Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 1
SHISEIDO V „Rolls Royce snyrti- JN vöruheimsins" /5 ?^ CeBIT Gagnleg martröð /6 **^B§55Bk ^\*. SPARISfOÐIR Áherslan á aukn-ingu útlána /8 4* VIDSHIFTIMVINNULÍF s € PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 25. MARZ1999 BLAÐ Gengi bréfa í Kögun hf. hækkaði skyndilega á Opna tilboðsmarkaðnum Orðrómur um sölusamn- Viðskiptaráðherra og sjávarútvegs- ráðherra, sem fara með málefni Pjárfestíngarbanka atvinnulífsins, hafa tilkynnt stíórnarformanni bank- ans að á næstu tveimur mánuðum verði undirbúin sala á hlutafé ríkis- ins í FBA, þannig að ný i-íkissljórn geti hrint sölunni í framkvæmd. Þetta kom fram í ræðu Þorsteins Ólafssonar, stjórnarformanns FBA, á aðalfundi bankans í gær. /2 Olíufélagið Geir Magnússon, forstjóri Olíufélags- ins hf., mótmælir því að fiutnings- jöfnunarsjóður olíuvara greiði niður fiutningskostnað Oh'ufélagsins hf. á nokkurn hátt líkt og Krist inn Björns- son, t'orstjóri Skeljungs, hélt fram í ræðu sinni á aðalfundi Sketfungs hf. /4 Kí Yfirgnæfandi meirihluti félaga í Kaupmannasamtökum Islaiuls sam- þykkti á aðalfundi samtakanna í gær ályktun um að fela stiórn þeirra að tryggja að KÍ yrði stofnaðili í nýjum hagsmunasamtökum verslunar og þjónustugreina, Samtökum verslun- ar og þjónustu, sem áformað er að stofna í næsta mánuði. Benedikt Kri- stjánsson var endurkjörinn formað- ur samtakanna á fundinum. /2 SÖLUGENGI DOLLARS ing sennileg skýring 69,00 h 24.feb. 3. mars 10. 24. NATO kannar kaup á flug- stjórnarhermi Kögunar GENGI á bréfum í Kögun hf. hækkaði skyndilega í gær og sagði Gunnlaugur M. Sigmundsson, for- stjóri fyrirtækisins, í samtali við Morgunblaðið að hann kynni engar skýringar á þessu. Helst teldi hann að einhver orðrómur hefði komist á kreik um að búið væri að ganga frá samningi um sölu á flugstjórnarhermi sem Kögun hefur varið tug- milljónum í að þróa, en þetta hugbúnaðarkerfi er að fullu tilbúið og er Atlantshafsbandalagið, NATO, nú með það til skoðunar. Einnig gæti ver- ið um að ræða orðróm um að gengið hafi verið frá öðrum samningum sem væru í deiglunni hjá Kög- unhf. ,,Það er vitað mál að við höfum verið að vinna í því að búa til ákveðinn hugbúnað sem við erum ekki búnir að selja, en þetta hugbúnaðarkerfi er ætlað til notkunar við þjálfun flugumferðarstjóra. Ég veit ekki hvort menn telja að við séum búnir að selja hann, en það er einnig fleira á döfinni sem við erum ekki búnir að lenda og ég vil ekki tjá mig um að svo stöddu," sagði Gunnlaugur. Hann sagði að Kögun hefði nú í á annað ár unn- ið að gerð flugstjórnarhermisins, og ef það tækist að selja hann væri gífurleg framlegð í slíkum bún- aði. Sagði hann markaðsstarf í sambandi við sölu hugbunaðarins þegar vera hafið í Bandaríkjunum og búið væri að verja talsverðum fjármunum í það. NATO vill kaupa herminn til reynslu ,JVIenn hafa vitað um þennan hermi hjá okkur í nokkurn tíma, og þó ég telji að ég sé nálægt því að selja hann núna þá er ég einfaldlega ekki búinn að því," sagði Gunnlaugur. Hann sagði að NATO hefði lýst vilja til að kaupa eintak af flugstjórnarherminum til reynslu og varið til þess fjármunum, en menn á vegum Kögunar eru nú að kynna herminn erlendis. Nú reyndi hins vegar á það hvort fleiri aðilar byðu GUNNLAUGUR M. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Kögunar hf. á skrifstofu sinni. fullkomnari búnað af þessari gerð og það gæti orð- ið til þess að ekkert yrði úr frekari viðskiptum. Hins vegar væri honum ekki kunnugt um að slíkur búnaður væri tíl. Mikil hækkun á gengi bréfa í tölvufyrirtækjum Gengi bréfa Kögunar hækkaði á Opna tilboðs- markaðnum í gær úr 16 í 20 en lækkaði síðan örlít- ið þegar leið á daginn. Frá því jöfnunarhlutabréf í félaginu voru gefin út síðastíiðið haust hefur gengi bréfa í Kögun hækkað um 45%. Viðskiptí með hlutabréf á Verðbréfaþingi ís- lands námu 113 muljónum króna í gær og mikil viðskiptí voru með hlutabréf tölvufyrirtækja sem hækkuðu mikið. Velta með hlutabréf þeirra var alls 60 milijónir króna, en mest með hlutabréf Op- inna kerfa, eða 39 milljónir króna. Vísitala upplýs- ingatækni hækkaði í gær um 7,34%, en þá hækk- aði gengi bréfa Skýrr um 16,2%, Tæknivals um 12,4%, Nýherja um 5,5% og Opinna kerfa um 3%. Hækkun á gengi hlutabréfa tölvufyrirtækja frá áramótum hefur verið gífurlega mikil, og þannig hafa hlutabréf Skýrr hækkað um 89%, Nýherja um 88%, Tæknivals um 67% og Opinna kerfa um 27%. ste-í 5f! PENINGABRÉF jöfn og örugg ávöxtun Peningabréf eru kjörin leið fyrir þá sem vilja festa fé til skamms tíma, s.s. fyrirtæki, sjóði, sveitarfélög, tryggingarfélög og einstaklinga. Peningabréf eru laus til útborgunar án kostnaðar þegar 3 dagar eru liðnir frá kaupum. Yfir tveir milljarðar í öruggum hðndum. Nafnávöxtun sl. 3 daga 8,37% Nafnávöxtun sl. 5 daga 7,81% Nafnávöxtun sl. 20 daga 7,82% Láttu lausaféð vinna fyrir þig. Aðeins eitt símtaL.nyttu þér ráðgjafaþjónustu okkar og umboðsmanna okkar í öllum útibúum Landsbanka íslands. VERÐBRÉFASJÓÐIR LANDSBRÉFA - þú velur þann sem gefur þér mest « ^LANDSBRÉFHF. Löggilt verðbrétafyrirtæki. ASIi aðVerðiréfaþingi Islands. SUÐURLANDSBRAUT 24, 108 REYKJAVÍK, SIMI 535 2000, BRÉFSIMI 535 2001, VEFSIfiA www.landsbref.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.