Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.03.1999, Blaðsíða 1
CtlGAJHWUOHOM GGÖÍ SHAM .82 HIJOACIULCtlH't B L A Ð A L L R A LANDSMANNA ■ 1 1999 3ito0iuiUUbik ■ ÞRIÐJUDACUR 23. MARZ BLAÐ Jón Kristjáns- son í viðræð- um við Fram FRAMARAR hafa átt í viðræðum við Jón Krist- jánsson, leikmann og þjálfara Vals í handknatt- leik, um að hann taki við 1. deildar liði félagsins fyrir næstu leiktíð. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er búist við því að skrifað verði undir samning í vikunni og að Jón muni einnig leika með Frömurum. Guðmundur Guðmundsson, sem þjálfað hefur Framara síðustu tvö ár, tekur við þýska liðinu Bayer Dormagen nú í sumar og Jón hefur til- kynnt Valsmönnum að hann sé hættur þjálfun fé- lagsins og hyggist ekki leika með því á næsta tímabili, en Jón hefur verið leikmaður og þjálfari Vals í fjögur ár og gerði liðið m.a. að Islands- og bikarmeisturum á síðustu leiktíð. Ekki gekk jafn vel í ár og Valsmenn tryggðu sér ekki sæti í úr- slitakeppninni. Jón staðfesti í gærkvöldi að Framarar hefðu haft samband við sig. „Þessi mál eru öll í skoðun og ég á von á því að taka ákvörðun mjög fljót- lega,“ sagði hann. Fleiri lið hafa haft samband að sögn Jóns, en ekki kemur til greina að flytja úr Reykjavík. Fastlega er búist við að Geir Sveinsson, leik- maður Wuppertal í Þýskalandi, flytji heim í vor og taki við liði Vals. Geir hefur staðfest við Morg- unblaðið að hann hafí átt í viðræðum við Val, en tekur þó fram að ekkert sé öruggt og komið í höfn í þeim efnum. Júlíus Jónasson, leikmaður St. Otmar í Sviss, hefur einnig verið orðaður við Valsmenn. Hann sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi að ekkert væri frágengið í sínum málum, hvorki varðandi Val né önnur lið. Hann sagðist þó búast við því að málin skýrðust á allra næstu dögum. Þau unnu bestu afrekin ÖRN Arnarson, SH, og Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, ÍA, unnu bestu afrek Innanhússmeistaramótsins í sundi samkvæmt alþjóðlegum stigaiista en mótið fór fram í Vestmannaeyjum um helgina. Voru þau verðlaunuð með farmiðum frá Flugleiðum í mótslok og var ekki annað að sjá en þau væru sæl með árangur helgarinnar. Morgunblaðið/Sigfús Gunnar Guðmundsson Sverrir til Aftureldingar SAMKVÆMT heimildum eru yfir- gnæfandi líkur á því að handknatt- leiksmaðurinn Sverrir Björnsson, leikmaður KA, gangi til liðs við bikar- og deildarmeistara Aftur- eldingu fyrir næstu leiktíð. Sverrir mun hafa tekið þá ákvörðun að flytjast til Reykjavíkur í sumar og hefja nám í viðskiptafræði við Há- skóla Islands og hætta um leið að leika með KA. Samkvæmt heimild- um hafa fon-áðamenn Afturelding- ar verið í sambandi við Sverri síð- ustu daga og drög að samningi liggja fyrir. Sama var reyndar uppi á teningum í fyrrasumar. Þá hugð- ist Sverrir flytja suður yfir heiðar og samningur hans og Mosfellinga lá tilbúinn til undirskriftar er Sverrir ákvað að vera eitt keppnis- tímabil til viðbótar hjá KA og fresta námi. Þá mun hafa verið fastmæluin bundið milli Sven-is og Aftureldingarmanna að hann ræddi við þá áður en hann ræddi við önnur félög. Nú mun Sverrir vera staðráðinn í að hleypa heim- draganum og taka upp þráðinn hjá Aftureldingu og eitthvað stórvægi- legt þui’fí að koma upp til þess að Sverrir leiki ekki með Aftureld- ingu frá og með næsta hausti. BORÐTENNIS: GULLUPPSKERA HJÁ VÍKINGUM / B6 VINNINGSTÖLUR LAUGARDAGINN Alltaf á laugardögum Jókertölur vikutuiar 6 8 4 8 9 Vinningar Fjöldi vinninga Upphæð á mann 5 tölur 1 1.000.000 4 síðustu 1 100.000 3 síðustu 15 10.000 2 síðustu 233 1.000 VINNINGSTÖLUR MIDVIKUDAGINN 17.03.1999 AÐALTÖLUR ( 1 (12 ( 28 (30 (40 (44 BÓNUSTÖLUR (Z6 (41 ■V. v.. Vinningar 1.6 af 6 2. 5 af 6+aóNus 3. 5 af 6 4. 4 af 6 3. 3 af 6+ böhus Fjöldi vinninga 384 1.061 Vinnings- upphæö 35.180.923 1.777.970 65.650 2.440 370 Alltaf á míðvikudögui Upplýsingar: Síðastliöinn miðvikudag fengu reykvísk hjón með 2 börn rúmlega 35 m.kr. fyrsta vínning í Víkingalottói. Þau keyptu miða sinn í Söluturninum Glæsibæ í Reykja- vík. Tölur í aukaútdrætti voru 7-9-11 - 23 - 34 og 40. í Lottói 5/38 fengu 2 fyrsta vinning og keyptu þeir miða sína hjá Oiís á Akranesi og Oiís í Mosfells- bæ. Lottðmiðarnir með bónusvinningun- um voru keyptir hjá Ný.-ung við Hafnar- götu í Kefiavík, en þar lenti iíka 2. vinn- ingur í Jóker, Gerplu við Sólvallagötu, Kúlunni við Réttarholtsveg í Reykjavik, KEA Sunnuhlíð og Nætursölunni á Akur- eyri. Miði sem gaf 1.000.000 í Jóker var keyptur á Hlíðarenda á Hvolsvelli. Upplýsingar í síma: 568-1511 Textavarp: 281, 283 og 284 íþígu öryrkja, ungmenna og íþrótta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.