Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 45Í UMRÆÐAN EF ÞEIR fjármunir sem varið hefur verið í „byggðastefnuna" síð- ustu 40 árin væru framreiknaðir til verð- lags í dag trúi ég að upphæðin nemi hund- ruðum milljarða. Þrátt fyrir þetta tel ég að ástandið í byggðamál- unum hafi aldrei verið verra, fólksflóttinn af landsbyggðinni er stöðugur og vaxandi. Á rangri leið Byggðastefna dags- ins í dag virkar ekki, og mér blöskrar gegndarlaus sóun á al- mannafé í nafni málefnisins. I fjölmörgum tilfellum hafa opin- berir sjóðir komið heimamönnum víðs vegar um land til aðstoðar við að byggja upp ýmisleg fyrii-tæki í því skyni að styrkja atvinnulífið á landsbyggðinni. Þetta atvinnulíf er í raun afar fábreytt. Uppistaðan er tveir atvinnuvegir, landbúnaður og fiskveiðar. Að auki er þjónusta við þessar gi-einar. Báðar greinar eru háðar kvótum, önnur takmarkar sókn í auðlind, hin takmarkar að- gengi að markaði. Þetta þýðir að þessar greinai' munu ekki taka við auknu vinnuafli á næstu árum, nær er að störfum þar fækki með auk- inni þróun á tæknisviðinu. Nýju fyrirtækin sem byggðastefnan hef- ur verið að koma á koppinn hingað og þangað hafa mörg átt erfitt upp- dráttar, og allt of mörg hafa farið á hausinn. Landsbyggðarskattur Ástæðan er fyrst og fremst sú að með misvísandi aðgerðum stjóm- valda verða fjölmargar forsendur fyi-irtækjareksturs á landsbyggð- inni aðrar en á Reykjavíkursvæð- inu. Sem dæmi nefni ég þunga- skattinn, sem ég tel hreinan lands- byggðarskatt. Þessi skattur hækk- ar nánast allt vöruverð á lands- byggðinni. Og ekki nóg með það, Stóri bróðir notar þunga- skattinn sem skatt- stofn fyrir virðisauka- skattinn. Þarna eru stjómvöld farin að skattleggja sérstak- lega landsbyggðar- skattinn. Þetta er skondið ef haft er í huga að stjómarflokk- arnir em sammála um að taka þurfi á vanda landsbyggðarinnar. í því skyni var tilkynnt í upphafi samstarfs að ríkið ætlaði að fjölga veralega opinberum störfum á landsbyggð- inni. Opinberar stofnanir tilkynna nú að þessum störfum hafi fækkað á landsbyggðinni en fjölgað mikið í Reykjavík. Skæklatog Þeir sem koma að mótun byggðastefnu á hverjum tíma era fjölmargir, og sjónarmiðin ámóta mörg. Of mikill tími og orka fer í að togast á um staðsetningu mann- virkja og stofnana, og er skemmst að minnast átaka tveggja ráðherra. Að auki er hægt að benda á tugi eða jafnvel hundrað tilvika þar sem sveitarfélög hafa verið að takast á um svipuð mál. Flestar lausnir á þessu sviði hafa verið sértækar, og hafa yfirleitt litlu skilað. I fljótu bragði man ég eftir „Árnesáætluninni", en hún hefur líklega orðið til þess að Ár- neshreppur er enn í byggð. Á móti má benda á Inndjúpsáætlunina og fleiri slíkar. Samræming Þótt sitjandi ríkisstjórn vilji vel í byggðamálum veit hægri höndin ekki alltaf hvað sú vinstri er að bralla. Hér vantar aðila sem sam- ræmir markmið, aðgei'ðir og eftir atvikum sjónarmið allra þeirra sem að byggðamálum koma. Eg legg til Landsbyggðarmál Fyrirtækjum og fólki, landsbyggðinni, segir Agúst Sigurðsson, verður að skapa sam- bærileg eða betri skil- yrði en gerast á Reykjavíkursvæðinu. að þessari samræmingu verði stýrt af Háskólanum á Akureyri. Aug- ljóst er að Háskólinn á Akureyri er góður kostur. Þar er fagleg þekk- ing og geta til úrvinnslu. Þetta gæti verið þáttur í námi við skól- ann, sem skilar sér síðar til hags- bóta fyrir landsbyggðina. Nýjar skilgreiningar Ekki verður lengur dregið að skilgreina að nýju þær leiðir sem til greina koma í byggðamálum á nýiTÍ öld. I núverandi byggða- stefnu er auðsæ brotalöm. Þeir sem fylgst hafa með þróun mála á landsbyggðinni sjá að þar hefur miðað hratt aftur á bak á liðnum áratugum. Ójöfnuður í verki Eg vil sérstaklega nefna aukinn kostnað landsbyggðarforeldra vegna menntunar barna sinna. Foreldrar námsmanns á fram- haldsskólastigi verða að leggja honum til um 250.000 kr. á ári til að endar nái saman. Hér er um að ræða húsaleigu, ferðir og uppihald. Algengt er að slíkir foreldrar flytji „suður“ þegai- að framhaldsmennt- un barnanna kemur. Því fer reynd- ar fjan-i að allir foreldrar hafi efni á að aðstoða böm sín með þessum hætti. Vegna atvinnuástandsins fer þetta unga fólk flest til starfa á Reykjavíkursvæðinu að loknu námi. Atvinnutækifærin á lands- byggðinni era ekki til staðar. Þá má nefna að dreifbýlið býr við miklu hærra raforkuverð en þekk- ist á suðvesturskankanum, og að auki er húshitunarkostnaður víðast hvar miklu hærri, og er þá fátt eitt talið. Falsaðir tekjustofnar Við yfirtöku sveitarfélaga á verkefnum frá ríkinu hefur yfir- færsla tekjustofna oft verið í skötu- líki. Sveitarfélögin hafa þá giúpið til þess ráðs að uppfæra mat á eignum í viðkomandi sveitarfélagi, í sumum tilfellum hefur fasteigna- matið verið þrefaldað jafnvel þótt vitað sé að umrædd eign sé óselj- anleg nema langt undir fasteigna- matsverði. Þetta verður svo til þess að fæla menn frá því að fjárfesta á landsbyggðinni. Nauðsynlegt er að draga úr mikilvægi þessa tekju- stofns. I staðinn fengju sveitarfé- lögin hlutdeild í þeim virðisauka sem myndast á svæðinu. Þá geta sveitarfélögin haft áhrif á rekstrar- umhverfi fyrirtækjanna með hvetj- andi aðgerðum. Nýjar leiðir I upphafi nefndi ég að sértækar aðgerðir í byggðamálum hafa litlu skilað. Er þá ekki kominn tími til að líta til nýrra leiða? Fyrirtækj- um og fólki, sem vilja starfa á landsbyggðinni, verður að skapa sambærileg eða betri skilyrði en. gerast á Reykjavíkursvæðinu. Slíkar lagfæringar verða ekki gerðar nema í gegn um skatta- kerfið. I Noregi norðanverðum hefur verið við sama vanda að etja og hér. Norðmenn bragðust við með því að umbuna þeim sem áfram vilja búa þarna norðurfrá í gegnum skattakerfið. Aðferðin virkar. Þetta má gera t.d. með því að draga úr eða afnema tekju- skatta þeirra sem búa í tiltekinni fjarlægð frá Reykjavík. Þá má bjóða þeim sem era að koma frá námi afslátt eða eftirgjöf af náms- ‘ lánum gegn því að viðkomandi skuldbindi sig til að vinna 2-3 ár á landsbyggðinni. Á sama hátt má gefa afslátt af eignasköttum þeirra sem enn þrauka. Skynsam- legra er að reyna aðferð sem hef- ur virkað annars staðar en halda áfram eyðimerkurgöngunni. Ef vel tekst til verður hugsan- lega þörf fyrir menningarhús í hverjum landsfjórðungi fljótlega á næstu öld. Höfundur er bóndi, Geitaskarði. Síðustu dagar útsölunnar Rýmum fyrír nýjum vörum Allt að 40% afsl. af undirfðtum, náttfötum og fleiru. DEWE og COTTON CLUB Korsilett frá 1.500 kr. og satin skór á 1.000 kr. ■*- Brotalöm í bygffðastefnu Ágúst Sigurðsson sem vilja starfa á FÉLAGSSTARF Garðbæingar athugið Viðtalstímar bæjarfull- trúa í húsnæði Sjálf- stæðisfélagsins, Garða- torgi 7 laugardagana 20. og 27. mars og 10. og 17. apríl milli kl. 11.00 og 12.00. Áfyrsta fundinn mæta Ingimundur Sig- urpálsson bæjarstjóri og Áslaug H. Jónsdóttir varabæjarfulltrúi. Garðbæingar, notið tækifærið og komið skoðunum ykkar á framfæri. ATVI NNUHÚSNÆSI Herbergi til leigu Húsfélagiö á Sléttuvegi 15—17 hefurtil leigu gott herbergi fyrir nuddsérfræðing og/eða fóta- sérfræðing. Mjög góð staðsetning. Upplýsingar gefur húsvörður í síma 698 1177. ÝMISLEGT Viðskiptatækifæri í Norður-Ameríku Íslenskt-norðuramerískt markaðsfyrirtæki vill komast í samband við íslenskt fyrirtæki með mikinn áhuga og fjármagn til að kynna sínar vörur/hugvit/þjónustu í USA og Kanada. ítarlegar upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 23. mars, merktar: „V — 7716". Stjörnuspá á Netinu <§> mb l.i is ALLT/Kf= G/TTHXSjA-D NÝTT FÉLA6SLÍF I.O.O.F. 1 = 1793198V2 = Sp. FERÐAFÉLAG # ÍSLANDS MOWJW 6 - SM 5S9-SS33 Sunnudagsferðir 21. mars Kl. 10.30 Hellisheiði - Öl- kelduháls — Ölfusvatn, skíða- ganga. Um 5—6 klst. ganga. Verð 1.700 kr. Brottför frá BSl, austanmegin og Mörkinni 6. Kl. 13.30 Tvöhundruð ár frá því Grótta varð eyja. Brottför fyrst frá Mörkinni 6 og síðan BSl, austanmegin, eða mæting kl. 14 á Valhúsahæð Seltjarnarnesi. Þaðan er gengið út i Gróttu undir leiðsögn Heimis Þorleifssonar sagnfræðings. Minnum á páskaferðirnar: 31.3—4.4 Lakasvæðið — Miklafell, skíðagönguferð. Fararstjóri: Gestur Kristjánsson. 1.—3. apríl Landmannalaug- ar, skíðagönguferð. Farar- stjóri: Ólafía Aðalsteinsdóttir. 1.—3. apríl Snæfellsnes — Snæfellsjökull. Gist að Görðum. Fararstjórar: Kristján M. Baldurs- son og Kristján Jóhannesson. 3.-5. apríl Þórsmörk — Langidalur. Gist í Skagfjörðs- skála. Upplýsingar og miðar á skrifst., s. 568 2533. Næstu ferðir á textavarpi bls. 619 og heimasíðu www.fi.is I.O.O.F.12 = 1793198V2 = Bi. Landsst. 5999032016 VIII Sth. kl. 16.00 Frá Guðspeki- félaginu Ipgólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 í kvöld kl. 21 heldur séra Hjalti Þorkelsson erindi um Rósa- kransinn og Rósakransbænina í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á laugardag kl. 15—17 er opið hús með fræðslu og um- ræðum, kl. 15.30 í umsjón Friðriks Róbertssonar, sem ræðir um Martinus: Hina kosmisku uppbyggingu tilver- unnar. Á sunnudag kl. 17—18 er hugleiðingarstund með leiðbeiningum fyrir almenn- ing. Á fimmtudögum kl. 16.30—18.30 er bókaþjónust- an opin með miklu úrvali and- legra bókmennta. Guðspekifé- lagið hvetur til samanburðar trúarbragða, heimspeki og náttúruvísinda. Félagar njóta -t.. algers skoðanafrelsis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.