Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 25.03.1999, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 25. MARZ 1999 B 3 VIÐSKIPTI Rekstrarafkoma Mjólkursamsölunnar í Reykjavík 1998 Hagnaður af reglulegri starfsemi 270 milljónir Mjólkursamsalan / Ur reikningum 1998 11 y Rekstrarreikningur 1998 1997 ; Breyt. Rekstrartekjur Milljónir króna 4.411,4 3.854,9 +14% Rekstrargjöld 4.195,6 3.716,5 +13% Fjármagnsgjöld 53,9 29,4 +84% Hagnaður af reglulegri starfsemi 269,7 167,7 +61% Hagnaður fyrir skatta 179,6 121.8 +47% Hagnaður ársins 115,0 206,4 -44% Efnahagsreikninqur 31.DES.: 1998 1997 Breyt. Lianlc I Veltufjármunir Milljónir króna 1.585,8 1.204,6 +32% Fastafjármunir 2.338,1 2.509,9 -7% Eignir samtals 3.924,0 3.714,5 +6% I skuklir 03 eigið fé: J Skammtímaskuldir Milljónir króna 433,5 345,1 +26% Langtímaskuldir 37,4 46,7 -20% Eigið fé 3.422.9 3.298.0 +4% Skuldir og eigið fé samtals 3.924.0 3.714,5 +6% MAGNIJS Ólason og Halldór Magnússon. Starfsmenn Marels í Bretlandi HAGNAÐUR Mjólkursamsölunnar í Reykjavík nam tæpum 115 milljón- um króna á síðasta ári og ávöxtun á eigin fé var 3,4%. I ársreikningi kemur fram að heildartekjur fyiir- tækisins og dótturfélaga þess voru 4.411 milljónir króna, sem er 14% aukning frá árinu 1997. Rekstrargjöld samstæðunnar hækkuðu um 12% milli ára og námu þau í fyrra 4.141 milljón króna. Hagnaður af reglulegri starfsemi var því 270 milljónir króna, en á ár- inu 1997 var sambærilegur hagnað- ur 168 milljónir. I lok ársins 1998 námu eignir Mjólkursamsölunnar alls 3.924 millj- ónum króna, en heildarskuldir voru 501 milljón. Eigið fé samstæðunnar í árslok var 3.423 milljónir króna og jókst um 125 milljónir, eða 3,8% milli ára. Eiginfjárhlutfall samstæð- unnar í árslok 1998 var 87,2%. Veltufé frá rekstri var 409 miUjónir króna og hækkaði um 72 milljónir. A aðalfundi Mjólkursamsölunnar sem haldinn var síðastliðinn föstu- dag var samþykkt að greiddur yrði arður til félagsmanna sem næmi 6,3% af verðmæti innlagðrar mjólk- ur. Það eru að meðaltali tvær krón- ur á hvem innveginn lítra til þeirra félagsmanna sem voru innleggjend- ur hjá Mjólkursamsölunni á árinu 1998, eða samtals 34 milljónir króna. Á fundinum var einnig samþykkt að fela stjómum Mjólkursamsölunnar í Reykjavík og Mjólkurbús Flóa- manna að hefja skoðun á möguleik- um til aukinnar samvinnu um mót- töku, vinnslu og dreifingu mjólkur og kanna jafnframt leiðir til enn nánara samstarfs með frekari hag- ræðingu að leiðarljósi. Innvegið mjólkurmagn á svæði Mjólkursamsölunnar í Reykjavík á síðasta ári varð rúmlega 56,6 millj- ónir lítra og er það aukning frá ár- inu áður um 1,8 milljónir lítra, eða 3,35%. Hlutfall Samsölusvæðisins í innveginni mjólk á öllu landinu var á síðasta ári 53,5% af heildarmagni. NÝVERIÐ opnaði Marel hf. útibú í Bretlandi þar sem áhersla er lögð á að selja búnað í fisk, kjúklinga og kjötvinnslur á Bretlandi og írlandi. Tveir starfsmenn Marel, þeir Hall- dór Magnússon og Magnús Ólason hafa verið staðsettir í Bretlandi frá áramótum. Halldór Magnússon, sem veitir útibúinu forstöðu og sinnir sölu- störfum. Halldór útskrifaðist með BS gráðu í vélaverkfræði frá Há- skóla íslands 1990 og master gráðu í sama fagi frá University of Was- hington árið 1993 Halldór hefur verið á sölu- og markaðssviði Marel hf á fimmta ár, með umsjón með er- lendum sölusvæðum, ásamt því að vera umsjónarmaður markaðssviðs. Sambýliskona Halldórs er Freyja Birgisdóttir sálfræðinemi. Magnús Ólason er þjónustustjóri Marel UK. Magnús útskrifaðist sem raímagnsverkfræðingur fr-á Álborg Universitets Center (AUC) árið 1991. Eftir að námi lauk starfaði Magnús við sölustörf á einkatölvum og netkerfum hjá Tæknivali og Apple umboðinu. Hann hóf störf hjá Marel árið 1995, fyrst sem sérfræð- ingur í rafstýringum og síðan sem umsjónarmaður rafhönnunar- og stýritæknisviðs. Eiginkona Magnúsar er Guðrún I. Stefánsdóttir og eiga þau þrjá drengi. „ISLENDINGURINN VAR BARA í MAT. HANN FLÝGURAFTUR HEIM í KVÖLD." » A Saga Business Class bjóðast tíðar áætlunarferðir og dýrmætur sveigjanleiki. Þannig má stytta viðskiptaferðir til útlanda, auka afköst starfsmanna, nýta tímann betur og draga úr ferðakostnaði. FLUGLEIÐIR Traustur íslenskur ferðafélagi Vefur Flugleiða á Intemetínu: www.icelandair.is • Netfang fyrir almennar upplýsingar info@icelandair.is lhimi bnð ekki einu sinni um lierbergi! Gat skeó!"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.