Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 5 MINNINGAR + Sigrún Lilja Hjartardóttir fæddist á Vaðli í Vestur-Barða- strandarsýslu 17. maí 1915. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur hinn 7. mars síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Gísli Hjörtur Lárus- son, bóndi á Vaðli, f. 6. ágúst 1894, d. 18. júlí 1964, og Bjarn- fríður Jóna Bjarna- dóttir, húsmóðir, f. 1. desember 1892, d. 4. feb. 1979. Systkini Sigrún- ar eru Halldóra, f. 7. okt. 1916; Fanney, f. 18. feb. 1919; Sigríð- ur, f. 6. ágúst 1921, d. 12. des. 1987; Jónína, f. 8. des. 1923; Inga, f. 19. jan. 1925; Reynir, f. 30. júlí 1926; Sigvaldi, f. 23. sept. 1928; Lára, f. 24. apríl 1930; Kristjana, f. 16. júlí 1931; og Björg, f. 8. ágúst 1937. Sigrún giftist 29. júní 1940 Gunnari Jónssyni frá Eyrar- bakka, lagerstjóra í Landsmiðj- unni, f. 14. jan. 1913, d. 19. júlí 1981. Foreldrar hans voru Jón Ásbjörnsson verslunarmaður, f. 20. nóv. 1876, d. 26. okt. 1938, og Þórunn Gunnarsdóttir, hús- móðir, f. 28. nóv. 1885, d. 17. mars 1977. Börn þeirra eru: 1) Nú er elsku amma mín og nafna farin. Mér hefði aldrei dottið í hug þegar við kvöddumst í janúar að það væri í síðasta sinn sem við myndum sjást. Hún var alltaf svo andlega hress og lífsglöð. Amma hafði af og til síðustu árin átt við ýmis veikindi að stríða, en einhvern veginn vildi maður aldrei hugsa til þess að það kæmi sá dagur að hún væri ekki með okkur. Eg veit að hún er núna í góðum höndum Guðs og með afa. Það er margs að minnast þegar hugsað er til baka. Það var alltaf svo gaman að koma í heimsókn til hennar ömmu, sitja í stofunni og tala um öll heimsins mál. Hún hafði Þórunn Jóna, leið- beinandi á leik- skóla, f. 21. nóv. 1941, maki Þorgeir Sigurðsson bygg- ingatæknifræðing- ur, Reykjavík, f. 14. apríl 1944. Þeirra börn eru Gunnar, óbóleikari í Frakk- landi, f. 11. sept. 1968; Unnur, tón- menntakennari í Garðabæ, f. 20. sept. 1972; og Þóra, nemi í Frakklandi, f. 5. apríl 1979. 2) Hjörtur Gunnarsson, verkefnis- stjóri í Slökkviliði Reykjavíkur, f. 12. sept. 1944, maki Sigríður Margrét Markúsdóttir, fulltrúi á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, f. 17. sept. 1944. Þeirra barn er Sig- rún, fulltrúi í Bandaríkjunum, f. 19. des. 1969, gift Craig Swimm, sölustjóra í Bandaríkj- unum, f. 19. sept. 1967. Sigrún fluttist ung til Reykja- víkur og vann við heimilisað- stoð. Eftir að hún giftist vann hún við húsmóðurstörf. Á árun- um 1967 til 1987 var hún starfs- stúlka á slysadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Utför Sigrúnar fer fram frá Bústaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. mikla ánægju af því að fá gesti til sín og var ekki hægt að koma í heimsókn nema að smakka á hlöðnu borði af allskyns krásum og kökum. Amma var líka mikið fyrir að vera úti í garðinum sínum á sumrin á meðan hún hafði styrk til að hugsa um hann. Hún var með alla regn- bogans liti af blómstrandi blómum og hafi sérstakt lag á að halda þessu öllu lifandi. Millinafnið hennar ömmu - Lilja - hæfði henni vel og það má með sanni segja að hún hafi haft „græna fmgur“. Amma var elst í hópi 11 systkina og héldu þau alltaf mjög góðu sam- bandi. Það eru ekki margir sem eru svo heppnir að geta státað sig af heilum saumaklúbbi af systrum. Systkinin komu saman reglulega og amma hlakkaði alltaf mikið til að hitta þau. Ég minnist þess sem ki-akki að svara í símann einn daginn hjá ömmu og var þá verið að spyrja um Rúnu. Ég sagði þeim sem hringdi að það væri engin Rúna í þessu númeri og skellti svo á. Ömmu fannt þetta ansi spaugilegt þar sem ég hafði ekki hugmynd um að systk- ini hennar kölluðu hana Rúnu. Ég baðst svo afsökunar fímm mínútum síðar þegar systir hennar reyndi að hringja í annað sinn. Amma og afi áttu sumarbústað á Þingvöllum og var það hið mesta æv- intýri fyrir okkur barnabörnin að fá að fara þangað á sumrin. Afi fór oft með okkur út á vatn að veiða og á góðviðrisdögum sóluðum við amma okkur á pallinum. Þetta var hrein paradís og gleymast seint allar þær góðu stundir sem við áttum við vatn- ið. Amma og afi nutu þess að ferðast á meðan hann var á lífi, hvort sem það var um hringveginn eða fríríkið Andorra. Það var alltaf jafn spenn- andi að bíða eftir að tekið væri upp úr töskunum þegar þau komu að ut- an. Þar mátti finna senjórítur, súkkulaði og allskyns erlent góð- gæti. Eftir að afi dó fór amma í nokkrar utanlandsreisur með systk- inum sínum og vinkonum. Eitt árið fór hún með mér og foreldrum mín- um til Spánar. Þrátt fyrir aldursmun skemmtum við amma okkm- vel sam- an. Mér er minnisstæð jeppaferð sem við fórum upp í fjallahéruð Spánar. Við amma sátum saman vindbarðai- í aftursæti á opnum jeppa og fannst okkur þessi farar- máti hið mesta sport. Þar sem ég hef búið erlendis síð- ustu 6 árin hef ég ekki séð ömmu eins oft og ég vildi. Ég saknaði þess mikið að geta ekki kíkt í heimsókn til hennar þegar mig langaði að sjá hana. Við hjónin höfum vanalega reynt að koma heim til Islands um hver jól eða áramót og alltaf notið gestrisni hennar ömmu. Áður en við héldum aftur út í janúar var amma að stríða Craig og reyna að fá hann til að gera áramótaheit um að læra meiri íslensku. Var stefnt að því að í næstu heimsókn til ömmu gæti hann svarað henni á íslensku. Það er skrít- ið að hugsa til þess að það verður engin önnur heimsókn til ömmu á Hæðargarðinn. Elsku amma, við kveðjum þig með miklum söknuði. Þú skilur eftir svo ótal margar fallegar minningar sem ég mun ætíð geyma í hjarta mínu. Þín Sigrún. Allir hverfa einhvern tímann yfir móðuna miklu og hinn 7. mars fór amma Sigrún á vit afa og allra hinna sem hafa horfið á braut hin seinustu ár. Þrátt fyrir að sum okkar systkin- anna hefðum verið erlendis þegar við fréttum lát hennai' vorum við öll jafnslegin. I okkar huga var amma kannski orðin eilíf, það mátti alltaf treysta á að hún væri heima á Hæð- argarði með fullt af nammi í skál og kók í ísskápnum til að taka á móti okkur opnum önnum eins og hennar var von og vísa. Hún var stundum hálflasin en hristi það jafnan af sér. Þar til núna og auðvitað hlaut að koma að því, við erum jú ekkert okk- ar eilíf. Og þai- með er okkur hent aftur inn í raunveruleikann, það verður víst engin amma á Hæðar- garðinum héðan af. Eftir lifa aðeins minningar sem eiga sitt líf í huga hvers okkar. Minningar um göngu- ferðh- á hitaveitustokknum, nestis- ferðir út í garð á blíðviðrisdögum og hvernig íbúðin öll var leikvöllur okk- ar og við þekktum hvern krók og kima. Minningar um dvöl í sumarbú- staðnum í Búðavík við Þingvallavatn með afa og ömmu eru ógleymanleg- ar. Ferðir út á bát, berjatínsla upp í fjall og endalaus gleði sem ríkti þarna þjappaði stórfjölskyldunni saman og var stór hluti í uppeldi okkar systkina, enda var flutt búferl- um austur fyrir fjall um hverja helgi. Og amma var ekkert nema opinn faðmur, alltaf jafn umhyggjusöm og full af ástúð í okkar gai’ð. Hún var alltaf tilbúin að passa okkur og hjálpa til og var alltaf jafn ánægð að fá okkur í heimsókn. Sérstaklega var það alltaf fagnaðarefni hin síðari ár þar sem við höfum verið búsett er- lendis til lengri eða skemmri tíma og lengra liðið á milli heimsókna en við hefðum viljað. Ömmu var alltaf mjög umhugað um hag okkar 'og hamingju og fylgdist með okkur af áhuga í hverju því sem við tókum okkur fyrir hendur. Við kveðjum ömmu Sigrúnu í dag með þakklæti og ástúð og vit- um að þar sem hún er núna, líður henni vel. Gunnar, Unnur og Þóra. Hún Sigrún Lilja er látin. Við, sem eftir sitjum, söknum hennar en erum um leið þakklát fyrir að hafa kynnst henni og átt með henni margar ánægjustundir. Það eru bráðum 60 ár síðan Gunnar frændi okkar, eða Denni frændi eins og hann var alltaf'* kallaður í fjölskyldunni, kvæntist Sigrúnu Lilju, ungri blómarós ætt- aðri frá Vaðli á Barðaströnd. Denni var einn sex systkina frá Eyrar- bakka, sem eru foreldrar okkar. Þau systkinin eru öll látin og nú er annað skarðið höggvið í makahópinn. Þau Sigi-ún Lilja og Denni stofn- uðu fyrst heimili á Lindai’götu 13 en fluttu árið 1951 að Hæðargarði 6. Það var á þeim árum, þegar Bú- staðahverfið vai’ að byggjast upp. Þar gerðu þau sér hlýlegt og mynd- arlegt heimili, þar sem alltaf var gott að koma. Sigi’ún Lilja var mikil fjöl- skyldukona og húsmóðir. Hún valdi sér það hlutverk að annast heimilið og börnin tvö, Þórunni Jónu og Hjört, og það verk vann hún af mikl- um dugnaði og ánægju. Ekki varð ánægjan minni, þegar barnabörnin fjögur komu eitt af öðru, enda urðu þau öll hið mesta myndar- og dugn- aðarfólk. Það var ekki fyrr en börnin voru löngu farin að heiman, að Sigrún Lilja fór að vinna utan heimilisins. Vann hún þá á slysadeild Borgar- spítalans á meðan aldur leyfði. Síð- ustu árin átti hún við nokkurn heilsubrest að stríða, en bjó þó á Hæðargarðinum þangað til yfir lauk. Fyrir rúmlega 40 árum risu þrír< sumai’bústaðir hlið við hlið í Búðavík við Þingvallavatn. Þau Sigi’ún Lilja og Denni áttu einn þeiiTa og tvö systkina hans hina tvo. Þarna dvöldu fjölskyldurnar alltaf, þegar mögu- legt var á sumrin og eru margar góð- ai’ minningar frá þeim tíma. Má þar sérstaklega nefna, að alltaf var sest saman á kvöldin og spjallað um alla heima og geima. Varð þannig meiri samgangm- á milli ættliða í stórfjöl- skyldunni en algengt er nú á dögum. Sigrún Lilja var hæglát og fremur hlédræg að eðlisfari. En í hópi fjöh#f skyldunnar var hún ávallt kát og lét sitt ekki eftir liggja í samræðum eða öðrum uppátækjum, sem nóg var af á Þingvöllum. En nú er Sigrún Lilja horfin á braut og skilur eftir sig skarð í fjöl- skyldunni. Við systkinabörnin og fjölskyldur okkai’ sendum þeim Þór- unni, Hirti, Þorgeiri, Sigríði, bömum þeirra og tengdabörnum innilegustu samúðarkveðjur okkar og biðjum guð að styrlqa þau í sorginni. Systkinabörnin. SIGRÚN LILJA HJARTARDÓTTIR + Guðrún Birna Jónsdóttir Fædd- ist í Óspaksstaðaseli í V-Húnavatnssýslu. Hún lést á Elliheiin- ilinu Grund 13. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jónína Sigurlaug Þorleifs- dóttir frá Stóra- Búrfelli í A-Húna- vatnssýslu og Jón Ásmundsson frá Mýrum í Miðfirði. Guðrún flutti ung að Geithóli í fæðing- arsveit sinni. Alsystkini hennar tvö eru Guðbjörg húsmóðir og Þorleifur Pálmi, fyrrverandi Iögreglumaður. Ung að ámm misstu þau móður sína en faðir þeirra kvæntist aftur og eignað- Með þessum orðum kveð ég þig: Þótt kveðji vinur einn og einn. Og aðrir týnist mér. Eg á þann vin, sem ekki bregst. Og aldrei burtu fer. Þótt styttist dagur, daprist Ijós. Og dimmi meir og meir. Ég þekki ljós, sem logar skært. Það ljós, er aldrei deyr. Þótt hverfi árin, líði líf. Við líkam skilji önd. ist soninn Erlend, kennara, með seinni konu sinni. Um 1950 kynntist hún eiginmanni sín- um, Marteini Stef- ánssyni frá Krókvelli í Garði. Þau eignuðust tvær dætur: 1) Jónínu Sigurlaugu, kenn- ara, gift Herði Ragnarssyni, kenn- ara. Þeirra börn eru Tryggvi Freyr, Marteinn Þór og Birna Katrín. 2) Sig- ríði, skrifstofuinann, gift Knúti Knútssyni, stýrimanni. Þeirra sonur er Sindri Fannar. Útför Guðrúnar Birnu fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Ég veit að yfir dauðans djúp. Mig Drottins leiðir hönd. I gegnum líf í gegnum hel. Er Guð mitt skjól og hlíf. Þótt bregðist glatist annað allt. Hann er mitt sanna líf. Þín dóttir Sigríður. í dag er til moldar borin á áttug- asta og þriðja aldursári Guðrún Birna Jónsdóttir. Þeir einstaklingar sem voru börn og unglingar á fyrstu áratugum aldai’innar hverfa nú óðum úr lífi okkar. Fólk sem ólst upp í smá- kotum umhverfis strönd landsins, flutti á mölina og gekk um götur Reykjavíkur þegar göturnar voru lagðar möl og Norðurmýrin var út- hverfi í Reykjavík. Þetta er fólk sem upplifði kreppuárin og hernumið land og tók þátt í stofnun lýðveldisins á Þingvöllum 1944. Fólk sem lifði gríð- arlegar þjóðfélagsbreytingar og kom því fátt á óvart. Birna var fædd að Óspaksstaðaseli í Hrútafirði en hún ólst upp að Geit- hóli í sömu sveit. Móðir hennar lést af barnsförum þegar Birna var að- eins átta ára. Ung fór hún að heiman, fyrst til aðstoðar á heimilum í sveit- inni en sautján ára að aldri fluttist hún til Reykjavíkur til að vinna fyrir sér. Sveitastúlkur í höfuðborginni áttu ekki margra kosta völ. Birna fékk vinnu við barnagæslu og þjón- ustustörf hjá betri borgurum bæjar- ins þar sem hún lærði til verka bæði hvað varðaði barnauppeldi og matseld. Eftir nokkurra ára dygga þjónustu á þeim vettvangi tók hún að sér starf kokks á Landspítalanum þar sem hún starfaði í nokkur ár. Seinna lærði hún sniðningar og kjólasaum og útskrifaðist sem kjóla- meistari árið 1948. Hún var listamað- ur í sinni iðn og vann við að sníða og sauma föt þar til heilsan brást henni á áttræðisaldri. Ég kynntist Birnu árið 1965 þegar ég og ína dóttir hennar urðum óað- skiljanlegar vinkonur. Við höfðum reyndar verið bekkjarsystur frá því í sjö ára bekk, en það var fyrst á við- kvæmu skeiði unglingsáranna að við urðum bestu vinkonur og ég varð heimagangur á Rauðarárstígnum hjá Birnu og Marteini eiginmanni henn- ar. í þá daga voru kýr á beit á Klambratúninu og mjólkurbúð á hominu á Háteigsvegi og Rauðarár- stíg. Birna var þá um fimmtugt og vann heima við að sníða fatnað. Lífið sner- ist um uppeldi dætranna sem hún var vakin og sofin yfir, en líka um fót, snið og efni. Ósjaldan sátum við vin- konurnar með Birnu og tókum þátt í bollaleggingum um hvers konar snið og efni hentaði best mismunandi vaxtarlagi og í hvers konar fatnað hvað legðist best eða félli best. Þama lærði ég muninn á „raglan“ermum og ermum út í eitt, skásniðnum, útsniðn- um og hringsniðnum pilsum og fleim sem við vék saumaskap. Heimilislífið á Rauðarárstígnum var nokkuð sérstakt þar sem bæði hjónin stunduðu vinnu sína heima. Birna sneið og saumaði inni við en Marteinn var með vinnuaðstöðu í bll- skúrnum þar sem hann vann við að hanna og smíða úr málmi ýmsa nytjahluti svo sem lampa, kökuform, potta auk þess sem hann bjó til plöt- ur á grafreiti. Marteinn var hagleiks- maður og mikill grúskari og það var ævintýri að komast í að skoða dótið í bílskúrnum hans. Hann átti elstu bíla í bænum sem hann dundaði við, sum- ir þeirra voru litnir hýru auga af fombílaáhugamönnum. Ég man eftir sunnudagsbíltúr til Þingvalla í skín- andi bláum Austin 10-módel 1943. Við fórum hægt yfir en félagsskapur- inn var góður. Nýtni, heiðarleiki og vinnusemi einkenndu þau hjón og það var gott og hollt ómótuðum ung- lingi að fá tækifæri til að umgangast þau. Ég flutti ásamt fjölskyldu minni í Árbæjarhverfið á unglingsárunum, en þangað voru mjög lélegar almenn- ingssamgöngur fyrstu árin og var því Rauðarárstígurinn oft stoppustöð hjá mér þegar ég kom úr skólanum, bíói eða öðru félagslífi á kvöldin. Gjarnan var þá sest í eldhúsið hjá Birnu til að borða eða drekka. Birna sat þá oft hjá okkur vinkonunum og gaf sér tíma til að ræða við okkur og setja sig inn í vangaveltur okkar og áhyggjuefni. Á kvöldin bauð hún gjarnan upp á kaffi og spáði í bolla^, Þeir spádómar voru alltaf mjög upp- byggjandi og hvetjandi og leystu oft á tíðum þann vanda sem fyrir lá. Hún lagði sig fram um það sem á nútíma máli kallast að styrkja sjálfsmynd okkar. Talað var við gelgjulegan, bólugrafinn unglinginn sem gekk all- ur í keng af því hann var of hávaxinn eins og hann ætti framtíðina fyrir sér : sem glæsikona. Við vinkonurnar • skyldum heldur ekki láta bjóða okkur | neitt nema það besta og bera höfuðið hátt. Þar var Birna fyrirmynd, hún j lét aldrei nokkurn mann vaða yfir sig j og sótti rétt sinn og sinna fast. Birna í lagði sig alla tíð fram um að líta vel ' út. Þegar hún pússaði sig upp og fór > þó ekki væri nema út í mjólkurbúð þá ; setti hún upp hatt og varalit og gekk^ teinrétt og glæsileg eins og hún væri : á leið á ævintýralegt stefnumót. Þeg- j ar ég heimsótti hana eitt sinn á elli- f heimilið háaldraða og alvarlega veika | hafði hún nýlega eignast bók um and- , litsnudd. Hún sagðist vera farin að | nudda andlitið á sérstakan hátt til að 1 þjálfa upp andlitsvöðvana til að líta t betur út og ráðlagði mér að gera slíkt ! hið sama. Ég er þakklát fyi’ir að hafa fengið tækifæri til að umgangast Birnu og i eiga hana að vinkonu. Hún var mjög | sterkur persónuleiki með ákveðnar jj skoðanir sem mótuðust af því að hÚE®T7 þurfti alla tíð að standa á eigin fótum og treysta á sjálfa sig. Hún var ekki allra, en þeir sem urðu vinir hennar áttu hauk í horni. Ég votta dætrum hennar og fjölskyldum þeirra samúð mína. Blessuð sé minning Guðrúnar Bimu Jónsdóttur. Jóhanna Einai’sdóttir. GUÐRUN BIRNA JÓNSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.