Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 19.03.1999, Blaðsíða 64
-64 FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1999 I DAG MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF Safnaðarstarf Hátíðarguðs- þjónusta í Hallgrímskirkj u í Saurbæ SAMEIGINLEG hátíðarguðsþjón- usta með öllum söfnuðum Borgar- fjarðarprófastsdæmis verður sunnu- daginn 21. mars í Hallgrímskirkju í Saurbæ. Verður hún með þátttöku allra presta prófastsdæmisins, en kórai- Akraness- og Saurbæjar- 'prestakalla leiða söng undir stjórn organista sinna. Hen-a Sigurður Sig- urðarson, vígslubiskup í Skálholti, prédikar. Hátíðarguðsþjónusta þessi mark- ar í raun upphaf hátíðarhalda í pró- fastsdæminu vegna 1000 ára sögu kristni í landinu, en þeirra tímamóta, er landsmenn ákváðu að hafa ein lög og einn sið, verður minnst með margvíslegum hætti í héraðinu fram til loka ársins 2000. í því sambandi má nefna að sameiginlegar hátíðar- jguðsþjónustur verða haldnar í öllum prestaköllum prófastsdæmisins, haldin verða málþing um kristni og kirkju, auk þess sem fyrirhuguð er sameiginleg útiguðsþjónusta við Krosslaug í Borgarfírði þann 16. júlí árið 2000, en þar létu Vestfirðingar skírast á leið sinni heim frá alþingi. Hátíðarguðsþjónustan í Hall- grímskirkju í Saurbæ hefst kl. 14 og eru allir hjartanlega velkomnir. Að guðsþjónustu lokinni verðui- kirkju- gestum boðið upp á kaffí og þjóðlegt meðlæti í Norræna skólasetrinu. Skólaguðsþjón- usta með Grandaskóla - kvöldmessa með sveiflu HELGIN er fjölbreytt í Neskirkju að vanda. Á laugardag kl. 15 kemur Auðunn Bragi Sveinsson, rithöfund- ur, og les úr eigin verkum í félags- starfí aldraðra. Á sunnudagsmorgun kl. 11 er sunnudagaskóli að vanda. Að þessu sinni heimsækja börnin úr sunnu- dagaskóla Seltjarnai'neskirkju okkur. Guðsþjónusta er kl. 14 og er dálít- ið sérstök að þessu sinni, því börn úr Grandaskóla annast helgihaldið að stórum hluta, flytja lestra, hugvekj- ur og bænir en kór Grandaskóla syngur undir stjórn Eyrúnar Pinn- bogadóttur. Á sunnudagskvöld kl. 20.30 verður síðan messa með sveiflu. Reynir Jón- asson þenur dragspilið ásamt félög- um og kórinn Einkavinavæðingin syngur, eins og nokkrum sinnum í vetur við góðan orðstír. Prestur er sr. Halldór Reynisson. Tónlist verð- ur leikin frá kl. 20. Pá verður á mánudagskvöld kl. 20 sérstök fermingarbarnahátíð þangað sem væntanlegum fremingarbömum og foreldrum verður boðið að koma. Boðið verður upp á stutta dagski'á sem unglingamir annast að miklu leyti en síðan verður gengið til altaris. Hallgrímskirkja. Passíusálmalestur og orgelleikur kl. 12.15. Langholtskirkja. Opið hús kl. 11-13. Létt hreyfing og slökun. Kyrrðar- og bænastund kl. 12.10. eftir stundina verður boðið upp á súpu og brauð. Passíusálmalestur og bænastund kl. 18. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar- stund. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10-12. Sjálfshjálparhópur um sorg kl. 20. Hofskirkja. Kirkjuskóli kl. 13.30. Sjöunda dags aðventistar á Islaudi: Á laugardag: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti 19: Bi- blíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Umsjón: Unglingarnir í kirkjunni. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Guðsþjónusta kl. 10.15. Biblíurannsókn að lokinni guðsþjónustu. Ræðumaður Frode F. Jakobsen. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíurannsókn kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Kristján Friðbergsson. Aðventkirkjan, Brekastfg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafnar- firði: Samkoma kl. 11. Ræðumaður: Leikmenn kirkjunnar. 20% qfmælistilboð til páska 24 Petits Fours.........................JcjvTztO’ 16 Migmardises ...........................Ja^öOU. 16 Profiterroles ......................J<err50iT. 6 Smjördeig/osti ......................Jífr-iSS5. 4 Smjördeig/súkkulaði/appelsínu/mint kfr-25lT. Nú kr. 590 Nú kr. 640 Nú kr. 400 Nú kr. 550 Nú kr. 200 Gerið góð kaup fyrir fermingarnar LA BAGUETTE Glæsibæ, sími 588 2759. Ekta franskt bakkelsi Verið velkomin VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Nútíma þrælahald EG undirrituð tek heils- hugar undir skrif Herdísar D. Baldvinsdóttur og Guð- rúnar Maríu Óskai-sdóttur í Morgunblaðinu nú nýlega um vægast sagt slæleg vinnubrögð verkalýðs- hreyfíngarinnai- á íslandi undanfarin fjölda mörg ár. Formenn t.d. ASI og Verslunarmannafélagsins hafa svo árum skiptir, æ ofan í æ, samþykkt og skrifað undir þvílík skammarleg lúsarlaun, að engu er líkara en þeir (allt karlar, enda konur fyrst og fremst á lágmarkslaun- unum), kunni ekki að leggja saman einfaldar töl- ur og draga frá. Greinilega hafa þeir ekki minnstu hugmynd um, hvað það kostar að eiga ofan í sig og á í þessu kalda landi. Forsvarsmenn þessara félaga vinnandi fólks, hefðu átt fyrir löngu að snúa sér að einhverjum öðrum starfa, starfa sem hefði ekkert með fólk eða reikningskunnáttu að gjöra. Starfa sem ekki hefði þvílík áhrif á tugþús- undir vinnandi manna og kvenna. Þeir hafa sam- þykkt, „fyrir okkai- hönd“, lágmarkslaun, sem ekki er tölfræðilega mögulegt að láta endast úr mánuðinn, hvernig sem ki'ónunni er velt. Þetta er ekkert nema nútíma „þrælahald“, sam- þykkt af forkólfum þess- ara verkalýðsfélaga lands- ins, sem sjálfir hafa nærri hálfa milljón á mánuði hverjum og virðast bestu vinir fjármálaráðherra eða formanns Vinnuveitenda- sambandsins, þegar að samningum kemur. I svona köldu og harðbýlu landi, sem ísland er, er líf okkar „lífeyrisþega eða launþega" gjört nærri óbærilegt og enga „glætu“ að sjá um ókomin ár, ef ekki verður skipt um for- svarsmenn verkalýðsbar- áttunnar strax. Fengnir nýir/nýjar og ferskir, menn/konur, sem eru með stærðfræðina á hreinu og hvað það kostar að lifa ósköp látlausu lífi hér á Fróni. Með baráttukveðju. Sigrún O. Marinósdóttir. Hátúni 10-b, Rvík. Tapað/fundið Hvítur frakki tekinn í misgripum HVÍTUR frakki með köfl- óttu silkifóðri var tekinn í misgripum á aðalfundi Fé- lags eldri borgai'a í Ás- garði 7. mars og í staðinn annar frakki mjög líkur skihnn eftir. I vasanum á honum eru brúnir tauhanskar. Sá sem tók frakkann í misgripum hafí samband við ski'ifstofu Fé- lags eldri borgara eða tali við Steingerði í síma 567 3930. GSM-sími í óskilum GSM-sími fannst á Vestur- vallagötunni. Upplýsingar í síma 551 5560 eftir kl. 17. Dýrahald Gulbrönddttur högni týndist í Garðabæ Á MÁNUDAGSMORGUN 15. mars, kl. liðlega 7, þeg- ar fjölskyldan að Móaflöt 23 Garðabæ, var að tygja sig út, skaust kisan okkar 9 mánaða út um dyrnar; ómerkt. Hún er að jafnaði inni alia daga en þegar við skilum okkur heim eftir vinnu fær kisa að viðra sig með vel merkta ól. Vana- lega er hún ekki úti nema 1-2 stundir og þessvegna óttumst við mjög um hana núna. Kisa er gulbröndótt- ur geldur högni; afar blíð- ur og mannelskur. Hann er nýlega geltur og er ekki enn búinn að átta sig á því og heldur sig því fullan af náttúru. Okkur hefur dott- ið í hug hvort einhver á Flötunum, Lundunum eða þar um kring hafi tekið kisu inn og haldið hana heimilislausa. Þá hefur okkur líka flogið í hug að hún hafí skotist inn í ein- hvern bílskúrinn, um leið og bíl hefur verið rennt þaðan út, og lokast inni. Því viljum við biðja ná- granna okkar að gæta inn í bílskúra sína; opna leikskúra og garða og láta okkur vita í sima 5659223 eða 8972221 ef þá grunar að um okkar kisu sé að ræða. Bestu kveðjur með þakklæti. Bergljót Davíðs- dótth. Tómasínu vantar heimili Eg heiti Tómasína og er tveggja ára gömul, vel upp alin læða, smágerð og hvít á lit. Fósturforeldrar mínir þurfa að láta mig frá sér vegna ofnæmis í stiga- ganginum sem við búum í. Ef eitthvert gott heimili gæti hugsað sér að taka mig að sér þá hafi það samband í síma 561 0318. Svartur fressköttur í óskilum SVARTUR fressköttur hefur verið í óskilum í Skerjafirði um nokkurt skeið. Vfrðist vera villtur frá heimili sínu. Upplýs- ingar í síma 562 7105. SKÁK llin.vjón Margeir Pétursvon STAÐAN kom upp í seinni hluta íslandsflugsdeildar- innar fyn' í þessum mánuði. Einar Hjalti Jensson (2.185), Taflfélagi Kópavogs, var með hvítt, en Jóhann Hjartarson (2.630), Taflfélagi Hólma- víkur, hafði svart og átti leik. 43. _ Bxc2! (Bisk- upsfómin tryggir svarti a.m.k. jafn- tefli) 44. h6+ Kh8 45. Bxc2 Dc3+ 46. Kcl?? (Eftir 46. Kdl á svartur ekkert betra en að þrá- skáka og hefðu það orðið sanngjörn úr- slit eftir atvikum. En nú verður hvítur mát) 46. _ Del+ 47. Kb2 _ Hb7+ 48. Bb3 _ Dc3+ og hvítur gafst upp, enda stutt í mátið. Taflfélag Kópavogs féll í aðra deild og fá Garðbæing- ai' sæti þeirra í Islands- flugsdeildinni að ári eftir vetursetu í annarri deild. SVARTUR leikur og heldur jafn- tefli. HÖGNI HREKKVÍSI Víkverji skrifar... EFLAUST hafa flestir eytt heil- um nóttum í að velta sér á alla enda og kanta án þess að ná nokkum tímann að sofna. Slíkar nætur eru, eðli málsins samkvæmt, erfiðar og leiðinlegar. Ymsar ástæður geta að sjálfsögðu legið að baki. Þjófavarnir í bflum verða æ al- gengari hér á landi og ekki veitir víst af í harðnandi þjóðfélagi. Nýir bílar eru undantekningarlítið eða - laust með blikkandi rautt ljós í mælaborði eða annars staðar þar sem sá sem framhjá gengur veitir því athygli ef hann gerist of nær- göngull við viðkomandi bifreið. Þetta rauða ljós segir þeim sem svo nálægt fer að í bflnum sé virk þjófavörn. Þessi nýi siður tækniglaðra ís- lendinga hefur hins vegar á sér aðra og leiðinlegri hlið. Það eru „ofvirk“ þjófavarnakerfí í bflum. Hver hefur ekki einhvemtímann gengið framhjá bifreið sem um- svifalaust fer að væla og láta öllum illum látum, bara við það að gengið er framhjá henni? Hver hefur ekki heyrt útundan sér í þjófavörn bíls sem vælir viðstöðulaust og við hana stendur hjálparvana bifreið- areigandi og veit ekki sitt rjúkandi ráð; hann kann ekki að aftengja blessaða þjófavömina. Þetta getur náttúralega orðið til þess að fólk hættir almennt að taka mark á því ef þjófavöm fer í gang. Ástæðan er jú nefnilega mjög oft „ofvirk" þjófavörn. xxx NÓTT eina hrökk kunningi Vík- verja upp við það að einhvers staðar í nágrenninu fór þjófavörn bfls í gang með allrosalegum látum. Kunninginn rauk upp með andfæl- um og leit út um svefnherbergis- glugga sinn og bjóst eðlilega við að sjá þjóf athafna sig við bflinn sem hljóðaði. Við blasti hins vegar bfll með blikkandi stefnuyósum, en enginn sjáanlegur. Kunninginn nuddaði stírumar úr augunum og gáði betur. Ekki nokkur sála nálæg. Að endingu þagnaði vælið og kunningi Víkverja lagðist til svefns, feginn að ekki var þjófur í hverfínu heldur bara „ofvirk" þjófavörn. U.þ.b. tveimur klukku- stundum síðar hrökk maðurinn hins vegar upp aftur við sömu óhljóð og áður og allt við það sama. Bíllinn blikkaði öllum hugsanlegum ljósum og svo bara slokknaði á öllu saman. Kunninginn gat aftur á móti ekki sofnað aftur og hjartað barðist ótt og títt. Þarf svo ekki að orðlengja það frekar að bfllinn lét svona af og til alla nóttina. Full ástæða er til að benda var- kámm Islendingum á að þjófa- varnir í bflum koma ekki að gagni nema þær séu stilltar þannig að þær fari ekki í gang nema verið sé að stela bflnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.