Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Vinningaskrá 43. útdráttur 18. mars 1999 Bifreiðavinningur Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur) 1236 Ferðavinningur Kr. 100.000 Kr. 200.000 (tvöfaldur) 43360 52223 52622 550 1 7 Kr. 50.000 Ferðavinningur 1992 4497 11984 33468 55495 592961 3330 8582 12476 38497 57288 636991 Kr. 10.000 Húsbúnaðarvinningur 1027 11355 18847 33006 43139 55130 65793 74181 1393 12530 19088 35097 43517 55997 66371 74574 2436 13178 23707 35877 44240 58516 66619 74731 3019 13739 23834 35885 44268 58941 67647 75672 3291 13829 25186 37638 44730 59940 67843 76467 4823 14500 27353 37671 44973 60145 68015 76828 6467 14658 27575 37985 47371 60581 69329 77852 7033 15121 28334 37986 48026 61575 69807 77977 7669 16112 29846 39589 49044 61900 70253 79316 8469 16865 30091 40379 49441 61981 70978 8962 16931 30687 40509 52264 63241 71481 9064 17625 31800 41796 53026 63966 72461 10574 18055 31903 42694 54613 65429 73860 Húsbúnaðarvinningur Kr. 5.000 Kr. 10.000 (tvöfaldur) 706 8225 20603 31187 41257 53501 62792 72387 784 8670 20940 31198 41370 53503 63310 72557 1045 9118 21190 31792 41428 54032 63504 72689 1070 9179 21389 32259 42005 54040 63692 72701 1741 9781 21434 32297 42456 54172 63799 72781 2274 9936 21631 32419 42999 54948 64292 73023 2387 10018 21979 32829 43347 55042 64426 73031 2419 10044 22116 32932 43456 55218 65003 73564 2454 10352 22337 33225 43498 55574 65132 73802 2541 10922 22383 33577 43648 55591 65920 74548 2555 11526 22594 33598 45874 57058 66440 74678 3070 11807 22737 33898 45911 57822 66605 74785 3840 12119 23402 34134 46280 57837 66838 75178 4335 12502 24027 34192 46637 58995 66855 75218 4373 12840 24221 34488 47596 59053 66953 75664 4659 13212 24574 35312 47876 59123 66999 75728 4681 14924 24895 35444 48469 59144 67322 75811 4963 14963 25029 35723 49454 59452 67631 75947 4990 15563 25343 35751 49492 59574 67703 76252 5299 16577 25395 36799 49556 59763 68599 76280 5345 17114 26090 36884 49632 59837 68655 77214 5833 17399 26528 36946 50063 60240 68732 78054 6156 17508 27505 37917 50171 60428 69216 78266 6317 17565 28139 38378 50992 60619 69380 79122 6806 17690 28574 38650 51582 60649 69988 79410 6901 18081 28787 38661 51701 60878 70161 79605 6919 18554 29114 38671 51826 61225 70556 7087 18800 29568 39702 51919 61351 70885 7137 18949 29957 39706 51939 61723 71033 7836 18950 30107 40246 52174 61779 71419 7887 19031 30232 41071 52401 62440 71454 7910 19405 30596 41230 52544 62498 72188 Næsti útdráttur fer fram 25. Mars 1999 Heimasíða á Intemeti :www.itn.is/das LYNGHÁLS 3 Aukin þjónusta Stóraukið vöruval Áfram lágt verð Opnunartímar kl. 8 -18 virka daga kl, 10 -14 laugardaga MRbúöin Lynghálsi 3 Sími: 5401125 »Fax: 5401120 ✓ Avallt í leiðinni ogferðarvirði HESTAR Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson Hringgerði eru til margra hluta nytsamleg. Árangursríkt getur verið að kenna trippum að teymast, stendur þá aðstoðarmaður tamningamanns í miðju gerðinu og hvetur eftir þörfum. Hestvænar aðferðir og vöruvöndun Tamningaðaferðir íslendinga hafa verið gagnrýndar af kaupendum íslenskra hesta erlendis. Má þar nefna þá margítrekaðu kvörtun að hestarnir standi ekki kyrrir þegar farið er á bak, sem hefur þótt held- ur ómerkileg aðfínnsla gegnum árin. Valdimar Kristinsson kannaði hversu vel ------------------------7--------------- hrossin standa kyrr hjá Islendingum og stiklar hér á ýmsu sem lýtur að bættum aðferðum við tamningu. Á MÁLÞINGI um útflutning hrossa frá Islandi á Akureyri sl. sumar kom fram kvörtun hjá mörg- um erlendu framsögumannanna á því að hrossin héðan standi ekki kyrr þegar farið er á bak og hefur þetta vakið athygli manna þótt ekki sé hér neitt nýtt á ferðinni. Virðist sem svo að nú fyrst séu íslendingar að verða móttækilegir fyrir þessum boðskap og farnir að skilja að það þjóni þeirra hagsmunum að fram- leiða hesta eins og kaupendur vilja fá en ekki hesta sem seljendur vildu eða sætta sig við að ríða. Greinar- höfundur fór að lokinni þessari ráð- stefnu að veita því aukna athygli hvernig hann sjálfur og aðrir Is- lendingar fara á bak hrossum sínum og hversu vel þau standi kyrr. Nið- urstaðan var á eina leið; með örfá- um undantekningum stóðu hrossin alveg kyrr og oft farin af stað áður en knapinn var fyllilega búinn að koma sér fyrir í hnakknum og stilla tauma. I þessum hópi voru þaulvan- ir hestamenn með áratuga reynslu, landsþekktir tamningamenn og svo hinn almenni hestamaður. Erlendis fara menn yflrleitt á bak hrossum með lítið eða jafnvel ekkert taum- samband og hrossin standa nær undantekningalaust kyrr þangað til knapinn gefur merki um að nú skuli haldið af stað og þannig vilja kaup- endurnir hafa hrossin. Þetta hefur af íslendingum þótt ómerkileg smá- munasemi og því borið við að það séu bara steindauðar truntur sem standi kyrrar meðan farið er á bak. Islenski fjörgammurinn hafí svo gaman af því að hlaupa að hann geti bara ekki beðið meðan knapinn geri sig kláran. Með öðrum orðum hann ólgar af fjöri. Þegar málið er skoðað nánar virðast menn sammála um að ástæðan fyrir þessum „fjörkippum“ hestanna okkar sé spenna. Á það hefur verið minnst í reiðmennsku- greinum í hestaþættinum að spenna sé ástæða fyrir flestum vandamál- um sem knapar glíma við í reið- mennskunni og svo er einnig með þetta mál. Ef spenna myndast í hestinum þegar hann gengur í gegnum erfiðar æfingar getur það komið fram í því að hann hættir að standa kyrr þegar farið er á bak. En hvernig á láta hest standa kyrr- an þegar farið er á bak, kann ein- hver að spyrja? Strax af baki Einn kunnasti reiðkennari lands- ins sagði, þegar hann var spurður hvernig ætti að kenna hesti að standa kyrr þegar farið er á bak, að fara ætti strax af baki aftur þegar farið er fyrst á bak ungu hrossi. Einnig væri mikilvægt að hlamma sér ekki af miklum þunga þegar sest er í hnakkinn heldur koma fæti í hitt ístaðið áður en þunginn kemur í hnakkinn. Þegar taminn hestur sem ekki stendur kyrr er tekinn í endurhæf- ingu er best að að hafa hann í ein- hverskonar aðhaldi þegar farið á bak og hafa hann helst við lausan taum. Sitja góða stund og reyna að láta hestinum líða vel meðan setið er í hnakknum og fara síðan af baki og endurtaka þetta nokkrum sinn- um. Árangursríkt getur einnig verið ef vandamálið er djúpstætt að nota molalaun. Þá hefur knapinn eitt- hvað sem hestinum þykir gómsætt í vasa sínum og þegar komið er á bak að rétta honum honum mola. Eftir tvö til þrjú skipti fara hestarnir að standa grafkyrrir og sveigja höfuðið að knapanum til að rukka. Þolin- mæði þeirra byggist á þvi að bíða eftir molanum. Þá virðist hross ró- ast talsvert við að farið sé á bak þeim án taumsambands. Þarf þá að byrja á því í góðu aðhaldi svo engin hætta sé á að hrossið rjúki af stað áður en knapinn kemst með fótinn yfir hnakkinn. Gott er að gefa sér góðan tíma þegar í hnakkinn er komið, því hestum þykir þægilegt að standa kyrrir og hreyfa sig hvergi séu þeir lausir við spennu. Næst er að ríða af stað við langan taum. En það eru fyrst og fremst tamn- ingamenn sem þurfa að huga að því að kenna trippum þessi undirstöðu- atriði, því lengi býr að fyrstu gerð segir máltækið og eru það orð að sönnu. Það er alls ekki tímafrekara að gefa svona undirstöðuatriðum gaum við tamninguna og fullyrða má að það getur skipt sköpum um sölu hvort hross stendur kyrrt eða ekki. Ljóst er að bættar tamninga- aðferðir tryggja betri söluvöru sem getur tryggt aukna sölu og jafnvel hærra verð. Hestvæn teymingarkennsla Annað atriði mætti hér nefna varðandi bætt vinnubrögð við tamn- ingu. Að kenna hesti að teymast með öðrum hesti hefur oft þótt van- rækt af hálfu tamningamanna. Al- gengasta aðferðin við að kenna trippi að teymast er að binda trippið utan á tamið hross. Sem betur fer sést ekki lengur að menn hafi taum úr beisli í teymingagjörðina því al- mennt virðast menn tengja í stall- múl sem er mun hestvænni aðferð en þó dálítið harðneskjuleg þar sem trippin eru oft bókstaflega dregin. Með tilkomu góðra hringgerða hafa opnast möguleikar á betri aðferð og hestvænni. Tamningamaðurinn sit- ur traustan hest og hefur trippið í taumi á beisli. Aðstoðarmaður með langan písk stendur í miðju gerðinu og hvetur trippið fram þegar þess er þörf og getur einnig farið fram fyrir ef það sækir of mikið fram með reiðhestinum. Tamningamað- urinn notar hvetjandi hljóðmerki samtímis hvatningu aðstoðar- mannsins og róandi ef hægja þarf á trippinu. Best er að ríða nokkuð rösklega og láta trippið halda vel áfram. Nauðsynlegt er að trippin séu orðin nokkuð vel reiðfær og kunni að svara beislinu þegar þess- ari aðferð er beitt. Reynsla þeirra sem notað hafa þessa aðferð er sú að það taki um tíu til fimmtán mínútur að gera trippið taumhæft og þá sé hægt að fara með það út fyrir gerðið og teyma það á kunnuglegum slóðum. Betra er, en þó ekki nauðsynlegt, að hafa ríðandi aðstoðannann með þegar farið er út fyrir til að reka á eftir ef ske kynni að trippið tæki í taum. Trippin sem meðhöndluð eru á þennan máta verða mun næmari í taumum við teyminguna og einnig næmari gagn- vart hljóðmerkjum. Aðferðin er mun meira í takt við þær hestvænu tamn- inga- og þjálfunaraðferðir sem hestamenn tileinka sér í ríkum mæli þessa dagana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.