Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 38
38 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. HATTON- ROCKALL- SVÆÐIÐ HAFNARFJARÐARTOGARINN Sjóli kom í fyrradag til hafnar með 140 tonn af blálöngu, sem veiddist á Hatton-bankanum, suður undir brezkri fískiveiðilögsögu. Aflinn í þessari ferð skipsins var ágætur, 16-17 tonn á sól- arhring, en blálangan veiðist á 400-500 metra dýpi. Sjóli mun halda aftur á miðin á Hatton-banka að lokinni löndun, en marzmánuður er bezti tíminn á þessum slóðum til blá- lönguveiða. Skipstjóri á Sjóla er Magnús Guðmundsson og var þetta þriðja ferð hans á miðin á Hatton-banka. I tveimur fyrstu ferðum fékkst aðeins lítilsháttar af karfa og fleiri tegund- um, enda var veður vont. Blálangan er fyrst og fremst seld til Frakklands og Þýzkalands og fæst þokkalegt verð þar til veiðar aukast að marki, að sögn skipstjórans. Togarar frá ýmsum þjóðum veiða á þessu hafsvæði, m.a. franskir, spænskir og færeyskir. Magnús skipstjóri bendir á, að íslenzk skip séu þau einu, sem ekki megi veiða innan brezku fiskveiðilögsögunnar teg- undir utan kvóta. „Frakkar voru að veiðum aðeins sunnar en við, innan við brezku lögsöguna, en þar mátti ég ekki fara. Þar mega hins vegar allir veiða svona tegundir, sem ekki eru í kvóta, nema við Islendingar. Við erum svoddan snillingar í þessu. Við megum hvergi fara inn fyrir línu. Færeyingar mega gera það og allar þjóðir,“ segir hann. Eyjólfur Konráð Jónsson, alþingismaður og formaður ut- anríkismálanefndar á sínum tíma, barðist lengi fyrir rétti íslendinga á Hatton-Rockall-svæðinu í samræmi við ákvæði Hafréttarsáttmálans. Með reglugerð frá 1985 var land- grunn íslands afmarkað til vesturs, suðurs og austurs og nær það m.a. yfír Hatton-Rockall-svæðið. Viðræður fóru fram við brezk, írsk og dönsk (færeysk) stjórnvöld um skiptingu þessa hafsvæðis milli þjóðanna í samræmi við Hafréttarsáttmálann. Um tíma voru þær komnar vel á skrið, en ekkert hefur heyrzt um þær í alllangan tíma. í ljósi ummæla skipstjórans á Sjóla er full ástæða til þess, að hvetja utanríkisráðuneytið til að taka á ný upp við- ræður við stjórnvöld í nálægum löndum um réttindi Islend- inga á þessu svæði. Þær veiðar, sem nú eru að byrja að skila árangri á Hatton-banka, eru til marks um framsýni Eyjólfs Konráðs, sem lengi talaði fyrir daufum eyrum um þetta efni. FLUGÖRYGGI FLUGFARÞEGAR hérlendis hafa það yfírleitt á tilfinn- ingunni að eftirlit með flugvélum og almennt flugöryggi sé í heiðri haft og þeir geti treyst flugrekstraraðilanum. Þannig á það líka að vera. Rannsóknarnefnd flugslysa hefur nú skilað skýrslu um flugslys, er varð á Bakkaflugvelli í Austur-Landeyjum á síðastliðnu hausti, og gerir margar og alvarlegar athuga- semdir. í skýrslunni segir m.a. að skýring á orsökum flug- slyssins sé, að flugvélin hafí lent í svokölluðu innskriði í vinstri beygju eftir flugtak vegna óstöðugleika, sem stafaði af mikilli afturhleðslu vélarinnar. Bent er á að undirbúning- ur flugferðarinnar hafí verið óvandaður, vélin hafí verið of- hlaðin fyrir flugtak, tekin hafí verið beygja út úr flugtaks- stefnu í um helmingi minni flughæð en öryggisfyrirvarar hafi verið gerðir um í flugtaki og hleðsluskrá hafí ekki verið gerð. Einnig bendir nefndin á að flugvélin hafí ekki verið þannig tæknilega úr garði gerð að nota ætti hana í þjón- ustuflug. Skýrsla flugslysanefndar er ekki fógur lesning. Ekki voru gerðir jafnvægisútreikningar, engin farþegaskrá eða hleðsluskrá var gerð og flugmaðurinn, sem raunar var bú- inn að vinna allt of langan vinnudag, 11 til 12 klukkustundir, notaði ekki svokallaðan gátlista við starf sitt. Þá var flug- handbók flugvélarinnar eða gild flugrekstrarhandbók flug- rekandans ekki um borð. Svo mörg aðfinnsluverð atriði eru upp talin, að með eindæmum er. Það er ábyrgðarhluti að reka flugfélag. Flugmálastjórn hlýtur að gera mjög strangar kröfur til þeirra, sem standa að slíkum rekstri. Kæruleysi á borð við það, sem nú hefur verið upplýst má ekki endurtaka sig. Þjónusta við heyrnarlaus og heyrnars Á LEIKSKÓLANUM Sólborg er táknmálsumhverfi. Á myndinni spjallar Jónína Konráðsdóttir við Jón Krisl Magnús Freyr, Margrét og Kristín Harpa. Þurfa aukinn stu< og val um móðui Aðstæður heyrnarlausra og heyrnarskertra barna eru skelfilegar og úrbóta er þörf, að mati aðila sem starfa við þjónustu fyrir þau. Ekki eru þó allir sammála um hvað þurfi að bæta og hvaða leiðir eigi að fara til úrbóta. Ragna Sara Jónsdóttir kynnti sér sjónarmið þriggja aðila sem starfa við þjónustu fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. EITT hundrað og sextán BÖRN á aldrinum 0-16 ára hafa verið greind heyrnar- skert eða heyrnarlaus hjá Heyrnar- og talmeinastöð Islands og hafa fengið heyrnartæki, en vitað er að u.þ.b. 15 af þessum 116 börnum nota ekki heyrnartækin. 15 þessara barna eru á aldrinum 0-6 ára og 86 á aldrinum 7-16 ára. Flest þeirra eru búsett á höfuðborgarsvæðinu: 53 eiga lögheimili í Reykjavík, 22 í sveitarfé- lögum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi, og 26 á landsbyggðinni. Samkvæmt upplýsingum frá Heyrnar- og talmeinastöð Islands eru 30 böm til viðbótar þessum 116 illa stödd vegna lélegrar heyrnar. Langflest þein-a eru heyrnarlaus á öðru eyra en með full- komna heyrn á hinu, svo heyrnartæki nýtast þeim ekki. I samtölum við starfsmenn í þjón- ustu við heyrnarlaus og heyrnarskert börn kemur fram að í leikskólum og grunnskólum sem mörg þessara barna sækja er lítil eða engin þjónusta við þau. Einn grunnskóli og einn leikskóli á landinu eru sniðnir að sérþörfum heyrnarlausra og heymarskertra barna. Þar er m.a. táknmálsumhverfi og sérþjálfað starfsfólk. Vesturhlíðar- skóli er grannskóli fyrir heyrnarlausa og heymarskerta og eru þar rúmlega 20 nemendur, en í Sólborg, sem er leikskóli með sama sniði, era 6 heyrn- arlaus og heyrnarskert böm. Versnað eftir að bæir og sveitar- félög tóku við grunnskólum Gylfí Baldursson, deildarstjóri heyrnardeildar Heyrnar- og talmeina- stöðvar íslands, segir ástand þjónustu fyrir heymarlaus og heyrnarskert börn vera hörmulegt og það hafi versnað til muna eftir að bæir og sveitarfélög tóku við rekstri grannskólanna 1. ágúst 1996. Á meðan rík- ið rak þjónustuna var starf- rækt ráðgjafarstöð þar sem einstak- lingur í fullu starfi sá um ýmiss konar ráðgjöf til foreldra barna sem greindust heyrnarlaus eða heyrnar- skert. Ráðgjafarstöðin stóð fyrir nám- skeiðum fyrh- foreldra, nemendur og skólafólk sem börnunum tengdist auk þess að hafa beint samband við kenn- ara skóla þar sem heyrnarskert börn í grunnskólum vora. Þegar sveitarfé- lögin tóku við rekstri grunnskólanna lagðist þessi þjónusta af og hefur henni ekki verið sinnt undanfarin ár nema að hluta til af Heyrnar- og tal- meinastöðinni. Hlutverk Heymar- og talmeina- stöðvar íslands er að sögn Gylfa að greina heymarskerðingu eða heyrnar- leysi hjá einstaklingum og sinna heym- arþörfum þeirra, þ.e. að reyna að bæta heyi'n þeirra eins og kostur er. Grein- ingu er fylgt eftir með því að útvega einstaklingum heymartæki ef það hentar þeim, auk þess sem stöðin kem- ur á tengslum milli bamanna og kenn- ara þeirra og leiðbeinir þeim varðandi sérþarfír og hjálpartæki sem þeim era nauðsynleg. Gylfi segir að stöðin hafi ekki bolmagn til frekari aðgerða og við það hafi skapast mjög slæmt ástand. Sérþörfum ekki fullnægt „Við höfum barist fyrir því lengi að í framhaldi af úthlutun heyrnartækja eigi sér stað endurhæfmg í ýmsu formi, svipuð þeirri sem til skamms tíma var í höndum ráðgjaf- arþjónustunnar. En nú er ástandið hörmulegt. Ef við ættum að sinna þörfum heyrnarskertra grunn- skólanema ættu, ef vel ætti að vera, að vera að minnsta kosti þrjú stöðugildi á bak við almennilega ráð- gjafarþjónustu, og tel ég rétt að hún væri rekin af Heyrnar- og talmeina- stöðinni. Stoðkerfið í skólunum er stundum nánast ekki neitt og víðast hvar er það afskaplega takmarkað þannig að sérþörfum heyrnarskertra nemenda úti í grannskólunum er alls ekki fullnægt. Það verður til þess að sum börr. sem gætu spjarað sig þokkalega með nægilegum stuðningi úti í almennu skólunum, leita til Vest- urhlíðaskóla þar sem þörfum þein-a er sinnt en það er mjög umdeilt hvort vista eigi krakka með tiltölulega væga heyrnarskerðingu í þeim skóla,“ segir Gylfí og bendir á að markmið Heyrn- ar- og talmeinastöðvarinnar sé að kenna börnunum að tala: „Við á Heymar- og talmeinastöðinni erum fyrst og fremst að sinna heymar- þörfum krakkanna og þess vegna er táknmál ekki okkar vettvangur. Það er frekar að við höfum það að stefnumarki að bæta heym hjá börnunum þannig að þau þurfi ekki táknmálið, sem í mörg- um tilvikum kemur til viðbótar sem sjálfsögð uppbót á lítilvæga heyrn. Við á heyrnar- og talmeinastöðinni höfum sett út á það hvað Vesturhlíðar- skóli kemur dræmt út varðandi tal- og heymarþjálfun. Það hlýtur að skjóta skökku við að skóli sem í rauninni byggir sína tilveru á því að nemendur skólans era vanhæfír til þess að temja sér tal og mál vegna skerðingar ákveðins skynfæris skuli ekki lengur, eins og verið hefur í vetur, vera með neina beina talkennslu," segir Gylfí. Hann bendir á hvar hann telji helst vera þörf á úrbótum: „Mér sýnist meinið íyrst og fremst liggja í því að forráðamenn grunnskólans koma mjög illa til móts við þarfir heyrnar- skertra barna. Það hlýtur að vera lág- markskrafa að það stöðugildi sem búið var til á bakvið ráðgjafaþjónustuna verði nýtt sem allra fyrst,“ segir Gylfi. Brotið málumhverfi Hafdís Gísladóttir, framkvæmda- stjóri Félags heyrnarlausra, segir brýnt að auka þjónustu við börn og Sammála um að umbóta sé þörf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.