út tvo hljómdiska með eigin leik- hústónlist. VERK eftir Ólöfu Helgu í gall- eríinu Nema hvað. Ólöf Helga sýnir í galleríi Nema hvað Triumph ufsláttur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.